Morgunblaðið - 17.03.2020, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2020
17. mars 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 134.19 134.83 134.51
Sterlingspund 169.09 169.91 169.5
Kanadadalur 97.15 97.71 97.43
Dönsk króna 20.029 20.147 20.088
Norsk króna 13.358 13.436 13.397
Sænsk króna 13.76 13.84 13.8
Svissn. franki 141.84 142.64 142.24
Japanskt jen 1.2617 1.2691 1.2654
SDR 185.08 186.18 185.63
Evra 149.71 150.55 150.13
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 174.6768
Hrávöruverð
Gull 1588.15 ($/únsa)
Ál 1676.5 ($/tonn) LME
Hráolía 32.85 ($/fatið) Brent
● Hagnaður Varðar nam 1,8 milljörðum
króna á árinu 2019 en var 1,2 milljarðar
árið 2018 og því hækkaði hann um
46% milli ára, að því er fram kemur í
afkomutilkynningu félagsins. Þar kemur
fram að tekjur af iðgjöldum hafi hækk-
að um 9% milli ára og voru í fyrra 11,7
milljarðar króna en tjón námu tæpum
8,4 milljörðum sem er 7% hækkun frá
árinu 2018.
Þá segir í tilkynningunni að góða af-
koma Varðar megi rekja til líf- og per-
sónutryggingastarfsemi félagsins og
góðum árangri í fjárfestingum auk þess
sem afkoman í skaðatryggingarekstri
hafi batnað milli ára.
Hins vegar hafa nokkrir þættir leitt til
útgjaldaaukningar. „Uppgjörskostn-
aður vegna slysa [hefur] hækkað mikið,
sem leitt hefur af sér mikla útgjalda-
aukningu. Þá er umtalsvert kostn-
aðarsamara að gera við bíla sem búnir
eru nútíma tækni- og tölvubúnaði.“
Á síðasta ári hækkaði kostnaðarhlut-
fall um 1,5 prósentustig milli ára og
nam 19,8%. En hækkunina má aðallega
rekja til fjárfestinga í stafrænum þjón-
ustulausnum. Þá voru heildareignir
Varðar í árslok tæplega 25 milljarðar
sem er hækkun um rúmlega 15% á
árinu. Milli ára hækkaði eigið fé um
20% og var í árslok 8,1 milljarður. Eig-
infjárhlutfall hækkaði í 32,5% úr 31,2%.
1,8 milljarða hagnaður
af rekstri Varðar
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjun-
um tóku skarpa dýfu við opnun í
gær. Voru viðskipti í Kauphöllinni í
New York stöðvuð í 15 mínútur eft-
ir að ljóst varð í hvað stefndi en
með því reyndu forsvarsmenn
Kauphallarinnar í þriðja sinn á sex
dögum að ná skjálftanum úr mark-
aðnum og koma í veg fyrir upp-
lausnarástand. Aðgerðin hafði ekki
tilætluð áhrif og féll S&P500-vísital-
an um 11,98% og er það mesta fall
sem orðið hefur á henni frá hruninu
í október 1987. Þá féll Dow Jones
um 12,93%. Nasdaq-kauphöllin í
Bandaríkjunum, sem byggist að
miklu leyti á tæknifyrirtækjum hef-
ur aldrei orðið fyrir jafn þungu
höggi og í gær. Nasdaq Composite-
vísitalan féll t.d. um 12,32%. Meðal
fyrirtækja sem tóku á sig miklar
lækkanir í gær voru tæknirisarnir
Apple sem lækkaði um 12,86%,
Microsoft sem lækkaði um 14,74%
og Facebook sem lækkaði um
14,25%.
Telja vopnabúrið tæmt
Segja hlutabréfagreinendur að sí-
fellt aukinnar taugaveiklunar gæti á
mörkuðum í kjölfar þeirrar ákvörð-
unar Seðlabanka Bandaríkjanna að
lækka stýrivexti niður í 0% og auka
innspýtingu lausafjár inn á fjár-
málamarkaði um hundruð milljarða
dollara. Virðist það mat margra að
þar hafi bankinn nýtt síðustu kúl-
una í vopnabúri sínu án þess að það
hafi náð að rétta markaði af. Þeir
eru allir illa staddir vegna áhrifa af
útbreiðslu kórónuveirunnar.
Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands
lækkaði um 5,22% í viðskiptum
gærdagsins. Ekkert félag hækkaði
á markaðnum. Mest var lækkunin á
bréfum Icelandair Group eða
17,86%. Félagið hefur lækkað um
rúm 52% frá áramótum. Og er
markaðsvirði félagsins rúmir 18,8
milljarðar króna.
Bréf Kviku banka lækkuðu um
11,28%. Nemur lækkun bréfa bank-
ans tæpum 34% frá áramótum. Þá
lækkuðu bréf Arion banka um tæp
7,96% og hefur markaðsvirði bank-
ans skroppið saman um 31,6% frá
áramótum. Stendur það nú í 107
milljörðum króna. Til samanburðar
má geta að eigið fé bankans var
bókfært 189,6 milljarðar við nýliðin
áramót. Bréf Marels lækkuðu um
4,56%. Hafa bréf félagsins rýrnað
að verðgildi í kauphöll um 100 millj-
arða króna frá áramótum.
Mikil lækkun í Evrópu
Gríðarlegur titringur fór um
evrópska hlutabréfamarkaðinn.
