Morgunblaðið - 17.03.2020, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fréttafundirvarnar-sveitar gegn
kórónuveiru eru
prýðilegir og þakk-
arefni. Vafalaust er
að fjöldinn fylgist
vel með og vill bæði
fylgja tilmælum og
nýta upplýsingarnar sem fram
koma. En það þýðir ekki að all-
ur almenningur gæti í kjölfarið
gengið undir munnlegt próf í
fróðleiknum og fengið fyrstu
einkunn. En hann er miklu nær
en ella og er með það mikilvæg-
asta á hreinu. Nú síðast var
nefnt að misskilnings gætti
varðandi „hjarðmarkmið“ út-
breiðslu veirunnar. Hversu
stórt mengi sýktra og í yfir-
gnæfandi tilvika þá læknaðra
þyrfti til svo að mótvægi haml-
aði veirunni að breytast í far-
aldur.
Á opnum upplýsingafundi
vakti Þórólfur Guðnason sótt-
varnalæknir athygli á að víða
gætti misskilnings um hugtakið
hjarðónæmi.
Sóttvarnalæknir sagði þetta
hugtak koma úr bólusetning-
arfræðum. Það segði til um hve
stóran hluta af þjóðinni þyrfti
að bólusetja til að veira fengi
ekki þrifist til að skapa far-
aldur. Sagði hann að hægt væri
að reikna hjarðónæmi fyrir kór-
ónuveiruna út frá
útbreiðslustuðli hennar, sem
væri 3.
Og hann undirstrikaði svo:
„Ekki er takmarkið að 60-70%
þjóðarinnar sýkist.“ Og bætti
svo við:
„Ef við hefðum bóluefni þá
gætum við því sagt að við þyrft-
um að bólusetja 60-70% þjóð-
arinnar til að verjast veirunni.
En það þýðir ekki að það sé tak-
mark okkar að 60-70% þjóð-
arinnar muni sýkjast.“ Um
þetta atriði væri misskilningur.
Ekki væri enn þá hægt að
vita hversu margir myndu sýkj-
ast af veirunni.
„Vonandi verða þeir sem
fæstir,“ sagði Þórólfur og
minnti á að langflestir sem
smituðust af veirunni fengju
væga sýkingu. Miklu máli skipti
hins vegar að vernda viðkvæm-
ara fólk í áhættuhópum.
Þetta var þörf áminning.
Hvarvetna þyrstir almenning
í fréttir um efnið. Og hann fær
flóð misgóðra „upplýsinga“.
Jafnvel verður vísindamönnum,
sem koma fram undir merkjum
traustvekjandi aðila, það á að
ýta undir misskilning. Og mis-
þarfar „upplýsingar“ berast
hvaðanæva því kórónuveiran
hefur heltekið heimsumræðu og
selur því best alls núna. Og net-
umræðan umlykur svo allt og
þangað sækja of margir allan
sinn daglega fróðleik og hafa
ekki varann á. Netið á sér ekki
landamæri og ber
sjaldnast nokkra
ábyrgð.
En nokkur meg-
inefni eru komin í
gegn: Kórónu-
pestin er nýtt af-
brigði. Bóluefni er
ekki til og hjálpar
ekki nú, þótt vonir standi til að
það finnist. Enn sem komið er
telja þeir sem halda um púls
þessa máls, okkar fólk hér
heima og samsvarandi stjórn-
endur erlendis, að þótt þessi
veira sé hraðsmitandi og hafi
komið flatt upp á veröldina þá
sé hún ekki mikil ógn fyrir þá
sem hafa mótstöðu sína óskerta.
Þetta hafa þeir rökstutt ræki-
lega. Og þrátt fyrir bóluefna-
skort þá séu ýmsar varnir til-
tækar til að styðja þá í veikasta
hópnum sem kynnu að sýkjast.
En þeir séu engu að síður í
áhættuhópi og því mikilvægt að
tryggja að þeir smitist ekki. Um
það þarf baráttan að snúast á
næstu vikum.
Almenningur gerir sér grein
fyrir því að úrslitum getur ráðið
að við missum ekki vald á mál-
inu. Haldist markmið stýrihóps-
ins þar til faraldurinn hjaðnar
þá munu batahorfur þeirra sem
sýkjast og eru í áhættuhópi
styrkjast verulega. Forsenda
þess er sú að heilbrigðiskerfið
fái ekki of stóran kúf smitaðra
úr slíkum hópi í fangið í einu.
Samhliða því að halda utan
um varnarviðbúnað gegn veir-
unni hefur teyminu tekist að
koma því sem mestu skiptir yfir
til almennings.
Það er ekki létt í því ástandi
óttans sem nú er. Myndir sem
birtast á skjáum frá löndum
Evrópu þar sem drónar fljúga
yfir mönnum og skipa þeim með
lögregluvaldi að hverfa til húsa
sinna eru ekki til þess fallnar að
draga úr ótta. Ekki heldur tölur
sem birtast oft á dag, eins og
nýjar tölur í kosningum, um að
síðasta sólarhring (sunnudag)
hafi 382 dáið á Ítalíu og svo og
svo margir í löndunum í kring.
