Morgunblaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2020
✝ RagnhildurEinarsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 17. september
1933. Hún lést á
Landspítalanum
Fossvogi 9. febr-
úar 2020. For-
eldrar hennar
voru Einar G.
Runólfsson, f. 23.
apríl 1886 í
Skálmabæjar-
hrauni í Álftaveri, d. 30. okt.
1962 í Reykjavík, og Kristín
Þorleifsdóttir, f. 21. janúar
1900 í Stykkishólmi, d. 6. júní
1973 í Reykjavík. Bræður
hennar voru:
1) Sigurður Breiðfjörð Þor-
steinsson, f. 31. mars 1927, d.
2. mars 1974.
2) Þorleifur Einarsson, f. 29.
ágúst 1931, d. 22. mars 1999.
Maður Ragnhildar var Al-
bert Ólafsson bakarameistari,
f. í Reykjavík 8.
október 1924, d.
13. júní 2009 í
Reykjavík. For-
eldrar hans voru
Ólafur Bjarna-
son, f. 5. júní
1887, d. 12. febr-
úar 1956, og
Efemía G. Al-
bertsdóttir, f. 8.
júní 1889, d. 9.
janúar 1934.
Ragnhildur og Albert gift-
ust 30. september 1961. Synir
þeirra eru:
Einar, f. 30. mars 1957.
Ólafur, f. 6. febrúar 1962.
Kona hans er Imelda Caing-
coy, börn hennar eru Aimee
Sambajon, f. 1991, og Antonio
Sambajon, f. 1995.
Albert, f. 6. maí 1969.
Útför Ragnheiðar fer fram
frá Digraneskirkju í dag, 17.
febrúar 2020, klukkan 15.
Ragna frænka er dáin, föður-
systir okkar sem við höfum þekkt
alla ævi.
Að kveðja Rögnu með fáum
orðum er ekki einfalt, til þess eru
minningarnar of margar.
Við systkinin bjuggum með
foreldrum okkar á Langholtsvegi
í húsinu sem afi og pabbi byggðu
með hjálp allrar fjölskyldunnar.
Þar bjó Ragna frænka líka með
fjölskyldu sinni.
Fyrstu minningar okkar um
Rögnu eru þó úr blokkinni í Sól-
heimum 25, á 9. hæð, en þar
bjuggu Ragna og Addi, Albert
Ólafsson, ásamt sonunum þrem-
ur. Það var því varla nema fimm
mínútna gangur á milli heimil-
anna. Við vorum í matarboðum
hjá þeim hjónum öll jól og í ára-
mótaveislum. Er foreldrar okkar
fóru til útlanda eða í ferðalög um
landið bjuggum við iðulega hjá
Rögnu. Ragna var sérstaklega
elskuleg alla tíð og þó að oft væru
mikil læti í okkur krökkunum
minnumst við þess ekki að hafa
nokkru sinni heyrt styggðaryrði
frá henni enda var Ragna með
eindæmum barngóð. Ragna var
sérstaklega góður kokkur og eru
þeir margir réttirnir sem við höf-
um hvergi fengið betri en hjá
henni, frómasinn frægi, svana-
súpan eða lambaréttirnir. Þau
Ragna og Addi ráku A&B bak-
aríið á Dalbraut í áratugi. Þar
var ætíð gestkvæmt, hvort held-
ur það voru vinir eða viðskipta-
vinirnir, sem flestir voru fasta-
gestir. Við krakkarnir litum þar
alltaf við eftir leiðinlegt skóla-
sundið en Ragna bjargaði þá
deginum og gaf okkur súkku-
laðisnúða og öllum vinum okkar
líka. Ragna var vel lesin þó að
ekki hafi hún notið mikillar
skólagöngu utan húsmæðraskól-
ans. Hún fylgdist alla tíð vel með
málefnum líðandi stundar, vissi
margt og gat frætt mann um alla
skapaða hluti. Ragna kunni
margar sögur og er hún skellti
upp úr með sinni björtu rödd hef-
ur það sennilega heyrst um allan
stigaganginn.
