Morgunblaðið - 02.03.2020, Page 14
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Sú hugmynd hefur verið ræddí átakshópi sex ráðuneytaum úrbætur innviða í kjöl-far óveðursins í desember
síðastliðnum, að sameina nokkur
lykilfyrirtæki á heildsöluhluta fjar-
skiptamarkaðarins í eitt innviðafyr-
irtæki með breiðri eignaraðild, svo
sem Mílu, Öryggisfjarskipti, Orku-
fjarskipti, Farice og jafnvel Gagna-
veitu Reykjavíkur.
Þetta kemur fram í tölvupósti
formanns átakshópsins til Póst- og
fjarskiptastofnunar (PFS), þar sem
óskað er eftir áliti PFS á hug-
myndum um að komið verði á lagg-
irnar miðlægu innviðafyrirtæki í
fjarskiptum. Um þetta er fjallað í
greinargerð sem PFS hefur sent
átakshópnum, sem fylgir tillögum
um framkvæmdir með grein-
argerðum átakshópsins, sem kynnt-
ar voru sl. föstudag.
Ljóst er af greinargerð PFS að
stofnunin telur þessar hugmyndir
orka tvímælis í tengslum við upp-
byggingu fjarskiptainnviða á kom-
andi árum m.a. vegna samkeppn-
issjónarmiða. Í tölvupósti
átakshópsins til PFS kemur fram að
á fundum og í samtölum sem átaks-
hópurinn hefur átt með nokkrum
fyrirtækjum á raforkumarkaði og
fjarskiptamarkaði hefur komið fram
stuðningur við það sjónarmið að
tækifæri felist í frekari samnýtingu
innviða á fjarskiptamarkaði, jafnvel
því að sameina ofangreind fyrirtæki.
„Þá gæti komið til álita að slíkt inn-
viðafyrirtæki sæi um rekstur tiltek-
inna fjarskiptainnviða fyrir stærri
stofnanir. Þau rök sem helst koma
fram eru óheppilegt eignarhald Sím-
ans á Mílu og að ef rétt yrði að mál-
um staðið gæti slíkt fyrirtæki fjár-
magnað uppbyggingu á ljósleiðara á
landsvísu, hugað sérstaklega að
uppitíma afskekktra fjarskiptastaða
ásamt auknum varaaflskröfum og al-
mennt auknum öryggiskröfum sem
sameinað innviðafyrirtæki gæti
staðið straum af frekar en hvert
fyrirtæki fyrir sig,“ segir þar m.a.
um þessar hugmyndir en hópurinn
hefur hug á að kosti og galla við
þessa hugmynd áfram þó mikið vatn
eigi eftir að renna til sjávar áður en
hún verði að veruleika.
Markaðsforsendur eða
samfélagsleg sjónarmið
Í ítarlegri greinargerð PFS
segir að erindi hópsins beri það með
sér að hugmyndin sé á frumstigi og
ekki séu skilgreind skýr markmið
með stofnun miðlægs innviðafyr-
irtækis. Lesa megi út úr erindinu að
gert sé ráð fyrir breiðari eignaraðild
m.a. með innlendum og eða erlend-
um fjárfestum en óljóst sé með beina
aðkomu hins opinbera. Ekki séu
skilgreind skýr markmið með stofn-
un miðlægs innviðafyrirtækis. Ráða
megi af þessu að samfélagleg sjón-
armið séu viðmælendum átakshóps-
ins ofarlega í huga.
„Ef fyrirtækið á að starfa á
markaðsforsendum, hvernig á þá að
stuðla að því að það horfi til sam-
félagslegra sjónarmiða í uppbygg-
ingu og rekstri fjarskiptainnviða?
Hvernig á að fjármagna verkefni
sem ekki verður ráðist í á markaðs-
forsendum? Ef fyrirtækið er rekið á
samfélagslegum grunni, hvernig á þá
að tryggja rekstur þess í ljósi þess að
fjarskiptaregluverkið leyfir ekki
einkaleyfi? Ekki er ósennilegt að
undir slíkum kringumstæðum kæmu
fram fyrirtæki sem mundu „fleyta
rjómann“ og skilja óhagkvæmustu
verkefnin eftir fyrir miðlæga inn-
viðafyrirtækið. Þetta gæti síðan leitt
til þess að verð þjónustu miðlægs
innviðafyrirtækis mundi til lengri
tíma litið verða ósamkeppnishæf á
þeim svæðum þar sem samkeppni
ríkti,“ segir m.a. í greinargerð PFS.
Fram kemur að ákveðins mis-
skilnings virðist gæta varðandi vissa
þætti, t.d. um það að einungis sé um
það að ræða að hvatt sé til sam-
keppni í erlendu regluverki í fjar-
skiptainnviðum. Hið rétta sé að hvatt
er til samkeppni í fjarskiptainn-
viðum bæði í innlendu sem og er-
lendu (ESB) regluverki. Á grund-
velli EES samningsins sé skylt að
innleiða farskiptaregluverk ESB
hérlendis. Samkeppni, þ.m.t. í inn-
viðum, sé grundvallaratriði í því
regluverki.
