Morgunblaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2020 ✝ Sigrún BjarkarValdimars- dóttir fæddist í Reykjavík 16. októ- ber 1955. Sigrún lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Hvammstanga 1. febrúar 2020. Foreldrar henn- ar voru Helga Steinvör Helgadótt- ir, f. 15.12. 1931, d. 14.7. 1987, og Robert Mullenix, f. 4.8. 1929, d. 18.8. 1974. Sam- mæðra systkini Sigrúnar eru þau Steinar (látinn), Ásdís, María og Alda og samfeðra Kendall (lát- inn), Michael (látinn), Deborah og Eugene. Sigrún dvaldi í rúmt ár hjá móður sinni og ömmu áður en hún fór á barnaheimilið á Sil- ungapolli. Þaðan var hún svo ættleidd af þeim Valdimari Lár- ussyni, leikara og lögreglu- manni, f. 28.1. 1920, d. 1.5. 2007, og Kristúnu Jónsdóttur verka- konu, f. 29.8. 1922, d. 10.2. 2016, eignuðust þau ekki önnur börn. Sigrún ólst fyrstu árin upp í Reykjavík en fluttist á unglings- ferðaþjónustu á bænum sem Sig- rún starfaði við alla tíð síðan, auk umfangsmikillar skógræktar. Sigrún og Víglundur sáu um skólaakstur í 35 ár auk þess sem hún rak dagvistun fyrir börn á leikskólaaldri yfir vetrartímann í nokkurn tíma. Sigrún sat í ýmsum stjórnun, s.s. stjórn Félags ferðaþjón- ustubænda, Nýsköpunarsjóðs og Selaseturs Íslands um árabil. Hún var einnig virk í ýmiss kon- ar félagsstörfum, s.s. hjá Kven- félaginu Freyju, Ungmenna- félaginu Víði, Ferðamálafélagi Vestur-Húnavatnssýslu, Ferða- málasamtökum Norðurlands, Leikfélaginu á Hvammstanga, kirkjukór Víðidalstungukirkju, kvennakórnum Sandlóunum o.fl. Sigrún var alla tíð virk í pólitísku starfi og kom m.a. að stofnun T- listans í Húnaþingi vestra auk þess að taka þátt í starfi Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Sigrún var afar hagmælt og eftir hana liggja ýmsar gam- anvísur um sveitunga, vini og vandamenn. Hún hafði yndi af tónlist og á mannamótum sást hún yfirleitt með gítar í hönd og söng á vörum. Sigrún verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju í dag, 17. febrúar 2020, klukkan 13. Jarð- sett verður í Víðidalstungu- kirkjugarði. árum í Kópavoginn. Árið 1984 fluttist Sig- rún að Dæli í Víðidal og hóf búskap með Víglundi Gunnþórs- syni, f. 17.1. 1957. Börn Sigrúnar og Víglundar eru: 1) Hrafnhildur Ýr, f. 16.8. 1978, maki Dav- íð Stefán Hanssen, f. 10.8. 1970. Dóttir Hrafnhildar er Eva Rún, f. 2.12. 2007. 2) Vilmar Þór, f. 1.7. 1984, maki Anna Nordberg, f. 1.1. 1980. Synir þeirra eru Ósk- ar Freyr, f. 21.7. 2007, og Gabríel Þór, f. 21.7. 2011. 3) Kristinn Rún- ar, f. 26.10. 1988, maki Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir, f. 15.8. 1990. Sonur þeirra er Víglundur Bolli, f. 12.1. 