Morgunblaðið - 02.03.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2020
Fáðu tilboð
í verkið hjá okkur
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Suðurkóresk stjórnvöld saka leiðtoga
trúarsöfnuðarins Shincheonji
Church um að hafa ekki farið að fyr-
irmælum stjórnvalda til að hindra út-
breiðslu kórónuveirunnar. Greind
smit í Suður-Kóreu eru nú á fjórða
þúsund. Meðlimir söfnuðarins eru
meirihluti smitaðra.
Flest smit utan Kína hafa greinst í
Suður-Kóreu, en þar eru staðfest
smit 3.730 talsins og hefur 21 látið líf-
ið af völdum veirunnar.
Ákæruvaldið í höfuðborginni Seúl
hyggst kæra Lee Man-hee, stofn-
anda trúarsöfnuðarins, ásamt 11 öðr-
um fyrir að hafa leynt upplýsingum
um meðlimi söfnuðarins fyrir heil-
brigðisyfirvöldum, þegar reynt var
að hafa uppi á smituðum áður en veir-
an breiddist út. Hyggst ákæruvaldið
því kæra leiðtoga söfnuðarins og aðra
tengda málinu fyrir manndráp og
meingjörð.
Stjórnvöld í Suður-Kóreu greindu
frá því að meðlimir Shincheonji-söfn-
uðarins hefðu smitað hver annan í
borginni Daegu í suðurhluta landsins
í febrúar. Síðan hefðu þeir dreift sér
um landið.
Allir 230 þúsund meðlimir kirkj-
unnar hafa setið fyrir svörum og um
níu þúsund þeirra sögðust sýna ein-
kenni kórónuveirunnar.
Trump hvatti til stillingar
61 árs gömul kona er talin fyrst
allra í söfnuðinum til að greinast með
veiruna og er vitað til þess að hún hafi
mætt á nokkrar trúarsamkomur áður
en hún greindist með veiruna.
Hinir ýmsu trúarsöfnuðir hafa nú
aflýst samkomum til að sporna við út-
breiðslu veirunnar.
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjun-
um greindu frá því í gær að einn ein-
staklingur í Washington-ríki hefði
látið lífið vegna kórónuveirunnar.
Eftir tilkynninguna ávarpaði Donald
Trump Bandaríkjaforseti þjóðina og
greindi frá því að fjórir væru fárveik-
ir vegna smits og að líklegt væri að
enn fleiri bandarískir ríkisborgarar
myndu veikjast af veirunni.
Heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu og
Taílandi tilkynntu einnig í gær andlát
sjúklinga vegna veirunnar. Lést einn
í Taílandi og einn í Ástralíu. Í Ástr-
alíu var hinn látni 78 ára farþegi
skemmtiferðaskipsins Diamond
Princess sem var með yfir 700 far-
þega innanborðs. Eiginkona manns-
ins er einnig smituð og liggur á spít-
ala.
Í Taílandi lést 35 ára gamall maður
sem glímdi einnig við beinbrunasótt.
Þá greindi BBC í gær frá 12 nýjum
smitum í Bretlandi og eru því stað-
fest smit þar orðin 36 talsins.
Mengun minnkar í Kína
Gervihnattamyndir bandarísku
geimferðastofnunarinnar NASA
sýna að mengun hefur minnkað í
Kína frá því kórónuveirufaraldurinn
fór af stað. Sérfræðingar NASA
segja að mikill samdráttur í atvinnu-
starfsemi í kjölfar faraldursins skýri
ástandið, í það minnsta að hluta til.
Myndirnar sýna hvernig styrkur
köfnunarefnistvíoxíðs í andrúmsloft-
inu hefur hríðfallið á þéttbýlustu
svæðum landsins.
3.730 kórónusmit í Suður-Kóreu
Meirihluti smitaðra í sama söfnuði
Trúarleiðtogar bornir þungum sökum
AFP
Varúðarráðstafanir Suðurkóreskir hermenn úðuðu smitvarnarefni um
götur borgarinnar Daegu. Á laugardag greindu stjórnvöld frá 594 nýjum
smitum en helmingur allra greindra er í Shincheonji-söfnuðinum.
