Morgunblaðið - 17.03.2020, Side 8
Happatala Maríanna Sigurðardóttir áskrifandi lukkuleg með nýja símann.
„Fyrirgefðu, viltu segja mér þetta
aftur,“ sagði Maríanna Sigurðar-
dóttir áskrifandi við útvarpsmenn á
K100 í gærmorgun þegar hún fékk
þau tíðindi að hafa unnið nýjan
Samsung-síma í Happatölu
Morgunblaðsins og Samsung.
Maríanna hefur verið áskrifandi í
nokkur ár og var kampakát þegar
hún sótti vinninginn í Hádegismóa í
gær, sagðist ætla beint heim og
skipta út gamla símanum. Sá nýi er
af gerðinni Samsung Galaxy S20+.
Happatöluna er að finna í
Morgunblaðinu á fimmtudögum og
laugardögum. Geta lesendur farið
inn á mbl.is/happatala og gefið upp
töluna til að komast í pottinn. Dreg-
ið er í beinni útsendingu á K100 á
föstudags- og mánudagsmorgnum.
Endurtaka þurfti
boðun um vinning
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2020
Ath! Lagersalan er eingöngu á vefnum okkar fastus.is
Fastus ehf | Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
LAGERSALA Á FASTUS.IS
Allt að
AFSLÁTTUR
Þegar forseti Bandaríkjannaákvað fyrir fáeinum dögum
að loka fyrir ferðir frá stærstum
hluta Evrópu, þar
með talið frá Ís-
landi, til Bandaríkj-
anna, hófst sér-
kennileg umræða
með einkennilegum
viðbrögðum. Þetta
fór ekki aðeins af
stað hér á landi
heldur einnig á æðstu stöðum inn-
an Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen, forsetiframkvæmdastjórnar ESB,
gagnrýndi bandarísk stjórnvöld og
fann meðal annars að því að
ferðabannið hefði verið „án sam-
ráðs“, rétt eins og það væri þýð-
ingarmikið atriði í þessu sam-
bandi.
Meginatriðið var að Bandaríkintöldu sig þurfa að grípa til
harðra aðgerða og höfðu til þess
fullan rétt þó að fólk geti haft
misjafnar skoðanir á því hvort að
ástæða var til að ganga svo langt.
Innan ESB hefur síðan hvert rík-ið af öðru lokað landamærum
sínum og ekki er vitað til að þau
hafi haft sérstakt samráð við
Bandaríkin, Ísland eða aðra vegna
þess.
Í gær gerðist það svo að Ursulavon der Leyen steig sjálf fram
og greindi frá því að hún hygðist
leggja til lokun ytri landamæra
Evrópusambandsins, en sambandið
hefur sætt gagnrýni fyrir að
bregðast ekki við kórónufaraldr-
inum.
Upphlaupið vegna lokunarBandaríkjanna virðist því
hafa stafað af einhverju öðru en
málefnalegum ástæðum.
Ursula von
der Leyen
Ekki er sama
hver skellir í lás
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Alls verða sextán lóðir við leik- og
grunnskóla Reykjavíkurborgar
ýmist endurgerðar eða lagfærðar í
ár fyrir samtals 500 milljónir.
Áætlað er að framkvæmdir hefjist
í maí og að þeim ljúki í ágúst.
Fram kemur í tilkynningu frá
borginni að sex grunn- og leik-
skólalóðir verða endurgerðar.
Skólarnir sem um ræðir eru
grunnskólarnir Ártúnsskóli, Brú-
arskóli og Rimaskóli og leikskól-
arnir Furuskógur-Furuborg,
Garðaborg og Ægisborg.
Lóðirnar eru endurgerðar í
áföngum en frekari upplýsingar
um framkvæmdina má finna á vef
Reykjavíkurborgar.
Enn fremur verða gerðar ýmsar
lagfæringar á tíu leikskólalóðum
til viðbótar, en þær eru við Engja-
borg, Fífuborg, Geislabaug, Hóla-
borg, Klettaborg, Langholt-Sunnu-
borg, Litla-Holt, Lyngheima,
Nes-Hamra og Sólborg.
Á þessum lóðum verða leiktæki
endurnýjuð á hluta leiksvæða og
öryggismöl skipt út með nýju fall-
varnarefni og/eða gervigrasi. Það
er stefna borgarinnar að hætta
notkun öryggismalar sem fallvarn-
ar á leiksvæðum.
Framkvæmt fyrir 500 milljónir kr.
Lóðir við sextán leik- og grunnskóla
í borginni lagfærðar í sumar
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Skólar Miklar lagfæringar verða á
lóðum skóla borgarinnar í sumar.