Þannig lækkaði Europe 600-vísital-
an, sem gefur besta mynd af gengi
stærstu fyrirtækja álfunnar, um
10%. Þá féll þýska DAX-vísitalan og
CAC 40 í Frakklandi um 10% einn-
ig.
Um svipað leyti og markaðnum
hér heima var lokað barst tilkynn-
ing frá Brussel um að fram-
kvæmdastjórn ESB hefði lagt til
miklar ferðatakmarkanir til ríkja
sambandsins næstu 30 dagana.
Lækkuðu bréf Norwegian um
11,75% og hafa þau nú lækkað um
83% frá áramótum. Nemur mark-
aðsvirði félagsins jafnvirði 15,5
milljarða íslenskra króna. Bréf
Lufthansa lækkuðu um 7,91%. Bréf
Air France-KLM um 10,1%. Bréf
SAS lækkuðu um 7,11%. Þá lækk-
uðu bréf IAG, móðurfélags British
Airways, um 27,01%.
Eins kom mikill skellur á banda-
rísku flugfélögin. Delta lækkaði um
6,65 og United Airlines um 14,82%.
American Airlines skar sig að þessu
sinni úr og hækkuðu bréf félagsins
um 11,25%.
Olían lækkar áfram
Olíuverð hélt áfram að lækka í
gær og þannig fór verðið á Brent-
norðursjávarolíu niður um 12,75%
og niður í 29,53 dollara á tunnuna.
Hefur verðið ekki verið svo lágt síð-
an um miðjan janúarmánuð 2016.
Hafði verðlækkunin mikil áhrif á
helstu olíufélög heimsins.
Equinor, norska ríkisolíufélagið,
lækkaði um 13,29%. Félagið hefur
frá áramótum lækkað um rúm 55%.
Royal Dutch Shell lækkaði um
15,82%, Exxon Mobil, lækkaði um
9,52, BP lækkaði um 15,02% og
franska olíufélagið TOTAL lækkaði
um 15,76%.
Hlutabréfamarkaðir enn
í frjálsu falli víða um heim
AFP
Hriktir í stoðunum Verðbréfamiðlari í kauphöllinni í Pakistan ræðir
áhyggjufullur við samstarfsmann sinn í síma með grímu fyrir vitum.
Hamfarir
» Hlutabréfamarkaðir um
heim allan hafa tekið á sig
gríðarlegar lækkanir.
» Stærstu flugfélög heimsins
hafa kallað eftir aðgerðum
stjórnvalda til að forða þeim
frá gjaldþroti.
» Nær allir eignamarkaðir
hafa orðið fyrir skakkaföllum.
» Meira að segja gullverð hef-
ur gefið eftir sem gjarnan
styrkist á óvissutímum.
Olíuverð lækkar áfram Stöðva þurfti viðskipti á Wall Street við opnun markaða
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Við höfum farið yfir málið. Lend-
ingin er sú að vera með opin hús en
að fólki verði gert að bóka skoðun áð-
ur. Þannig má
tryggja að við
tökum ekki við
mörgum í einu,“
segir Þórarinn M.
Friðgeirsson, lög-
giltur fasteigna-
sali hjá Eigna-
miðlun.
„Við reynum að
viðhafa allar ráð-
stafanir sem
hægt er að gera í
opnum húsum,“ segir Þórarinn.
Tilefnið er útbreiðsla kórónuveir-
unnar og ýmsar takmarkanir á við-
skiptum af hennar völdum.
Þórarinn segir aðspurður viðbúið
að útbreiðsla veirunnar muni setja
strik í reikning fasteignaviðskipta.
Var þyngra eftir fall WOW
„Maður finnur að þetta hefur
áhrif. Þó hefur verið furðu mikið að
gera miðað við allt og allt. Ástandið
var verra í fyrra eftir gjaldþrot
WOW air. Þá róaðist markaðurinn
talsvert meira. Nú fáum við töluvert
margar fyrirspurnir. Til dæmis fékk
ég nú fleiri bókanir í opin hús en á
venjulegum degi,“ sagði Þórarinn.
Almennt séu seljendur fasteigna
ekki hikandi við að leyfa opin hús.
„Við beinum þeim tilmælum til
fólks að það gangi öðruvísi um en
vanalega og að seljendur bjóði upp á
sprittbrúsa,“ segir Þórarinn.
Gott aðgengi að fjármagni
Hann segir aðspurður að ástandið
hafi verið miklu verra í efnahags-
hruninu. Bankakerfið hafi þá lokast.
Þótt dregið hafi úr útlánum til
verktaka sé nú almennt mun meira
fjármagn í boði en til dæmis frá
miðju ári 2007 og fram að alþjóðlegu
fjármálakreppunni haustið 2008.
Ekki séu komnar vísbendingar um
að vaxtalækkanir Seðlabanka Ís-
lands hafi örvað eftirspurn. Bankinn
lækkaði vexti í síðustu viku.
Þá segir Þórarinn sölutímann hafa
lengst. Það taki að öllu jöfnu lengri
tíma að selja fasteign en fyrir ári.
Seljendur geti búist við að það taki
2-3 mánuði að selja eignir.
Hleypa inn í opin
hús í áföngum
Fasteignasalar viðhafa ráðstafanir
Seljendur ekki hikandi við opin hús
Þórarinn
Friðgeirsson