Morgunblaðið - 02.03.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2020
Námskeið sem gefa réttindi
um gjörvalla Evrópu
Öll ökuréttindi - Öll vinnuvélaréttindi
Klettagörðum 11 (ET-húsinu) - 104 Reykjavík - Símar 588 4500, 822 4502 - www.meiraprof.is - rektorinn@gmail.com
Skjót leið
til starfsmenntunar
Skapaðu þér þitt eigið góðæri
www.meiraprof.is
Á næstu misserum
er mikilvægt að lækka
skatta þannig að ís-
lenska hagkerfið geti
viðhaldið hagvexti og
hagræða duglega í
ríkisrekstri. Innviða-
fjárfestingar eru mik-
ilvægar en það þarf
meira til að auka hag-
vöxt. Mikilvægustu
aðgerðirnar eru lækk-
un skatta, sérstaklega
skatta á fyrirtæki, s.s. trygging-
argjald og fasteignaskatta. Þessir
skattar eru ósjálfbærir til lengri
tíma og skerða samkeppnishæfni
íslenskra fyrirtækja og hafa lam-
andi áhrif á atvinnurekstur á Ís-
landi. Nú þegar selja á Íslands-
banka væri snjallt að afnema
bankaskattinn, sem er séríslenskt
fyrirbrigði, og gera þannig inn-
lendar fjármálastofnanir sam-
keppnishæfar við sambærileg fyrir-
tæki á Norðurlöndum.
Peningamálastjórnun hefur áhrif á
verðlagningu skuldabréfa og hluta-
bréfa en stjórnun opinberra fjár-
mála hefur áhrif á ríkisútgjöld og
skattprósentu. Lækkun ríkis-
útgjalda og hagræðing í rík-
isrekstri veita svigrúm til skatta-
lækkana og hefur áhrif á stærstan
hluta almennings meðan lækkun
stýrivaxta hefur mest áhrif á verð-
lagningu skuldabréfa og hlutabréfa
og því minni áhrif á almenning.
Lækkun skatta og ríkisútgjalda er
því verðmætasköpun fyrir almenn-
ing á Íslandi.
Stjórnmálamenn og embætt-
ismenn þurfa að móta lang-
tímastefnu um aukna framleiðni og
nýsköpun í rekstri ríkisins á næstu
árum. Skattstofnar eru fullnýttir
og í raun allt of háir horft til fram-
tíðar. Núverandi staða á rekstri
ríkisins er óviðunandi og ósjálfbær.
Einfalda þarf allt regluverk og
fækka reglugerðum. Loka þarf op-
inberum stofnunum sem eru óþarf-
ar og auka þjónustu með stafrænni
tækni og spara þannig milljarða í
ríkisútgjöldum. Hefja þarf þessa
vegferð strax með
aukinni nýsköpun og
snjöllum hugmyndum.
Í stafrænni veröld og
með aukinni sjálf-
virkni ætti að vera
mögulegt að hagræða
í ríkisrekstri með staf-
rænni tækni og spara
þannig milljarða; bæta
úrelt skipulag á mörg-
um sviðum og í rekstri
stofnana ríkissjóðs.
Áður en yfirbygging
opinbers rekstrar á
Íslandi veldur meiri
útgjöldum er nauðsynlegt að hefj-
ast handa við kerfisbundna hag-
ræðingu í rekstri ríkissjóðs á öllum
sviðum. Framúrskarandi fyrirtæki
eru flest með klóka stjórnendur
sem ná því besta út úr starfsfólki
og skila arðsemi í rekstri. Innleiða
þarf leikreglur einkarekstrar í op-
inberum rekstri þar sem stöðugt er
horft til betri rekstrar, betri
stjórnunar og verðmætaskapandi
þjónustu sem eykur hag þeirra
sem eiga og greiða fyrir þjón-
ustuna. Í ríkisrekstrinum hafa
skattar hækkað um tugi prósenta
en á sama tíma hafa ríkisútgjöld
aukist sjálfvirkt án hagræðingar.
Með lækkun ríkisútgjalda og auk-
inni hagræðingu í ríkisrekstri væri
hægt að lækka skatta verulega til
hagsbóta fyrir alla landsmenn. At-
vinnurekstur á Íslandi er yfirskatt-
lagður en stöðva þarf sjálfvirka út-
þenslu ríkisins. Aldrei hefur verið
mikilvægara að rekstur ríkissjóðs
sé rekinn eins og framúrskarandi
fyrirtæki í ljósi þess að skattgreið-
endur þurfa að greiða óhag-
kvæman ríkisrekstur í framtíðinni.
Mikilvægasta aðgerð í hagstjórn á
Íslandi á næstu árum er að lækka
skatta, lækka útgjöld ríkissjóðs,
auka framleiðni í ríkisrekstri og
fjárfesta í snjöllum hugmyndum
með nýsköpun sem auka skatt-
tekjur þegar horft er til langs tíma.
