Morgunblaðið - 02.03.2020, Page 18

Morgunblaðið - 02.03.2020, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2020 ✝ Anna Guðrúnfæddist á Eskifirði 25. júlí 1924. Hún lést á Grund við Hring- braut 18. febrúar 2020. Hún var dóttir hjónanna Árna Jónssonar, kaup- manns í Laufási, f. 1886, d. 1966, og Guðrúnar Ein- arsdóttur, f. 1887, d. 1971. Systkini hennar voru Jón Þór- ir, f. 1917, d. 1997, Malmfreð Jónas, f. 1921, d. 1994, og Val- borg Oddný, f. 1926, d. 2014. Tvö systkinanna létust ung en þau voru Valgerður Þórsteina, f. 1922, d. 1926, og Einar Odd- geir, f. 1922, d. 1923. Anna fór að heiman á unglingsárum til Vestmannaeyja til að vinna á vertíð. Eftir það lá leiðin til Akureyrar í húsmæðraskólann þar í bæ. Eftir það vann hún við verslunarstörf, m.a. í Guðríði Pétursdóttur, sem eru Gunnar Pétur, f. 1969, og Anna Sigríður, f. 1980. Barnabörn Árna eru 4. Börn Ingibjargar eru Örvar, f. 1975, og Hildur, f. 1981, Ru- dólfsbörn og 3 barnabörn. 2) Kristinn, f. 1951, d. 2017. Hann á 4 syni, Sigurð Inga, f. 1978, með Elísabetu Sæ- mundsdóttur, dóttir Elísabet- ar er Guðrún Arna, Benedikt, f. 1987, Kristin, f. 1989, og Bjarna Jens, f. 1991, með Hildi Agnarsdóttur. Barna- börn Kristins eru þrjú. 3) Anton, f. 1955, giftur Hjördísi Vilhjálmsdóttur, f. 1965. Hann á 4 börn, Halldór, f. 1973, með Helgu Sóleyju Halldórsdóttur, og Guðnýju Hrönn, f. 1988, Selmu, f. 1992, og Önnu, f. 1997, með Gígju Karlsdóttur, sonur Gígju er Marinó Guðmunds- son, f. 1982. Barnabörn Ant- ons eru 5 og eitt langafabarn. Börn Hjördísar eru Fannar og Viktor Eyjólfssynir, f. 1986, og 4 barnabörn. Einnig lætur Anna Guðrún eftir sig stjúpbarna- barnabörn. Einnig dvaldi á Akureyri hjá Önnu Guðrúnu og Sigurði, Timothy Gerbracht, f. 1950, frá Indiana í Bandaríkjunum og var alltaf kært með honum og hans íslensku foreldrum og fjölskyldu og er hann nú hér á landi að kveðja Önnu ásamt eiginkonu sinni Ellen. 1974 fluttu þau á Seltjarn- arnes en þá voru allir synirnir búsettir á höfuðborgarsvæðinu og Sigurður flutti sig á BSR og ók þar í 14 ár eða þar til hann lést 1988 tæplega 62 ára. Anna vann ýmis störf eftir flutninginn suður en síðustu 20 ár á Hrafnistu í matsal eða til 70 ára er hún fór á eft- irlaun. Þau hjón fóru að ferðast eftir að þau komu suður, mest til sólarlanda, en Sigurður lést í einni slíkri ferð. Anna hélt áfram að fara og njóta þessara ferðalaga , m.a. með systur sinni og vinkonum. Anna kynntist Árna Stefánssyni lög- manni 1990 og ferðaðist hún mikið með honum, bæði innan- lands og utan. Hann lést 2016. Anna var heima og sá um sig sjálf við góða heilsu til 92 ára aldurs er hún fór á Grund. Útför hennar fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 2. mars 2020, klukkan 11. Brauns-verslun. Anna giftist Sig- urði Sigur- steinssyni, f. á Ak- ureyri 15. sept. 1926, d. 31. ágúst 1988, þann 3. nóv. 1946 en hann var Akureyringur og starfaði sem bif- reiðarstjóri alla sína starfstíð á Akureyri og síðar Reykjavík. Foreldrar hans voru Sigursteinn Gunn- laugsson, sjómaður og kyndari frá Akureyri, og Kristín Jó- hannesdóttir frá Nolli í Höfða- hverfi. Bjuggu þau á Norður- götu 6b. Systkini hans voru Vernharð, f. 1929, d. 2012, og Auðbjörg María, f. 1931, d. 2016. Anna og Sigurður eignuðust þrjá syni: 1) Árni Gunnar, f. 1949, giftur Ingibjörgu H. Elí- asdóttur, f. 1954. Hann á 2 börn með fyrri konu sinni, Nú er mamma búin að kveðja eftir rúmlega 64 ára samfylgd, orðin rúmlega 95 og 1/2 árs göm- ul. Það er langur tími og margs að minnast og