Morgunblaðið - 02.03.2020, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2020
Aðeins átta mánuðir eru þar til
næsti ársfundur loftslagssamn-
ings Sameinuðu þjóðanna,
COP-26, hefst í Glasgow í Skot-
landi þann 9. nóvember. Eftir
vonbrigði með COP-25 í Madrid
þar sem ekki tókst að ná saman
um lokasamþykkt á nú að gera
úrslitatilraun til að fylkja ríkjum
heims um ákvæði Parísarsam-
komulagsins frá 2015 til að ná
tökum á loftslagsógninni sem við
blasir að óbreyttu. Eins og fund-
arstaðurinn ber með sér eru það bresk stjórn-
völd sem bera ábyrgð á undirbúningi og fram-
kvæmd fundarins. Nú nýlega var Alok Sharma
tilnefndur í þetta vandasama verkefni. Hann
er 53ja ára, sonur indverskra innflytjenda,
þingmaður frá árinu 2010 og fyrrverandi ráð-
herra á þróunarsviði. Áður en hann tók við
starfinu höfðu þekkt nöfn eins og David Came-
ron og William Hague beðist undan ósk núver-
andi forsætisráðherra um að axla þessa
ábyrgð. Verkefnið er að fá sem flestar þjóðir
heims til að setja sér róttæk markmið um sam-
drátt í losun gróðurhúslofttegunda á næstu 10
árum til að stöðva hlýnun andrúmsloftsins við
1,5 til 2°C. Sérstaklega beinast sjónir að ríkj-
um sem hingað til hafa hafnað þátttöku eins og
Bandaríkjunum, Brasilíu, Ástralíu og Sádi-
Arabíu. Svo vill til að úrslit í forsetakosning-
unum vestra 3. nóvember nk. munu liggja fyrir
við upphaf ráðstefnunnar í Glasgow.
Fjöldi loftslagstengdra viðburða
Á vegum Sameinuðu þjóðanna eru fram-
undan ráðstefnur og viðburðir um ýmsa þætti
loftslagsmálanna. Í maí nk. verður ráðstefna
um sjálfbæra flutninga og ferðamáta, en sá
þáttur er nú sagður losa mest af gróðurhúsa-
lofti á heimsvísu. Í júní verður ráðstefna um
úthöfin og sjávarauðlindir, áhrif loftslags-
breytinga á þau svo og mengun, ekki síst af
plasti. Í haust verður síðan haldinn 15. fundur
alþjóðasamningsins um líffræðilega fjöl-
breytni, en hlýnun jarðar er sívaxandi ógn við
náttúruleg vistkerfi, plöntu- og dýralíf. Gíf-
urlegur engisprettufaraldur í Pakistan og
austanverðri Afríku er m.a. rakinn til lofts-
lagsbreytinga, svo ekki sé talað um ógnina af
sívaxandi skógareldum víða um
heim. Guterres, aðalritari SÞ,
vekur athygli á að þau 70 ríki sem
lýst hafa því yfir að þau stefni að
CO2-hlutleysi um miðja öldina
séu völd að innan við fjórðungi
losunar á heimsvísu, á meðan
meirihluti ríkja heims byggi enn
áætlanir sínar í orkumálum á kol-
um og olíu, sumpart með niður-
greiðslum. Þess utan er skortur á
ferskvatni eitt stærsta umhverf-
isvandamálið í sunnan- og aust-
anverðri Asíu sem stafar m.a. af
hlýnun og bráðnun jökla í Hi-
malajafjöllum.
Uppfæra ber markmið hvers lands
Í samþykktum Parísarfundarins 2015 var
hverju ríki gert að setja hið fyrsta fram mark-
mið um niðurskurð CO2-losunar til 2030 og
endurskoða þau skuldbindandi til lækkunar
fimmta hvert ár. Að þessum tímamörkum var
komið 9. febrúar sl., en aðeins 3 ríki stóðu við
þau, þ.e. Noregur, Súrínam og Marshalleyjar.
Von er hins vegar á viðbrögðum annarra landa
á næstunni, þar á meðal Íslands, sem á fyrra
stigi gerði ráð fyrir a.m.k. 29% niðurskurði í
losun árið 2030 reiknað frá árinu 2005. Útspil
Norðmanna þykir tíðindum sæta því að í stað
40% lögfests niðurskurðar setti norska ríkis-
stjórnin nú mörkin um minni losun árið 2030
við allt að 55% lækkun miðað við árið 1990.
Meðal þess sem á að auðvelda að þessu marki
verði náð er minni kjötneysla í Noregi. Allt að
55% lækkun eru raunar sömu mörk og Ursula
von der Leyen, formaður framkvæmda-
stjórnar ESB, vill að bandalagið setji sér, en
allsendis er óvíst að sú verði niðurstaðan þar á
bæ. Líklega hefur það ýtt undir norsku stjórn-
ina að sjá metnaðarfull markmið danskra
stjórnvalda sem einsettu sér sl. vor samkvæmt
stjórnarsáttmála nýrrar vinstristjórnar að ná
fram allt að 70% minni losun árið 2030.
Ræður kapítalisminn við áskorunina?
Hörð andstaða Trumps Bandaríkjaforseta
sem og forseta Brasilíu og fleiri hægrimanna
gegn markmiðum Parísarsáttmálans geta sett
alvarlegt strik í viðleitnina gegn loftslagshásk-
anum. Á það mun reyna síðar á árinu. Hins
vegar er slík varðstaða um skammsýn gróða-
sjónarmið á kostnað umhverfis ekki alls staðar
að finna til hægri, eins og Noregur undir for-
ystu Ernu Solberg, formanns Hægriflokksins,
er skýrt dæmi um. Sama má segja um viðleitni
Ursula van der Leyen sem fyrir skemmstu var
ráðherra í flokki Merkel kanslara. Einnig Pet-
er Altmeier, efnahagsmálaráðherra Þýska-
lands, sem lét nýlega undan kröfu Græningja
og fleiri um að endurskoða losunarmörk CO2
þarlendis. Altmeier veðjar nú á „blátt“ vetni til
að knýja stáliðjuver og flutningatæki í stað
kola, en tæknin er umdeild. Einnig hér á landi
virðist Sjálfstæðisflokkurinn átta sig á hvað í
húfi er í loftslagsmálum, á meðan Miðflokk-
urinn leggst á andstæða sveif. Hins vegar á
eftir að koma í ljós á heimsvísu hvert pólitískir
straumar stefna, ef sterk markaðsöfl bregðast
öndverð við skertum hagnaði og vísitölur
kauphallanna taka að falla. Launamenn og
millistéttir víða um heim mega einnig búast við
efnalegri ágjöf, enda núverandi ósjálfbært
neyslumynstur dauðadæmt. Aðvörunarorð
þetta varðandi koma úr mörgum áttum, þó
einkum úr röðum græningja, vinstrimanna og
frá ungu fólki.
Í ávarpi sínu á Evrópuþinginu í Strassburg í
apríl í fyrra sagði Greta Thunberg m.a.: „Ég
bið ykkur um að vakna og opna á nauðsynlegar
breytingar. Að gera það besta er hins vegar
ekki lengur nógu gott. Við öll verðum að gera
það sem virðist ómögulegt.“
Eftir Hjörleif Guttormsson
» Sérstaklega beinast sjónir
að ríkjum sem hingað til
hafa hafnað þátttöku eins og
Bandaríkjunum, Brasilíu,
Ástralíu og Sádi-Arabíu.
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Loftslagsmálin í aðdraganda COP-26 í Glasgow
AFP
Alok Sharma, viðskiptaráðherra Bretlands, ávarpar gesti í Guildhall í London 27. febrúar sl.,
þar sem kynnt var dagskrá loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem haldin verður í
Glasgow í nóvember næstkomandi og leidd af Bretum.
Þegar best lætur vinnur utan-
ríkisþjónustan sem einn maður
að því að standa vörð um hags-
muni lands og þjóðar á alþjóða-
vettvangi. Stjórnendur í utanrík-
isþjónustunni eru að stórum
hluta úr hópi sendiherra. Þeir
gegna ýmist stjórnunarstöðum í
utanríkisráðuneytinu eða veita
sendiskrifstofum forstöðu. Al-
gengast er að þeir sem gegna
þessum embættum hafi helgað
feril sinn störfum í utanríkis-
þjónustunni og öðlast framgang í starfi uns
þeir hafa orðið sendiherrar. Þó hefur einnig
tíðkast í nokkrum mæli að skipa sendiherra
sem ekki koma úr röðum starfsmanna utan-
ríkisþjónustunnar. Hafa þeir í störfum sínum
á öðrum vettvangi, svo sem stjórnmálum og
viðskiptum, byggt upp þekkingu og tengsl á
sviði alþjóðamála sem gagnast í hagsmuna-
gæslu fyrir Ísland.
