Morgunblaðið - 02.03.2020, Page 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2020
Ármúla 24 • S. 585 2800
„ÞÚ HEFUR OFALIÐ KLÁRINN MINN ENN
EINA FERÐINA, SKÚLI”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... silfur og gull.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
GLEÐILEGAN
ÞRIÐJUDAG
ÞRIÐJUDAG? MEIRA SVONA
FRAMHALDSMÁNUDAGUR
MENNIRNIR ERU VANSÆLIR!
ÞEIR SAKNA KVENNANNA
SINNA!
ÞÚ ERT
HEPPINN AÐ
EIGA EKKI
KONU!
JA, ÞAÐ ER
HÁLFPARTINN RÉTT!
stofustjóri á Veðurstofunni, Gutt-
ormur, f. 24.7. 1943, rekstrarhag-
fræðingur og Eggert Bjarni, f. 29.2.
1952, lögfræðingur.
Foreldrar Þorsteins voru hjónin
Bergljót Guttormsdóttir, f. 5.4. 1912,
d. 12.5. 2003, húsfreyja og kennari,
og Ólafur H. Bjarnason, f. 21.2. 1915,
d. 20.10. 1999, deildarstjóri við Toll-
stjóraembættið. Fósturforeldrar
Ólafs voru þau Sigríður Kjerúlf og
Þorsteinn Jónsson kaupfélagsstjóri.
Þorsteinn
Ólafsson
Guttormur Vigfússon
prestur í Stöð í Stöðvarfirði
Þórhildur Sigurðardóttir
húsfrú í Stöð
Sigríður Guttormsdóttir
húsfrú á Hallormsstað
Guttormur Pálsson
skógarvörður á Hallormsstað
Bergljót Guttormsdóttir
kennari í Reykjavík
Elísabet Sigurðardóttir
húsfrú á Hallormsstað
Páll Vigfússon
b. og ritstjóri á Hallormsstað
Sigurður Blöndal
skógræktarstjóri
ríkisins
Þorgerður Magnúsdóttir
húsfrú á Skálum á Langanesi
Sigrún Blöndal
skólastj.
Húsmæðra-
skólans á
Hallormsstað
Hjörleifur
Guttormsson
líffræð. og fv.
ráðherra
Magnús Pálsson myndlistarm.
Yngvi Þórir Árnason
prestur á Prestbakka í Hrútafirði
Páll Magnússon lögfr. í Rvík
Sigurður Eggerz ráðherra
Þórhallur
Guttormsson
sagnfræðingurPáll Þórhallsson
skrifstofustjóri í
forsætisráðun.
Þorsteinn
Þórhallsson
menntaskóla-
kennari
Egill Hreinsson
prófessor í HÍ
Bjarni Jónsson frá Vogi alþingismaður
Hreinn
Benediktsson
prófessor í HÍ
Högni Egilsson
tónlistarmaður
BenediktGuttormsson
bankaútibússtjóri á
Eskifirði
Magnús
Bl. Jóhannsson
tónskáld
Ólöf Bjarnadóttir
húsfrú á Litla-Seli
Ívar Jónatansson
útvegsb. á Litla-Seli í Rvík
Ragnheiður Magnúsdóttir
húsfrú í Reykjavík
Bjarni Ívarsson
bókbindari í Rvík
Ingibjörg Eggerz
prestsfrú í Vallanesi
Magnús Blöndal Jónsson
prestur í Vallanesi
Úr frændgarði Þorsteins Ólafssonar
Ólafur H. Bjarnason
deildarstjóri í Rvík, fósturforeldrar: Sigríður
Þorvarðardóttir Kjerúlf og Þorsteinn Jónsson
Helgi R. Einarsson er kominnheim frá Tenerife þar sem
hann orti í sólinni:
Menn D-vítamín í sig drífa
af dugnaði ekki sér hlífa.
Hér ljúft er að liggja
og lífsnautnir þiggja
meðan heima er hundslappadrífa.
Og á heimleið úr sólinni orti hann:
Í efra kátt á himnum hátt,
hafið blátt þar undir.
Í neðra brátt í norðanátt
norpum sátt um grundir.
Davíð Hjálmar í Davíðshaga skrif-
aði í Leirinn á fimmtudag: „Í gær
var öskudagur með tilheyrandi sæl-
gæti fyrir börnin en á sprengidag
fengu fullorðnir sitt góðgæti og búa
lengi að“:
Saltkjöt og baunir er sælgæti mest
og sumir er fengu sér bita
á þriðjudag minna á þrekvaxinn hest
í 37 stiga hita.
Pétur Stefánsson yrkir og er vel
mælt:
Verkfallið nær engri átt
yrki ég og segi.
Í augsýn virðist engin sátt
hjá Eflingu og Degi.
Ingólfur Ómar sendi mér tölvu-
póst, þar sem segir: „Sólin hefur
ekki skinið svona skært það sem af
er vetri fyrr en nú og ég er á því að
það versta sé liðið hjá, þó megum við
eiga vona á smá hreti en það verður
ekkert þó í líkingu við það sem á
undan hefur verið“:
Grund og hóla hylur snær.
Hrakar njóluveldi.
Hugarbóli birtu ljær
blik af sólareldi.
Sturla Friðriksson orti:
Sú þverögn er alltaf að þjaka mig
og þjáningin er alveg svakalig.
Ég karpa við segg
um keisarans skegg
þótt karlinn sé búinn að raka sig.
Kristján Karlsson orti:
Sól skín um borð og bekki
bjartari en ég þekki.
Annars er myrkur
manninum styrkur
meðan hann lagast ekki.
Og að lokum eftir Hrólf Sveinsson
um hindúisma:
Hún Indíra gamla Gandí
við gigtinni drekkur brandí,
og til þess að betur
það bragðist, þá setur
hún heilagra kúa hland í.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
D-vítamín, saltkjöt
og baunir