Morgunblaðið - 02.03.2020, Síða 27

Morgunblaðið - 02.03.2020, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2020  Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona settu á laugardag met í Meistaradeild Evrópu í hand- bolta er liðið vann sinn þrettánda leik í röð. Spænska liðið hafði þá betur gegn Stefáni Rafni Sigurmannssyni og Pick Szeged frá Ungverjalandi, 30:28. Aron skoraði tvö mörk fyrir Barcelona og Stefán fjögur fyrir Pick Szeged. Barcelona er komið í átta liða úrslit en Szeged bíður einvígi gegn ríkjandi meisturum Vardar þar sem sæti í átta liða úrslitunum er undir.  Kolbeinn Höður Gunnarsson bætti á laugardag Íslandsmet sitt í 200 metra hlaupi innanhúss. Kolbeinn Höður kom í mark á 21,21 sekúndu í úrslitahlaupinu á 2020 American Indoor Track and Field Championship þar sem hann keppir fyrir Memphis- háskóla.  Hinn 17 ára gamli Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði um helgina fyrir U17 ára lið stórveldisins Ajax gegn Zwolle. Kristian, sem varð 16 ára í síðasta mánuði, gekk til liðs við hollenska stórliðið frá Breiðabliki en hann er yngsti leikmaður í sögu Breiðabliks til þess að spila í efstu deild.  Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sig- urjónsson lagði upp sigurmark Astana sem varð meistari meistaranna í knattspyrnunni í Kasakstan með 1:0- sigri á Kaisar Kyzylorda á laugardag.  Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir lék sínar fyrstu mín- útur á árinu er hún kom inn á sem varamaður á 65. mínútu í 6:0 sigri Wolfsburg á Jena í efstu deild þýska fótboltans. Sara Björk hefur verið að glíma við meiðsli í hné og lék síðast hinn 29. nóvember síðastliðinn.  Valdís Þóra Jónsdóttir lauk keppni í 21.-28. sæti á NSW Open-golfmótinu í Ástralíu en lokahringurinn var leikinn í fyrrinótt. Mótið er liður í Evr- ópumótaröð kvenna. Hún lék loka- hringinn á 72 höggum. Íslandsmeist- arinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir hafnaði í 65. sæti á sama móti. Hún lék lokahringinn á 80 höggum.  Alfreð Finnbogason skoraði sitt þriðja mark á tímabilinu í þýsku 1. deildinni í fótbolta á laugardag er hann gerði annað mark Augsburg í 2:3-tapi fyrir Borussia Mönchenglad- bach á heimavelli. Markið kom á 73. mínútu, tíu mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Þá lék Samúel Kári Friðjónsson allan leikinn með Pa- derborn sem tap- aði fyrir Mainz á útivelli, 0:2. Samúel var í byrjunarliði Paderborn í fyrsta skipti. Eitt ogannað KÖRFUBOLTI Skúli B. Sigurðsson Jóhann Ingi Hafþórsson Sexfaldir meistarar KR í körfu- knattleik náðu sér líkast til í einn sinn mikilvægasta sigur í vetur þeg- ar þeir heimsóttu Njarðvíkinga í gærkvöldi í Dominos-deildinni. Niðurstaða kvöldsins varð 87:81 og með sigrinum komust KR-ingar í 4. sæti deildarinnar á kostnað Njarð- víkinga og þar með í heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Ekki nóg með það, því þessi sex stiga sigur tromp- ar fyrri sigur Njarðvíkinga í vetur á KR og þar með innbyrðis viðureign, sem þýðir að ef liðin enda með sama stigafjölda í lok deildar hafa KR- ingar efra sætið. Aldrei afskrifa meistarana Fyrir leik var mikið rætt um margskaddað lið KR og ekki nema von því í liðið vantaði Króatann Dino Cinic, Jón Arnór Stefánsson og Björn Kristjánsson, sem voru allir á meiðslalista og svo var Kristófer