Morgunblaðið - 02.03.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2020
mánudaginn 2. mars, kl. 18
Fold uppboðshús kynnir
Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is
LISTMUNAUPPBOÐ
Karl Kvaran
Listmunauppboð nr. 118
mánudag kl. 10–17
Forsýning á verkunum í Gallerí Fold
Kristín Jónsdóttir
Ásgrímur Jónsson
70 ára Jóhann er
Reykvíkingur, ólst upp í
Stangarholti, en býr í
Seljahverfinu. Hann fór
í Tollskólann og vann í
Tollgæslunni. Hann var
síðan lengi sölustjóri
hjá PON ehf. og er
núna sölustjóri hjá Íslyft. Jóhann var gít-
arleikari í hljómsveitinni Fjarkar á 7. ára-
tugnum og er í kórnum Hallveigarsynir.
Maki: Ingibjörg Hjaltalín Jónsdóttir 1949,
íþróttakennari í Melaskóla.
Börn: Guðrún Hjaltalín, f. 1971, og Hulda
Björk, f. 1975. Barnabörnin eru 6 og
barnabarnabarn er 1.
Foreldrar: Ögmundur Guðmundsson, f.
1916, d. 1998, yfirtollvörður í Reykjavík,
og Halldóra Pálmarsdóttir, f. 1920, d.
1992, húsmóðir í Reykjavík.
Jóhann Gunnar
Ögmundsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Erfið mál kalla á krafta þína bæði
heima fyrir og í vinnunni. Ástarsamband
syngur sitt síðasta.
20. apríl - 20. maí
Naut Vertu á verði gagnvart tungulipru
fólki og mundu að ekki er það útlitið sem
öllu skiptir. Þú ert að falla á tíma í vissu
máli.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gættu þess vandlega að enginn
hlunnfari þig í viðskiptum. Þú átt aðdá-
anda sem á eftir að gera þér lífið leitt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að tala við yfirmann
þinn eða annan yfirboðara í dag. Þú veltir
vöngum yfir framtíðinni, viltu flytja eða
vera á sama stað?
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur þörf fyrir að skipuleggja
þig og koma hlutunum í lag í kringum
þig. Tjáskipti verða að vera skýr og ná-
kvæm svo ekkert fari á milli mála.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Stundum er best að mætast á
miðri leið. Nú er komið að því að herða
sultarólina um stund. Göngutúrar bæta
og hressa.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ákvarðanirnar sem þú tekur í
vinnunni í dag hafa áhrif á frama þinn.
Þú ættir að fara að huga að sumarfríinu
þínu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Lokaðu þig ekki af frá um-
heiminum þótt þú sért ekki upp á þitt
besta. Haltu ótrauð/ur þínu striki en
láttu ekki þétta dagskrá draga úr þér
máttinn.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það liggur ekkert á og þú átt
á hættu að gera alvarleg mistök í öllum
þessum hamagangi. Komdu böndum á
eyðsluseggina á heimilinu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þeir sem leita ráða hjá þér
hafa stundum á orði að þú ættir að ger-
ast ráðgjafi. Taktu áhættu í vissu máli.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú finnur auðveldlega til pirr-
ings í dag. Viljirðu ná málum fram af ein-
hverju viti þarftu að vera mjög þolinmóð/
ur.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er ekki ólíklegt að ímynd-
unaraflið hlaupi með þig í gönur í dag.
Nú er rétti tíminn til að ganga að samn-
ingaborði, en lestu smáa letrið vel.
þessum tíma hrundu Sovétríkin og
nýir möguleikar sköpuðust fyrir
fyrirtæki á Norðurlöndum í austri.