Ragna hafði yndi af ferðalög-
um, leikhúsi og tónleikum en
þess utan nýtti hún tíma sinn vel
í alls konar félagsstarfi sem sjálf-
boðaliði eftir að þau hjón hættu
með bakaríið, svo sem félagsmál-
um í kirkjunni, aðstoð við eldri
borgara og var lengi skólaliði og
vann í búð fyrir eldri borgara.
Elsku Ragna, það er svo
margs góðs að minnast er þú
kemur í hugann. Við munum
sakna þín mikið.
Einar og Kristín.
Ragna, litla systir hans pabba.
Ættrækin og hlý skellibjalla með
eftirminnilegasta og skemmtileg-
asta hlátur sem um getur! Þegar
Ragna skellti upp úr hlógu allir
með, svo smitandi var hláturinn
hennar.
Ég var oft í pössun hjá Rögnu
og Adda, manninum hennar, þeg-
ar ég var lítil. Þau bjuggu í Sól-
heimablokkinni sem var stein-
snar frá skólanum mínum þannig
að það lá beint við að ég færi
þangað í pössun þegar mamma
og pabbi voru á ferðalögum. Hjá
Rögnu þurfti ég aldrei að vera í
„stingubol“ úr ull á köldum vetr-
ardögum eins og heima en ég
man reyndar eftir því að hún hafi
sent mig í kjól í skólann og
spreyjað á mig smá vellyktandi.
Sú tíska fór ofangarðs og neðan
hjá krakka sem vildi bara vera í
gúmmístígvélum að hoppa í poll-
um! Þetta var eftir á að hyggja
alveg skiljanlegt, Ragna frænka
var alltaf svo fallega klædd og vel
til höfð – auðvitað vildi hún að
litla frænka væri líka sómasam-
lega til fara!
Það var þvílíkur lúxus að vera í
pössun hjá Rögnu frænku; í
morgunmat var nýbakað fransk-
brauð með smjöri og svo var
drukkin kókómjólk með. Fransk-
brauðið kom að sjálfsögðu úr
bakaríi þeirra hjóna, besta brauð
í heimi.
Ragna frænka var húsmæðra-
skólagengin sem sást vel á heim-
ilinu hennar. Þar var alltaf allt
hreint og fínt og útsaumur henn-
ar naut sín á veggjum og borðum.
Svo var hún listakokkur. Matur-
inn hennar var ekki bara góm-
sætur heldur var allt svo fallega
sett fram; servíetturnar brotnar
saman eftir kúnstarinnar
reglum, hamborgarhryggurinn
skreyttur með sveskjum, ananas-
sneiðum og kokteilberjum og á
aspassúpunni hennar sigldu
svanir sem hún hafði formað og
bakað úr vatnsdeigi – súpan var
enda aldrei kölluð annað en
svanasúpa. Enska ávaxtakakan
sem hún bakaði fyrir jólin og
Rögnufrómasinn, með sérríi,
kokteilberjum, heslihnetum og
súkkulaði – allt bar þetta ómæld-
um matreiðsluhæfileikum henn-
ar vitni. Það var auðvelt að elska
Rögnu og ég er ekki í neinum
vafa um að margir hafi líka haft
matarást á henni!
Ragna frænka naut þess að
fara í leikhús og á tónleika. Eftir
að Addi dó fórum við stundum
saman á sýningar og sinfóníutón-
leika. Eftirminnilegust er sýning
í einu leikhúsanna sem ég tengdi
ekki við. Þegar ég hélt að sýning-
unni væri loksins lokið sagði ég:
„Jæja, þetta var nú aldeilis fínt –
á ég ekki bara að skutla þér heim
núna?“ Ragna leit undurfurðu-
lega á mig, skellti svo upp úr og
sagði: „En það er bara hlé!“
Svona fór um sjóferð þá.