þakka fyrir. Hún stóð alltaf með mér og studdi, sama á hverju bjátaði í lífinu og tók ávallt öllu með miklu jafn- aðargeði og æðruleysi. Ég er yngstur af þremur bræðrum og alla tíð var ég „lillinn hennar mömmu“. Hún hugsaði mjög vel um heimilið og hélt vel utan um alla fjölskylduna og tók Tim fóst- urbróður mínum frá Indiana sem fjórða syni sínum. Hún sýndi mér og lífi mínu ávallt mikinn áhuga og fylgdist vel með öllu. Hún var nú ekkert sérlega hrifin af því að ég væri að þeytast upp um fjöll og firnindi á torfærumó- torhjóli, hvorki þegar ég var unglingur né nú kominn á sjö- tugsaldurinn. Ég minnist þess eitt skipti þegar ég slasaðist í einni ferðinni, þá sagði hún í stað þess að þusa „það er nú eins gott að þú hafir nú haft gaman af þessu“. Það var henni huggun að ég hefði skemmt mér vel og að þetta var og er með því skemmti- legasta í lífinu. Hún tók eftir öllu, vissi allt og mundi allt. Minni hennar var sérlega gott og traust fram á síðustu stundir. Það var alltaf gaman og gott að ræða við hana um alls konar mál. Hún var hafsjór af fróðleik og ekki síst vissi hún allt um alla í fjölskyld- unni, vinahópnum og ættinni allri. Það þýddi oft lítið að ætla að færa henni fréttir, hún var nær alltaf fyrri til, jafnvel þó að hún hefði aðeins Rás 1 til að fylgjast með málefnum líðandi stundar og dánarfregnum síð- ustu árin á Grund. Heimurinn væri betri ef fleiri hefðu eins áberandi gott skap eins og mamma mín hafði og væru eins góðir við alla eins og hún var. Ég mun sakna þín, elsku mamma mín, og minnast þín af hlýhug og með ómældri virðingu og þakklæti fyrir allt sem þú hef- ur gert fyrir mig og fjölskyldu mína og kennt okkur. Þinn son- ur, Anton. Í dag kveð ég með þakklæti fyrir góð kynni síðustu rúm 7 ár, elsku tengdamömmu mína. Anna var einstök kona, með lág- stemmda rödd en um leið ákveðna. Skapbetri manneskju hef ég aldrei vitað um, né kynnst. Hún var mjög hlý og góð kona sem tók mér mjög vel frá allra fyrstu kynnum í nóvember 2012 og það var mjög auðvelt að tala við hana frá fyrstu tíð, aldrei neitt þvingað eða óþægilegt. Hún sýndi börnum mínum, barna- börnum og fjölskyldu áhuga frá upphafi og sem dæmi prjónaði hún peysu í fæðingargjöf fyrir barnabarn mitt, hana Ísabellu Nótt, sem fæddist rúmum mán- uði eftir að sonur hennar og ég tókum saman. Það þótti mér ótrúlega mikið vænt um. Og svo gaf hún mér náttbuxur sem hún saumaði á mig í jólagjöf sama ár. Það þótti mér yndislegt af henni. Hún tók eftir öllu í kringum sig, ef ég eða Anton minn vorum í einhverri nýrri flík eða jafnvel ef ég var með hálsmen sem hún hafði ekki séð áður, þá tók hún strax eftir því og alveg fram und- ir það síðasta talaði hún um og hrósaði óspart, enda hafði hún gaman af að klæðast fallega og var sjálf ávallt vel tilhöfð og klæddi sig upp alla daga og lét laga á sér hárið vikulega öll árin á Grund og geri aðrir yngri bet- ur. Hún vakti áhuga minn á að annast um garða og blóm og framtíðin mun svara því hversu vel ég hef lært og ég mun gera mitt besta í að hugsa vel um leið- ið hennar og passa að hafa þar blóm sem voru henni svo mik- ilvæg og kær og ekki síst sum- arblómin litríku, stjúpurnar. Hún var ótrúlega dugleg og tók mjög virkan þátt í lífinu og var þó að nálgast nírætt þegar ég kynntist henni. Hún fór í mjaðmaskiptaaðgerð 92 ára gömul og var snögg að ná að geta gengið með göngugrind. Ég minnist þess með bros á vör eitt sinn í heimsókn á LSH, þegar hún var að æfa sig að ganga. Þá var þar sjúklingur talsvert mikið yngri en hún, sem