Morgunblaðið - 02.03.2020, Qupperneq 12
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Rétt eins og í Evrópu og Bandaríkjunum hefur
verð íslenskra hlutabréfa leitað niður á við að
undanförnu. Á föstudag veiktist úrvalsvísitala
Kauphallarinnar um 2,3% og
lækkaði skarplega alla síð-
ustu viku. Icelandair er í hópi
þeirra félaga sem hafa fengið
á sig hvað stærstan skell en
hlutabréfaverð félagsins hef-
ur lækkað um u.þ.b. 30% frá
21. febrúar. Á sunnudag
sendi flugfélagið frá sér til-
kynningu um að afkomuspá
frá 6. febrúar væri ekki leng-
ur í gildi vegna óvissu um
hvaða áhrif kínverski kórónu-
veirufaraldurinn mun hafa á reksturinn.
Þarf ekki að leita lengra aftur en til 7. febrúar
til að finna tíma þegar meiri bjartsýni ríkti um
rekstrarhorfurnar en þá hækkuðu hlutabréf Ice-
landair um 7,17% á einum degi eftir að uppgjör
síðasta ársfjórðungs 2019 var birt.
Sveinn Þórarinsson, hlutabréfagreinandi hjá
Landsbankanum, segir að hækkunina í byrjun
febrúar hafi m.a. mátt rekja til þess að flug-
félagið virtist nokkuð vel í stakk búið fyrir sum-
arið og markaðurinn búinn að kyngja þeirri stað-
reynd að töf yrði á endurkomu Boeing 737 MAX
8 flugvélanna, auk þess að heimsmarkaðsverð á
olíu var tekið að síga. „En svo blossar upp þessi
veirufaraldur og um allan heim eru flugfélögin
með þeim fyrstu til að finna fyrir verulegri lækk-
un hlutabréfaverðs,“ segir hann.
Er ekki að furða að faraldurinn hafi mikil
áhrif á rekstur flugfélaga enda hefur kórónu-
veiran gert það að verkum að almenningur er
órólegur og sennilegt að margir vilji slá ferðalög-
um á frest þar til faraldurinn er í rénun. Sveinn
segir það að vissu marki lán í óláni að Icelandair
skuli fyrst og fremst þjónusta austurströnd
Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu enda má
vænta að minni breytingar verði á ferðavenjum
fólks á því svæði en í Asíu. „Þá gæti það mögu-
lega gerst að ef Vesturlandabúar nota vorið og
sumarið á annað borð til að ferðast, þá kjósi þeir
frekar að fljúga yfir Atlantshafið en að ferðast til
Asíu, sem Icelandair myndi þá njóta góðs af. En
þetta veltur auðvitað á hvernig útbreiðsla veir-
unnar á eftir að þróast“ segir Sveinn.
Aðfangakeðja heimsins höktir
Sérfræðingar eru ekki á einu máli um að
hvaða marki lækkun hlutabréfa undanfarna daga
og vikur byggist á efnahagslegum forsendum
frekar en geðshræringu og taugatitringi. Trump
Bandaríkjaforseti var kokhraustur um miðja síð-
ustu viku og sagði niðursveifluna á hlutabréfa-
markaði kauptækifæri fyrir naska fjárfesta.
Sveinn segir æsifréttaflutning mögulega hafa
magnað viðbrögð markaðarins en þó skyldi ekki
gera lítið úr þeim keðjuverkunaráhrifum sem
það mun valda í alþjóðahagkerfinu að verk-
smiðjur í Kína verði lokaðar um skeið, og kín-
verskir ferðamenn hverfi frá vinsælum áfanga-
stöðum. „Um miðja síðustu viku héldu sumir að
botninum hlyti að vera náð eftir 5-6% lækkun
vestanhafs, og einhverjir héldu að markaðurinn
myndi láta staðar numið þar en svo komu frekari
lækkanir,“ segir Sveinn og bætir við að ef lækk-
unin stafar öðru fremur af taugatitringi þá ættu
þau félög sem hafa lækkað mest að hækka hvað
hraðast þegar verstu áhrif kórónu-
veirufaraldursins eru afstaðin. „Eftir sem áður
eru áhrifin nú hvað mest í Kína og þar hefur
kórónuveirufaraldurinn valdið ákveðnum fram-
boðsskelli og hökti í aðfangakeðju alþjóðahag-
kerfisins. Í geirum eins og ferðaþjónustu kemur
væntanlega líka fram eftirspurnarskellur sem
stafar af því að fólk kýs að vera heima frekar en
að ferðast.“
Sveinn vill ekki nota fyrri veirufaraldra til að
spá um hvernig markaðurinn bregst við nú, eða
hve lengi markaðslægð af völdum kórónuveir-
unnar gæti staðið yfir. „Sennilegt er að mark-
aðurinn verði á flökti og ef fjárfestar vakna við
góðar fréttir einn daginn leiti hlutabréf upp á
við, en lækki svo strax næsta dag ef fréttist af
nýjum smitum,“ segir Sveinn og bendir á að um-
fjöllun fjölmiðla virðist að einhverju leyti ráða
miklu um andrúmsloftið á mörkuðum.
