Morgunblaðið - 02.03.2020, Page 26

Morgunblaðið - 02.03.2020, Page 26
ÍSHOKKÍ Einar Sigtryggsson sport@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí var alla síðustu viku á Akureyri að spila í 2. deild B á HM. Eftir slæmt tap í fyrsta leik, gegn Ástralíu, rót- burstuðu íslensku naglarnir aðra andstæðinga sína og tryggðu sér annað sætið á mótinu. Ástralía vann alla sína leiki og færist því upp í 2. deild A. Ísland hefur lengstum spilað í 2. deild B í íshokkí og hefur oft verið á verðlaunapalli. Liðið sem spilaði á þessu móti er mjög ungt. Af 22 leikmönnum eru tólf enn undir tví- tugu og meðalaldurinn er 23 ár. Fimm elstu leikmennirnir í liðinu eru allir komnir yfir þrítugt en Jónína Guðbjartsdóttir og Sarah Smiley eru 39 og 37 ára. Þetta þyk- ir þó enginn aldur þar sem elstu leikmenn mótsins voru 47 ára Úkraínumenn. Ísland mætti einmitt Úkraínu í lokaleik sínum á laugardag. Fyrir leik var þegar orðið ljóst að Ísland yrði í 2. sæti. Leikurinn var mjög jafn á upphafsmínútunum og hvort lið fékk sín færi. Ísland tók svo smám saman völdin en ekki tókst að skora í fyrsta leikhlutanum. Áfram héldu yfirburðir Íslands og fimm mörk komu í næsta leikhluta. Kolbrún María Garðarsdóttir, Sunna Björgvinsdóttir, Teresa Snorradóttir, Hilma Bóel Bergs- dóttir og Silvía Rán Björgvins- dóttir skoruðu mörkin. Besti sóknarmaðurinn Tvö mörk bættust við í lokaleik- hlutanum en þau skoruðu Flosrún Vaka Jóhannesdóttir og Silvía Rán. Ísland vann því leikinn 7:0 og hélt hreinu þriðja leikinn í röð. Silvía Rán varð stigahæsti leikmaður mótsins og næstmarkahæst. Hún fékk svo verðlaun sem besti sókn- armaðurinn og var vel að þeim titli komin. Ástralir fengu hin ein- staklingsverðlaunin. Rylie Padjen var besti varnarmaðurinn og hin fimmtán ára gamla Olivia Last var besti markvörðurinn. Liðsfélagarnir frá Södertälja í Svíþjóð, þær Silvía Rán og Sunna Björgvinsdætur, voru bestu menn liðsins á mótinu ásamt Kolbrúnu Maríu Garðarsdóttur. Yngstu stelpurnar stóðu fyrir sínu og þær elstu skiluðu reynslu og yfirvegun inn í liðið. Þeirra hlutverk er svo ekki minna utan vallar enda gætu flestir yngri leikmannanna verið dætur þeirra. Eftir viðtöl við hina ungu leik- menn Íslands er ljóst að það er hugur og metnaður í þeim og þeir stefna upp á við með liðið. Það sem skortir eru fleiri gæðaleikmenn með reynslu úr sterkum deildum. Æ fleiri leikmenn spila með liðum annars staðar á Norðurlöndum og þyrfti þeim að fjölga enn frekar. Ís- lenska deildin er ágæt út af fyrir sig en þar er erfitt að taka stór- stígum framförum. Ný kynslóð er nú að taka yfir í liðinu og mun von- andi færa liðið upp um deild eða deildir. Ungt landslið á uppleið  Hafnaði í öðru sæti á heimavelli Ljósmynd/Þórir Tryggvason Silfur Ísland fagnar í öruggum sigri á Úkraínu á laugardaginn var. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2020 England Newcastle – Burnley............................... 0:0  Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Everton – Manchester United ................ 1:1 Brighton – Crystal Palace ....................... 0:1 Bournemouth – Chelsea .......................... 2:2 West Ham – Southampton ...................... 3:1 Watford – Liverpool................................. 3:0 Tottenham – Wolves ................................ 2:3 Staðan: Liverpool 28 26 1 1 64:20 79 Manch.City 27 18 3 6 68:29 57 Leicester 28 15 5 8 54:28 50 Chelsea 28 13 6 9 47:39 45 Manch.Utd 28 11 9 8 42:30 42 Wolves 28 10 12 6 41:34 42 Tottenham 28 11 7 10 46:39 40 Sheffield Utd 27 10 10 7 29:25 40 Burnley 28 11 5 12 33:39 38 Arsenal 27 8 13 6 39:36 37 Everton 28 10 7 11 37:42 37 Crystal Palace 28 9 9 10 25:32 36 Southampton 28 10 4 14 35:51 34 Newcastle 28 8 8 12 24:41 32 Brighton 28 6 10 12 32:40 28 West Ham 28 7 6 15 35:49 27 Watford 28 6 9 13 27:43 27 Bournemouth 28 7 6 15 28:45 27 Aston Villa 27 7 4 16 34:52 25 Norwich 28 5 6 17 25:51 21 Ítalía Lazio – Bologna ....................................... 