Fréttir um að forsætisráð-
herra Bretlands biðji bíla-
framleiðendur að gera hlé á
sinni iðju og framleiða nú önd-
unarvélar, eins og væru þeir á
stríðstímum sýna baráttuvilja
en vekja einnig ugg og spurn-
ingar um hver sé staðan í nær
umhverfinu, komi kúfurinn sem
verið er að forðast. En samt er
staðan þessi: Áhyggjur voru
eðlilegar á fyrstu vikum fársins.
En nú þegar meira er vitað hafa
skapast nýjar forsendur og nýtt
traust. Við vitum öll að þessi
barátta vinnst. Við viljum öll
eiga þátt í þeim sigri. Tökum
fast á móti og stuðlum að því
með öðrum að frekar fyrr en
síðar rofi til.
Það er raunhæft markmið.
Vágesturinn í mynd
kórónuveiru er
yfirstíganlegur. Það
er ástæðulaust að
halda annað}
Staðan snúin en
markmiðin ljós
Í
lok síðustu viku kynnti ég ákvörðun
mína um að virkja heimildir sótt-
varnalaga til að takmarka samkomur í
fjórar vikur, frá og með 16. mars. Til-
gangurinn er að hefta útbreiðslu CO-
VID19-sjúkdómsins, verja heilsu fólks og við-
halda starfsgetu heilbrigðiskerfisins meðan á
faraldri stendur og er ákvörðunin tekin að til-
lögu sóttvarnalæknis. Samhliða samkomubanni
verður skólahald takmarkað í fjórar vikur.
Þetta er mikilvæg sóttvarnaaðgerð sem allur
almenningur þarf að hlíta og vera meðvitaður
um. Á vefsíðunni covid.is er hægt að finna góð-
ar upplýsingar um COVID-19, samkomub-
annið, nýjustu fréttir, svör við algengum spurn-
ingum o.fl.
Með samkomubanni er átt við skipulagða
viðburði þar sem fleiri en 100 manns koma
saman og verða þeir óheimilir. Við öll mannamót þarf auk
þess að tryggja að nánd milli manna sé að minnsta kosti
yfir tveir metrar og að aðgengi að handþvotti og hand-
spritti sé gott. Háskóla- og framhaldsskólakennslu verður
sinnt með fjarkennslu og í grunnskólum skal tryggja að
ekki séu fleiri en 20 nemendur í kennslunni í sömu stofu.
Tryggja skal að börn í leikskólum séu í eins litlum hópum
og mögulegt er.
Fram til þessa höfðu viðbrögð á Íslandi beinst að fljótri
greiningu einstaklinga, rakningu smita, einangrun sýktra
og sóttkví þeirra sem grunur er á að séu smitaðir. Má telja
líklegt að þessar ráðstafanir hafi komið í veg
fyrir fjölmörg innlend smit. Margvíslegar aðr-
ar ráðstafanir hafa verið gerðar með leiðbein-
ingum og upplýsingagjöf til almennings, stofn-
ana og fyrirtækja til að sporna við útbreiðslu
veirunnar og sérstök áhersla hefur verið lögð á
að vernda viðkvæma hópa og verður svo
áfram. Nú hefur samkomubann og takmörkun
á skólahaldi verið sett á, með það að markmiði
að hefta útbreiðslu veirunnar enn frekar.
Mat sóttvarnalæknis var að nú væri rétti
tíminn til að ráðast í aðgerðir sem þessar, í
ljósi þess að smitum á Íslandi fjölgar dag frá
degi og svokölluðum þriðja stigs smitum einn-
ig. Þá eru dæmi um smit sem ekki hefur tekist
að rekja til utanferða annarra einstaklinga. Að
mati sóttvarnalæknis gefi þetta vísbendingu
um að COVID-19 geti nú farið að smitast hrað-
ar milli fólks en hingað til. Á sama tíma sé hópur starfs-
manna Landspítala í sóttkví og gæti frekari útbreiðsla far-
aldursins dregið úr getu spítalans til að sinna hlutverki
sínu.
Nú er það verkefni okkar allra að fylgja fyrirmælunum
og hjálpast að. Verkefnið er stórt og krefjandi en ég er
sannfærð um að við komumst í gegnum þetta saman.
Gangi öllum sem best sem eru að glíma við stórar breyt-
ingar á sínum högum og daglegu lífi.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Samkomubann
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Tilfellum kórónuveirufarald-ursins virðist fjölga nokkuðhægar í Asíu en í Evrópu,samkvæmt tveimur frétta-
skýringum breska blaðsins Daily
Telegraph, sem birtust um helgina.
Er þar fjallað um þann mun sem
virðist vera á milli
þessara tveggja
heimsálfa og
hvaða ástæður
geti legið þar að
baki.