2016. Í Reykjavík starfaði Sigrún hjá Tryggingastofnun ríkisins og var virk í starfi Alþýðubandalagsins í Kópavogi og Leikfélags Kópa- vogs. Í Dæli var framan af stund- aður hefðbundinn sauðfjárbú- skapur og lærði Sigrún sauðfjár- rækt í bréfaskóla. Í kjölfar riðu- niðurskurðar 1988 hófu hjónin Elsku mamma. Það er svo óraunverulegt að þú sért farin, jafnvel þó að við höfum vitað lengi að þennan sjúkdóm gastu ekki sigrað. Þú gerðir þó hetjulega tilraun og stóðst lengur en nokkur gerði ráð fyrir. Þegar við sitjum hérna saman systkinin og minnumst þín er okkur efst í huga þakklæti og aðdáun. Þakk- læti fyrir tímann sem við áttum með þér, fyrir alla umhyggjuna og hjálpina sem þú og pabbi voruð alltaf tilbúin að veita, sama í hvaða vitleysu við vorum búin að koma okkur. Við söknum dag- legra símtalanna þinna sem byrj- uðu alltaf eins „Hvað er að frétta?“ og svo heyrðist annað- hvort í lyklaborði eða sjónvarpi í bakgrunninum og þú hafðir enga athygli á því sem við sögðum, þig langaði bara að heyra í okkur. All- ir sem til þín leituðu áttu hjá þér skjól. Það sést best á þeim fjölda ungs fólks í gegnum árin sem streymdi í gegnum heimilið frá hinum ýmsu löndum. Um tíma var líkt og þú rækir hjónabands- miðlun í Víðidal fyrir sænskar vinnukonur sem allar urðu dætur þínar, hvort sem þær urðu eftir á Íslandi eða ekki. Þú varst ótrú- lega viljasterk og úrræðagóð og virtist þekkja fólk alls staðar. Það var alveg sama hverju þurfti að redda og hvað bjátaði á, alltaf þekktir þú einhvern sem þekkti einhvern sem gat aðstoðað. Gilti þá einu hvort um væri að ræða malbikun á vegi, lögreglurann- sóknir, byggingu varnargarða, húsbyggingar eða vísun fólks úr landi, alls staðar hafðir þú ítök. Þú varst ótrúlega fylgin sjálfri þér og við erum svo þakklát fyrir að hafa haft þig sem fyrirmynd í lífinu. Þú kenndir okkur að það er allt hægt og maður gefst aldrei upp. Tónlist var stór partur af lífi þínu og gítarinn þinn var aldrei langt undan. Á flestum manna- nótum stóðst þú á sviði með gít- arinn og fórst með gamanvísur eftir sjálfa þig eða stjórnaðir fjöldasöng. Þú raddaðir líka alltaf lögin í útvarpinu og arfleiddir tvö okkar að þeim vana (öðrum til mikillar gleði). Þú varst mjög stríðin, áttir auðvelt með að sjá hið skoplega í tilverunni og varst alveg ótrúlega orðheppin. Elsku mamma, takk fyrir allt sem þú gafst okkur. Takk fyrir allan tímann, samtölin, hláturinn, umhyggjuna og ekki síst lærdóm- inn. Þú fegraðir marga fleiri staði, fannst þér svo víða gróðurreit, sandauðnir klæddir skarlatsskrúði, skapaðir fegurð, er margur leit, sem yljaði og gladdi ótal hjörtu eins þó að væri í miðri sveit. (Úr „Eyrarrós eftir Valdimar Lárusson) Þín börn, Hrafnhildur, Vilmar og Kristinn. Elsku Sigrún, þú varst meira en frænka mín, þú varst líka vin- kona mín. Við lékum okkur saman fyrstu árin okkar á Suðurlandsbrautinni en strengurinn á milli okkar rofn- aði aldrei hvar sem við bjuggum, þó að það væri á sitt hvoru lands- horninu. Þú varst flautaþyrill frá upphafi hafðir mikið að gera og gast gert margt í einu. Við bröll- uðum ýmislegt sem unglingar, fórum t.d. tvisvar sinnum í Húsa- fell um verslunarmannahelgar og þú sást alltaf leiðir til að redda okkur t.d. að komast á fjölskyldu- svæðið. Ég held að þú hafir haft einhvern límheila, þú kunnir allar vísur og alla texta, spilaðir á gítar og gast sungið hvað sem var, fór bara eftir tilefninu. Við fórum auðvitað í bíltúr á Skódanum