Morgunblaðið - 17.03.2020, Side 13
AFP
Eftirlit Þýsk lögregla ræðir við ökumann við landamærin að Danmörku en Þjóðverjar tóku upp landamæraeftirlit í gær vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Fyrstu prófanir bóluefnis gegn kór-
ónuveirunni voru ráðgerðar í Seattle
í Bandaríkjunum síðdegis í gær að
staðartíma vestanhafs. Skyldu 45
heilbrigðir sjálfboðaliðar þá fá
sprautu með bóluefni sem gæti ekki
valdið þeim Covid-19-sjúkdómnum,
sem veiran veldur, aðeins líkt eftir
honum.
Prófanirnar eru þó aðeins fyrsta
skrefið á lengri vegferð þar sem fyrst
verður ljóst eftir nokkra mánuði
hvort þetta bóluefni, eða önnur lík
því, hafi nokkuð að segja í baráttunni.
Til að flýta ferlinu sniðganga vísinda-
menn þá vanalegu framkvæmd að
kanna hvort bóluefnið kalli fram
ónæmisviðbrögð hjá dýrum.
Keppa við veiruna
Moderna Therapeutics, framleið-
andi bóluefnisins, fullyrðir þó að
framleiðslan hafi átt sér stað eftir
viðurkenndum leiðum og verklags-
reglum. „Þetta bóluefni er framleitt
eftir viðurkenndum uppskriftum,“
sagði dr. John Tregoning, farsótta-
sérfræðingur við Imperial College í
London, í samtali við breska ríkisút-
varpið BBC í gær.
Hann sagði ströngustu öryggis-
reglum hafa verið fylgt við fram-
leiðslu bóluefnisins sem væri öruggt
til notkunar á mönnum auk þess sem
grannt væri fylgst með þeim sem
boðið hefðu sig fram til prófana.
„Já, þetta gengur mjög hratt fyrir
sig, þarna keppa menn við veiruna,
ekki innbyrðis sem vísindamenn.
Þetta er í þágu mannkynsins,“ sagði
Tregoning við BBC um nýja bólu-
efnið sem gengur undir nafninu
„mRNA-1273“ og er ætlað að vekja
varnarviðbrögð ónæmiskerfisins við
veirunni sem það líkir eftir.
Yfir til Evrópu
Dr. Anders Tegnell, sóttvarna-
læknir í Svíþjóð, gagnrýnir ná-
grannaþjóðirnar Dani og Norðmenn
fyrir það sem Tegnell telur allt of
harkaleg viðbrögð við faraldrinum.
Hafa Svíar hvorki lokað landamær-
um sínum né menntastofnunum og
segir Tegnell enga ástæðu til þess,
að sögn sænska dagblaðsins Ex-
pressen.
Engin vísindaleg rök
„Engin vísindaleg rök eru fyrir því
að loka landamærunum, sú ráðstöf-
un er þvert á það sem WHO [Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunin] hef-
ur ráðlagt,“ sagði Tegnell í gær.
„Ástæðan fyrir því að við setjum
það í forgang að prófa heilbrigðis-
starfsfólk fyrir veirunni er að þeir
sem fyrst og fremst eru í áhættuhóp-
um smitist ekki af heilbrigðisstarfs-
fólkinu. Fólkið í áhættuhópunum er
það sem sóttin kemur til með að
leggjast þyngst á,“ sagði læknirinn.
Nýtt bóluefni prófað í Seattle
45 sjálfboðaliðar sprautaðir með efninu Sænskur læknir gagnrýnir lokanir
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2020
Gæðavörur
í umhverfisvænum
umbúðum
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com,
kajaorganic@gmail.com
Hollt, bragðgott og þægilegt
Vegan - Keto - Pascaterian - Glutenlaust
Sölustaðir: Hagkaup, Nettó, Heilsuhúsin, Fjarðarkaup, Melabúðin,
Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi
Þrítugur Japani, Satoshi Uematsu,
var í gær dæmdur til dauða í héraðs-
dómi í Yokohama í Japan fyrir fjölda-
morð árið 2016. Uematsu gekk þá
berserksgang á Tsukui Yamayuri-en,
dvalarheimili fyrir fatlaða skammt
frá Tókýó, og stakk 19 vistmenn til
bana. Japanska fréttastofan Kyodo
greindi frá dómsuppkvaðningunni.