2:0  Andri Fannar Baldursson var allan tím- ann á bekknum hjá Bologna. Frakkland París SG – Dijon....................................... 4:0  Rúnar Alex Rúnarsson stóð á milli stanganna hjá Dijon.  Olísdeild kvenna HK – ÍBV .............................................. 27:25 Stjarnan – Afturelding......................... 25:25 Haukar – KA/Þór ................................. 27:22 Valur – Fram ........................................ 24:28 Staðan: Fram 18 17 0 1 574:380 34 Valur 18 14 1 3 497:378 29 Stjarnan 18 8 4 6 454:437 20 HK 18 8 2 8 486:496 18 Haukar 18 6 2 10 398:449 14 KA/Þór 18 7 0 11 429:502 14 ÍBV 18 6 2 10 411:436 14 Afturelding 18 0 1 17 339:510 1 Meistaradeild Evrópu París SG – Zagreb ............................... 37:26  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði ekki fyrir PSG. Aalborg – Elverum.............................. 30:28  Janus Daði Smárason skoraði 1 mark fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon skoraði ekki.  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 6 mörk fyrir Elverum. Ferencváros – Esbjerg ....................... 26:25  Rut Jónsdóttir skoraði ekki fyrir Es- bjerg.   Dominos-deild karla Valur – Grindavík ................................. 68:90 Stjarnan – Þór Ak............................... 107:86 Keflavík – Haukar ................................ 80:69 Njarðvík – KR ...................................... 81:87 Staðan: Stjarnan 19 16 3 1744:1581 32 Keflavík 19 14 5 1684:1539 28 Tindastóll 18 12 6 1562:1488 24 KR 19 12 7 1638:1584 24 Njarðvík 19 11 8 1628:1496 22 Haukar 19 11 8 1675:1618 22 ÍR 18 9 9 1526:1617 18 Grindavík 19 8 11 1616:1660 16 Þór Þ. 18 7 11 1448:1491 14 Valur 19 6 13 1530:1643 12 Þór Ak. 19 5 14 1640:1824 10 Fjölnir 18 1 17 1517:1667 2 Dominos-deild kvenna Haukar – Skallagrímur........................ 69:76 Staðan: Valur 23 21 2 1995:1500 42 KR 23 17 6 1761:1501 34 Skallagrímur 23 14 9 1566:1579 28 Keflavík 22 14 8 1615:1556 28 Haukar 23 13 10 1666:1597 26 Snæfell 22 7 15 1485:1717 14 Breiðablik 23 3 20 1493:1831 6 Grindavík 23 2 21 1469:1769 4 Þýskaland Alba Berlín – Bamberg..................... 107:70  Martin Hermannsson skoraði 14 stig, tók 3 fráköst og gaf 6 stoðsendingar hjá Alba Berlín á 27 mínútum. Spánn Zaragoza – Estudiantes...................... 97:87  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 9 stig og tók 5 fráköst á 18 mínútum. Rússland UNICS Kazan – Kalev/Cramo........... 87:76  Haukur Helgi Pálsson lék ekki með Kaz- an vegna meiðsla.   fyrir neðan. Það yrði glæsilegt af- rek hjá HK að komast í úrslita- keppnina, en stöðugur uppgangur hefur verið í HK síðustu ár. Liðið var nýliði á síðasta ári og áttu ekki margir von á að HK yrði á meðal fjögurra efstu á þessum tímapunkti. Þá fékk Afturelding sitt fyrsta stig, en þau hefðu kannski átt að vera tvö í 25:25- jafntefli gegn Stjörnunni. Stjarnan bjargaði stiginu með góðum loka- kafla. Stjarnan hefur spilað illa í síðustu leikjum og þarf að rífa sig upp fyrir úrslitakeppnina. johanningi@mbl.is Fram fór langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Olísdeild kvenna í handbolta með 28:24- útisigri á Val í einvígi toppliðanna á laugardag. Fram hefur nú fimm stiga forskot á Val, þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. Fram getur því tryggt sér deildartitilinn með