þeg- ar þú fékkst bílprófið, það endaði auðvitað með því að við hittum skilti sem þvældist fyrir. Ævin- týrin gerðust sko alls staðar þar sem þú varst. Við vorum orðnar fullorðnar, ég með mína Elísa- betu Láru, fædda 1975, og þú með Hrafnhildi Ýri þína, fædda 1978, en þú varst ein með hana í nokkur ár og ég sem hélt að þú værir orð- in ráðsett í góðri vinnu. Enn þetta var ekki nóg fyrir þig, þú þurftir meira ævintýri í þitt líf. Þegar þú sagðist ætla að fara í sauðburð norður í land, þá gerðum við vin- konur þínar mikið grín að þér, já ráðskona óskast í sveit, má hafa með sér barn, til Björns bónda. Svo sem betur fer fyrir þig þá voru ekki komnir snjallsímar. Þegar þú komst aftur úr sveitinni sagðir þú okkur að þú hefðir fund- ið þann eina rétta og kallaðir hann Villa, það kom nú svo sem í ljós að Björn bóndi og Villi voru sami maðurinn. Þarna blómstrað- ir þú heldur betur, tókst þátt í öllu. Þið eignuðust svo Vilmar Þór árið 1984 og Kristin Rúnar árið 1988. Þið byggðuð upp ferðaþjón- ustu frá grunni og alltaf bættust einhver hús við. En þó að þú hafir haft mikið að gera gleymdirðu aldrei stórfjölskyldunni og varst alltaf fyrst til ef eitthvað þurfti að gera. Þegar Nonni okkar dó þá tókuð þið Maddý bara málin í ykkar hendur og redduðuð öllu! Svona er gott að eiga góðar frænkur og vinkonur. Þú bauðst Katrínu minni líka að koma til þín þegar hún fékk ekki að fara með skóla eða félagstarfi vegna fötl- unar sinnar, en þú bauðst auðvit- að upp á náttfatadag og að borða eitthvað óhollt svo auðvitað var miklu skemmtilegra að vera bara hjá þér, þið kölluðuð hvor aðra, gamla kerlingu, og mikið hlegið. Elsku Sigrún mín, ég get alveg skilið að þú varst orðin mjög þreytt, það átti ekki við þig að vera veik. En það var kraftaverk þegar þú hittir Villa þinn, hann hefur verið kletturinn þinn alla tíð. Elsku Villi, Hrafnhildur, Vilmar, Kiddi, og fjölskyldur, mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til ykkar allra. Erla Valtýsdóttir og fjölskylda. Tvö orð komast fyrst upp í hugann þegar ég hugsa til Sig- rúnar: Dugur og hjartahlýja. Sigrún kom eins og sólargeisli inn í líf foreldra sinna, Valdimars Lárussonar, móðurbróður míns, og Kristrúnar (Dúnu) konu hans. Lengi höfðu þau þráð að eignast barn. Frá þessum fyrstu árum man ég ekki síst þegar ég hljóp um með Sigrúnu á háhesti, okkur báðum til mikillar ánægju. Henni fannst gaman að sitja svona hátt og hafði oft orð á því að ég væri svo stór. Þegar hún sá jólatréð á Austurvelli í fyrsta sinn þótti henni mikið til koma. Það er stærra en Njörður, sagði hún. Ég held að engum hafi dottið í hug að hún yrði bóndakona norð- ur í Húnavatnssýslu en það var henni mikið gæfuspor. Enda leit- un, held ég, að jafn traustum og heilsteyptum manni og Víglundi á Dæli. Hann gekk Hrafnhildi í föð- ur stað og ættleiddi hana. Og saman eignuðust þau tvo syni, Vilmar og Kristin Rúnar. Þau voru samhent að byggja upp ferðaþjónustu á Dæli, sem varð brátt mjög vinsæl, bæði meðal ís- lenskra og erlendra ferðamanna, eiginlega undarlega