Morgunblaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2020
ÁHÆTTUBRÚÐULEIKUR
„ÉG LEGG ÞAÐ NÚ EKKI Í VANA MINN AÐ
FÁ HLUTI LÁNAÐA HJÁ ÓKUNNUGUM EN ÞÚ
VIRÐIST MJÖG GÓÐLEGUR.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að dingla sér með
sínum heittelskaða.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÞESSIR PEPPERÓNI-
PYLSUR-BRÆDDUR-
OSTUR-DRAUMAR ERU
STÓRFURÐULEGIR
AFSAKIÐ
ER ÍSÖLDIN
LIÐIN HJÁ?
JÁ
JIBBÍ!
PARTÍ!
ÞAÐ HEFUR VERIÐ LÍTIÐ AÐ
GERA UNDANFARIÐ SVO NÚ
BJÓÐUM VIÐ VIÐSKIPTA -
VINUM OKKAR FRÍTT
HERÐANUDD
FRÁBÆRT! EN
HVERNIG ÖRVAR ÞAÐ
VIÐSKIPTIN?
BRODDI VILL FÁ DRYKK AÐ
LAUNUM!
og Oddur Elíasson, f. 18.8. 1987, bú-
settur í Reykjavík.
Foreldrar Albertínu eru hjónin
Elías Oddsson, f. 1.12. 1956, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri á Ísafirði, og
Ingibjörg Svavarsdóttir, f. 17.5. 1959,
umhverfisfræðingur og starfsmaður í
leikskóla á Ísafirði.
Albertína Friðbjörg
Elíasdóttir
Ingibjörg Jóna
Kristjánsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Þórarinn Jónsson
fiskmatsm. í Reykjavík
Margrét Þórarinsdóttir
starfsm. í Fossvogsskóla
í Reykjavík
Svavar Einarsson
vélstjóri í Reykjavík
Ingibjörg Svavarsdóttir
leikskólastarfsmaður á Ísafirði
Guðrún Guðmundsdóttir
húsfr. í Fagrahvammi við Skutulsfjörð,
dóttir Guðmundar Einarssonar
refaskyttu á Brekku
Einar Kristinsson
bifreiðarstjóri í Hveragerði
Halla Signý Kristjánsdóttir
þingmaður Framsóknar
Gunnar Pétursson
fv. bifreiðarstj. á
Ísafirði, ólympíufari
Kristján Guðmundsson
bóndi á Brekku á Ingjaldssandi
Margrét Oddsdóttir
skurðlæknir og prófessor
Ólafur Þór
Gunnarsson læknir
og þingmaður VG
Guðbjartur
Kristjánsson
bóndi
á Hjarðarfelli
Ásthildur
Sturludóttir
bæjarstjóri
á Akureyri
Hallgerður
Gunnarsdóttir
lögfræðingur
í Stykkishólmi
Gunnar
Guðbjartsson
bóndi
á Hjarðarfelli
Margrét Oddný
Hjörleifsdóttir
húsfreyja í Hrísdal
Sigurður Kristjánsson
bóndi í Hrísdal
í Miklaholtshr., Snæfellsnesi
Magdalena M. Sigurðardóttir
fv. varaþingm. og fjármálastj. á Ísafirði
Oddur Pétursson
snjóflóðaeftirlitsm. og fv. bæjar-
verkstjóri á Ísafirði, ólympíufari
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
húsfreyja á Grænagarði
í Skutulsfirði
Pétur Tryggvi Pétursson
netagerðarmeistari
á Ísafirði, sonarsonur
Jóhanns Halldórssonar
landnámsmanns í Látravík
Úr frændgarði Albertínu Elíasdóttur
Elías Oddsson
fv. framkv.stj. á Ísafirði
Hörður Þorleifsson sendi mérgóðan póst þar sem hann segir
að það hafi farið illa í sig undanfarið
að fjöldi manns hrópar geggjað til
að lýsa jákvæðni við ýmislegt sem er
sýnt og þykir gott. „Þess vegna
gerði ég tvær vísur í gær,“ segir
hann, „og las þær í kirkjustarfi aldr-
aðra og allir voru sammála mér. Ég
vona að fólk fari að átta sig á hvílík
andstæða þetta er“:
Fjölgar mönnum, körlum, konum,
kalla geggjað ótt og títt.
Ömurlegt og ekki að vonum,
ætla geggjað flott og nýtt.
Geggjað er ei göfugt orð,
gala margir sí og æ.
Æðir samt um Íslands storð,
öfug merking, blönduð læ.
Pétur Stefánsson ber fram þessa
frómu ósk:
Sértu laus við sorg og mein,
sé þig fátt að plaga.
Hossi þér svo auðnan ein
alla lífsins daga.
Eins og nærri má geta var veðrið
ofarlega í huga hagyrðinga á
fimmtudag. Pétur Stefánsson fór
með „Veðurspá“ á Boðnarmiði:
Þetta vetrarveðurlag
vart mun skapið hressa.
Nú vill tíðin breyta um brag,
bráðum fer að hvessa.
Sigurbjörg Elimarsdóttir kveður:
Erfiðleikar ýmist skeður
aukinn margra vandi
reynir á er ruddaveður
rennir upp að landi:
Skógræktinni tökum törn
tjónum fækka má
alvöru skógar veita vörn
veður ofsa frá.
Jón Atli Játvarðarson yrkir:
Lægðin þverar Atlants ál,
undan ber nú fleytur.
Sótt að meri og mjórri sál,
Móri gerist heitur.
Magnús Halldórsson kveður:
Hestar mínir háma’í sig,
hugnast dável tuggan.
Frostið er nú fjögur stig,
„fyrir utan gluggann“.
Bjarna Sigtryggssyni þykja frétt-
irnar ljótar:
Þótt kjaftinn af reiði menn rífi
yfir ræningjahyski með þýfi
þá er atvinnuvá
og óveðursspá
í íslensku efnahagslífi.
Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum
kvað:
Stormar erja úfinn sjá
ágjöf hverja skoðum,
meðan ferjan flýtur hjá
feigðarskerjaboðum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Geggjað í tíma og ótíma
Klippt og beygt
fyrirminni og
stærri verk
ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS