Morgunblaðið - 02.03.2020, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2020
✝ Auðbjörg Jó-hannsdóttir
fæddist á Eskifirði
3. júlí 1931. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni
20. febrúar 2020.
Hún var dóttir
Þorbjargar Háv-
arðsdóttur, f. 4.7.
1910 í Borgargarði
í Álftafirði, d. 26.7.
1976 og Jóhanns
Benedikts Jónssonar, f. 25.9.
1897 á Búðum í S-Múlasýslu, d.
27.4. 1968.
Systkini hennar sammæðra
eru Róbert Magni Jóhannsson,
f. 27.10. 1936, Unnur Þórlaug
Jóhannsdóttir, f. 4.1. 1943 og
Kristín Guðdís Jóhannsdóttir,
f. 29.9. 1949. Systkini samfeðra
eru Unnur Níelsína, f. 13.8.
1927, Erna, f. 3.9. 1934 og
Helga, f. 28.1. 1937, d. 5.11.
2017.
Þann 6.8. 1956 giftist hún
Ólafi Byron Guðmundssyni, f.
6.8. 1925, d. 5.11. 1984. Þau
eignuðust fjögur börn: 1) Þor-
sínum. Þau bjuggu í bragga-
hverfi við erfiðan kost, en
fluttu svo í Álftamýri 16 árið
1963, þar sem Auðbjörg bjó til
loka árs 2019, þegar hún flutti
á hjúkrunarheimilið Sóltún.
Auðbjörg og Ólafur skildu árið
1972. Sá Auðbjörg ein um fyr-
irsjá heimilisins eftir það og
lagði mikla áherslu á að börnin
fengju tækifæri til að mennta
sig. Hún vann sem starfsstúlka
á Borgarspítala frá 1970 þang-
að til hún lét af störfum vegna
aldurs 1998. Hún sinnti ýmsum
félags- og trúnaðarstörfum,
gat sér gott orð sem mikil bar-
áttukona verkakvenna og þótti
lunkin við að leysa flókin mál.
Hún var m.a. trúnaðarmaður
starfsfólks, sat í stjórn verka-
kvennafélagsins Sóknar og
sótti tvisvar norrænu kvenna-
ráðstefnuna Nordisk Forum.
Árið 1981 birtist viðtal við
hana í bók Ingu Huldar Há-
konardóttur, „Hélstu að lífið
væri svona?“ Auðbjörg hafði
alltaf sterkar taugar til Eski-
fjarðar og átti frumkvæði að
því að skipuleggja árlegt kaffi-
samsæti brottfluttra Esk- og
Reyðfirðinga.
Útför Auðbjargar fer fram
frá Háteigskirkju í dag, 2.
mars 2020, og hefst athöfnin
kl. 13.
varð Kára, f. 1957,
sem var kvæntur
Erlu Þrúði Stef-
ánsdóttur og eiga
þau tvö börn, en
er nú kvæntur
Önnu Kristínu Sig-
urðardóttur sem
átti þrjú börn fyr-
ir; 2) Sólrúnu, f.
1958, sem er gift
Kristjáni Erni
Karlssyni og eiga
þau þrjú börn; 3) Bryndísi, f.
1961, sem er gift Birni Harð-
arsyni og eiga þau fjögur börn;
4) Svanhildi, f. 1966, sem bjó
með Elfari Úlfarssyni og eiga
þau eitt barn, en er nú gift
Magnúsi Arnari Einarssyni og
eiga þau tvö börn. Barna-
barnabörn Auðbjargar eru alls
15.
Auðbjörg ólst upp á
Efri-Uppsölum á Eskifirði hjá
afa sínum og ömmu. Hún flutt-
ist ung til Hafnarfjarðar og
vann sem starfsstúlka á nokkr-
um stöðum þangað til hún
kynntist verðandi eiginmanni
Elsku mamma mín, þú varst
fyrirmyndin mín. Nú ert þú kom-
in í sumarlandið þar sem sólin
alltaf skín. Margs er að minnast
og margs að sakna. Þú barst okk-
ur börnin þín í heiminn, hjúfraðir
okkur að þér og elskaðir okkur
skilyrðislaust. Þú varst skjól okk-
ar, skjöldur og hlíf. Þú gafst okk-
ur allt sem þú áttir. Þú varst með
mjög stórt hjarta og dreifðir
væntumþykju þinni til allra í fjöl-
skyldunni og einnig til samferða-
fólks þíns. Margar gleðistundir
höfum við átt saman sem lifa í
minningunni, t.d. þegar þú komst
með okkur fjölskyldunni til Hol-
lands í nokkrar vikur fyrir mörg-
um árum. Þar hjólaðir þú með
okkur eins og drottning um allt.
Einnig ferðuðumst við til Noregs
til fjölskyldu þinnar sem þú varst
svo dugleg að rækta samband
við. Ferðin okkar á kvennaráð-
stefnuna „Nordisk Forum“ í
Finnlandi er mjög eftirminnileg
þar sem þú naust þín vel sem
kvenréttindakona, ógleymanleg
ferð í alla staði. Þegar ég var
krakki sagðir þú oft: „Hafa skal
það sem hendi er næst og hugsa
ekki um það sem ekki fæst.“
Þessi orð hef ég haft að leiðarljósi
í gegnum tíðina. Alltaf stóð hús
þitt opið fyrir öllum og nóg pláss
fyrir alla þó fermetrarnir væru
ekki margir. Oft er vilji það eina
sem þarf til að leysa hlutina, af
honum áttir þú nóg. Þú varst sér-
staklega úrræðagóð og hafðir lag
á því að gera mikið úr litlu og
nýttir allt mjög vel. Taugar þínar
til Eskifjarðar hafa alltaf verið
sterkar og fórum við fjölskyldan
nokkrar ferðir með þér þangað.
Síðasta ferð þín austur var á ætt-
armót 2017, í þeirri ferð fagnaðir
þú 86 ára afmælinu þínu. Í gegn-
um tíðina hefur þú alltaf verið
dugleg að heimsækja fjölskyldu
mína á Patreksfjörð og unað þér
vel hjá okkur og ræktað samband
þitt við okkur hjónin, barnabörn-
in þín, maka þeirra og barna-
barnabörnin hér fyrir vestan.
Þau hafa öll alltaf kallað þig
„Ömmu litlu“, mikið óskaplega
þykir þeim vænt um þig. Þú varst
hörkunagli og lýsir það þér vel
þegar þú ætlaðir nú ekki að missa
af fermingarveislu á Patreksfirði
hjá barnabarnabarni þínu síðast-
liðið vor, þó svo heilsan væri farin
að láta undan. Þú skelltir þér
bara í flug og mættir. Það var þó
ekki síðasta ferðin þín til okkar
því í ágúst sl. keyrðum við tvær
saman vestur í mjög fallegu
veðri. Ég bjó um þig eins vel og
ég gat í framsætinu með kodda
og sæng og hvatti þig til þess að
leggja þig á leiðinni. Nei, það
gerðir þú svo sannarlega ekki því
veðrið var alltof fallegt. Firðirnir,
fjöllin og dalirnir skörtuðu sínu
fegursta og þú naust náttúrufeg-
urðarinnar í botn sem blasti við
þér. Allar liðnar samverustundir
eru dýrmætar en við stórfjöl-
skyldan erum sérstaklega þakk-
lát fyrir spjallið og stundirnar
sem við áttum saman stuttu áður
en þú kvaddir. Þitt lífsmottó var:
„Komdu fram við aðra eins og þú
vilt að aðrir komi fram við þig.“
Við ræddum þetta lífsmottó á
dánarbeðinum þínum og þú sagð-
ir að ef allir færu nú eftir því væri
heimurinn töluvert betri. Þú áttir
stóran þátt í lífi mínu og ég á eftir
að sakna þín endalaust en minn-
ingin lifir. Elsku mamma, hvíl í
friði, ég elska þig.
Þín dóttir,
Sólrún.
Elsku amma litla.