Ræða sameiningu 4
eða 5 lykilfyrirtækja
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjarskiptamöstur Miklar umræður fara fram um hvernig standa eigi að uppbyggingu innviða fjarskipta.
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ríkisstjórninkynnti fyr-ir helgi
áform um innviða-
framkvæmdir, sem
felast einkum í að bæta dreifi-
kerfi raforku hraðar en ætlað
hafði verið, að leyfisveitingar
vegna framkvæmda sem því
tengjast verði einfaldaðar, að
varaafl fyrir raforku og fjar-
skipti verði eflt og að upp-
byggingu ofanflóðavarna verði
lokið eftir áratug. Þessi áform
ríkisstjórnarinnar eru jákvætt
skref, meðal annars að til
standi að flýta framkvæmdum
næsta áratuginn fyrir 27 millj-
arða króna, „bæði hvað varðar
framkvæmdir í flutnings- og
dreifikerfi raforku og í ofan-
flóðavörnum,“ eins og segir á
vef stjórnarráðsins.
Ekki verður þó framhjá því
litið að ríkið hefur á liðnum ár-
um sölsað undir sig fé úr ofan-
flóðasjóði og er þar um veru-
legar fjárhæðir að ræða og
slagar hátt í þá fjárhæð sem nú
á að flýta framkvæmdum fyrir
næsta áratuginn. Horft á mál-
in í því samhengi, sem er óhjá-
kvæmilegt, eru fjárhæðirnar
sem ætlaðar eru í að flýta
framkvæmdum næsta áratug-
inn ekki umtalsverðar.
Þrátt fyrir þetta skiptir
miklu að búið sé að taka út
stöðuna eftir ofsaveðrið í des-
ember og leggja mat á hvernig
raða þurfi verkefnum til að
auka öryggi landsmanna sem
hraðast og bæta raforkukerfið
sem mest. Ástand eins og það
sem kom upp í desember, og
aftur þó í minna mæli væri á
þessu ári, má ekki endurtaka
sig. Þó að slík ofsaveður séu
fátíð eru þau ekki
óþekkt og í landi
eins og Íslandi
verða innviðirnir
að geta staðið af
sér slæmt veður.
Eitt af því sem upp kom í
umræðunni eftir ofsaveðrið í
desember var hve stirt leyfis-
veitingakerfið er hér á landi
vegna framkvæmda í flutn-
ingskerfi raforku. Nú er ætl-
unin að einfalda þetta kerfi og
gera skilvirkara og vonandi
gengur sú endurskoðun reglu-
verksins hratt og vel fyrir sig.
Þetta er afar þýðingarmikið og
á ekki aðeins við um leyfisveit-
ingar vegna framkvæmda af
þessu tagi, heldur hvers kyns
framkvæmda. Það er því miður
orðið allt of erfitt að ráðast í
framkvæmdir hér á landi,
hvort sem það er í þéttbýli eða
dreifbýli. Þetta þyrftu stjórn-
völd að taka til heildarend-
urskoðunar til að auðvelda
fólki og fyrirtækjum að at-
hafna sig hér á landi.
Það skiptir miklu að skapa
atvinnulífinu almennt þær að-
stæður að framkvæmdagleði
sé ekki drepin í dróma og þetta
getur ríkið gert með því að ein-
falda allar leyfisveitingar,
draga úr óþörfum afskiptum
og skriffinnsku og lækka
skatta. Í umræðunni um inn-
viði má ekki gleyma innviðum
atvinnulífsins. Nú þegar herð-
ir að í efnahagsmálum er mik-
ilvægast að þessir innviðir at-
vinnulífsins séu með þeim
hætti að kraftur þess verði
leystur úr læðingi svo að þjóð-
arbúið geti siglt sem fyrst upp
úr þeim öldudal sem það er í
um þessar mundir.
Ekki má gleyma inn-
viðum atvinnulífsins}Innviðauppbygging
Bandaríkjamennog talíbanar
undirrituðu á laug-
ardag friðarsamn-
ing sem ætlunin er
að verði til þess að
bandarískir her-
menn verði að fullu
farnir frá Afganistan eftir fjór-
tán mánuði. Ýmislegt þarf þó að
ganga upp áður, ekki síst að ta-
líbanar nái einnig sáttum við
stjórnvöld í Afganistan, sem
kann að reynast þrautin þyngri,
og að þeir standi við það að
rjúfa öll tengsl við hryðju-
verkasamtök og hætta skærum
og drápum í landinu.