NOPEF setti í gang svokallað „Bal-
tic Investment Program“ til aðstoðar
norrænum fyrirtækjum sem hugðu á
útrás í austurvegi. Í því sambandi
átti ég tvisvar fund með Vladimír
Pútín sem þá var yfir alþjóðlegum
samskiptum Pétursborgar en NO-
PEF studdi yfir 400 fjárfestingar-
1990. „Ríkisstjórn Steingríms náði
með fjölþættum aðgerðum þeim ár-
angri að koma 35% verðbólgu niður í
5% á aðeins 18 mánuðum. Þessi ár-
angur skapaði forsendur Þjóðarsátt-
arsamninganna 1990.“ Í apríl 1990
var Þorsteinn ráðinn forstjóri Nor-
ræna verkefnaútflutningssjóðsins,
NOPEF. „Eftir 20 ára störf á Íslandi
langaði mig að starfa erlendis og árin
í Helsinki voru mjög viðburðarík. Á
Þ
orsteinn Ólafsson fæddist
í Reykjavík 2. mars 1945
og ólst upp á Þórsgötu
og Lynghaga. Hann varð
stúdent frá MR 1965 og
útskrifaðist sem viðskiptafræðingur
frá HÍ 1970. Hann var í fyrsta ung-
lingalandsliði Íslands í körfubolta og
varð tvisvar Íslandsmeistari með
KR.
Þorsteinn var ráðinn fulltrúi í fjár-
málaráðuneytinu og síðar deild-
arstjóri. Hinn 1. janúar 1970 gengu
Íslendingar í EFTA. „Var þá unnið
myrkranna á milli við að vinna að að-
lögun íslensks iðnaðar að EFTA, og
síðar að aðlögun viðskiptasamnings
við Evrópusambandið 1973.“ Árið
1976 tók hann við starfi forstjóra í
Kísiliðjunni. Í Kröflueldum 1977 varð
mikið tjón á Kísiliðjunni, sprungur
opnuðust undir hráefnisþróm verk-
smiðjunnar og allt hráefni hvarf í ið-
ur jarðar auk annarra skemmda.
„Okkur tókst að fá erlenda meðeig-
endur ríkisins, sem sáu um alla sölu á
afurð Kísiliðjunnar erlendis, til að
fjárfesta aftur í Kísiliðjunni sem
tryggði rekstur hennar næstu ára-
tugi.“
Þorsteinn var aðstoðarmaður
Hjörleifs Guttormssonar iðn-
aðarráðherra 1978-79 og aðstoð-
armaður Erlendar Einarssonar, for-
stjóra Sambandsins, 1980-1984.
Hann var ráðinn framkvæmdastjóri
þróunardeildar SÍS 1984-1987 og
varð við stofnun stjórnarformaður og
síðar framkvæmdastjóri Sam-
vinnusjóðs Íslands hf. 1982-1988.
Þorsteinn var fyrsti stjórn-
arformaður Marel, stofnað í mars
1983 og gegndi þeirri stöðu til 1988
en forsaga Marel var þróunarsam-
starf Framleiðni sf., í eigu frystihúsa
innan Sambandsins og Raunvís-
indastofnunar HÍ um þróun raf-
eindavoga í fiskiðnaði. Starfsmenn
Marel voru þrír í byrjun en nú eru
þeir yfir 6.000 um allan heim. „Sam-
vinnusjóður Íslands varð stærsti
hluthafinn og frystihús Sambandsins
meðhluthafar. Á þessum árum var
Sambandið mjög öflugt í nýsköpun í
atvinnulífinu.“
Þorsteinn varð efnahagsráðgjafi
Steingríms Hermannssonar í rík-
isstjórn hans frá okt. 1988 til feb.
verkefni norrænna fyrirtækja í Aust-
ur Evrópu.“
Þorsteinn hefur gegnt fjölmörgum
öðrum trúnaðarstörfum, en hann sat
m.a. í 7 ár í stjórn Alþjóðasamtaka
frjálslyndra stjórnmálaflokka, Hann
beitti sér fyrir stofnun Icecon í sam-
vinnu SH, SÍF og SÍS til átaks í
verkefnaútflutningi í sjávarútvegi og
var formaður stjórnar 1986-1988.