einnig var að æfa sig að ganga eftir aðgerð. Eitthvað þótti henni hann fara hægt um og hún nennti ekki að drattast á eftir honum og sagði: „ég tek nú bara fram úr þessum“ og brunaði áfram með göngu- grindina! Dauðinn er mér mjög erfiður og það vissi hún en örlögin stýrðu því þannig að ég var hjá henni og horfði á hana taka sinn síðasta andardrátt og sá hennar sterka og fallega hjarta hætta að slá. Hjarta sem ég hélt að myndi slá að eilífu. Ég er sannfærð um að með því vildi hún kenna mér að dauðinn er eðlilegur hluti af lífinu hjá þeim sem hafa lifað vel og lengi og ekki eins erfiður og ég hélt, þó sár sé. Ég hef aldrei heimsótt nokkra manneskju eins oft og mikið og hana og það fylgdi því ávallt vellíðan. Það mun taka tíma að venjast því að heimsóknum okkar Antons míns til hennar er nú lokið og ég mun minnast hennar af djúpri virð- ingu með söknuði. Takk, elsku Anna mín, fyrir allar stundir okkar saman, öll símtölin frá þér meðan þú bjóst úti á Seltjarnarnesi og takk fyrir góðmennsku þína í minn garð og umhyggjusemi þína til mín og fjölskyldu minnar allrar. Takk fyrir langlífi þitt því annars hefði mér ekki auðnast sú gæfa að hafa kynnst þér. Hvíldu í friði milli eiginmanns þíns og sonar, sem þú syrgðir sárt. Bless, elsku krúttaði hnoðrinn minn. Þín Hjördís. Elskuleg tengdamóðir mín er látin og skilur eftir sig ljúfar minningar. Hún var minnug og fylgdist vel með sínu fólki og þjóðmálum. Með sonum sínum rifjaði hún oft upp gömul málefni og atburði. Þau nutu þess að tala saman, um allt og ekkert. Í síð- asta alvöru samtalinu okkar snemma í febrúar spurði hún um mitt fólk „er hún ekki altalandi?“ „er hann ekki orðinn stór?“ „búa þau þar?“ „er hún komin heim?“ Anna var létt í lundu, vinsæl og félagslynd. Þegar hún talaði í símann við vinkonur, systur, mágkonur og svilkonu var eins og þær væru að drekka úr sömu uppáhellingunni. Hún tók þátt í félagsstarfi aldraðra á Nesinu og reyndi að taka þátt í morgun- stundum og öðru félagsstarfi sem bauðst á Grund. Hún deildi áhuga sona sinna á gömlum am- erískum bílum og fór stundum á rúntinn með Fornbílaklúbbnum Krúsers meðan hún gat. Hún var fagurkeri og ekki ríkti nútíma mínimalismi á Vall- arbrautinni. Ég spurði hvort ekki væri erfitt að halda öllu þessu í röð og reglu? Hún hélt nú ekki, umhugsun um svo fallega hluti væri skemmtileg. Með Lísu vinkonu sinni endurskapaði hún fallegu og notalegu stofuna hennar í litlu herbergi á Grund. Hillusamstæðan með kristal og postulíni og myndir af ástvinum. Hún naut þess að horfa á hlutina og tók strax eftir ef uppröðun breyttist. Anna unni hannyrðum og var afar vandvirk. Hún saumaði sín eigin föt og breytti eftir þörfum. Hún var stolt af sínum verkum og mátti líka vera það. Í dag er flestur fatnaður með einföldum beinum línum en draktirnar og kjólarnir hennar voru aðskornir, með púffermum, hringlaga pils- um og fleiru. Í albúmum eru fjöl- margar myndir af dætrum okk- ar, alltaf í nýjum og nýjum kjólum. Eftir lát Sigga eignaðist hún vin, Árna Stefánsson, sem hún naut samvista við. En hún vildi búa ein á Vallarbrautinni. Sam- búð kom ekki til greina. Við Árni minn fylgdum þeim til Banda- ríkjanna. Stoppað var við Hvíta húsið og við komumst inn í þing- húsið, alla leið á þingpalla. Al- gjört ævintýri fyrir hana. Anna var sjálfstæð, íhaldssöm og föst fyrir. Að hún mótmælti ekki var ekki sama og samþykki. Hún tók ákvarðanir á sinn hljóð- láta hátt. En hún var líka skyn- söm. Þegar getan þvarr og hún var ekki lengur sjálfbjarga til að hugsa um sig og umhverfið með reisn ákvað hún að fara á hjúkr- unarheimili. Hún tók þessa ákvörðun af æðruleysi. Við vitum að það er ekki auðvelt að breyta lífsháttum sínum þó maður ákveði breytinguna sjálfur. Um- hverfislegar aðstæður á Grund eru á margan hátt erfiðar. En það er bætt upp með öðru og sendum við þeim bestu þakkir fyrir góða umönnun, góðan fjöl- breyttan mat, hjartahlýju og virkt félagsstarf. Síðustu misser- in voru erfið en þó var aldrei kvartað. „Stúlkurnar reyna að gera sitt besta.