Ekki er útilokað að friðar-
samningurinn haldi, en þá
hljóta ýmsir að velta því fyrir
sér hver áhrif talíbana verða í
landinu til frambúðar. Þó að
þeir láti af formlegum eða jafn-
vel óformlegum tengslum við
þekkt hryðjuverkasamtök eru
þeir sjálfir mesta
ógnin við mann-
réttindi í Afganist-
an og frelsi al-
mennings, einkum
þó kvenna. Það
hljóta að vera veru-
leg vonbrigði, fyrir
almenning í Afganistan, fyrir
Bandaríkjamenn og fyrir
stærstan hluta heimsbyggð-
arinnar, að ekki hafi tekist að
uppræta talíbana. Til marks um
að samtökin standa enn er að
hrópað var „alluah ahkbar“
þegar friðarsamningarnir
höfðu verið undirritaðir og ljóst
að talíbanar vilja líta á þá sem
mikinn sigur.
Utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna varaði þá við að fagna
um of og hvatti þá til að halda
sig við samninginn. Ef til vill
gera þeir það en afar ólíklegt er
að þeir verði til friðs að fjórtán
mánuðum liðnum.
Ekki er líklegt að
talíbanar verði til
fyrirmyndar nú eftir
kúgun og ofbeldi
síðustu áratuga}
Óvissa eftir friðarsamning
Á
Íslandi eru enn stjórnmálamenn
sem hafa þá undarlegu sýn á
framtíð Íslands að best sé að
bjúrókrötum í Brussel verði falið
ákvörðunarvald í sem flestum
málefnum landsins. Þessir sömu stjórn-
málamenn vilja helst að lög og reglur Evrópu-
sambandsins (ESB) renni ljúflega í gegnum
stjórnkerfið og Alþingi stimpli þegjandi og
hljóðalaust það sem þangað ratar. Þessi sýn
þessara stjórnmálamanna virðist ekkert breyt-
ast þótt augljóst sé að Ísland hefur ekkert í
ESB að sækja frekar en bretar sem við illan
leik hefur loks tekist að segja sig frá valda-
leysinu í Brussel.
Þeir eru líka til á Íslandi sem neita að horfast
í augu við það að í ár eru 5 ár síðan slitið var
viðræðum við ESB um aðild landsins að banda-
laginu. Það var gert með bréfi þar sem þetta var tilkynnt
alveg eins og þegar sótt var um með bréfi. Flestir þessara
aðila sem berja hausnum við steininn eru fyrst og fremst
ósáttir við að ekki var slitið eins og þeir vildu að það yrði
gert. Á það skal minnt að boðið var upp á það 2015 en þá
treystu félagar þeirra sér ekki til þess. En þessu er lokið.
Í dag byrjar þingmannaráðstefna um sameiginlega ut-
anríkis- og öryggisstefnu Evrópusambandsins. Ráð-
stefnan fer að þessu sinni fram í Zagreb í Króatíu þar sem
króatar eru í forystuhlutverki í ESB. Þátttakendur í ráð-
stefnunni koma frá ríkjum Evrópusambandsins, umsókn-
arríkjum og samstarfsríkum ESB og sækja fulltrúar Ís-
lands ráðstefnuna sem samstarfsríki ESB.
Fyrir þá sem annaðhvort halda í vonina um
að afhenda brusselskum bjúrókrötum lyklana
að Íslandi eða þá sem neita sannleikanum er
rétt að benda á þátttökulistann fyrir ráðstefn-
una í Zagreb.
Þátttakendur eru flokkaðir í nokkra flokka
og eru aðildarríkin saman í flokki (Member
states). Síðan eru það áheyrnarríki (Obser-
vers) en þar eru Ísland, Noregur og Bretland
saman. Þá koma umsóknarríki (Application co-
untries) en þau eru Albanía, Norður Make-
dónía og Tyrkir en Tyrkir hafa haft stöðu um-
sóknarríkis síðan 1999 en viðræður hófust
2005.
Ísland er sem sagt í hópi með Noregi og
Bretlandi og undarlegt ef einhver heldur því
fram að Noregur hvað þá Bretland sé í um-
sóknarferli. Einhver ætti þá að láta Boris vin
okkar vita. Nýlega sást á dagskrá Alþingis þingmál er
varðaði meinta stöðu Íslands sem umsóknarríkis. Ann-
aðhvort var málið lagt fram af misskilningi, þekking-
arleysi eða til þess eins að reyna að ná athygli. Ég kýs að
veðja á misskilning því hitt væri afar óviðeigandi.
Það sem mestu skiptir er að staða Íslands er alveg skýr.
Við erum í hópi með Bretlandi og Noregi en hvorugt ríkið
er umsóknarríki eða á einhvers konar viðræðum um inn-
göngu í Evrópusambandið. Ísland er ekki á leið í Evrópu-
sambandið, horfist í augu við það. gunnarbragi@althingi.is
Gunnar Bragi
Sveinsson
Pistill
Ísland og Bretland ekki umsóknarríki
Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis
og varaformaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen