Morgunblaðið - 02.03.2020, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2020
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a
Krít
– fáðumeira út úr fríinu
Verð frá kr.
87.945
Verð frá kr.
114.795
Íslensk fararstjórn,
taska og handfarangur
innifalið.
BÓKAÐU SÓL
ALLUR PAKKINN
25. ágúst í 10 nætur
Helgi Bjarnason
Þorsteinn Ásgrímsson
„Þetta er okkar tækifæri,“ segir
Alma D. Möller landlæknir um að-
gerðir yfirvalda til að reyna að draga
úr útbreiðslu kórónuveirunnar hér á
landi. Þær felast í því að öll Ítalía er
nú skilgreind sem áhættusvæði.
Fólki er ráðið frá því að fara þangað
að nauðsynjalausu og allir sem þaðan
hafa komið frá því í fyrradag, sama
hvaðan og eftir hvaða leiðum, eru
beðnir um að fara í sóttkví.
Alma segir mikilvægt að greina
kórónuveiruna snemma og koma
þeim sem eru smitaðir í einangrun,
finna út hverjir eru orðnir útsettir
fyrir veirunni frá hinum smituðu og
hafa komið frá hættusvæðum og
koma þeim öllum í sóttkví. „Við biðl-
un til fólks um að sinna sóttkvínni vel.
Kynna sér vel leiðbeiningar á heima-
síðu landlæknis og fylgja þeim í hví-
vetna,“ segir Alma. Hún segir afar
mikilvægt að hægja á útbreiðslu veir-
unnar þannig að heilbrigðiskerfið
ráði betur við það sem hugsanlega er
framundan en tekur fram að umfang-
ið sé ekki þekkt.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn-
ir segir að með aðgerðunum sem
gripið var til í gær séu Íslendingar að
ganga lengra en aðrar þjóðir. „Mér
vitanlega hafa ekki aðrir sett Ítalíu í
heild á þennan lista. Ég hef verið í
samskiptum við kollega mína erlend-
is og þetta hefur verið í umræðunni
þar en við höfum frá upphafi verið
með strangari og stífari reglur en ná-
grannaþjóðir okkar,“ segir Þórólfur.
„Við teljum þetta nauðsynlegt til
að stöðva faraldurinn frá byrjun í
samræmi við viðbragðsáætlanir sem
við höfum haft frá upphafi. Sam-
kvæmt þeim ætluðum við að bregð-
ast hart við þegar fyrstu tilfellin
kæmu upp til að stöðva útbreiðsluna
sem best,“ segir hann og bætir því við
að staðan verði endurmetin þegar líði
á og athugað hvort fjölga þurfi
áhættusvæðum.
Eins lengi og þörf er á
Þegar Alma er spurð hvort hún sé
bjartsýn á að aðgerðirnar nú í upp-
hafi dugi til að hindra útbreiðsluna
hér á landi segir hún að verið sé að
grípa til mikilla aðgerða og vonandi
beri þær árangur.
Um 300 manns eru nú í tveggja
vikna heimasóttkví á landinu og
væntanlega mun bætast mjög í þann
hóp á næstu tveimur vikum. Spurð að
því hvenær þurfi að létta á aðgerðum
í ljósi fjöldans og áhrifa þess á starf-
semi í þjóðfélaginu segir Alma að al-
mannavarnir meti þetta dag frá degi.
Bendir hún á að margir geti unnið í
tölvum heima og sóttkví hvers og
eins vari aðeins í tvær vikur. „Það
kann að hægjast á hjá fyrirtækjum
en það er mikið í húfi að reyna að
hindra útbreiðslu veirunnar í upphafi
og við verðum að beita þessum að-
ferðum eins lengi og þörf er á,“ segir
Alma.
Samtals starfa sjö manns í sam-
hæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð en
til viðbótar kemur að hópur fólks frá
hinum ýmsu stofnunum. Spurður
hvort mannskapurinn sé nægur til að
takast á við verkefni eins og það sem
nú er komið upp með hundruðum til-
vika í sóttkví segir Þórólfur að nú
komi um 20 manns að störfum sam-
hæfingarmiðstöðvarinnar. Þá sé í sí-
felldri endurskoðun hvort meiri
mannskap þurfi og hvar álagið sé
hverju sinni.
„Það er sífelld endurskoðun á því
hvort þurfi meiri mannskap. [...]
Þetta mun ekki klárast í kvöld eða á
morgun og mun líklega taka ein-
hverjar vikur, held ég,“ segir Þórólf-
ur.
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Annir Mikið er að gera í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Starfsfólkið þarf að ná í marga í tengslum við sóttkví.
„Þetta er okkar tækifæri“
Landlæknir segir afar mikilvægt að reyna að draga úr útbreiðslu kórónuveir-
unnar í upphafi Sóttvarnalæknir segir Íslendinga grípa til harðra aðgerða
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Upplýsingar Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sótt-
varnalæknir sitja fyrir svörum ásamst Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni.