Það hefur verið hefð hjá mér í
rúmlega 20 ár að heimsækja
Rögnu frænku á aðfangadag,
drekka kaffi úr spilabollunum
hennar og spjalla um allt og ekk-
ert. Ragna hefur verið ómissandi
þáttur í lífi mínu síðan ég man
eftir mér. Hún skilur ógnarstórt
skarð eftir sig í hjartanu á mér
sem erfitt er að fylla.
Þegar Ragna frænka heilsaði
og kvaddi var það alltaf með
kossi sem skildi eftir appelsínu-
rautt varalitarfar á kinninni.
Mikið þótti mér vænt um þessa
einstöku föðursystur mína og
mikið óskaplega á ég eftir að
sakna hennar, hlátursins hennar
og varalitarfarsins hennar á
kinninni.
Takk fyrir allt og góða ferð,
elsku Ragna frænka.
Björk.
Ragna frænka. Ég er búin að
dvelja við minningar um hana
undanfarna daga. Frá barnæsku
minni koma minningabrot.
Ragna að klæða sig upp fyrir
veislu og ég að hjálpa henni með
magabeltið. Ragna standandi við
stofuglugga seint um kvöld í síð-
um siffonnáttkjól, mögulega
reykjandi til að ná sér niður eftir
erilsaman dag. Ragna með upp-
sett hár, alltaf fín og smart.
Ragna með sunnudagsmatarboð-
in sem voru fastir liðir hjá fjöl-
skyldunni, margir saman komnir,
mikið hlegið og margt rætt, oftar
en ekki voru þjóðmálin krufin.
Bolludagshelgi í bakaríinu, mikið
að gera en alltaf skemmtilegt.
Ragna kemur færandi hendi með
lærissneiðar í raspi fyrir sitt fólk.
Ragna var gjarnan miðpunkt-
urinn þar sem fólk kom saman.
Alltaf var nóg að gera hjá henni
en aldrei kvartaði hún. Hún var
sterk kona, ákveðin og hún
kenndi mér að standa með sjálfri
mér. Hún var stálminnug og
hafði mikinn áhuga á fólki. Það
var fátt sem hún hafði ekki skoð-
un á og fór aldrei leynt með álit
sitt. Það var satt að segja
skemmtilegt að vera henni ekki
sammála, skoðanaskipti við hana
kröfðust þess að heilasellurnar
væru vel virkar og oft þurftu þær
að vinna hratt til að hafa í við
skarpar rökfærslur hennar.
Ég er óendanlega þakklát fyr-
ir að hafa átt þessa konu að og
minnist hennar með hlýju.
Sendi strákunum hennar og
fjölskyldu samúðarkveðjur.
Kristín Guðveig
Sigurðardóttir.
Í dag kveðjum við Rögnu
frænku, Ragnhildi Einarsdóttur.
Það er stórt skarð fyrir skildi
þegar sá síðasti í heilli kynslóð
hverfur á braut og enginn er eftir
sem man liðna tíð. Þá rofna
tengslin við fortíðina, enginn
lengur til að spyrja um æsku ást-
vina og forfeðra. Aðeins of seint
áttar maður sig á því að maður
hefði átt að spyrja meira og
hlusta betur.
Í minningunum hefur Ragna
föðursystir alltaf verið til staðar.
Afi og amma höfðu kynnst við
fiskvinnslu í Viðey, gift sig og
flutt í örsmáa íbúð í Grímsstaða-
holtinu. Ragna var alin upp við
nokkurn skort því afi var í sósíal-
istaflokknum, barðist fyrir rétt-
indum verkamanna og var því oft
án vinnu en amma gekk sjaldan
heil til skógar. Ragna sagði mér
að hún myndi mömmu sína aldrei
unga, hún hefði alltaf verið veik.
Engu að síður tókst þeim að
nurla saman og byggja sér hús á
Langholtsvegi sem átti eftir að
vera athvarf fjölskyldunnar alla
tíð síðan. Rögnu dreymdi um að
fara í nám en varð að láta sér
nægja að ljúka gagnfræðaprófi.