„Lækkunina að undanförnu verður líka að
skoða með hliðsjón af því að markaðir hafa verið
á uppleið undanfarin misseri og jafnvel eftir
lækkun síðustu daga er t.d. bandaríska S&P 500
vísitalan 6% hærri en hún var fyrir tólf mán-
uðum. Þá er um og yfir helmingur hlutafélaga í
íslensku kauphöllinni a.m.k. 15% hærra verð-
lagður í dag en lægstu gildi þeirra síðustu 12
mánuði.“
Verður kúnst að setja
737 MAX 8 aftur í loftið
Varðandi lækkun Icelandair, og hver áhrifin
gætu orðið í íslenskri ferðaþjónustu, þá segir
Sveinn að þó kínverskir ferðamenn vegi æ
þyngra í greininni þá valdi það ekki miklum
skakkaföllum ef minna sést af Kínverjum á Ís-
landi á komandi mánuðum. Eitthvað kann að
hægja á vextinum í komum ferðamanna en ekki
von á öðru en að gestum frá Kína og öðrum As-
íulöndum fari svo aftur að fjölga í samræmi við
spár, þegar faraldurinn hefur gengið yfir – og
það jafnvel þó að hagvöxtur í Kína kunni að
verða mun minni en spáð var í ársbyrjun.
Raunum Icelandair er þó ekki lokið þegar kór-
ónuveiran hverfur af forsíðum blaðanna og segir
Sveinn að það verði heilmikil áskorun fyrir flug-
félagið þegar 737 MAX 8 þoturnar fara aftur í
notkun. Erlendar kannanir benda til að allstór
hópur fólks vilji síður ferðast með þessari gerð
flugvéla og eru sumir jafnvel orðnir fráhverfir
öllum vélum Boeing eftir að MAX 8-gallinn kom
í ljós. Sérfræðingar hafa bent á að ekki aðeins
muni flugfélögin sem nota MAX 8-vélarnar
væntanlega þurfa að laða til sín farþega með far-
gjaldatilboðum, heldur mun framboð flugsæta á
heimsvísu aukast í einum rykk þegar vélarnar
hefja sig aftur til flugs, með tilheyrandi verð-
þrýstingi. „Það er klárt mál að Icelandair er ekki
öfundsvert af að þurfa að leysa úr þessu verk-
efni,“ segir Sveinn.
Ferðalangar bíða átekta
Morgunblaðið/Eggert
Horfur Þegar faraldurinn verður afstaðinn ættu asískir ferðalangar að streyma aftur til Íslands. Kann
að hjálpa Icelandair ef minni áhugi á Asíu eykur eftirspurn eftir flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna.
Icelandair fellir úr gildi afkomuspá Neytendur vísir til að bíða með ferðalög á
meðan faraldurinn gengur yfir Verður áskorun að taka MAX 8 aftur í notkun
Sveinn
Þórarinsson
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2020
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
2. mars 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 125.99 126.59 126.29
Sterlingspund 162.39 163.17 162.78
Kanadadalur 93.68 94.22 93.95
Dönsk króna 18.589 18.697 18.643
Norsk króna 13.353 13.431 13.392
Sænsk króna 13.023 13.099 13.061
Svissn. franki 130.58 131.3 130.94
Japanskt jen 1.1581 1.1649 1.1615
SDR 173.11 174.15 173.63
Evra 138.91 139.69 139.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.0452
Hrávöruverð
Gull 1646.6 ($/únsa)
Ál 1670.5 ($/tonn) LME
Hráolía 51.42 ($/fatið) Brent
● Hlutabréfaverð ríkisolíufélagsins
Saudi Aramco lækkaði á sunnudag um
2,55% niður í 32.50 ríala. Færist verðið
æ nær því sem fjárfestar greiddu í
hlutabréfaútboði félagsins í desember
þegar hver hlutur kostaði 32 ríala.
Hæst fór verðið upp í 38 ríala skömmu
eftir að olíufélagið fór á markað en hef-
ur lækkað jafnt og þétt síðan þá.
Eins og Morgunblaðið fjallaði um á
sínum tíma var það mat fjölda erlendra
sérfræðinga að olíufélagið væri of hátt
verðlagt og var hlutabréfaútboðið eink-
um borið uppi af sádi-arabískum kaup-
endum sem margir fjármögnuðu við-
skiptin með lántökum. ai@mbl.is
Hlutabréf Saudi Aramco
áfram á niðurleið
Gullgæs Mikill áhugi var hjá almenningi í
Sádi-Arabíu á að eignast hlut í Aramco.
STUTT
● Bandaríski vogunarsjóðurinn Elliott
Management Corp, sem stýrt er af Paul
Singer, vill skipta um manninn í brúnni
hjá Twitter. Elliott Management, sem
býr að eignasafni sem metið er á 40
milljarða dala, hefur tryggt sér nægi-
lega stóran eignarhlut í Twitter til að
geta mögulega komið eigin fulltrúum í
stjórn félagsins þegar kosið verður um
þrjú laus stjórnarsæti á næsta hluthafa-
fundi.
Reuters greinir frá þessu og hefur
eftir ónafngreindum heimildarmönnum
að vogunarsjóðurinn vilji fá nýjan for-
stjóra í stað Jack Dorsey, sem stofnaði
Twitter á sínum tíma. Staða Dorsey er
óvenjuleg að því leyti að Twitter er eitt
af fáum bandarískum tæknifyrirtækjum
sem hafa gefið öllum hluthöfum jafnan
atkvæðisrétt. Dorsey á aðeins 2% hlut
í félaginu og ætti því erfiðara með að
verja stöðu sína en margir aðrir jöfrar
Kísildals. ai@mbl.is
Elliott Management
vill Jack Dorsey burt
Paul Singer Jack Dorsey
Viðskipti