Í umfjöllun
Telegraph er
meðal annars
bent á að stjórn-
völd í Singapúr,
sem og yfirvöld í
Hong Kong og
Taívan, hafi gripið til fremur harðra
aðgerða þegar kórónuveirufarald-
urinn kom upp, sem meðal annars
fólu í sér farbann og samkomubann,
og að almenningur hafi almennt séð
tekið vel í þær aðgerðir og fylgt þeim
með þeim afleiðingum að hægst hef-
ur á fjölgun smita. Er nú horft til
þess að heildarfjölli tilfella hjá þess-
um þjóðum tvöfaldist ekki nema á
um það bil þriggja vikna fresti.
Til samanburðar skoðaði Tele-
graph einnig þróunina á Ítalíu,
Frakklandi og Stóra-Bretlandi, en
þar virðist samkvæmt sömu við-
miðum, vera nær því að fjöldi tilfella
í þeim ríkjum tvöfaldist á innan við
viku. Raunar fjölgaði tilfellum á
bæði Ítalíu og Frakklandi mjög
hratt í upphafi, og tvöfaldaðist
heildarfjöldi tilfella þar nánast dag-
lega áður en hægjast fór á útbreiðsl-
unni.
Í fréttaskýringum Telegraph er
rakið að viðbrögð Asíuþjóðanna
þriggja sem og almennings í ríkj-
unum sem tekið hefur vel í ráðstaf-
anirnar megi rekja til þess að þar
hafi fólk verið áður í þessum sporum
þegar SARS-faraldurinn reið yfir
árið 2003. Þá hafi það lært hvernig
veirur dreifi sér og hvernig sé best
að koma í veg fyrir það með hand-
þvotti og með því að halda góðri
fjarlægð á milli fólks. Því hafi al-
menningur skilið hvers vegna
stjórnvöld þar ákváðu snemma að
grípa í taumana.
Farið eftir sömu bók og hér
Þórólfur Guðnason sótt-
varnalæknir segir í samtali við
Morgunblaðið það hafa verið vitað
að þjóðir Asíu hafi byggt á lærdómi
sínum af SARS-faraldrinum. „Við
vitum að þar sem SARS gekk á sín-
um tíma voru menn búnir að und-
irbúa sig mjög vel, með því að rekja
smit, sóttkví og einangrun, svipað
og við erum að gera hér. Þeir gripu
fljótt til þeirra ráða og það er alveg
mögulegt að það hafi skilað sér,“
segir Þórólfur, en hann þorir ekki
að fullyrða hvort Ítalir hafi verið
seinni að taka við sér en t.d. stjórn-
völd í Hong Kong eða Suður-Kóreu.
En er aðferðafræði Asíuþjóðanna
önnur en sú sem tíðkast hér? „Það
sem þær hafa verið að gera er bara
samkvæmt bókinni og samkvæmt
fræðunum,“ segir Þórólfur. „Og
það er það sama og við höfum verið
að gera, þannig að fræðin og bókin
segja nokkuð skýrt frá hvernig eigi
að gera þetta. En svo er það mis-
munandi á milli landa hvernig þau
framkvæma þessa hluti.“
Þórólfur segir viðbrögðin hér á
landi hafa byggst á sömu fræðum
og önnur ríki hafa beitt. „Ég tel
okkur hafa gert þetta eftir kenning-
unni. Þannig virðist til dæmis ekki
vera mikið um samfélagslegt smit í
gangi hér á landi, sem er ánægju-
legt og gefur okkur tækifæri á að
hafa útbreiðsluna hæga, en við eig-
um eftir að fá fleiri tilfelli, það er al-
veg klárt,“ segir Þórólfur sem seg-
ist binda vonir við að hér verði
hægt að teygja á fjölda tilfella,
þannig að „kúrfan“ verði nær því
sem sjáist hjá þeim ríkjum sem
hafa náð hvað bestum tökum á far-
aldrinum.
Þróun kórónuveirusmita í nokkrum Asíu- og Evrópulöndum
Fjöldi tilfella fyrstu fjórar vikur eftir 15 greind smit
15.000
1.500
150
15
Fjöldi smita Tvöföldun: 1 Daglega 2 Vikulega 3 Fjórðu hverja viku
1 2 3 4
1
2
3
15.000
1.500
150
15
1 2 3 4
1
2
3
15.000
1.500
150
15
1 2 3 4
1
2
3
15.000
1.500
150
15
1 2 3 4
1
2
3
15.000
1.500
150
15
1 2 3 4
1
2
3
15.000
1.500
150
15
1 2 3 4
1
2
3
15.000
1.500
150
15
1 2 3 4
1
2
3
15.000
1.500
150
15
1 2 3 4
1
2
3
Bretland
Hong Kong
Frakkland
Taívan
Ísland
Singapúr
Ítalía
S-Kórea
Heimild: Johns
Hopkins CSSU
Fyrri reynsla af SARS geti
útskýrt mun milli heimsálfa
Þórólfur
Guðnason
SARS-faraldurinn
» 8.098 tilfelli af SARS
spruttu upp í faraldrinum, sem
stóð yfir frá 2002-2004.
» 774 létust í faraldrinum, en
útbreiðsla SARS var langmest í
Kína og Hong Kong.
» Dánartíðni SARS er 9,8%,
en sjúkdómurinn getur einnig
valdið varanlegum skaða hjá
þeim sem lifa hann af.