Uematsu sagðist við réttarhöldin
hafa þær málsbætur að fólk sem væri
ófært um að tjá sig nyti ekki mann-
réttinda. Sagðist hann hafa neyðst til
að fremja ódæði sitt til bóta fyrir
samfélagið. Tilgangur lífs fatlaðra
væri enginn. Fórnarlömbin voru á
aldrinum 19 til 70 ára.
Ritaði þinginu bréf
Uematsu gaf sig fljótlega fram á
lögreglustöð eftir atlöguna. Vist-
menn á heimilinu voru 150 þegar
hann lét til skarar skríða og voru níu
starfsmenn á vakt.
Bréf sem morðinginn sendi jap-
anska þinginu nokkrum mánuðum
fyrir fjöldamorðið hefur vakið nokk-
urn óhug. Þar skrifaði hann að hann
hygðist myrða 470 fatlaðar mann-
eskjur fengi hann leyfi þingsins til
þess.
Hann var tafarlaust nauðungar-
vistaður á stofnun en sleppt þaðan
tveimur vikum síðar.
Ofbeldisglæpir eru fátíðir í Japan
sem rekur mjög harða refsistefnu.
Verjandi Uematsu sagði hann hafa
ofneytt maríjúana og strítt við and-
leg veikindi. Saksóknari kvað Ue-
matsu hins vegar hafa verið full-
komlega meðvitaðan á
verknaðarstundu og ætti hann sér
engar málsbætur. Dauðarefsingu
Uematsu verður framfylgt með
hengingu.
Sagði lífstilgang
fatlaðra engan
Dæmdur í snöruna fyrir fjöldamorð
AFP
Fjöldamorðingi Satoshi Uematsu í
lögreglufylgd á leið í réttarsal.
Bandarískir her-
menn eru á för-
um frá al-Qaim-
herstöðinni í
Írak og tveimur
til þar í landi á
næstu vikum.
Viðsjár hafa ver-
ið vaktar með ná-
grannaríkjunum
Íran og Írak síð-
an drónaárás af
hálfu Bandaríkjamanna varð ír-
anska hershöfðingjanum Qasem
Soleimani að aldurtila í byrjun jan-
úarmánaðar.
Formleg kveðjuathöfn verður
haldin síðar í vikunni þar sem
bandaríska herliðið mun afhenda
íraska hernum búnað til að sinna
öryggismálum á svæðinu, sem er
eitt það fyrsta sem féll í hendur
hryðjuverkasamtakanna Ríkis ísl-
ams árið 2014. Eftir að þeim var
stökkt á flótta hafa íranskar her-
sveitir að mestu ráðið lögum og lof-
um beggja vegna landamæranna.
Bandaríkjamenn
yfirgefa þrjú vígi
Írak Yfirgefa þrjár
herstöðvar.
Á FÖRUM FRÁ ÍRAK
Upp úr hádegi í
gær hafði norska
úrvalsvísitalan
fallið um tíu pró-
sent, ekki síst
vegna ört lækk-
andi olíuverðs,
en verð olíu-
tunnunnar stóð
þá í 30,54 dölum,
aðeins 80 sentum
meira en það
varð lægst í síðasta olíuverðhruni,
29,74 dalir í janúar 2016.
Öll verðhækkun norskra hluta-
bréfa síðustu fjögur ár er nú horfin
á braut og var úrvalsvísitalan 611
stig í gær, það var hún síðast sum-
arið 2016. Verðmæti skráðra félaga
hefur þar með rýrnað um þriðjung.
„Allt er ófyrirsjáanlegt og við
höfum ekki séð annað eins ástand á
olíumarkaðnum,“ sagði Helge
Andre Martinsen, greinandi hjá
DNB Markets, í samtali við norska
ríkisútvarpið NRK í gær.
NOREGUR
Olíuverð ekki lægra
síðan í janúar 2016
Olíutunnan kostar
nú rúma 30 dali.