Þjóðríki með stöðugan og traustan
gjaldmiðil munu alltaf gera betur
en þjóðríki með veikan gjaldmiðil.
Prentun fjármagns, lágir vextir og
aukið peningamagn í umferð eykur
umsvif til skemmri tíma, en stað-
reyndin er sú að þjóðríki geta ekki
gengislækkað sig til velmegunar og
framfara. Gjaldmiðill sem er óstöð-
ugur hefur áhrif á framleiðni og
framleiðslu og stýrir fjármagni í
ranga farvegi.
Nú er rétti tíminn fyrir lækkun
skatta og hagræðingu og verð-
mætasköpun í opinberum rekstri.
Það er augljóst að mikilvægasta
aðgerð í hagstjórn á Íslandi á
næstu árum er að lækka útgjöld
ríkissjóðs og auka framleiðni í rík-
isrekstri. Auka þarf framleiðni og
samkeppni í heilbrigðismálum og
menntamálum og ná þannig fram
aukinni hagræðingu og samkeppn-
ishæfni. Setja þarf stjórn og for-
stjóra yfir útgjaldamestu mála-
flokka ríkisins og reka þá með
tilliti til árangurs og áætlana um
framtíðarárangur með meiri
tekjum og lægri kostnaði. Fjárfest-
ingar í útgjaldamestu málaflokk-
unum, heilbrigðismálum, sam-
göngumálum og menntamálum
gera þá kröfu að fjárfestingar séu
arðsamar með verðmætaskapandi
stefnumörkun til lengri tíma og
embættismenn og opinberir starfs-
menn fái viðeigandi örvun. Meðferð
fjármuna skattgreiðenda þarf meiri
aga, skipulag og verðmætasköpun.
Nú þarf að taka upp lögmál einka-
rekstrar á flestum sviðum opinbers
rekstrar þannig að samkeppni og
verðmætasköpun aukist. Ísland er
ríkt land og tækifærin óendanleg
en þau verða ekki nýtt ef opinber
rekstur kæfir íslenska hagkerfið og
einkarekstur. Yfirbygging í op-
inberum rekstri á Íslandi er of dýr
og mikilvægt að byrja hagræðingu
og verðmætasköpun strax.
Lækkun skatta og hagræðing í
ríkisrekstri er verðmætasköpun
Eftir Albert Þór
Jónsson »Nú er rétti tíminn
fyrir lækkun skatta
og hagræðingu og
verðmætasköpun í
opinberum rekstri.
Albert Þór
Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðngur með
MCF í fjármálum fyrirtækja og 30
ára starfsreynslu á fjármálamarkaði.
albertj@simnet.is
„Á meðal okkar hafa
risið upp tiltölulega
óþekktir menn og hald-
ið málfundi um þátt-
töku Íslands í hern-
aðarbandalagi.
Stórþjóðirnar hafa
ekki svarað því hvaða
samningsbundnu kvað-
ir yrðu lagðar á land og
þjóð ef við gerðumst
aðilar að hern-
aðarbandalagi. Hve
mikið herlið myndi að staðaldri hafa
setu hér? Hvar yrðu herstöðvarnar
og í hve mikla hættu yrði landslýð
stofnað?“
Svo hljóðaði hluti greinar sem birt-
ist í Mánudagsblaðinu hinn 31. janúar
1949.
Þar sagði enn fremur að á „meðan
styrjöldin stóð yfir var hér um 80 þús-
und manna her enda þótt þegar árið
1942 væri öll hætta raunverulega hjá
liðin á því að Þýskaland gæti hernum-
ið Ísland. Það er þó nokkurn veginn
ljóst að hættan er minni ef landið er
ekki víggirt. Engin þjóð ræðst á land
og eyðileggur það gjörsamlega nema
óvinurinn hafi þegar búið um sig þar.
Tíminn, sem liði frá því að landið væri
hernumið í stríði til þess að gerð væri
árás á það, gæti verið okkur dýr-
mætur. Við gætum flutt okkur burt
frá þeim stöðum þar sem hernáms-
menn byggju um sig. Okkur kann nú
að vaxa í augum að 50 til 60 þúsund
manns flytji sig búferlum á nokkrum
dögum, en það þarf ekki annað en að
hugsa sér fólksflutningana í Kína
undanfarin ár, til þess að sjá að slíkir
flutningar eru í samanburði, næsta
smávægilegir.
Gangi Ísland í hernaðarbandalag
þá mun 80-90 þúsund manna her
koma hingað til lands og þá er menn-
ingarlíf þjóðarinnar búið. Allt það
sem íslenskt er, mun lenda í hringiðu
annars þjóðernis og berast síðan út í
óþekktan straum og hverfa loks að
fullu. Við verðum ekki lengur frjáls
þjóð; örbirgð mun mæta okkur eða
þjóðarsmán og smáþjóðin við, mun-
um hverfa.“
Hver varð raunin?