“ Kannski langaði hana að verða 100 ára. Lífsviljinn var sterkur en ótímabært fráfall Kristins og afleiðingar hnémeiðslanna tóku sinn toll. Nú sé ég hana fyrir mér dans- andi á tveimur jafnfljótum, smart klædda og snyrta með Sigga og Kristni. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ingibjörg H. Elíasdóttir. Elskuleg föðursystir mín, Anna frænka, eins og hún var al- laf kölluð, var næst-yngst systk- ina föður míns, vel komin á 96. aldursár er hún lést. Anna var frænka með stóru F-i enda hafði hún stórt, fallegt og vingjarnlegt hjarta. Er ég var barn austur á Eski- firði fannst mér það heillandi að eiga frænku norður á Akureyri sem vann þar í fínni búð, Amaro, sem þá var með stærri og fínni verslunum landsins. Sem barni fannst mér Akureyri stór bær sem gaman var að heimsækja og ég hlakkaði alltaf til að koma þangað í heimsókn til Önnu á fal- lega heimilið hennar í Goða- byggðinni. Synir hennar hafa alltaf tekið mér vel og fyrir norð- an sýndu þeir mér, litla frænd- anum, flottu bílana sína. Og það var líka alltaf tilhlökkun þegar Anna og fjölskylda hennar komu í heimsóknir austur á Eskifjörð á flotta Benzinum, sem í þá daga var ekki algeng sjón austur á fjörðum. Árið 1974 fluttu Anna og Siggi á Seltjarnarnesið, enda synir hennar tveir, þeir Árni Gunnar og Kristinn, löngu fluttir suður og Önnu fannst gott að vera nærri þeim. Var ég ætíð velkom- inn heim til hennar út á Nes og vel gert við mig í mat og öðrum góðum viðgerningi hjá Önnu. Það var alltaf gott og gaman að heimsækja Önnu frænku og spjalla við hana. Hún var full af fróðleik frá fyrri tíð af sinni löngu ævi og af mönnum og mál- efnum og sagði frá mörgum við- burðum sem hún upplifði á æsku- árunum á Eskifirði. Ein athyglisverðasta upplifun hennar sem barn var er hún sá flugvél í fyrsta sinn, þá 9 ára, þegar flug- kappinn Charles Lindbergh og kona hans lentu sjóflugvél sinni á Eskifirði 1933 og gistu þar. Hún sagði að þetta hefði verið mikill merkisviðburður sem lengi var talað um á Eskifirði. Þegar ég flutti úr foreldrahús- um á Eskifirði suður til Reykja- víkur til að stunda nám í Verzl- unarskólanum var svangi ungi námsmaðurinn ánægður þegar Anna bauð mér í heimsókn og hafði þá alltaf tekið til mat. Ég var ætíð velkominn út á Nes ef ég væri svangur, sagði hún. Og það var ekki í kot vísað hjá Önnu og ég fór aldrei svangur þaðan. Þarna reyndist hún mér eins og besta móðir, slík var gæska hennar. Anna naut þess allar götur að ferðast og fór hún ásamt Sigga eiginmanni sínum reglulega í ferðalög, oftast suður í sólina. Það var mikið áfall fyrir Önnu þegar Siggi þá rétt rúmlega sex- tugur féll skyndilega frá í einu af fríunum þeirra suður á Kýpur. Alveg undir það síðasta naut Anna þess að fá mig í heimsókn og hún spurði alltaf um hvernig gengi hjá mér og hvað væri að frétta af krökkunum mínum og hvernig þeim gengi. Hún hafði gaman af að fá fréttir af fólkinu mínu og hvort ég hefði einhverj- ar fréttir frá Eskifirði og minnið var ekki farið að svíkja hana því hún