Núverandi fyrirkomulag ekki gallalaust
Þetta fyrirkomulag hefur að mörgu leyti
gefist vel en það er ekki gallalaust. Samkvæmt
núgildandi lögum hefur ráðherra að mestu
leyti frjálsar hendur við skipan sendiherra.
Engar sérstakar hæfniskröfur eru gerðar til
sendiherra umfram það sem almennt tíðkast
og embætti þeirra eru undanþegin auglýs-
ingaskyldu áður en í þau er skipað. Þessi skip-
an mála hefur sætt gagnrýni. Auk þess hefur
sendiherrum fjölgað jafnt og þétt hin síðustu
ár og er nú svo komið að fjöldi þeirra sam-
ræmist illa umfangi og verkefnum utanrík-
isþjónustunnar. Þetta hefur einnig leitt til
þess að framgangur yngri starfsmanna hefur
reynst hægari en ella enda er þröngt á fleti
fyrir þegar fjórðungur starfsmanna utanrík-
isþjónustunnar gegnir stjórnendastöðu.
Breytingar nauðsynlegar
Ég hef sem utanríkisráðherra ekki skipað
neinn nýjan sendiherra eftir að ég tók við
embætti en þegar ég tók við hinn
11. janúar 2017 voru þeir 40 tals-
ins og hefur síðan fækkað um
fjóra. Það er einsdæmi í síðari
tíma sögu utanríkisþjónustunnar
að meira en þrjú ár líði án þess
að nýr sendiherra sé skipaður.
Raunar þarf að leita aftur til ár-
anna 1961-1964 til að finna jafn
langt tímabil án þess að nýr
sendiherra sé skipaður. Hefði ég
haldið áfram á sömu braut og
flestir forvera minna þá væri
heildarfjöldi sendiherra nú kom-
inn vel á fimmta tuginn. Í mínum
huga er ljóst að óbreytt fyr-
irkomulag stenst ekki lengur. Ég hef því
ákveðið að leggja til breytingar á lögum um
utanríkisþjónustuna sem miða að því að koma
á fastari skipan við val á sendiherrum til
framtíðar án þess að fórna jákvæðum eig-
inleikum núgildandi fyrirkomulags. Eru
breytingarnar í grófum dráttum fjórþættar.
Þak á fjölda sendiherra
Í fyrsta lagi er lagt til í frumvarpinu að sett
verði þak á fjölda sendiherra á hverjum tíma.
Verði frumvarpið að lögum tekur fjöldi sendi-
herra framvegis mið af fjölda sendiskrifstofa
sem utanríkisþjónustan starfrækir. Hér er
um grundvallarbreytingu að ræða, enda eru í
dag engin takmörk í lögum fyrir fjölda sendi-
herra. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þeir
verði hverju sinni ekki fleiri en fjöldi send-
iskrifstofa að fimmtungi viðbættum. Í dag
starfrækir utanríkisráðuneytið alls 25 sendi-
skrifstofur. Nái þessi breyting fram að ganga
verður hámarksfjöldi sendiherra 30 en þeir
eru í dag 36 talsins. Þetta þýðir að enginn
sendiherra verður skipaður fyrr en þeim hef-
ur fækkað niður fyrir þrjátíu miðað við
óbreyttan fjölda sendiskrifstofa.
Auglýsingaskylda og hæfniskröfur
Í öðru lagi mælir frumvarpið fyrir um
skyldu til að auglýsa laus embætti sendiherra
og umsækjendum um þau gert að uppfylla
lögákveðin hæfisskilyrði. Hér er einnig um
grundvallarbreytingu að ræða, enda eru emb-
ætti sendiherra nú undanþegin auglýsinga-
skyldu. Þessi breyting þýðir að almennt muni
enginn taka við embætti sendiherra nema að
undangenginni auglýsingu og hæfnismati.