sigri á Stjörnunni 13. mars næstkomandi. Valskonur höfðu betur í einvíg- inu gegn Fram á síðustu leiktíð og unnu þrefalt, en Framarar hafa verið meira sannfærandi í allan vetur. Aðeins þarf að líta á markatölu liðanna til að sjá að Fram hefur spilað betur; Fram- arar eru með 194 mörk í plús og Valur með 119 mörk í plús. Síð- asta tap Framara kom í október, einmitt gegn Val, og hefur liðið sjaldan verið eins sterkt og nú. Valskonur fá annað tækifæri á miðvikudag þegar liðin mætast í undanúrslitum bikarsins í Laug- ardalshöll. Þá þarf allt að ganga upp til að liðið geti unnið Fram í Höllinni annað árið í röð. HK tók stórt skref í áttina að sæti í úrslitakeppninni með 27:25- sigri á ÍBV. HK er í fjórða sæti, með fjórum stigum meira en liðin Með aðra hönd á deildarbikarnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Toppslagur Fram hafði betur í toppslagnum á Hlíðarenda. Manchester City varð deildabik- armeistari þriðja árið í röð með 2:1 sigri á Aston Villa í úrslitaleik á Wembley í Lundúnum. Með sigr- inum varð City fyrsta liðið frá því árið 1983 til þess að vinna titilinn þrisvar í röð, en Liverpool vann deildabikarinn fjórum sinnum, frá 1981-1984. City hefur nú unnið deildabikarinn sjö sinnum, þar af fimm sinnum á síðustu sjö árum. Mörk City skoruðu Sergio Agüero og Rodri í fyrri hálfleik en Mbwana Samatta minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks eftir klaufaleg mistök frá John Stones í vörn City. Manchester City hafði tögl og hald- ir á leiknum og skapaði sér urmul hálffæra, en markvörður þeirra, Claudio Bravo, varði skalla Björn Engels meistaralega í stöng undir lok leiks, og kom liðinu undan framlengingu. Villa lék síðast til úr- slita í keppninni árið 2010, vann tit- ilinn síðast 1996 og hefur unnið keppnina samtals fimm sinnum, þar af fyrsta árið sem leikið var um bik- arinn, árið 1961. sport@mbl.is AFP Bikar Pep Guardiola hefur stýrt Manchester City til sigurs þrjú ár í röð. Enn á ný verður City deildabikarmeistari Gylfi Þór Sigurðsson var grátlega nærri því að skora sigurmark fyrir Everton í uppbótartíma gegn Man- chester United á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Leiknum lauk með 1:1 jafn- tefli þar sem markverðir beggja liða reyndust skúrkar og er staða liðanna nokkuð óbreytt í baráttunni um Evrópusæti. David de Gea, markvörður Unit- ed, gaf fyrsta markið þegar hann sparkaði boltanum í Dominic Cal- vert-Lewin og þaðan í eigið mark áður en Jordan Pickford tókst ekki að verja langskot frá Bruno Fern- andes. Dramatíkin var svo algjör í lokin þegar Gylfi Þór fékk send- ingu frá Richarlison inn í markteig í uppbótartíma en skot hans var ekki nógu gott og De Gea varði glæsilega. Frákastið barst hins veg- ar út í teig og þar náði Calvert- Lewin að pota boltanum í varn- armanninn Harry Maguire og það- an í netið. Gríðarlegur fögnuður braust út á Goodison áður en mynd- bandsdómarar dagsins dæmdu markið ógilt en Gylfi Þór sat eftir í grasinu, í rangstöðu, og byrgði De Gea sjónar á boltanum. Wolves vann 3:2-sigur á Totten- ham í hinum Evrópuslagnum og blés meira lífi í vonir liðsins um að hreppa Meistaradeildarsæti. Ótrúlegustu úrslit tímabilsins komu á Vicarage Road á Laug- ardag þegar Watford gerði sér lítið fyrir og vann 3:0-sigur á Liverpool. Tapið var það fyrsta hjá Liverpool á tímabilinu og það fyrsta í samtals 44 leikjum. Liverpool virkaði þreytt og líflaust í leiknum og var sigur Watford-manna fullkomlega sann- gjarn og hefðu mörkin getað orðið enn fleiri. Gylfi Þór grátlega nærri sigurmarki AFP Rangur Gylfi Þór Sigurðsson var réttur maður á röngum stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.