Morgunblaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Daniel Hann-an, sem þartil nýlega sat á þingi Evrópu- sambandsins og kvaddi starfið glaður í bragði, ritaði grein í The Telegraph um helgina um írsk stjórnmál og sérstaklega Sinn Fein. Hannan gagnrýnir mjög að sá flokkur, með vafa- sama tengingu við skæruliða- samtök og söguleg tengsl við Írska lýðveldisherinn sem flokkurinn hafi ekki gert upp við, skuli fá mikinn stuðning í kosningum og jafnvel koma til greina í ríkisstjórn. Þessi gagnrýni er skiljanleg. Tengslin við hryðjuverka- samtökin eru slík að þau ættu að útiloka flokkinn sem kost í kosningum, en fólk er fljótt að gleyma og unga fólkið hefur engu að gleyma og er því miður oft áhugalaust um að lesa sér til um söguna. Þó mun hafa far- ið um ýmsa kjósendur flokks- ins eftir kosningar þegar einn þingmanna hans sást á mynd- skeiði hrópa: „Upp með IRA, okkar dagur mun koma!“ En eins og Hannan bendir á hefur Írland ekki þurft að sæta almennum mótmælum erlendis fyrir gott gengi slíks flokks. „Hvar er alþjóðlega reiðiald- an? Fyrir tuttugu árum setti ESB Austurríki í nokkurs kon- ar pólitíska sóttkví eftir að Frelsisflokkurinn var tekinn inn í ríkisstjórn. Skemmra er síðan sambandið hefur hótað Póllandi og Ung- verjalandi á þeim forsendum að það telji stjórnarflokk- ana með alræðis- tilhneigingu. Þó hafa jafnvel áköfustu gagnrýn- endur þessara flokka ekki sak- að þá um tengsl við skipulagða glæpastarfsemi,“ skrifar Hannan. Þetta misræmi er umhugs- unarvert enda skiptir máli að eitt gangi yfir alla. Annað dæmi, sem Hannan nefnir að vísu ekki, er fordæmingin sem flokkurinn AfD í Þýskalandi sætir, en þrátt fyrir það aukast vinsældir hans jafnt og þétt. Vissulega hafa komið upp dæmi innan þess flokks um stjórnmálamenn sem hafa viðr- að skoðanir sem ekki eru til fyrirmyndar. Það er þó ekkert á við Vinstri flokkinn, Die Linke, sem á beinlínis rætur að rekja til kommúnistaflokks Austur-Þýskalands og hefur státað af stjórnmálamönnum sem hófu feril sinn í því mann- fjandsamlega umhverfi. Die Linke hefur átt sæti í ríkisstjórnum í fylkjum Þýska- lands eftir sameiningu þýsku ríkjanna án þess að uppnám yrði innan eða utan Þýska- lands. Hvernig má það vera? Er það vegna þess að flokk- urinn er til vinstri eins og margir sem hæst láta í stjórn- málaumræðunni? Er sama skýring á því að Sinn Fein sleppur að mestu við gagnrýni? Mikið misræmi er í pólitísku umræðunni } Eru vinstri öfgar í lagi? Í hamfaraveðr-inu sem gekk yfir landið í des- ember kom ber- lega í ljós hve mik- ið vantar upp á að raforkukerfi landsins sé byggt upp á full- nægjandi hátt með hliðsjón af raforkuöryggi. Kerfið hrundi víða um norðanvert landið með miklum óþægindum og hættu fyrir íbúana, auk veru- legs kostnaðar fyrir atvinnu- lífið. Ellefu þúsund íbúar urðu fyrir rafmagnsleysi á Norður- landi í desember á 7.600 heim- ilum, sem er augljóslega óá- sættanlegt, jafnvel þó að haft sé í huga að veðurofsinn var óvenjulega kröftugur. Síðastliðinn föstudag minnti veðrið enn á þessa veikleika í raforkukerfinu. Afleiðingar veðurofsans voru ekki jafn miklar og á Norðurlandi í des- ember en þó urðu 5.600 heim- ili og vinnustaðir rafmagns- laus á Suðurlandi og Suðausturlandi. Mikill fjöldi staura brotnaði, rétt eins og á Norðurlandi í des- ember, og þó að starfsmenn raforkukerfisins hafi enn unnið þrekvirki við að koma rafmagni aftur á, var ástandið vitaskuld óviðunandi fyrir þá sem urðu fyrir rafmagnsleysinu. Þegar liggur fyrir að íbúar á þeim svæðum sem verst urðu úti á föstudag mega bú- ast við rafmagnstruflunum á næstu vikum á meðan unnið er að viðgerðum. Eftir ofsaveðrið í desember á Norðurlandi kom fram að viðgerðum yrði ekki að fullu lokið fyrr en í sumar. Skiljanlegt er að tíma taki að gera við eftir slík ósköp, en nauðsynlegt er að uppbygg- ingin eftir þessi áföll verði