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar
kom upp í Dóminíska lýðveldinu í
gær. Starfsfólk Ramon de Lara-
spítalans í Santo Domingo varði
sig gegn veirunni sem herjar nú
á heimbyggðina.
Ítalskur ferðamaður á sjötugs-
aldri greindist með veiruna eftir
ferðalag frá Pesaro á Ítalíu 22.
febrúar. Tveimur dögum síðar
fór maðurinn að sýna einkenni
lungnasýkingarinnar og var sett-
ur í einangrun. Heilbrigðis-
ráðherra landsins, Rafael Sanc-
hez Cardenas, greindi frá
smitinu á blaðamannafundi í
gær. Smitið greindist tveimur
dögum eftir fyrsta kórónusmitið
á Íslandi en það má einnig rekja
til Ítalíu.
Kórónuveiran breiðist út
Kórónusmit
í Dóminíska
lýðveldinu
AFP
Talíbanar og
bandarísk stjórn-
völd undirrituðu
sögulegt sam-
komulag í Doha í
Katar á laugar-
dag, sem miðar
að því að binda
enda á 18 ára
samfelld átök þjóðanna. Þykir það
sögulegt, þar sem unnið hefur verið
að því árum saman.
Í samkomulaginu felst að talíb-
anar, sem stjórna stóru landsvæði
innan landamæra Afganistans,
skuldbinda sig til þess að leyfa
hvorki al-Quaeda né öðrum öfga-
hópum að starfa á yfirráðasvæðum
þeirra.
Bandaríkjamenn og bandamenn
þeirra í Atlantshafsbandalaginu
hafa skuldbundið sig til þess að
senda allt herlið sitt frá Afganistan
innan fjórtán mánaða, standi talíb-
anar við gefin fyrirheit.
KATAR
Talíbanar og Banda-
ríkin semja um frið
Samkomulagið
innsiglað.
Forsetaframbjóðandinn Joe Biden
sigraði í forvali Demókrataflokksins
í Suður-Karólínu í gær, með 48,8%
atkvæða. Næstflest atkvæði hlaut
Bernie Sanders.
Niðurstaðan þykir benda til þess
að Biden muni veita Sanders harða
keppni um útnefningu demókrata í
forsetakosningunum vestanhafs.
Þriðji í kjörinu varð Tom Steyer,
með 11,3% atkvæða, og ráku Pete
Buttigieg (8%), Elizabeth Warren
(7%) og Amy Klobuchar (3,1%) lest-
ina, öll með innan við 10% atkvæða.
Joe Biden er 77 ára gamall og býð-
ur sig fram til forseta nú í þriðja sinn,
en hingað til hefur hann ekki sigrað í
forvali neins ríkis.
Í sigurræðu sinni sagði Biden að
fyrir nokkrum dögum hefðu fjöl-
miðlar og álitsgjafar talið að framboð
hans væri dæmt til glötunar en þökk
sé stuðningsmönnum hans í Suður-
Karólínu, í hjarta Demókrataflokks-
ins.
„Gott fólk, valið er á milli þess að
vinna stórsigur eða að tapa, það er
valið. Flestir Bandaríkjamenn vilja
ekki loforð um byltingu. Þeir vilja
meira en bara loforð. Þeir vilja ár-
angur,“ sagði hann í ræðu sinni.
Óhætt er að álykta að þessi orð bein-
ist að Bernie Sanders, sem hefur tal-
að fyrir byltingu í sinni kosningabar-
áttu.
Biden hefur lýst yfir miklum
stuðningi við Bandaríkjamenn af afr-
ískum uppruna og skoðanakannanir
hafa bent til þess að stuðningur þing-
mannsins James Clyburn hafi haft
áhrif á niðurstöðurnar í ríkinu syðra.
Á morgun er svokallaður ofur-
þriðjudagur. Þá verður gengið til
kosninga í 14 ríkjum, í forvali demó-
krata.
Joe Biden sigrar
í Suður-Karólínu
Hlaut 48,8% atkvæða „Stórsigur“
AFP
Sigur Joe Biden hélt þrumuræðu
eftir sigurinn í Suður-Karólínu.