Acox að koma sér í gírinn eftir sín veikindi. Hins vegar skal aldrei af- skrifa hjarta meistaranna, sem komu svo sannarlega vel undirbúnir til leiks. Varnarleikur þeirra framan af leik gerði Njarðvíkingum skrá- veifu. Hægur og hikandi sóknar- leikur Njarðvíkinga framan af leik varð þessum varnarleik KR að bráð og augljóst að upplegg gestanna úr Vesturbænum var að spila stífa vörn. Sóknin á tímum fékk að njóta vafans en þetta kvöldið virtist það henta bara nokkuð vel. Maður vill síður en svo saka Njarðvíkinga um vanmat gegn sexföldum meisturum. Líkt og þeir mættu til leiks þetta kvöldið má hins vegar alveg kasta þeirri fullyrðingu fram. Ákvarðanir voru slakar og virtust þeir einfald- lega alls ekki nægilega gíraðir í það að hirða einn mikilvægasta sigur vetrarins. Ef ekki hefði verið fyrir áhlaup frá Maciej Baginski í þriðja leikhluta þá hefði þessi leikur verið eign KR frá upphafi til enda. Á með- an Njarðvíkingar geta stundum litið út eins og meistaraefni í einum leiknum, þá hlaða þeir í frammi- stöðu líkt og í gærkvöldi í þeim næsta. Það mun ekki koma þeim mikið lengra en í síðustu úr- slitakeppni sem þeir léku í.  Stjarnan er einum sigri frá því að tryggja sér deildarmeistaratit- ilinn annað árið í röð eftir sannfær- andi sigur á Þór Akureyri, 107:86. Stjarnan vann leik liðanna á Ak- ureyri fyrr í vetur með flautukörfu frá Nikolas Tomsick. Stjarnan þurfti ekki að treysta á slíkar hetju- dáðir í gær og var sigurinn afar öruggur. Stjarnan mætir KR í næstu umferð og er deildartitillinn tryggður með sigri. Möguleikarnir á að vinna tvöfalt annað árið í röð eru því sannarlega til staðar, en í Garða- bænum er mönnum eflaust nett sama um deildartitla og bikartitla, þar horfa menn á Íslandsmeist- aratitilinn. Haldi Stjarnan áfram að spila eins og liðið hefur gert stærst- an hluta tímabils, er liðið sig- urstranglegt í baráttunni um þann stóra. Þór er enn þá í fallsæti, tveimur stigum á eftir Val, en liðin mætast á Akureyri í næstu umferð í leik sem hefur mikið að segja um hvort liðið fellur niður um deild. Áð- urnefndur Tomsick var stigahæstur í leiknum með 23 stig. Keflavík tók stórt skref í áttina að því að tryggja sér annað sætið með 80:69-sigri á Haukum á heima- velli. Haukar misstu af stigum í bar- áttunni um heimavallarrétt í úr- slitakeppninni. Ætli Haukar sér að enda í einu af fjórum efstu sæt- unum, mega þeir ekki tapa mikið fleiri stigum. Haukamenn hafa nú tapað tveimur leikjum í röð eftir fimm sigra í röð þar á undan, en stöðugleika hefur vantað í lið Hafn- firðinga í vetur. Keflavík er í fínni stöðu þar sem liðið á Fjölni og svo Þór Þorlákshöfn í næstu tveimur leikjum og ætti því að geta tryggt annað sætið, fari þeir leikir eftir bókinni. Deane Williams skilaði tvennu hjá Keflavík; skoraði 22 stig og tók 11 fráköst.  Grindavík vann sannfærandi 90:68-sigur á Val á útivelli og styrkti um leið stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Valsmenn eru nánast úr leik í baráttunni um átta efstu sætin og snýst tímabil þeirra nú fyrst og fremst um að halda sæti sínu í deildinni. Grinda- vík hefur sótt í sig veðrið síðustu vikur og var sigurinn sá þriðji í fjór- um deildarleikjum. Landsliðsmað- urinn Sigtryggur Arnar Björnsson var maður leiksins með 26 stig og 6 stoðsendingar. Mikilvægasti sigur meistaranna  KR-ingar