Árið er ekki lengur 1949 þegar
ofangreindar dómsdagsspár komu
fyrir augu almennings í aðdraganda
þess að Ísland gekk í Atlantshafs-
bandalagið. Frá því að Atlantshafs-
bandalaginu var komið á fót með und-
irritun stofnsáttmála í Washington
D.C. þann 4. apríl 1949, þar sem Ís-
land var eitt tólf stofnríkja, hefur
starfsemi NATO og þátttaka Íslands
gjörbreyst. Við lok kalda stríðsins
dró úr áherslu á ógnir og
varnarviðbúnað í Evrópu
og sjónir beindust að
friðargæsluverkefnum
og aðgerðum, m.a. á
Balkanskaga. Auk þess
sem barátta gegn
hryðjuverkaógn og
stuðningur við þjálfun,
umbætur, uppbyggingu
og skipulag öryggis- og
varnarmála þjóða sem
glímt hafa við átök, hefur
verið í forgrunni. Einnig
á Atlantshafsbandalagið
í virku samráði og samstarfi við stofn-
anir og samtök á alþjóðavísu, m.a.
Evrópusambandið, ÖSE, Sameinuðu
þjóðirnar og stofnanir þess.
Lengst af var meginframlag Ís-
lands til NATO í formi aðstöðu til
bandaríska varnarliðsins sem hafði
aðsetur hér til ársins 2006. Nú felast
helstu framlög Íslands til varnar-
bandalagsins í rekstri íslenska loft-
varnarkerfisins en ratsjárstöðvarnar
eru hluti af samþættu loftvarnakerfi
NATO og nýtast líka í borgaralegri
flugumferðarþjónustu, rekstur og um-
sjón með varnarmannvirkjum NATO
á Íslandi og gistiríkjastuðningi fyrir
heimsóknir og æfingar liðsafla banda-
lagsins. Þá starfa um tíu borgaralegir
sérfræðingar frá Íslandi í sjö löndum
við fjölbreytt verkefni hjá NATO, allt
frá fjölmiðla- og upplýsingamálum til
jafnréttismála og þjálfunar í
sprengjueyðingu.
Hér á landi er enginn 80 þúsund
manna erlendur her eins og spáð var
og menningarlíf þjóðarinnar hefur
heldur ekki liðið undir lok heldur
þvert á móti blómstrað. Íslendingar
eru frjáls þjóð sem hefur skyldum að
gegna á alþjóðavettvangi. Með þátt-
töku í alþjóðasamstarfi erum við ekki
að kalla yfir okkur þjóðarsmán heldur
þvert á móti erum við að gangast við
ábyrgðarhlutverki okkar að styrkja
varnir landsins. Hér eftir sem hingað
til eru sameiginleg grunngildi þjóða
Atlantshafsbandalagsins hin sömu og
þau vísa veginn áfram, það er lýðræði,
einstaklingsfrelsi, mannréttindi og
réttarríkið.
Bandalagið sem
tortíma átti þjóðinni
Eftir Njál Trausta
Friðbertsson
Njáll Trausti
Friðbertsson
» Sameiginleg grunn-
gildi þjóða Atlants-
hafsbandalagsins eru hin
sömu, það er lýðræði,
einstaklingsfrelsi, mann-
réttindi og réttarríkið.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins og formaður Íslandsdeildar
NATO-þingsins.
Það er áhyggjuefni
að hið opinbera er í
síauknum mæli að
taka til sín verðmæta
lykilstarfsmenn frá
íslenskum verk-
fræðistofum. Réttara
væri að styðja við
uppbyggingu sér-
fræðiþekkingar í at-
vinnulífinu með því
að útvista verkefnum
eftir fremsta megni.
Sérstaklega í því árferði sem við
siglum nú inn í.
Að undanförnu hefur orðið veru-
leg fjölgun launþega hjá hinu opin-
bera og fyrirtækjum í
þess eigu á sama tíma
og fjöldi starfsmanna í
viðskiptahagkerfinu
hefur dregist saman. Í
nýrri könnun sem
Samtök iðnaðarins
gerðu meðal aðildar-
félaga Félags ráðgjaf-
arverkfræðinga, FRV,
svöruðu 75% að-
spurðra að ráðningar
hins opinbera á þeirra
lykilstarfsfólki hefðu
aukist til muna á síð-
ustu árum og 92% fyr-
irtækjanna telja að það vegi veru-
lega að samkeppnishæfni þeirra á
markaði. Fréttir um fjölgun starfs-
fólks Orkuveitu Reykjavíkur um
Eftir Jóhönnu
Klöru Stefánsdóttur
Jóhanna Klara
Stefánsdóttir
Ásókn hins opin-
bera í verðmæta
lykilstarfsmenn