vinsæl því að Húnavatnssýsla þótti þá ekkert sérstakur ferðamannastaður. Þar kom trúlega til ekki síst alúð Sig- rúnar og lag á að laða að sér fólk. Meðan Valdimar var enn á lífi veiddum við saman í Víðidalsá á hverju hausti og gistum auðvitað hjá þeim Sigrúnu og átti ég þar margar ómetanlegar ánægju- stundir. Nánast frá upphafi tók Sigrún Sigrún Bjarkar Valdimarsdóttir ✝ Guðrún S.Gunnarsdóttir fæddist á Þórshöfn á Langanesi 16. maí 1933. Hún lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu 3. febr- úar 2020. Foreldrar henn- ar voru Jónína Steinunn Sigurð- ardóttir frá Þórs- höfn, f. 25.3. 1908, d. 3.3. 1995, og Gunnar Jónsson úr Skriðdal, f. 24.9. 1879, d. 25.2. 1940. Seinni maður Steinunnar var Finnur Árnason, f. 6.3. 1914, d. 10.1. 1986. Alsystur Guðrúnar eru Hallgerður, Hrefna (látin) og Sigríður. Hálfsystir sammæðra er María Finnsdóttir (látin). Hilmar Þór, f. 1969, börn hans eru Pétur William og Fannar Hrafn. Guðrún ólst upp á Þórshöfn til 13 ára aldurs, fluttist þá til Ak- ureyrar með fjölskyldu sinni en árið 1955 fluttist fjölskyldan síð- an til Reykjavíkur. Fljótlega eft- ir komuna til Reykjavíkur kynn- ist Guðrún eftirlifandi eiginmanni sínum og hófu þau búskap þar, en árið 1964 festu þau kaup á húsnæði í Kópavogi og bjuggu þar í yfir 30 ár. Eftir að börnin fluttu að heiman færðu þau sig yfir í Grafarvoginn. Mestan hluta ævi sinnar var Guð- rún heimavinnandi húsmóðir en stundaði líka vinnu utan heimilis við ræstingar og saumaskap, lengst af hjá saumastofunni Tinnu. Guðrún sat aldrei auðum höndum og var mikil handa- vinnukona. Útför Guðrúnar fer fram frá Grafavogskirkju í dag, 17. febr- úar 2020, og hefst athöfnin kl. 15. Eftirlifandi eig- inmaður Guðrúnar er Óli Örn Tryggva- son, f. 12.8. 1936. Börn Guðrúnar og Óla eru: 1) Tryggvi, f. 1958, eiginkona Hugrún Hansen, f. 1963, börn þeirra eru Óli Örn, Stein- unn Elva, Árni Már og Magdalena Guð- rún. 2) Bryndís, f. 1959, eiginmaður Sævar Skapta- son, f. 1958. 3) Gunnar, f. 1967, fyrrverandi eiginkona hans Bryndís Hrund Högnadóttir, f. 1971, börn þeirra eru Hekla Hrund og Högni Valgarð. Fyrir átti Guðrún dótturina Jónínu, f. 1951, d. 2010. Sonur hennar er Þá er lífsgöngu móður minnar lokið, tæp 87 farsæl ár og stóð hún sína vakt með prýði. Á þess- um tímamótum hellast yfir mig minningarnar og þakklæti fyrir góða móður. Hún ólst upp á Þórshöfn á Langanesi ásamt systrum sínum og missti föður sinn aðeins 7 ára gömul. Þetta hefur nú ekki verið auðvelt fyrir Steinunni ömmu að verða ein- stæð móðir á þessum tímum og uppvaxtarárin voru enginn dans á rósum fyrir þær systur. Mamma var dugnaðarforkur, verklagin og fljótvirk. Hún hafði létt lundarfar og var hláturmild. Það var aldrei langt í húmorinn og hún fékk okkur oft til að hlæja, jafnvel þegar hún lá þungt haldin á Landspítalann. Við Steinunn dóttir mín heimsóttum hana þangað og vorum eitthvað að vandræðast með hvað við ætt- um að hafa í matinn. Þá sagðist hún eiga fulla frystikistu af kjúk- lingum og lambakjöti sem við mættum fá. Við höfðum