upp í fjórða sætið  Stjarnan þarf einn sigur til viðbótar Keflavík ætlar sér annað sætið  Grindavík að styrkjast  Fallslagur Vals og Þórs Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson Sókn Michael Craion úr KR sækir að Aurimas Majauskas hjá Njarðvík. Bikarmeistarar Skallagríms komust í gærkvöld upp í þriðja sæti Dom- inos-deildar kvenna í körfubolta með 76:69-sigri á Haukum á útivelli. Keira Robinson átti góðan leik fyrir Skallagrím og skoraði 26 stig og tók tíu fráköst. Randi Brown gerði 31 stig fyrir Hauka og tók ellefu frá- köst. Bjarni Magnússon þjálfaði Hauka í fyrsta skipti eftir að félagið rak Ólöfu Helgu Pálsdóttur í vik- unni. Skallagrímur er nú í þriðja sæti með 28 stig, eins og KR, sem er í fjórða sæti. Haukar eru í fimmta sæti með tveimur stigum minna. Bikarmeistarar upp í þriðja sæti Morgunblaðið/Árni Sæberg Stigahæst Keira Robinson var stigahæst hjá Skallagrími. Real Madríd vann Barcelona í deildarleik í spænska fótboltanum í fyrsta skipti síðan 2. apríl 2016 er liðin mættust á Santiago Bernabéu- vellinum í gærkvöld. Með sigrinum náði Real eins stigs forystu á erki- fjendur sína í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Eftir markalausan fyrri hálfleik var Real mun betri aðilinn eftir hlé og var sigurinn að lokum verðskuldaður. Táningurinn Vinícius Júnior kom Real yfir í fyrri hálfleik og vara- maðurinn Mariano Díaz gulltryggði sigurinn með marki í uppbótartíma. Fyrsti sigur Real Madríd í fjögur ár AFP Táningur Hinn 19 ára gamli Viní- cius Júnor fagnar fyrra markinu. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Sauðárkrókur: Tindastóll – Fjölnir .... 19.15 Hertz-hellirinn: ÍR – Þór Þ ................. 19.15 1. deild karla: Ice-Lagoon-höllin: Sindri – Snæfell ........ 16 Í KVÖLD! Hin 13 ára gamla Agnes Brynj- arsdóttir úr Víkingi varði Íslands- meistaratitil sinn í einliðaleik á Íslandsmótinu í borðtennis á Strandgötu í Hafnarfirði í gær. Agnes varð í fyrra yngsti Íslands- meistari í kvennaflokki frá upp- hafi. Hún hafði betur gegn Aldísi Rún Lárusdóttur úr KR í úrslit- um, en hún hafði nokkra yfirburði í úrslitaleiknum. Ingi Darvis úr Víkingi varð Ís- landsmeistari í karlaflokki í fyrsta skipti eftir sigur á Magnúsi Gauta Úlfarssyni úr BH í úrslit- unum, en Magnús var Íslands- meistari síðustu tveggja ára. Ingi hefur síðustu ár verið á meðal sterkustu borðtennisspilara lands- ins og orðið bikarmeistari með Víkingi og leikið með landsliðinu. Hann getur nú loksins bætt Ís- landsmeistaratitlinum við fer- ilskrána. Magnús Gauti Úlfarsson og Sól Kristínardóttir Mixa úr BH urðu Íslandsmeistarar í tvenndarleik. Var þetta þeirra fyrsti titill og fyrsti titill BH í tvenndarleik. Þau sigruðu mæðginin Ástu M. Urban- cic, KR og Jóhannes Bjarka Ur- bancic Tómasson, BH í úrslitum. Birgir Ívarsson og Magnús Gauti Úlfarsson úr BH unnu í tví- liðaleik karla eftir sigur á Inga Darvis og Magnúsi Jóhanni Hjart- arsyni úr Víkingi í úrslitum og Harriet Cardew og Sól Krist- ínardóttir úr BH unnu þær Agnesi Brynjarsdóttur og Stellu Karen Kristjánsdóttur úr Víkingi í úr- slitum í tvíliðaleik kvenna. Sú yngsta varði tit- ilinn á Strandgötu Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Meistarar Agnes Brynjarsdóttir og Ingi Darvis eru Íslandsmeistarar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.