Leiðin lá síðan í Húsmæðraskól-
ann þar sem hún kynntist móður
minni, Steinunni, og með þeim
tókst áratuga vinátta. Mamma
fór og lærði hjúkrun en Ragna að
vinna í bankanum. Þegar Ragna
eignaðist Einar árið 1957 var erf-
itt að eignast barn utan hjóna-
bands, reyndi það töluvert á
unga konuna. Bróðir hennar
ákvað því að gleðja hana með því
að bjóða henni í sumarfrí til
Þýskalands þar sem hann hafði í
mörg ár stundað nám í jarðfræði
og leikið handbolta til að fjár-
magna námið. Ragna bað
mömmu að koma með, í ferðinni
tókust ástir með foreldrum mín-
um Þorleifi og Steinunni og ári
síðar kom ég í heiminn í Þýska-
landi.
Þegar foreldrar mínir fluttu
heim settust þau að í fjölskyldu-
húsinu, þar sem fyrir bjuggu afi
og amma, ásamt Rögnu og Al-
berti með sonunum Einari og
Óla. Síðar flutti Ragna í blokkina
í Sólheimum en tengslin héldust
náin alla tíð.
Ragna var eðalfrænka. Hana
dreymdi um að eignast dóttur og
naut þess að kaupa á mig kjóla.
Eftirminnilegur er hvítur kjóll
sem ég fór í að sjá Dýrin í Hálsa-
skógi, hann var ekki hvítur lengi.
Ragna gleymdi aldrei afmælis-
degi. Hún var ávallt höfðingi
heim að sækja, eðalkokkur og
enginn kom við án þess að fá góð-
an viðgjörning. Þar var aldrei
skortur því hún rak með Adda
eitt allra besta bakarí þeirra tíma
á Dalbrautinni, með bestu snúða
í heimi. Varla er hægt að hugsa
sér betri frænku sem alltaf hafði
tíma til að eiga með okkur stund.
Minnisstæð eru árin þegar
Ragna keyrði okkur krakkana
flesta sunnudaga í þrjúbíó. Ferð-
ir sem aldrei gleymast því hún
var skelfilegur bílstjóri, en alltaf
komum við samt heil heim. Fram
á síðustu daga ók hún um á sín-
um slyddujeppa í sjálfboðastarfi
fyrir aldraða eða til að skjótast í
heitapottinn með vinunum í
Laugardalslaug kl. 11 alla daga.
Nú er Ragna horfin á braut en
minning um gjafmilda og glað-
lynda konu lifir í hjarta okkar
allra. Elsku Einar, Ólafur og Al-
bert, mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ásta.
Hún sem átti hetjudáð og dug
látin er og liggur moldu falin.
Við söknum, finnum öll með einum hug
að afbragðskona fallin er í valin.
Við munum hennar snjalla mál
og hjartans alúð, vinarþel í kynning
en tryggðargulli krýnd er hennar minning.
Þannig orti ein Hvítabands-
kona til annarrar fyrir áratugum.
Þessi orð lýsa Ragnhildi Einars-
dóttur vel, hún tók jákvætt í alla
beiðni um sjálfboðavinnu og vann
hún alla tíð af áhuga og festu öll
sín störf og það sýndi hún í verki
við starf sitt í verslun Hvíta-
bandsins í Furugerði 1. Þar var
hún hress og reffileg, lék á als-
oddi við afgreiðslustarfið. Við er-
um þakklátar fyrir að hafa átt
hana að félaga. Að leiðarlokum er
margs að minnast, margt að
þakka og með einkunnarorðum
Hvítabandsins kveðjum við
Ragnhildi, „Fyrir Guð, heimilið
og þjóðina.“ Guð blessi minningu
hennar.
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar.
Fyrir hönd líknarfélagsins
Hvítabandsins,
Þorbjörg Guðmundsdóttir.
Nú þegar Ragnhildur Einars-
dóttir, eða Ragna, hefur kvatt
okkar tilverustig langar mig að
minnast kærrar vinkonu. Ég
kynntist Rögnu fyrir mörgum ár-
um þegar hún stóð við hlið Al-
berts heitins mannsins síns og af-
greiddi í AB bakaríinu þeirra við
Dalbraut. Rauðu krullurnar og
létt fasið vöktu athygli mína. AB
bakaríið var sannkallað hand-
verksbakarí þar sem Albert bak-
aði úr dýrindis leyniuppskriftum
sem ekki fóru lengra.