meiri áhuga á lambinu og þá sagði hún „hafið engar áhyggjur af kjúk- lingunum, þeir fljúga ekkert í burtu“. Foreldrar mínir keyptu sitt fyrsta húsnæði í Kópavoginum 1964 og við fluttum inn í hús- næðið rétt fokhelt með bráða- birgðaeldhúsi í þvottahúsinu. Þröngt í búi fyrstu árin. Mamma var heimavinnandi húsmóðir eins og algengt var þá, en var með mörg járn í eldinum. Hún sá um ræstingar í Verslunarráði og svo prjónaði hún lopapeysur og seldi. Hún var alltaf að og mér er minnisstætt að oft setti hún kvöldverð á borðið fyrir fjöl- skylduna, hljóp svo út á Hafn- arfjarðarveg og tók strætó niður í Verslunarráð. Við vorum varla búin að borða þegar hún var komin heim aftur, búin að vaska upp, sest við sjónvarpið og farin að prjóna. Ég dáðist oft að því hvernig hún gat horft á sjón- varpið og prjónað heilu lopa- peysurnar með flóknu mynstri án þess að missa niður eina lykkju. Eflaust skipta þær hundruðum peysurnar sem hún prjónaði. Ég held að þegar best lét hafi hún náð að klára eina peysu á tveimur dögum. Seinna hóf hún störf á prjónastofunni Tinnu þar sem hún starfaði til fjölda ára við góðan orðstír enda var hún fljótt sett í að sníða. Við fjölskylda mín höfum ver- ið búsett erlendis um árabil og alltaf tóku amma og afi jafn vel á móti okkur þegar við komum heim og gerðu allt til að gera heimsóknir sem ánægjulegastar. Börnin okkar dvöldu líka oft hjá þeim á sumrin, kynntust þeim vel og eiga margar góðar minn- ingar frá samverustundum með þeim og fjölmörgum sumarbú- staðaferðum. Vitur maður sagði eitt sinn að mikilvægasta ákvörðun lífsins væri að velja sér góða foreldra. Þó að flest okkar séu nú ekki með það alveg á hreinu hvernig þetta val fer fram held ég að við systk- inin séum sammála um að okkur hafi heppnast valið sérstaklega vel. Við fengum foreldra sem létu sér mjög annt um sinn hóp. Fasti punkturinn í lífi okkar allra sem var hægt að stóla á. Alltaf boðin og búin þegar til þeirra var leitað. 100 prósent fólk, sem stóð alltaf við sitt og þurfti aldrei að biðja tvisvar. Já, við höfum margt til að vera þakklát fyrir. Tryggvi. Ég kveð þig nú, elsku mamma, með djúpu þakklæti fyrir ástina, alúðina og umhyggjuna og ylja mér við yndislegar minningar úr æsku: Ég man að á köldum vetrar- morgni þegar pabbi var farinn til vinnu og systkini í skóla, fær lítil stelpa að skríða upp í mömmuból og hlusta á söguna um Dísu ljósálf. Ég man að mamma stendur á móti mér, heldur í hendurnar á mér og við ruggum saman til hægri og vinstri á meðan hún syngur: Stígur hún við stokkinn, stuttan á hún sokkinn, ljósan ber hún lokkinn litli telpuhnokkinn. Ég man jólaundirbúning – ilm- inn af smákökubakstrinum; hálf- mánar, kókoskúlur, vanilluhring- ir, loftkökur og hvað þær nú allar heita. Heimilið þrifið hátt og lágt, skrúbbað og pússað. Samt var tími til að sauma jólaföt á alla – ég man rauðan kjól með hvítri blúndu. Ég man ný skólaföt á hverju hausti, mamma búin að prjóna peysu með fallegu munstri, húfu með stórum dúski og munstri í stíl við peysuna og rauðar heima- saumaðar