Morgunblaðið - 02.03.2020, Side 32

Morgunblaðið - 02.03.2020, Side 32
Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran- söngkona, best þekkt sem Diddú, mun koma fram á hádegistón- leikum í Hafnarborg í Hafnarfirði í hádeginu á morgun, þriðjudag, klukkan 12. Með henni leikur á pí- anó Antonía Hevesi, listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar í Hafnarborg. Á efnisskrá er úrval af aríum og sönglögum. Diddú á hádegistón- leikum í Hafnarborg MÁNUDAGUR 2. MARS 62. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Íslenska kvennalandsliðið í íshokkíi hafnaði í 2. sæti í 2. deild B á HM á heimavelli. Mótið fór fram í Skauta- höllinni á Akureyri. Ísland tapaði fyrir Ástralíu í fyrsta leik, en vann síðustu fjóra afar sannfærandi. Ís- land tryggði annað sætið með 7:0- sigri á Úkraínu í lokaleik sínum. Silvía Rán Björgvinsdóttir var valin besti sóknarmaður mótsins. »26 Ísland náði í silfur- verðlaun á heimavelli ÍÞRÓTTIR MENNING KR gerði góða ferð á Suðurnesin og vann 87:81-sigur á Njarðvík í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöld. Frammistaða KR-inga var mjög góð og skoruðu fimm leikmenn 14 stig eða meira. Stjörn- una vantar aðeins einn sigur til við- bótar til að tryggja sér deildarmeist- aratitilinn annað ár- ið í röð eftir 107:86- sigur á Þór Akureyri. Keflavík tók stórt skref í að tryggja sér annað sætið með 80:69-sigri á Haukum og Grindavík vann sannfærandi 90:68- sigur á Val. »27 Góð ferð Íslandsmeist- aranna til Njarðvíkur Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fataskiptimarkaður fór fram í Borgarbókasafninu í Árbæ í gær. Þar var hægt að koma með flíkur og skó og fá sér annan fatnað í staðinn. Mætingin hefði mátt vera betri, að sögn Katrínar Guðmunds- dóttur, deildarstjóra bókasafnsins. Fólk var hvatt til að kíkja í fata- skápana og taka þar til fatnað sem það var hætt að nota eða orðið leitt á. Þannig væri hægt að nýta flíkurnar áfram frekar en að henda þeim í ruslið. Saumavélar á safninu Aðspurð segir Katrín hugmynd- ina um markaðinn hafa komið upp í framhaldi af margs konar vanga- veltum um endurnýtingu og um- hverfismál. Hún bendir á að á bókasafninu séu þrjár saumavélar, tvær venjulegar og ein overlock- vél, sem gestir safnsins geti notað til að búa til eða gera við flíkur. „Við höfum ekki verið með fata- skiptimarkað hér áður og vorum bara spennt að sjá hvernig myndi ganga. Ég veit til þess að ungt fólk er duglegt að hittast og skiptast á fatnaði og þá oftast í heimahúsum en við töldum að það gæti að sumu leyti verið þægilegra að hittast á hlutlausum stað, eins og bókasafnið er í raun,“ segir Katrín. Hún segir starfsmenn safnsins hafa rennt blint í sjóinn með markaðinn. „Við vissum ekki hve margir myndu koma, enda engin skráning, fólk mætti bara með flíkurnar. Við teljum að það sé full þörf fyrir svona skiptimarkað, ég hef það fyrir satt að í fataskápum lands- manna sé töluvert af góðum en svo til ónotuðum fatnaði,“ bætir hún við. Einu sinni í mánuði hefur klæð- skeri komið í bókasafnið, leiðbeint fólki og kennt því á saumavél- arnar. Einnig hafa verið örnám- skeið, eins og að sauma skikkjur fyrir öskudaginn eða önnur tilefni. „Hugsunin með saumavélunum er sú að hægt sé að samnýta vél- arnar, að ekki sé nauðsynlegt að slík tæki séu til á hverju einasta heimili,“ segir Katrín. Hún bætir við að til tals hafi komið að vera með námskeið í að sauma upp úr gömlum fötum, en af því hafi ekki orðið enn. Plöntuskipti í vor Katrín minnir svo á að í maí nk. verður plöntuskiptidagur í bóka- safninu. Það verður í þriðja sinn en hin tvö skiptin hafa gengið mjög vel. Stefnt er að því að hafa slíka skiptimarkaði vor og haust. „Almennt má segja að samnýt- ingarhugsjónin sé grunnhugsunin með bókasöfnum. Að allir hafi greiðan aðgang að bókum, við- burðum, kvikmyndum, myndlist og öðru. Bókasöfn eru þannig mið- stöðvar fyrir mannlíf,“ segir Katr- ín að endingu. Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Árbær Fataskiptimarkaður fór fram í Borgarbókasafninu í Árbæ, menningarhúsi hverfisins. Miðstöð fyrir mannlíf  Fataskiptimarkaður á Borgarbókasafninu í Árbæ í gær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.