Gerir frumvarpið ráð fyrir að umsækjendur
verði að hafa háskólapróf og reynslu af al-
þjóða- og utanríkismálum. Með þessu verður
sköpuð umgjörð utan um embætti sendiherra
sem ætla má að komi einkum úr röðum hæf-
ustu starfsmanna utanríkisþjónustunnar, þar
sem reynsla, þekking og færni verður kjarn-
inn í stjórnendahópnum. Slíkt er nauðsynlegt
til að tryggja stöðugleika og festu í starfsemi
utanríkisþjónustunnar og búa hana undir að
takast á við áskoranir til framtíðar.
Sterk umgjörð um sérstakar skipanir
Í þriðja lagi er lagt til að ráðherra verði
heimilt að skipa einstakling tímabundið til allt
að fimm ára í embætti sendiherra til að veita
sendiskrifstofu forstöðu eða að gegna hlut-
verki sérstaks erindreka án þess að starfið
yrði auglýst. Skipun þeirra sem koma að
starfi sínu með þessum hætti verður þó hvorki
heimilt að framlengja eða senda annað og
fjöldi þeirra má ekki nema meira en fimmt-
ungi af heildarfjölda skipaðra sendiherra. Að
þessu marki yrði ráðherra áfram heimilt að
leita út fyrir raðir fastra starfsmanna utanrík-
isþjónustunnar eftir sendiherrum sem hafa
aflað sér sérþekkingar, reynslu og tengsla á
öðrum vettvangi, svo sem í stjórnmálum eða í
atvinnulífinu, til að annast afmörkuð verkefni
í þágu hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi.
Með þessu móti verður þeirri heimild, sem nú
er ótakmörkuð, settar málefnalegar skorður.
Aukinn sveigjanleiki og
tækifæri fyrir yngra fólk
Í fjórða lagi er gert ráð fyrir þeirri breyt-
ingu með frumvarpinu að ráðherra geti tíma-
bundið sett lægra setta starfsmenn, sendifull-
trúa, í embætti sendiherra. Þennan hóp fylla
að jafnaði þeir sem eiga að baki langan og far-
sælan feril í þjónustunni og hafa unnið sig upp
innan hennar án þess að vera orðnir sendi-
herrar. Þessi breyting þjónar fyrst og fremst
þeim tilgangi að nýta betur starfskrafta
sendifulltrúa og veita einkum hæfileikaríku
yngra fólki í utanríkisþjónustunni aukin tæki-
færi á framgangi í starfi. Það ástand sem að
framan er lýst, þar sem sendiherrar hafa ver-
ið mun fleiri en verkefni utanríkisþjónust-
unnar krefjast, hefur gert það að verkum að
stór hópur sendifulltrúa hefur haft litla mögu-
leika á framgangi í starfi. Með þessu móti
gefst kostur á að nýta krafta þessa hóps án
þess að til eiginlegrar skipunar sendiherra
kæmi. Vegna þess hvernig þessi hópur er
saman settur eykur þessi breyting jafnframt
á möguleika kvenna til að fá framgang með
þessum hætti og þar með til að ná fram auknu
jafnrétti kynjanna í röðum þjónustunnar.
Mikilvægar grundvallarbreytingar
Íslendingar verða að geta treyst því að ut-
anríkisþjónustan sé á hverjum tíma sem best í
stakk búin til að gæta hagsmuna lands og
þjóðar á alþjóðavettvangi og í samskiptum við
önnur ríki. Á síðustu árum hafa verið gerðar
margvíslegar breytingar á áherslum og skipu-
lagi utanríkisþjónustunnar til að nýta fjár-
muni og starfskrafta eins og best verður á
kosið. Breytingar á skipan sendiherra eru
þáttur í þessu ferli. Um er að ræða grundvall-
arbreytingar sem bæta úr ágöllum á núver-
andi fyrirkomulagi. Þessar breytingar
tryggja nauðsynlegt jafnvægi milli festu og
sveigjanleika innan utanríkisþjónustunnar
þar sem þekking og reynsla af alþjóðamálum
myndar kjarnann án þess að við missum af
tækifæri til að nýta jafnframt hæfileika og
reynslu einstaklinga frá öðrum sviðum þjóð-
félagsins.
Eftir Guðlaug Þór
Þórðarson » Þessar breytingar tryggja
nauðsynlegt jafnvægi milli
festu og sveigjanleika innan
utanríkisþjónustunnar.
Guðlaugur þór
Þórðarson
Nýjar reglur um skipan sendiherra
Höfundur er utanríkis- og
þróunarsamvinnuráðherra.