Hann beitti sér einnig fyrir stofnun
minningarsjóðs um Jean Pierre Jac-
quillat, stjórnanda Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands, til styrktar efnilegu
tónlistarfólki. Þorsteinn var fulltrúi
Íslands í stjórn NIB 1996-2005, for-
maður bankaráðs FBA 1997-2000, og
fulltrúi Íslands í bankaráði CEB í
París 2004-2008. Þá var Þorsteinn
aðalræðismaður Tyrklands á Íslandi
2002-2011.
„Ég kynntist æskuástinni 17 ára
og höfum við alið hvort annað upp
síðan. Áhugamálin eru alþjóðastjórn-
mál, saga, klassísk tónlist, myndlist
og brids sem ég er reyndar arfaslak-
ur í en hef gaman af að spila með góð-
um vinum. Þá hef ég yndi af ljóðlist
en nokkur ljóð eftir mig birtust í Les-
bók Morgunblaðsins á sínum tíma.“
Fjölskylda
Eiginkona Þorsteins er Ásthildur
S. Rafnar, f. 22.8. 1947, sérkennari.
Foreldrar hennar: Hjónin Halldór S.
Rafnar, f. 20.1. 1923, d. 1.5. 2009,
borgarfógeti og formaður Blindra-
félagsins, og Þorbjörg Jónsdóttir
Rafnar, f. 23.7. 1926, húsfreyja og fv.
símamær í LÍ.
Börn Þorsteins og Ásthildar eru 1)
Halldór Friðrik, f. 25.7. 1967, við-
skiptafræðingur. Sambýliskona hans
er Steindóra Gunnlaugsdóttir, kenn-
ari. Börn Halldórs eru: Þorsteinn
Friðrik, Magnús Friðrik og Sigrún
Ásta; 2) Bergljót, f. 9.2. 1974, ljós-
myndari. Maður hennar er Magnús
Stephensen framkvæmdastjóri.
Börn: Kristófer, Ólafur Flóki og
Hrafn. 3) Þórhallur Eggert, f. 18.8.
1977, fjárfestingastjóri hjá NEFCO í
Helsinki. Eiginkona hans er Jóhanna
Gunnlaugsdóttir, viðskiptafræð-
ingur. Börn: Ólafur Bjarni, Ásthildur
Jóna og María Fjóla.
Systkini Þorsteins: Sigríður
Helga, f. 1.5. 1939, d. 5.11. 2011, skrif-
Þorsteinn Ólafsson, viðskiptafræðingur og frumkvöðull – 75 ára
Fjölskyldan 70 ára afmæli Ásthildar, en á myndina vantar Þórhall Eggert
og hans börn og elsta barnabarnið, Þorstein Friðrik.
Fjölbreyttur ferill að baki
Marel 1985 Samningar undirritaðir við norska fyrirtækið Scanvest Ring
um dreifingu á Marel vogum í Noregi. Efri röð frá vinstri: Höskuldur
Ásgeirsson, Rögnvaldur Ólafsson, Gylfi Aðalsteinsson og tveir norskir
fulltrúar. Í fremri röð: Magne Storvik, forstjóri Scanvest Ring, og Þorsteinn.
50 ára Hildur ólst upp
í Reykjavík en býr í
Garðabæ. Hún er
cand.oecon. frá HÍ og
er með M.Sc.-gráðu í
viðskiptum með
áherslu á vinnusál-
fræði frá BI-
háskólanum í Osló. Hún er einnig mark-
þjálfi frá Evolvia. Hildur er skrifstofustjóri
LOGOS lögmannsþjónustu.
Maki: Alexander Kristján Guðmundsson,
f. 1970, fjármálastjóri Matorku.
Börn: Sandra Kristín, f. 1997, Óttar, f.
1999, og Kristín Helga, f. 2004. Fyrsta
barnabarnið er væntanlegt í sumar.
Foreldrar: Kristján Ragnarsson, f. 1938,
fv. formaður LÍÚ, búsettur í Reykjavík, og
Kristín Möller, f. 1940, d. 2014, húsmóðir
í Reykjavík.
Hildur Ragna
Kristjánsdóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is