Morgunblaðið - 02.03.2020, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2020
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í
Sæll Guðmundur
Ingi.
Þann 19. febrúar sl.
birtir þú á vefsíðu ráðu-
neytisins „auglýsingu
um hreindýraveiðar ár-
ið 2020“.
Þessi auglýsing sýnir
að veiðimenn hafa haft
betri aðgang að þér en
undirritaður, eða þá að
samkennd þín með
þeim og þeirra veiðigleði er meiri en
samkennd þín með saklausum og
varnarlausum dýrum, hverra velferð
þér er þó skylt að bera fyrir brjósti.
Þú kannt að meta jarðveginn og
landið, en skilning virðist vanta fyrir
því hjá þér að landið og lífríkið á því
mynda eina heild. Augljóst er af þess-
ari afgreiðslu hreindýraveiða 2020,
þar sem veiðitímar eru óbreyttir og
hreindýrskýr verða áfram skotnar
með og frá 8 vikna gömlum kálfum
þeirra, að dýravernd og dýravelferð
liggja þér ekki nærri. Það eru mikil
vonbrigði fyrir undirritaðan.
Þú fylgir veiðimönnum í einu og
öllu í þessari ákvörðun, nema hvað þú
reynir sýnilega að réttlæta lítillega
gjörðir þínar með því, að „hvetja
veiðimenn eindregið“ til að veita kúm
með kálfa grið í 2 vikur með því að
einbeita þá drápinu að geldum kúm.
Góðir og virkir stjórnunarhættir
það, til manna sem hafa engar tilfinn-
ingar fyrir dýrunum – kálfum eða
kúm –, en ef svo væri lægju þeir ekki í
því að murka úr þeim lífið að gamni
sínu.
Það mætti líkja þessu við það að
ökumenn væru „eindregið hvattir“ til
að aka ekki ölvaðir, í stað þess að
banna það, sem auðvitað hefur verið
gert.
Því miður liggur það fyrir að eftir
að þú hefur gegnt starfi umhverf-
isráðherra, nú í 26 mánuði, er hvergi
hægt að sjá nokkur merki þess að þú
hafir gert eitt eða neitt fyrir vernd
eða velferð dýra í landinu.
Á þó slíkt að vera á stefnuskrá VG,
en það virðist gleymt
ásamt með hvalavernd
og ýmsu öðru sem
flokkurinn þykist
standa fyrir.
Eitt er það að þú
virðir vernd dýranna og
okkar baráttu fyrir vel-
ferð þeirra að vettugi,
annað og verra er að þú
skulir taka óheftan
veiðivilja veiðimanna –
líka innan UST, en þar
eru þeir enn með rík
ítök, það sama gildir um
NA, sem er miðstöð fjárflæðis af
drápi dýranna, í allar áttir austur þar,
sem nemur hundruðum milljóna –
fram yfir tilmæli Fagráðs um velferð
dýra, frá 3. september 2019, þar sem
Fagráðið beindi þeim tilmælum til
UST og þín „að kýr verði ekki skotn-
ar frá kálfum yngri en þriggja mán-
aða“. Þetta hunzar þú.
Hvernig getur þú leyft þér að meta
vilja veiðimannaklíkunnar, líka meðal
embættismanna, meir en vilja og til-
mæli Fagráðs um velferð dýra með
yfirdýralækni í broddi fylkingar?
Ég mun ekki óska eftir frekari
fundum með þér vegna verndar eða
velferðar villtra dýra, þar sem fyrir
liggur að slíkt er tímasóun og til
einskis. Ég mun, hins vegar sýna
fram á það í opinberri umræðu
hversu huglaus og dáðlaus þú hefur
reynzt í dýraverndunarmálum, þrátt
fyrir stórar skyldur og yfirlýsta dýra-
verndunarstefnu VG.
Kveðja,
Jarðarvinir – Friends of Earth.
Eftir Ole Anton
Bieltvedt
» Það mætti líkja
þessu við það, að
ökumenn væru „ein-
dregið hvattir“ til að aka
ekki ölvaðir, í stað þess
að banna það, sem auð-
vitað hefur verið gert.
Ole Anton Bieltvedt
Hreindýraveiðar
2020: Opið bréf til
umhverfisráðherra
Höfundur er stofnandi
og formaður Jarðarvina.
32% frá árinu 2013 koma því verk-
fræðistofum innan FRV ekki á
óvart.
Atvinnugreinin starfar ekki að-
eins hér á landi heldur skapar hún
útflutningstekjur með því að leiða
og taka þátt í verkefnum erlendis
sem eru leidd af íslenskum
ráðgjafarverkfræðingum. Í litlu
samfélagi þar sem verkefnin eru
færri og smærri er því mikilvægt
að hið opinbera leiti til sérfræð-
inga í atvinnulífinu, þannig tekst
fyrirtækjunum að efla mannauð
sinn og skapa samkeppnishæfa út-
flutningsvöru. Hjá hinum Norð-
urlandaþjóðunum er útflutningur á
þekkingu verkfræði- og arkitekta-
stofa stór hluti af veltu þessara
fyrirtækja, til dæmis í Danmörku
og Svíþjóð er hlutfallið um 20%.
Útvistun hjá hinu opinbera getur
skapað mörg ný störf ,sem gefur
fyrirtækjunum tækifæri til að fara
með þekkingu sinna starfsmanna í
útrás og færa hana milli verkefna
og sviða. Það blasir við að aukin
innhýsing hins opinbera dregur úr
getu fyrirtækjanna til að nýta slík
tækifæri. Í stað þess að taka
starfskrafta út úr atvinnugreininni
hér á landi ætti hið opinbera frek-
ar að styðja við uppbyggingu
greinarinnar þannig að Ísland gæti
náð hinum norrænu löndunum í út-
flutningi á verkfræðiráðgjöf.
Það hlýtur að vera vilji stjórn-
valda að auka verðmætasköpun
hér á landi með því að styðja við
bakið á atvinnulífinu frekar en að
draga til sín starfsfólk með dýr-
mæta þekkingu og reynslu úr ein-
stökum atvinnugreinum og koma
þannig í veg fyrir að tækifærin til
vaxtar séu nýtt. Það er ástæða til
að hafa áhyggjur því það er eitt-
hvað öfugsnúið við þessa stefnu
stjórnvalda.
» Það er áhyggjuefni
að hið opinbera er í
síauknum mæli að taka
til sín verðmæta lykil-
starfsmenn frá íslensk-
um verkfræðistofum.
Höfundur er sviðsstjóri mann-
virkjasviðs Samtaka iðnaðarins.
Efnahagsleg og
stjórnmálaringulreið
ríkir hjá ESB og ríkj-
um þess. Búrókrat-
arnir neita að sníða
sér stakk eftir vexti
og vilja stórhækka
áskriftir aðildarríkj-
anna til að fylla 75
miljarða evra svarthol
eftir Brexit. Fyrir
Svía þýðir tillagan
40% hækkun áskrift-
argjaldsins úr 40 milljörðum sek
upp í 54 milljarða árlega sem sam-
svarar heildarútgjöldum Svíþjóðar
til hermála. ESB gælir við eigin
upptöku beinna skatta á fyrirtæki
og almenning og verður þá ekki
langt í að stóri draumurinn um al-
ríkið rætist.
Efnahagur stórvelda ESB, t.d.
Þýskalands, sýnir veikleikamerki
með minnkun framleiðslu og
auknu atvinnuleysi. Deutsche
Bank hefur sagt upp þúsundum
starfsmanna en bankinn hefur
m.a. útblásturssvindl Volkswagen í
farangrinum. Þýskaland hefur tek-
ið á móti meira en einni miljón
flóttamanna og innanlandsátök
fara vaxandi þar eins og í Svíþjóð
vegna eftirlitsleysis með inn-
fluttum hryðjuverkamönnum og
glæpamönnum.
Sýndarstjórnmál ráða för en
ekki lýðræðislega kjörnir leiðtogar
innan ESB. Eru lýðræðislega
kjörnir fulltrúar í hlutverki sendi-
sveinsins og selflytja skilaboð bú-
rókrata Brussel heim til skjól-
stæðinga sinna. Mun þessi
stjórnskipan verða einkar skýr
eftir Brexit en margir krefjast
sömu réttinda áfram, t.d. að veiða
í breskri landhelgi. Má búast við
hörku ef Macron Frakklands-
forseti gerir alvöru úr hótun sinni
að tryggja veiði franskra sjó-
manna í breskri lögsögu með
frönskum herskipum.
Búrókratarnir munu tefla á
tæpasta vað til að „hefna“ sín á
eina landinu sem fram að þessu
hefur sýnt þor að yfirgefa sökkv-
andi skútu ESB. Munu margir á
meginlandinu eiga erfitt með að
kyngja velgengni Breta eftir
Brexit sem notfæra sér viðskipta-
módel Alþjóðaverslunarráðsins í
stað ráðstjórnarríkjamódels ESB.
Martin Daubney, fv. ESB-
þingmaður Brexitflokksins, segir
að „Þjóðverjar elska sannanir og
fái þeir sannanir fyrir velgengni
fyrir utan ESB gætu þeir orðið
næstir til að yfirgefa sambandið.“
Það er hollt öllum
að staldra við og
íhuga orð Boris John-
son, forsætisráðherra
Breta, sem sagði að
„Bretar hefðu end-
urheimt sjálfsákvörð-
unarréttinn við út-
gönguna úr ESB“.
Margir stjórn-
málamenn nútímans
hafa gleymt því að
fullveldið er stærra
en einstakir við-
skiptahagsmunir, –
að einungis frjáls
maður er fær um að stunda
frjálsa verslun. Sérstaklega þeir
sem dáleiddir eru af klappi al-
þjóðlegra búrókrata á eigin öxl
eins og utanríkisráðherra Íslands,
Guðlaugur Þór Þórðarson. Ekki
veit ég hvor er meiri Össur eða
Guðlaugur en Guðlaugur virðist
vera í eilífri keppni við fv. starfs-
bróður sinn Össur Skarphéðinsson
um efsta sætið í sniðgöngu á
stjórnarskránni.
Þannig er því einnig varið með
meginlunga forystu Sjálfstæð-
isflokksins allt síðan Bjarni Bene-
diktsson flokksformaður keppti
við Steingrím J. Sigfússon og
Svavar Gestsson um fyrsta sætið í
Icesave-samningagerð. Þá lagði
formaður Sjálfstæðisflokksins
fram hið umtalaða „ískalda hags-
munamat“ með tillögu um Ice-
save-samning sem þjóðin felldi.
Formaðurinn sagðist þá hafa
komið með lausn sem væri sú
besta fyrir þjóðina sem seinna
sýndi sig vera haldlaus eftir dóm
erlendis. Aldrei hafa neinar frek-
ari útskýringar komið hjá for-
manni Sjálfstæðisflokksins af
hverju þessi misreikningur hans
var svo mikið þjóðhagsmunamál.
Þvert á móti fleipra ráðherrar
sjálfstæðismanna í vinstri stjórn
Katrínar Jakobsdóttur um „hags-
munamat“ til hægri og vinstri, t.d.
utanríkisráðherra vegna und-
irlægjuháttar við ESB og iðn-
aðarráðherra vegna sölu á raforku
um sæstreng til útlanda. Forysta
Sjálfstæðisflokksins hefur gloprað
niður hugtakinu þjóð í hags-
munaútreikningum sínum, eins og
t.d. gjörbreytt stefna í raforku-
málum sýnir, sem er að eyðileggja
samkeppnisstöðu landsmanna,
þannig að stóriðjan neyðist til að
flýja annað.
Það sést hvergi eins skýrt og í
raforkumálum hversu mikilvægur
sjálfsákvörðunarréttur þjóð-
arinnar er, því raforkumarkaður
ESB beinist fyrst að því að gera
dýra, óhreina orku meginlandsins
(aðallega Þýskalands) samkeppn-
isfæra við hreina raforku á Norð-
urlöndum með því að hækka verð-
ið á raforku Norðurlanda og
skítavæða með aflátsbréfum. Rík-
isstjórnin hefur innleitt raf-
orkumarkað ESB á Íslandi án að-
komu þjóðarinnar. Eini tilgangur
þess fyrirkomulags er að leggja
sæstreng og selja rafmagn á
ESB-markaðinn.
Þjóðin þarf að muna, hverjir
það eru sem koma fjöreggi henn-
ar í hendur erlends valds og
flytja löggjafarvaldið úr landi sem
er ólöglegt skv. stjórnarskránni.
Lærdómsorð víkinganna um heið-
arleika og sjálfstæði í viðskiptum
gilda enn í dag og ætti öllum að
vera ljóst, að ófrjáls maður er
ófær um að stunda frjáls við-
skipti.
Að samþykkja að flytja umboð
á eigin hagsmunum til erlends
valds er í anda umboðslaga
Þýskalands 23. mars ár 1933 –
Gesetz zur Behebung der Not von
Volk und Reich – sem gaf kansl-
aranum Adolf Hitler umboð til að
setja einhliða öll lög.
Íslenska þjóðin hefur aldrei
gefið neinum stjórnmálamanni
slíkt umboð og mun ekki til
lengdar þola að stjórnmálamenn
reyni að auðgast í eigin skyni
með framsali slíks umboðslauss
umboðs til erlendra aðila.
Stjórnarskrá lýðveldisins gildir
og ekkert annað.
Löggjafinn er á Íslandi.
Eftir Gústaf Adolf
Skúlason
Gústaf Adolf
Skúlason
»Margir hafa gleymt
því að fullveldið er
stærra en einstakir
viðskiptahagsmunir, –
að einungis frjáls
maður er fær um að
stunda frjálsa verslun.
Höfundur er fv. ritari Evrópska
smáfyrirtækjabandalagsins.
Ófrjáls maður stundar
ekki frjáls viðskipti