stretch-buxur við. Ég man mig sitjandi uppi á eldhúsborði og mamma að flétta hárið á mér, ég vildi mjög fastar fléttur og það kunni mamma best. Ég man berjamó, öll fjölskyld- an drifin af stað með tómar Mackintoshdollur, berjatínur og nesti. Ekki komið heim fyrr en öll ílát voru full. Þá var sultað og saftað. Ég man mig að koma heim úr skólanum dag hvern, opna úti- dyrnar og kalla halló og fyllast öruggi og finna hlýju í hjartanu þegar mamma kallaði halló á móti – alltaf. Á eldhúsborðinu beið svo hrísgrjónagrautur eða perlugrautur sem var í uppá- haldi. Ég man: mamma að nudda lífi í helfrosnar tær eftir skautaferð niður á Tjörn. Ég man: mamma að gera rab- arbarasultu, fá að stelast í pott- inn og fá volga rabarbarasultu með froðu á nýtt franskbrauðið – eða heitt kakó sem alltaf var til í potti og svo máttum við dýfa brauðinu ofan í – toppurinn á til- verunni. Ég man lítinn lófa smeygja sér í hlýja hönd mömmu og svo var strunsað af stað til að ná Hafn- arfjarðarstrætó niður í bæ, það sem þessi litla kona gat gengið hratt. Ég fékk það í arf. Ég man allar tjaldútilegurnar – það sem þið voru dugleg að ferðast með okkur um landið. Með bíl og búnað þess tíma, heimasaumaðan svefnpoka sem mamma bjó til handa okkur úr ullarteppi og sængunum komið þar ofan í og svo kúrðum við á milli ykkar. Ég man sunnudagssteikina, lambalæri eða hryggur til skiptis. Pabbi sendur með okkur systk- inin í bíltúr niðri á bryggju, amma sótt á leiðinni heim, mamma tilbúin með veislu þegar heim var komið. Elsku mamma, það sem ég er þakklát fyrir ferðina sem við Sævar fórum með ykkur norður á æskuslóðir þínar í tilefni af 85 ára afmælinu þínu. Ógleymanleg ferð í yndislegu veðri. Takk fyrir að vera alltaf til staðar og takk fyrir að vera mamma mín. Þín dóttir, Bryndís. Elsku mamma (amma) þá ertu farin frá okkur. Alveg er ég viss um að Jónína mamma og þú eruð að spjalla núna. Það var mikið áfall þegar þú veiktist fyrir hálfu ári þar sem ég var alveg viss um að ekkert myndi bíta á þig. Frá því ég man eftir mér hef- ur þú alltaf verið til staðar fyrir mig, oft lét ég reyna á þolinmæð- ina hjá þér í gegnum tíðina, al- veg sama hvað gekk á þá streymdi ekkert nema kærleikur frá þér. Ég og strákarnir mínir eigum eftir að sakna þess að koma í mat til þín annan hvern sunnudag eins og hefð var orðin fyrir, oft spurðu þeir hvort það væri ekki örugglega matur hjá ömmu núna. Ekki man ég eftir þér sitjandi auðum höndum. Ef það var ekki vinna eða heimilisstörf þá tókstu upp prjónana. Einnig verður mér hugsað til okkar tíma á mið- vikudögum þar sem þú komst alltaf í kaffi, nánast sama hvern- ig viðraði þá varstu mætt og við spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Mamma, þá er komið að kveðjustund, ég sit með tárin í augunum þar sem hellast yfir mig minningar sem ég mun alltaf hafa með mér. Mamma mín, ég elska þig og á eftir að sakna þín mikið. Hilmar Þór. Elsku mamma mín er dáin. Auðvitað hef ég vitað mestallt Guðrún Sigþrúður Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.