Sjúkratryggingar Íslands hafa, að
beiðni heilbrigðisyfirvalda, tekið
Fosshótel Lind við Rauðarárstíg á
leigu. Til stendur að nota hótelið
sem sóttkví fyrir þá sem ekki eiga
kost á að vera í sóttkví heima hjá
sér, ef á þarf að halda. Þetta stað-
festir María Heimisdóttir, forstjóri
Sjúkratrygginga.
Hótelið er í eigu hótelkeðjunnar
Íslandshótela, sem hafði tök á því
að færa gesti sína yfir á önnur hót-
el. Gestum voru færð þessi tíðindi
á laugardagsmorgun og segir Dav-
íð Torfi Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Íslandshótela, að vel hafi
gengið að finna þeim aðra dval-
arstaði.
Samningurinn um leiguna er til
tveggja mánaða, með möguleika á
framlengingu og segir María að um
varúðarráðstöfun sé að ræða í ljósi
þróunarinnar með kórónuveiruna.
„Þetta er hugsað sem aðstaða
fyrir fólk, sóttkví mögulega, fyrir
erlenda ferðamenn og Íslendinga
sem ekki geta verið í sóttkví heima
hjá sér,“ segir María, en 78 her-
bergi eru á hótelinu. Þau eru öll
leigð í einum pakkasamningi.
Hótel Lind
leigt fyrir
sóttkví
Ætlað fyrir þá sem
ekki geta verið heima
Kórónuveiran er mikið rædd meðal
barna í skólum og í heimahúsum.
Ýmis samtök og stofnanir hafa sent
út leiðbeiningar sem ætlaðar eru
börnum og ungmennum eða for-
eldrum þeirra. Menntamálaráðu-
neytið hefur verið með málið til
skoðunar en ekki sent neitt út, eftir
því sem næst verður komist.
Hrefna Sigurjónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Heimilis og skóla,
segir að landlæknir beri ábyrgð á
lýðheilsumálum og sé með verkefni
svo sem heilsueflandi grunnskóla og
heilsueflandi leikskóla. Embættið
hefur birt á heimasíðu sinni upplýs-
ingar sem ætlaðar eru börnum og
ungmennum. Heimili og skóli og
Unicef hafi reynt að leiðbeina fólki
um það hvernig hægt sé að taka um-
ræðuna. Hrefna segir best að gera
það í góðu tómi, halda ró sinni og
segja börnunum sem best frá til að
draga úr hættunni á að þau fari að
búa sér til grýlur.
Leiðbeina
börnum og
foreldrum
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Von er á flugvél sem flytur fólk frá
Ítalíu til landsins næstkomandi laug-
ardag. Fram kemur í tilkynnningu
frá almannavörnum að búist sé við
því að fólk verði sett í sóttkví við
heimkomuna líkt og gert var með þá
sem komu með vél Icelandair sl.
laugardag.
Í flugvélinni verður fólk á vegum
ferðaskrifstofanna Vita og Úrvals
Útsýnar og mun þetta vera fólk sem
er í skíðaferð á Ítalíu.
Þráinn Haraldsson, framkvæmda-
stjóri hjá Vita ferðum, segir að um
70 manns séu á vegum ferðaskrif-
stofunnar á Ítalíu. Um er að ræða
sameiginlegt leiguflug sem er á veg-
um Úrvals Útsýnar og Vita ferða.
Guðrún Sigurgeirsdóttir hjá Úrvali
Útsýn vill hins vegar ekki gefa upp
fjölda farþega sem dvelja á Ítalíu og
munu ferðast til Íslands næsta laug-
ardag.
Að sögn Þráins og Guðrúnar eru
engar frekari ferðir fyrirhugaðar til
Ítalíu. „Við vorum með borgarferð
fyrirhugaða til Veróna um næstu
helgi en við felldum hana niður í síð-
ustu viku. Enda var Veróna þá á skil-
greindu hættusvæði. Skíðasvæðin
voru hins vegar ekki á skilgreindu
hættusvæði fyrr en í gær,“ segir
Þráinn.
Hópurinn sem nú er í skíðaferð á
Ítalíu lagði af stað á laugardag en þá
var ekki búið að skilgreina gjörvalla
Ítalíu sem hættusvæði. Samkvæmt
upplýsingum frá Ásdísi Ýri Péturs-
dóttur, upplýsingafulltrúa Iceland-
air, er næsta flug flugfélagsins til
Ítalíu áætlað 16. maí næstkomandi.
Eitt flug áætlað frá Ítalíu
til Íslands á næstunni
Áætluð borgarferð til Veróna var felld niður
Morgunblaðið/Ómar
Veróna Áætluð ferð til Veróna á
Ítalíu hefur verið felld niður.
Kórónuveirusmit á Íslandi