mundi vel eftir fólki fyrir austan og kunni deili á því alveg undir það síðasta. Við fjölskyldan minnumst öll Önnu sem frænku sem var glæsi- leg, gestrisin, hugulsöm, vinaleg, hlýleg og örlát frænka. Hvíl í friði, kæra Anna frænka. Þinn bróðursonur, Örn Jónasson og fjöl- skylda Mosfellsbæ. Anna „mamma“ var móðir mín þegar ég var skiptinemi á Ak- ureyri frá 1968-69. Nú skrifa ég til að heiðra minningu hennar og minnast hennar með hlýju, því ég fæ henni aldrei fullþakkað. Hún var yndisleg móðir, stórkostlegur kokkur og frábær íslenskukenn- ari. Ég mun alltaf minnast henn- ar, fjölskyldu hennar og Íslands. Timothy J. Gerbracht, Indiana. Anna Guðrún Árnadóttir Flest erum við sennilega venjuleg þó enginn mælikvarði sé til um hvað það þýðir að vera venjulegur. En við skulum gera ráð fyrir að flest okkar falli innan mengis sem er tiltölulega svipað, með mismunandi frávikum. En svo eru hinir sem eru óvenjulegir, eins og vinur minn Gísli Magnús- son frá Friðheimi í Mjóafirði. Líf- ið var honum um tíma örðugt og dag einn stóð hann aleinn í heim- inum með aleigu sína í ferðatösku. Þá minntist hann gamals skips- félaga, sem flutt hafði til Grund- arfjarðar og þangað var stefnan tekin. Í Grundarfirði eignaðist hann nýtt líf, nýja vini og nýtt Gísli Magnússon ✝ Gísli Magn-ússon fæddist í Friðheimi í Mjóa- firði 7. október 1941. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 20. febr- úar 2020. Útför Gísla verður gerð frá Langholts- kirkju í dag, 2. mars 2020, kl. 15. frelsi til að vera hann sjálfur. Þar fékk hann ný tæki- færi til að vera þátt- takandi í lífinu og verja frítíma sínum í náttúru sem ekki var ólík æskuslóðun- um. Gönguferðir um fagra náttúru urðu til þess að börnin fóru að kalla hann „Gísla göngutúr“. Það þótti honum góður titill. Þeg- ar starfskraftar þrutu átti hann annan fjársjóð sem hægt var að leyfa öðrum að njóta. Það var skemmtikrafturinn, hann vildi gleðja og kæta. Hann hafði ein- hverntíma verið í þjóðdönsum og nú fór hann að birtast á torgum þorpsins dansandi þegar honum þótti henta. Það þótti ekki alltaf passa en honum var sama, hann vildi ekki að fólki leiddist. Gísli kom oft á heimili mitt og margar stundir sátum við yfir skrafi um lífið og tilveruna. Kenn- ingar Gísla voru oft æði sérstakar, en vissulega opnuðu þær hjartað. Kenningarnar um fegurðina sem urðu til í einlægni hins barnslega hjarta. Já, Gísli göngutúr var góð manneskja sem vildi gleðja aðra og kæta. Honum var gjafmildi eðlislæg og rausnarlegur var hann við vini sína. Þegar Gísli flutti á dvalarheimilið Fellaskjól vildi hann leggja lið og gleðja. Hann fór því í Hrannarbúðina og keypti körfuboltaspjald og færði heimilinu, því gamla fólkið hefði gott af að hreyfa sig. Gjöfin þótti ekki henta en hugurinn var sam- ur. Já, margt fer öðruvísi en ætlað er. Þegar við félagarnir heimsótt- um Mjóafjörð, fyrir 15 árum, fann ég glöggt hve æskuminningarnar voru Gísla dýrmætar og hve gam- an hann hafði af því að segja mér frá. Ferðin var ævintýri með ætt- ingjum og vinum. Og ekki kom hann tómhentur, fangið fullt af gjöfum og hálft bakarí í pokum. Já, hann Gísli göngutúr var góður maður sem vildi gleðja fólkið í kringum sig og hafa gaman af líf- inu. Hann var nefnilega óvenju- legur, já, óvenjulega góður karl. Okkur Grundfirðingum þótti vænt um hann og hér var hann þarfur þegn. Blómabrekkurnar í sumar- landinu fagna nú góðum og þar áttu góðu að mæta, kæri vinur. Með kveðju og þökk. Ingi Hans. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.