ekki skammtímalagfæringar á veikburða kerfi. Horfa þarf til framtíðar í endurnýjun kerf- isins og að því þarf að vinna þegar í stað til að tryggja að slík áföll endurtaki sig ekki. Raforkukerfið á Íslandi verð- ur einfaldlega að þola íslenskt veðurfar. Aftur lenda Íslend- ingar í því að þús- undir eru án raf- magns vegna veðurs} Annað áfall raforkuöryggis N ú er kominn tími til þess að hefj- ast handa“ voru skilaboðin sem ríkisstjórnarflokkur fékk á fundaferð sinni um landið. Núna, þegar rétt rúmt ár er eftir af kjörtímabilinu, á að hefjast handa. Þegar nálgast kosningar þá er kominn tími til þess að láta verkin tala. Hendur fram úr ermum og allt það, á síðasta árinu. Ég er nokkuð viss um að síðast- liðnar kosningar hafi ekki snúist um að setja allt í endalaust margar nefndir á fyrstu þremur ár- um kjörtímabilsins. Skilaboðin sem við í þingflokki Pírata fengum í liðinni kjördæmaviku voru svipuð, það eru fjöl- mörg tækifæri út um allt land sem eru í biðstöðu en eru föst í stirðum fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Langflest af þeim vanda- málum sem fólk bendir á mætti einfaldlega leysa nær heimahögum í stað þess að sveitarfélög þurfi að treysta á að detta í lukkupott stóriðju eða sérstakra byggðafjár- framlaga. Vandamálin ná allt frá samgöngum, menntamálum og heilbrigðisþjónustu til launakjara starfsmanna sveitarfé- laga. Það er nefnilega þó nokkuð mikill munur á launum op- inberra starfsamanna eftir því hvort unnið er hjá ríki eða sveitarfélögum, sem hefur áhrif á öll málefni sveitarfélaga. Þann mun er hægt að rekja til misskiptingar í tekjum á milli ríkis og sveitarfélaga. Tekjur sveitarfélaga markast nefnilega aðallega af fast- eignaskatti og útsvari af tekjuskatti einstaklinga. Það þýðir einfaldlega að ef sveitarfélög vilja fara í upp- byggingu atvinnulífs sem styrkir tekjur sveitar- félagsins þá þarf að byggja fermetra eða fá fullt af fólki með launatekjur til þess að búa í sveitar- félaginu. Ríkið fær hins vegar tekjur frá at- vinnustarfsemi sem byggist ekki endilega á fjölda fasteignafermetra og fjölda fólks. Þar er fjármagnstekjuskattur, virðisaukaskattur, fjár- magnstekjuskattur og ýmislegt annað. Það er því augljóst að spyrja af hverju ekki sé útsvar af þessum tekjustofnum líka? Ef sveitarfélög væru með útsvar af virðisaukaskatti þá myndi ferðamaðurinn skilja eftir sig útsvarstekjur þegar hann kaupir samloku í búðinni og iðn- aðarmaðurinn myndi skilja eftir útsvarstekjur vegna viðhaldsverkefna. Það mikilvægasta við fjölbreyttari tekju- stofna sveitarfélaga væri hvati þeirra til þess að byggja upp fjölbreyttari atvinnu en fermetrafreka stóriðju. Laun starfsmanna sveitarfélaga væru samkeppnishæfari og tækifærin sem bíða eftir að ríkið hætti að þvælast fyrir gætu blómstrað. Stefna Pírata í sveitarstjórnarmálum er meira sjálfstæði, sérstaklega fjárhagslegt sjálfstæði. Þann- ig að sveitarfélög geti fjármagnað eigin samgönguáætlun, greitt betri laun og sinnt lögbundnum verkefnum með full- nægjandi hætti. Það væri allavega betra en að þurfa að bíða í þrjú ár til þess að eitthvað gerist, kannski. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Að hefjast handa Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Væntingavísitala Gallup náði137 stigum í desember2017. Bjartsýni var þá ríkjandi í íslensku hagkerfi sem birtist meðal annars í fréttum um ný hótel, met- fjölda ferðamanna í Leifsstöð og vax- andi kaupmætti. Þegar líða fór á árið 2018 mátti heyra það sjónarmið að öll góðæri taki enda. Vöxturinn gæti ekki haldið áfram endalaust. Eftir að þátttöku Íslands á HM í knattspyrnu lauk í júní 2018 beindist athyglin að erfiðleikum WOW air. Þær áhyggjur mögnuðust þegar skuldabréfaútboð félagsins gekk heldur treglega. Niðurskurður WOW air í desember 2018 var svo vendi- punktur um þróun væntinga hvað ferðaþjónustuna varðar. Náði lágmarki haustið 2018 Birtist þetta í því að væntinga- vísitalan fór niður í 75,8 stig í nóv- ember 2018 en ef hún stendur í 100 stigum eru jafn margir svartsýnir og bjartsýnir á horfurnar framundan. Guðni Rafn Gunnarsson, sviðs- stjóri fjölmiðlarannsókna hjá Gallup, segir að ef fleiri fréttir af efnahags- málum séu neikvæðar en jákvæðar auki það óvissu um framtíðarhorfur. Það minnki aftur tiltrú neytenda á efnahagsaðstæðum. Sé fólk svartsýnt á eigin hag á næstunni sé það líklegra til að halda að sér höndum í einka- neyslu og bíða með stærri útgjöld. Aukinn órói í samfélaginu Ásamt erfiðleikum WOW air stóð Icelandair frammi fyrir miklum vanda vegna kyrrsetningar á Boeing Max-þotum sem áttu að leiða endur- nýjun flotans. Sér ekki fyrir endann á þeim erfiðleikum sem valdið hafa miklum álitshnekki fyrir Boeing. Umræða um neikvæð áhrif af styrkingu krónunnar á samkeppnis- hæfni íslenskrar ferðaþjónustu varð líka til að draga úr væntingum. Samhliða því að afkoma ferðaþjón- ustunnar fór hratt versnandi gerði ný forysta verkalýðsfélaganna kröfu um réttlátari skerf láglaunafólks af verð- mætasköpuninni. Útkoman var undirritun lífs- kjarasamningsins í aprílbyrjun 2019, nokkrum dögum eftir fall WOW air. Atvinnuleysi hefur síðan stöðugt aukist og voru um 9.600 án vinnu um síðustu mánaðamót, samkvæmt töl- um Vinnumálastofnunar sem sagt var frá í Morgunblaðinu sl. föstudag. Deila má um hvort verkföll hafi já- kvæð eða neikvæð áhrif á væntingar almennnings í efnahagsmálum. Hins vegar er óumdeilt að verkföll auka óvissu. Hún er aftur til þess fallin að leiða til aukinnar varkárni og þannig draga úr fjárfestingum. Rætt er um verkföll á fleiri vígstöðvum í ár. Fjármálakerfið skorið niður Meðal þeirra sem misst hafa vinn- una er fjármálafólk en bankafólki hefur fækkað jafnt og þétt. Þá hefur aukin notkun sjálfvirkni í afgreiðslu leitt til fækkunar versl- unarmanna, ásamt því sem net- verslun hefur fækkað störfum í hefð- bundinni verslun. Þrjár stórar atvinnugreinar – ferðaþjónustan, fjármálageirinn og verslun – eru því að ganga í gegnum endurskipulagn- ingu. Þá hefur verið hætt við fjölda verkefna í hótelgeiranum og við upp- byggingu margra íbúðareita vegna versnandi horfa í efnahagsmálum. Þessu til viðbótar hafa óveður sett flug til og frá landinu úr skorðum, kórónuveiran dregið úr komum kín- verskra ferðamanna og jarðhrær- ingar við Grindavík vakið ugg. Fréttir af erfi ðleikum og átökum síðustu misseri Dæmi um atburði sem geta haft áhrif á væntingar 2018 13. desember Hundruð- um sagt upp hjá WOW air 2020 14. janúar Snjófl óð falla á Flateyri og í Súgandafi rði – óveður setur atvinnulíf á Vestfjörðum úr skorðum 20. janúar Isavia birtir tölur um 26% fækkun farþega um fl ugvöllinn milli ára 2018 og 2019 – fækkaði um 2,56 milljónir 31. janúar 219 fl ug-ferð- um afl ýst á Kefl avíkurfl ug- velli í janúar vegna óveðurs, borið saman við 31 í fyrra 23. janúar Kínversku borginni Wuhan lokað vegna kór- ónuveirunnar – fl eiri borgir fylgja í kjöl- farið 27. janúar Íbúafundur í Grindavík vegna óvissu- ástands – áhyggjur af mögu- legu eldgosi 29. janúar Væntingar kaupmanna um viðskipti við kínverska ferðamenn á kínverska nýárinu bregð- ast vegna kórónuveiru 6. febrúar Verkfall Efl ingar hjá borginni hefst – setur m.a. leikskólastarf úr skorðum 2019 8. mars Verkfall Efl ingar setur ferða- þjónustu úr skorðum 12. mars Icelandair kyrrsetur þrjár Boeing Max-þotur 13. mars Félagar í VR samþykkja verkfall 28. mars WOW air gjald- þrota 31. desember 8.605 eru án vinnu í lok árs 2019, samkvæmt tölum Vinnu- málastofnunar, í fyrsta sinn frá mars 2013 26. september Arion banki segir upp 100 manns – síðar um haustið segja Íslandsbanki og Valitor upp alls 32 starfsmönnum Ótíðindin berast þjóðinni á færibandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.