Ragna varð góð vinkona, hún
átti yndislegt heimili í Sólheim-
um 25 og þar áttum við margar
ánægjustundir. Galsi og glað-
værð einkenndi hana og oft vissi
ég ekki hvort ég væri að hlæja að
brandara eða dillandi hlátri
hennar. Hún var mikil félagsvera
og leiddi mig inn í líknarfélagið
Hvítabandið þar sem hún veitti
af kröftum sínum af fórnfýsi til
dauðadags og á félagið henni
mikið að þakka. En fyrst af öllu
var hún trygglynd og heilindi
voru hennar dyggð.
Við hittumst síðast við jólatón-
leika í Háteigskirkju, þar um-
vafði hún mig og mína með sinni
góðu hlýju og væntumþykju.
Þannig eru bestu vinirnir.
Ég votta sonum hennar og
tengdadóttur mína innilegustu
samúð.
Bærinn minn,
bærinn minn og þinn
sefur sæll í kyrrð.
Fellur mjöll
hljótt í húmi á jörð.
Grasið mitt
grasið mitt og þitt
geymir mold til vors.
(Jakobína Sigurðardóttir)
Guðrún Kristjónsdóttir.
Ragnhildur
Einarsdóttir
✝ Guðmundur ÖrnGuðbjartsson
fæddist í Reykjavík
6. júní 1966. Hann
lést á heimili sínu í
Los Cristianos á Te-
nerife 21. janúar
2020.
Foreldrar
Gumma eru Sigríður
Birna Guðmunds-
dóttir sem er látin og
Guðbjartur Vil-
helmsson. Systkini Gumma eru
Vilhelm Guðbjartsson og Eydís
Erna Guðbjartsdóttir.
Fyrri sambýliskona Gumma
var Ágústa Kristín Andrésdóttir
og eignuðust þau tvö börn, Ásdísi
Ernu Guðmundsdóttur, sem á
eina dóttur, og Grétar Örn Guð-
mundsson. Seinni sambýliskona
Gumma var Ingi-
fríður Ragna Skúla-
dóttir og eiga þau
saman einn son, Pat-
rik Birni Guðmunds-
son. Börn Ingu eru
Alexía Ýr Magn-
úsdóttir, Einar
Kristján Guðmunds-
son, látinn, Guð-
mundur Dór Guð-
mundsson og
Hrafnkell Skúli Guð-
mundsson.
Gummi starfaði lengst af sem
rafvirki en fluttist búferlum árið
2019 til Tenerife. Þar opnuðu þau
Inga bar og starfaði hann þar
fram á síðasta dag.
Útförin fer fram í Vídal-
ínskirkju í Garðabæ í dag 17.
febrúar 2020 klukkan 13.
Ástin mín.
Heimur minn hrundi og hjart-
að brotnaði í þúsund mola daginn
sem þú kvaddir. Það var alltaf
faðmurinn þinn og þínar styrku
hendur sem komu mér í gegnum
alla erfiðleika. Tárin vilja ekki
hætta að streyma enda er enginn
sem getur huggað mig þegar þú
ert ekki lengur hér.
Þú ert ást lífs míns, æskuástin
mín og sá sem ég mun alltaf
elska.
Heimurinn verður aldrei jafn
bjartur aftur, sólin aldrei jafn
heit né golan jafn svalandi, en ég
verð samt að halda áfram án þín.
Öll ferðalögin sem við áttum
eftir að fara í, verð ég að takast á
hendur án þín. Ég mun gera mitt
besta til að heiðra minningu þína
og lifa lífinu lifandi, eins og ég
veit að þú vilt að við gerum öll.
Öll löngu samtölin okkar, fífla-
lætin og hláturinn heyra sögunni
til, en lifa í minningunni. Ég mun
samt halda áfram að tala við þig
þar sem ég finn fyrir nærveru
þinni, bæði heima í stofu og á
barnum þínum.
Við áttum að fá svo mörg ár í
viðbót, en lífið er því miður ekki
alltaf sanngjarnt.
Hvíldu í friði, ástin mín. Ég
elska þig að eilífu.
Þín Inga.
Ingifríður.
Ég á enn þá erfitt með að trúa
að þú sért farinn. Ég er sífellt að
lenda í aðstæðum þar sem ég
hugsa til þín, langar að láta þig
vita af einhverju eða biðja um
ráð. Mér finnst skrýtið og ósann-
gjarnt að góðhjartaður maður
eins og þú kveðjir okkur svona
snemma. Ætli það sé ekki eitt-
hvað til í því að þeir sem fara
ungir elski guðirnir mest?
Ég sé þig fyrir mér hér og þar,
brosandi fallega með blíðu augun
þín skínandi.
Ég hugga mig við það að
þarna uppi einhvers staðar hafi
Birna amma og fleiri tekið vel á
móti þér og eflaust nokkrir
hundar og kettir.
Pabbi, ég vildi að ég gæti
heyrt hláturinn þinn einu sinni
enn. Eitt knús í viðbót sem sting-
ur í kinnarnar út af skegginu.
Fundið lyktina þína aftur. Séð
broshrukkurnar dansa. Komið
við í rótsterkan kaffisopa. Þetta
verður víst allt að bíða betri tíma
en mikið hlakka ég til.
Ég lofa að vera dugleg að
segja Aþenu og litla bumbusn-
áðanum sögur af þér og sýna
þeim myndir.
Þú ert maður sem varst vinur allra.
Þú ert maður sem ekkert illt máttir sjá.
Þú ert maður sem gast hughreyst alla.
Þú ert maður sem gladdir hverja sál.
Þú ert pabbi minn.
Þín dóttir,
Ásdís Erna Guðmundsdóttir
Þegar ég hugsa um pabba er
það eitt sem kemur alltaf upp í
hugann minn fyrst, potturinn í
Bæjargilinu. Okkar staður til að
flýja frá vandamálunum okkar á
hverjum degi. Bara öruggur
staður fyrir okkur þar sem við
töluðum um allt frá stjörnufræði
í að veiða fisk. Vildi að við gætum
átt fleiri þannig stundir saman.
Það að hann var alltaf í góðu
skapi og ekki langt í hlátur þegar
við töluðum saman er eitthvað
sem ég mun aldrei gleyma. Góð-
hjartaðasta manneskja sem ég
hef kynnst, vinur allra, allt frá
vandamönnum í litla kettlinga.
Gerði liggur við hvað sem er fyrir
mann, alveg sama hvað. Vildi að
ég gæti bara fengið eina stund í
viðbót í pottinum. Ég held að ég
hafi fengið húmor minn og ljúf-
mennsku mína mest frá honum.
Ég lærði af þeim bestu. Kenndi
mér að veiða en var samt alltaf
betri en ég og ég varð alltaf jafn
pirraður þegar hann veiddi meira
en ég en samt alltaf bara saman í
því. Allar góðu minningarnar um
að vera uppi í bústað, á hans öðru
heimili, einum af mínum uppá-
haldsstöðum. Bara að spila eða
horfa á sjónvarpið eða bara grín-
ast með mömmu og það mikil-
vægasta, tónlistin. Tónlistin
gerði pabba alveg einstakan, ég
er svo þakklátur fyrir að hann
hafi kynnt mér tónlistina, þótt ég
fílaði ekki allt er það tónlistin
sem minnir mig best á hann.
Hann sýndi mér og ég sýndi hon-
um. Það er honum að þakka að
ég elska tónlist eins mikið og ég
geri í dag, alltaf að sýna mér eitt-
hvað nýtt. „Don’t mess with me
boy.“
Elska þig að eilífu, pabbi
minn. Hvíldu í friði.
Patrik Birnir (Patti).
Guðmundur Örn
Guðbjartsson