Morgunblaðið - 17.03.2020, Side 1

Morgunblaðið - 17.03.2020, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 7. M A R S 2 0 2 0 Stofnað 1913  65. tölublað  108. árgangur  NÚ LES ÞJÓÐIN UM SÓTTIR OG PLÁGUR VILJA NÝTA VINDINN Á HEIÐINNI LOGI PRÓFAR BREYTTAN RAM 3500 VIRKJUN Á MOSFELLSHEIÐI? 1000 SÉRBLAÐ UM BÍLA BÆKUR Í VEIRUTÍÐ 28 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Foreldrar skilja þessar aðstæður mjög vel. Ég hef skynjað mikið þakklæti fyrir að skólanum verði haldið opnum,“ segir Ásta Bjarney Elíasdóttir, skólastjóri Breiðholts- skóla. Skólastarf hefst víðast hvar á ný í dag eftir að samkomubann gekk í gildi. Skipulag skólastarfsins er þó annað og minna í sniðum en alla jafna enda þarf að tryggja að ekki séu fleiri en 20 nemendur í sömu kennslustofu og að nemendur bland- ist ekki á milli hópa, til að mynda í mötuneytum. Sótthreinsa þarf skóla- byggingar dag hvern. Útfærslur eru mismunandi eftir skólum enda bekk- ir misstórir og taka þarf mið af húsa- kosti svo dæmi séu tekin. „Þetta hefur krafist smá skipulags en það þarf bara að taka þessum að- stæðum af æðruleysi. Við erum mjög mikilvæg stofnun og það þarf að halda samfélaginu gangandi eins lengi og hægt er,“ segir Ásta Bjarn- ey en í Breiðholtsskóla mæta nem- endur í 1.-7. bekk annan hvern dag. Í 5.-7. bekk er skóladagurinn skertur. Nemendur á unglingastigi mæta að- eins tvo tíma í þessari viku en fá verkefni til að vinna heima. Í Hagaskóla í Reykjavík hefur bekkjum verið skipt í tvennt og mæta nemendur annan hvern dag í skólann. Í Vesturbæjarskóla mæta nemendur sömuleiðis annan hvern dag og er kennt í um það bil tvær klukkustundir. Nemendur í skólum í Vestmannaeyjum munu vera fjórar kennslustundir á dag í skólanum, alls þrjá klukkutíma. Nemendur verða aðeins í sínum bekk og munu mæta á misjöfnum tíma í skólann. »2 Taka aðstæðun- um af æðruleysi  Skólar opnaðir á ný  Skert þjónusta „Þetta eru mikil tíðindi og bar mjög brátt að,“ sagði Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir dómsmálaráðherra í sam- tali við mbl.is í gærkvöldi um fyrir- ætlan Evrópusambandsríkjanna að loka Schengen-svæðinu og að það verði að mestu lokað fyrir utanaðkom- andi umferð næstu þrjátíu daga til að stemma stigu við útbreiðslu kórónu- veirunnar. Ursula von der Leyen, for- seti framkvæmdastjórnar ESB, beindi þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda og ríkisstjórna Noregs, Lúxemborgar og Sviss, sem standa ut- an ESB en eru aðilar að Schengen- samstarfinu, að taka þátt í aðgerðun- um. Ríkisstjórnin mun funda í dag og ræða tilmælin. Búist er við að leiðtog- ar ESB-ríkjanna samþykki tillöguna formlega á fundi í dag. Bretland yrði undanþegið ferðabanninu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík- isráðherra og Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir dómsmálaráðherra fund- uðu um tilmælin með Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi, í gærkvöldi. Áslaug Arna sagði að verið væri að meta stöðuna. Fram að þessu hefðu ís- lensk stjórnvöld talið ferðabann hafa takmarkaða þýðingu. „Við erum ekki búin að átta okkur á því hvað þetta þýðir og hvað Ísland gerir,“ sagði Bogi Nils Bogason, for- stjóri Icelandair, í gærkvöldi. Leiðtogar Þýskalands hvöttu í gær Þjóðverja til að halda sig heima og hætta við ferðir í leyfum, innanlands og til útlanda. Einnig var tekið upp landamæraeftirlit að hluta. Emmanu- el Macron, forseti Frakklands, til- kynnti að ferðafrelsi Frakka yrði skert enn frekar í dag og landsmenn ættu að halda sig heima næstu 15 daga hið minnsta að viðlögðum refsingum. Spænsk stjórnvöld tilkynntu að landamærum landsins yrði lokað. Þá hefur Kanada lokað landinu fyrir er- lendum ríkisborgurum. Hlutabréfa- markaðir heimsins voru í frjálsu falli í gær. Evrópa verði að mestu lokuð í einn mánuð  Tilmæli ESB mikil tíðindi, segir dómsmálaráðherra AFP Ferðabann Ursula von der Leyen kynnti hugmyndina á fundi í gær. MKórónuveira »2, 4, 6, 8, 12-13, 14 „Þetta hefur allt gengið að óskum og flestir hafa brugðist vel við breyttum aðstæðum og kröfum á þessum óvenjulegu tímum sem nú eru uppi,“ segir Ingibjörg Eir Sigurðardóttir, öryggisvörður í verslun Bónuss í Skeifunni í Reykjavík. Hún stóð vaktina í anddyri búð- arinnar í gær og taldi þá sem fóru inn og út en samkvæmt samkomubanninu vegna kór- hendurnar á sér en með slíku er reynt að halda í lágmarki smithættu vegna veirunnar vondu sem nú skekur heiminn og skelfir mannanna börn. sbs@mbl.is ónuveirunnar sem tók gildi í gær mega ekki fleiri en 100 vera í húsi hverju sinni. Einnig er fólk hvatt til að gæta að hreinlæti og fólki sem kom í búðina var gert að sótthreinsa Morgunblaðið/Eggert Talið í Bónusbúð og viðskiptavinum gert að sótthreinsa hendurnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.