Margar minningar þjóta um
hugann þessa dagana. Þegar ég
hugsa til þín, elsku amma, þá er
efst í huga mér þakklæti. Takk
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
mig, takk fyrir allt sem þú hefur
kennt mér, takk fyrir allar stund-
irnar og takk fyrir að vera alltaf
til staðar. Amma, þú varst með
hjarta úr gulli, hlý, þolinmóð,
húmoristi, alltof sjálfbjarga,
ákveðin og svo varst þú líka besta
amma í öllum heiminum! Álfta-
mýrin stóð alltaf galopin upp á
gátt og gistum við fjölskyldan
mjög oft hjá þér þegar við áttum
leið í borgina. Elstu minningarn-
ar sem ég á um okkur saman snú-
ast um strætóferðir sem enduðu
oftar en ekki á tjörninni að gefa
öndunum, trékrúsina sem alltaf
stóð í svefnherbergisglugganum
þínum full af allskonar perlufest-
um í öllum regnbogans litum og
slides-myndasafnið sem við gát-
um endalaust skoðað saman,
fram og til baka. Alltaf tókst þú á
móti okkur með opinn faðminn,
með kræsingar og kruðerí á
borðum, oftar en ekki nýbökuð
kartöfluvínarbrauð. Alltaf varst
þú að vinna með eitthvað í hönd-
unum, hekla, sauma eða þrykkja
myndir á tau. Bútasaumsteppið
sem þú saumaðir handa mér fyrir
rúmlega 20 árum hefur fylgt mér
um allt. Teppið er og verður alltaf
vinsælasta teppið á heimilinu.
Amma, þú varst svo uppá-
tækjasöm og mikill húmoristi. Ég
gleymi því ekki þegar ég sat í
stofunni heima hjá þér fyrir ekki
svo mörgum árum, við sátum og
vorum að spjalla, ég lít af þér í
smástund og það næsta sem ég
veit er að þú stendur uppi á borði,
þá rúmlega áttræð og ert að
skipta um peru í veggljósinu. Ég
tók andköf og ætlaði að ná þér
niður af borðinu og setja peruna í
fyrir þig, þú hélst nú ekki, þú
værir búin að gera þetta sjálf í
mörg ár og ætlaðir sko ekki að
fara að hætta því úr þessu. Ein af
uppáhaldsminningunum mínum
um þig í seinni tíð er klárlega
göngutúr sem við fórum í á Patró
sem endaði með krakkana á róló.
Allt í einu starir þú á vegasalt
sem var þarna skammt frá og
hafðir orð á því að þú hefðir ekki
vegið salt í rúmlega 60 ár. Í fram-
haldi af þessu skelltir þú þér á
vegasaltið og mamma sest á hinn
endann og hlátrasköllin og
skríkjurnar í ykkur mæðgum
ómuðu um allt nágrennið. Á
stundum sem þessum er svo
ótrúlega dýrmætt að eiga allar
þessar minningar, þær ylja svo
sannarlega.
Ég er svo þakklát fyrir sein-
ustu stundirnar sem ég átti með
þér. Það var svo gott að vera hjá
þér, halda í smágerðu höndina
þína, strjúka þér um ennið og fá
tækifæri til að kveðja þig í hinsta
sinn. Elsku amma litla, góða ferð,
ég mun sakna þín endalaust. Ég
elska þig.
Þín ömmustelpa,
Sigurbjörg.
Í dag kveð ég hálfsystur mína
Auðbjörgu Jóhannsdóttur. Við
vorum báðar fæddar á Austfjörð-
um. Hún á Eskifirði en ég á Fá-
skrúðsfirði. Við vorum aldar upp
hvor á sínum staðnum og í þá
daga var ekki auðvelt að heim-
sækja hvor aðra. Ég man vel eftir
því þegar ég fór í heimsókn til
Eskifjarðar, en þá bjó Auða hjá
ömmu sinni og afa. Mér fannst
þessi heimsókn alveg ógleyman-
leg. Amma hennar var glaðleg og
góð kona og Auða var hláturmild
og skemmtileg. Árin líða og full-
orðinsárin ganga í garð og um
1954 bjuggum við báðar í Vest-
urbænum í Reykjavík og þá fóru
kynnin að verða meiri og hafa
haldist alla tíð. Alltaf voru send
jólakort og stórafmæla minnst,
síðast á 85 ára afmæli hennar.
Auðbjörg var harðdugleg bar-
áttukona fyrir sitt stéttarfélag,
en hún vann við ýmis þjónustu-
störf. Eskfirðingafélaginu í
Reykjavík var hún stoð og stytta.
Hún var hafsjór af fróðleik um
menn og málefni og hafði ein-
staklega góða nærveru. Að lok-
um vil ég þakka henni fyrir allt
og allt og sendi börnum hennar
og barnabörnum innilegar sam-
úðarkveðjur. Ég minnist hennar
með ljóði eftir Matthías Joch-
umsson:
Hvar er lífsins sæla sanna,
sigur þess og aðalmið?
Það er framsókn frumherjanna,
frelsissporið upp á við
það er vitsins blóðug braut,
brotin gegnum hverja þraut,
sigurleið hins sannleikssterka
sigur gæsku og kærleiksverka.
Erna Jóhannsdóttir.
Sú mæta kona, hún Auðbjörg
eða Gæska, er fallin frá. Auð-
björg var stjórnarkona í Starfs-
mannafélaginu Sókn um árabil.
Hún var trúnaðarmaður á Borg-
arspítalanum einnig um árabil.
Við kynntumst þegar ég var kos-
in varaformaður Sóknar en allar
þær mætu konur sem þar voru
eru flestar farnar í lokaferðina.
En á þessum árum frá 1985 til
loka starfsferils Sóknar var Auð-
björg fastagestur á fundum og
samkomum félagsins. Traust,
örugg og góð manneskja. Hún
starfaði á Borgarspítalanum á
byltingatímum og man ég sér-
staklega þegar eyðnisjúkdómur-
inn kom af þunga inn á spítalann,
þá reyndi á trúnaðarmann Sókn-
ar. Þá þurfti að koma til mikil
fræðsla því ótti við smit var mjög
mikill. Á stuttum tíma kom þá í
ljós hvernig smit berst og var það
mikill léttir fyrir starfsmenn spít-
alans. Hitt málið var að þegar
farið var að stugga við reykinga-
fólki þurfti trúnaðarmaður að
vera lunkinn í samtölum til að
halda sjó. Þau mál voru í nokkur
ár í þróun. Margt fleira kom upp
sem þurfti að fá Sóknarforystuna
til að koma og skoða, m.a. með til-
liti til vinnuverndar og öryggis.
Borgarspítalinn var stór vinnu-
staður og í mörg horn að líta.
Hún Auðbjörg var mikil fjöl-
skyldumanneskja og kynntumst
við einu barnabarni hennar sem
hún var að sinna um tíma. Auð-
björg var sterk kona og minnist
ég hennar með þakklæti. Við
þekktumst orðið mjög vel því ég
keyrði hana oft heim í Álftamýr-
ina eftir fundi sem við sóttum. Á
skrifstofu Sóknar var Auðbjörg
alltaf kölluð Gæska sem er gott
nafn góðrar konu. Í félagsmálum
var hún fær og ráðagóð. Hún
sótti stóru Þing ASÍ sem fulltrúi
Sóknar. Þá var oft kátt og mikið
rætt um réttlæti, sérstaklega í
kjarabaráttu kvenna. Sérkjör
Sóknar voru töluverð sem oft
þurfti að fylgja eftir á vinnustað.
Lengi vel höfðu Sóknarstarfs-
menn sérstök réttindi í veikind-
um sem ekki voru í öðrum samn-
ingum. Það var að lyf og
læknishjálp var þeim að kostn-
aðarlausu í veikindum þar sem
var fjarvera. Stundum þurfti að
slást fyrir réttindum svo sem að
trúnaðarmenn gætu sótt nám-
skeið og fundi eftir þörfum og í
eðlilegum mæli. Auðbjörg var
hagsýn og nýtin. Það sagði hún
okkur oft og er í dag gagnlegt að
minnast kvenna eins og hennar
sem voru til fyrir aðra og gerðu
litlar kröfur fyrir sjálfar sig. Við
hittumst nokkrum sinnum á liðn-
um árum. Þá var Gæska mín
komin í dagþjálfun á Múlabæ og
þótti okkur gott að spjalla og rifja
upp góða tíma. Takk fyrir sam-
fylgdina sem var lærdómsrík fyr-
ir mig.
Votta fjölskyldu hennar samúð
mína.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir,
fyrrverandi formaður Starfs-
mannafélagsins Sóknar.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Það er komin kveðjustund og
þú farin í Sumarlandið fagra,
elsku Auðbjörg mín. Mig langar
til þess að rifja upp eina af þeim
mörgum gleðistundum sem ég
átti með þér. Mér er sérstaklega
minnisstæð skemmtilega ferðin
sem við fórum saman í til borg-
arinnar sumarið tvö þúsund og
tólf. Þú varst búin að vera hjá
Sólrúnu og Stjána og þurftir að
komast heim til þín í Álftamýrina
og þar sem ég átti leið suður var
ákveðið að þú færir með mér.
Ferðin okkar var einstaklega
skemmtileg og minnisstæð, mikið
skrafað og hlegið. Ég var ekki
komin lengra en rétt fyrir utan
Auðshaug þegar þú snýrð þér að
mér og spyrð ósköp rólega, erum
við nokkuð að fara að tjalda á
leiðinni, Solla mín? Að tjalda?
spyr ég til baka, nei, nei ekki
núna, ég er heldur ekki með
tjaldið með mér, svara ég og er
við það að springa úr hlátri við að
sjá svipinn á þér. Mikið er ég feg-
in, segir þú og það er greinilega
þungu fargi af þér létt. Ég get
nefnilega engan veginn séð það
fyrir mér hvernig í ósköpunum
ég á að fara að því að hjálpa þér
að standa upp úr tjaldinu. Ég
sprakk úr hlátri og mundi eftir
samtalinu okkar Sólrúnar nokkr-
um mánuðum áður þegar við vor-
um að tala um það að ég tæki
Auðbjörgu með mér einhvern
tímann í ferðalag og þá gætum
við tjaldað á leiðinni. Henni var
mikið létt við það að eiga ekki eft-
ir að liggja með mér í tjaldi, hvað
þá að eiga eftir að hjálpa svona
þungri konu á fætur eins og mér.
Alltaf verið að spá í að hjálpa og
gera gott, þannig varst þú góð-
mennskan uppmáluð og hafðir
ætíð það að leiðarljósi að gera
gott fyrir alla í kringum þig. Ég
gæti skrifað svo miklu meira en
vil þakka þér, Auðbjörg mín, fyr-
ir góð kynni og allar góðu og
skemmtilegu stundirnar sem við
áttum saman. Núna siglir þú á
fleyinu til sumarlandsins. Góða
ferð, elsku góða Auðbjörg mín,
við sjáumst næst í Sumarlandinu
fagra.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Ljós á kerti
logar skært
lífið byrjar
lífið endar.
Eitt andartak
og ljósið slokknar
allt verður hljótt.
Líf sem kveður
tárin koma
um mig vefur
hlýjan þín.
Bjartar nætur
hjartað grætur
stjarnan þín á himni skín.
Ég kveiki á kerti
legg rós við hjarta þitt
rós sem í hljóðri bæn til þín
er þakklæti frá mér
elsku besta Auðbjörg mín.
(Solla Magg)
Ég votta börnum, tengdabörn-
um, barnabörnum og barna-
barnabörnum mína dýpstu sam-
úð.
Magi ljósið lifa í hjörtum ykk-
ar og kærleikurinn umvefja ykk-
ur um ókomin ár, blessuð sé
minning Auðbjargar.
Sólveig Sigríður
Magnúsdóttir (Solla Magg).
Auðbjörg
Jóhannsdóttir
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
EGGERT SNORRI MAGNÚSSON
húsasmíðameistari,
Strikinu 12, Garðabæ,
lést á Vífilsstöðum 22. febrúar.
Útförin fer fram frá Garðakirkju miðvikudaginn 4. mars
klukkan 13.
Blóm og kransar afþakkað.
Hrefna Lárusdóttir
Valur L. Valdimarsson
Páll Ármann Eggertsson Kristín Hauksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁSDÍS JÓNSDÓTTIR,
Goðabraut 8, Dalvík,
lést á sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn
25. febrúar.
Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju 6. mars kl.
13.30.
Þóra Jóna Finnsdóttir
Ósk Finnsdóttir Gunnlaugur J Gunnlaugsson
Ásdís Gunnlaugsdóttir Jón Baldur Agnarsson
Gunnlaugur J Gunnlaugsson Hrund Briem
Finnur Þór Gunnlaugsson Linda Rós Magnúsdóttir
Ómar Þorri Gunnlaugsson Sunneva Ósk Guðmundsdóttir
lang- og langalangömmubörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
RAGNARS SIGURÐSSONAR,
Krókahrauni 8,
220 Hafnarfirði.
Guð blessi ykkur öll.
Hjördís Jónsdóttir
Reynir Þ. Ragnarsson Þórunn B. Tryggvadóttir
Ragnar V. Reynisson Fríða Kristjánsdóttir
Tryggvi Þ. Reynisson Javiera I. Rámila
Hjördís H. Reynisdóttir Rafn Emilsson
Hrafn I. Reynisson Kristín B. Hallvarðsdóttir
barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn