Morgunblaðið - 17.03.2020, Blaðsíða 15
15
Um 98% af íslensku
sjávarfangi eru flutt
úr landi og seld á al-
þjóðlegum markaði.
Og sjávarafurðir eru
um 40% af vöruút-
flutningi frá Íslandi.
Þetta segir okkur að
minnsta kosti tvennt:
íslenskur sjávar-
útvegur á allt sitt
undir tryggri fótfestu
á alþjóðlegum mark-
aði og sjávarútvegur spilar afar
stórt hlutverk í efnahagslegri hag-
sæld þjóðarinnar.
Staða íslensks sjávarútvegs á
erlendum markaði hefur verið góð
og á undanförnum árum hefur hún
byggst á miklum fjár-
festingum í nýjustu
tækni og framleiðslu
á úrvals hráefni, í
samræmi við þarfir
og kröfur. Að selja af-
urðir á vel borgandi
markaði er árangur
sem næst með mikilli
vinnu og er langt í frá
að vera sjálfgefinn.
Ýmsir atburðir,
sem ekki verður við
ráðið, geta valdið því
að staða á markaði
raskast, eins og hætta
er á að gerist núna með kórónu-
veirunni, og hefur í raun gerst. Á
fundi Samtaka fyrirtækja í sjávar-
útvegi á miðvikudaginn um ábata
af auðlindinni kom fram í máli
ræðumanna að fyrirsjáanleiki væri
Eftir Heiðrúnu Lind
Marteinsdóttur » Í ljósi þess sem nú er
að gerast ættu
stjórnvöld að íhuga
hvaða hlutverk þau hafa
ætlað íslenskum sjávar-
útvegi.
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Óvissa af völdum manna eða náttúru
lykilatriði við rekstur fyrirtækja.
Óvissa er eitur í beinum stjórn-
enda, fjárfesta og lánveitenda.
Þetta á enn frekar við í rekstri
sem felur í sér mikla óvissu og
sveiflur frá náttúrunnar hendi.
Í ljósi þess sem nú er að gerast
ættu stjórnvöld að íhuga hvaða
hlutverk þau hafa ætlað íslenskum
sjávarútvegi. Grunnstoð í
efnahagslegri hagsæld þjóðarinnar
ætti ekki að þurfa að búa við það
að reglulega séu boðaðar róttækar
breytingar á umhverfi hennar. Sú
er hins vegar raunin, því miður.
Að hafa slíka manngerða óvissu
vofandi yfir sjávarútveginum, ofan
á þá sem er óumflýjanleg, hefur
neikvæð áhrif á langtímahugsun,
fjárfestingu og nýsköpun í
greininni.
Þótt líklega verði aldrei algjör
sátt um fyrirkomulag fiskveiða og
réttinn til að hagnýta auðlindirnar
væri mikil framför fólgin í því ef
hægt væri að eiga slíkt samtal án
undirliggjandi hótunar um algjöra
kollsteypu.
Eins og staðan blasir við mér er
íslenskur sjávarútvegur einstakur
í sinni röð og þeirri stöðu tel ég
að okkur beri skylda til þess að
viðhalda. Ábatinn af honum hrísl-
ast um allt samfélagið. Um hann
verður meðal annars rætt á næsta
fundi Samtaka fyrirtækja í sjávar-
útvegi, í fundaröðinni Samtal um
sjávarútveg. Fundurinn er sá
fjórði í röðinni og á honum verður
sjónum sérstaklega beint að ný-
sköpun og hvernig gera megi bet-
ur í þeim efnum þegar kemur að
sjávarútvegi. Fundurinn hefst kl.
9.00 á miðvikudag og vegna til-
mæla stjórnvalda verður honum
að þessu sinni aðeins streymt á
netinu í gegnum Facebook-síðu
Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Ég hlakka til að heyra alls konar
hugmyndir úr ólíkum áttum um
það hvernig við getum aukið enn
frekar virði sjávarauðlindarinnar
með íslensku hugviti.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2020
Vetrarmánuðir eru
kjörinn tími til umhugs-
unar. Við erum stödd á
góu og einmánuður
fram undan. Í kjölfar
hans kemur harpa með
vorið. Skipulag er sá
farvegur sem menn
reyna að marka sér um
framtíðaráform, jafnt
einstaklingar, fyrirtæki
og samfélag. Fyrir
hönd samfélagsins fara sveitarfélög
og ríki með skipulagsvaldið, hvort um
sig og sumpart sameiginlega. Inn í
skipulagsrammann eiga m.a. að falla
náttúruvernd og verndun sögulegra
minja. Forsendur fyrir hvorutveggja
hafa breyst hratt að undanförnu með
breytingum í atvinnulífi og búsetu.
Svæði þar sem hver bújörð var setin
fyrir einni öld eða aðeins fáeinum ára-
tugum hafa breyst í eyðibyggðir, sem
helst eru heimsóttar af forvitnum
ferðamönnum. Augljós dæmi um
þessa þróun blasa við á Úthéraði og á
svæðum beggja vegna, þ.e. í hluta af
Borgarfjarðar- og Vopnafjarð-
arhreppi. Miklu skiptir að við þessum
breytingum sé brugðist af framsýni
og með skipulagi sem tryggi vernd og
þróun margbreytilegra staðarkosta
þótt búseta leggist af. Jafnframt þarf
með löggjöf að koma í veg fyrir að út-
lendingar kaupi upp heilu landsvæðin
eins og gerst hefur að undanförnu
norðaustanlands.
Breytingar vatnsfalla
frá landnámi
Litið til Úthéraðs blasa við miklar
breytingar á vatnafari frá fyrstu öld-
um byggðar. Þá lá strönd Héraðsflóa
nokkru innar en síðar varð vegna
framburðar. Á þessu skeiði var berg-
haft í Hafrahvammagljúfri við Kára-
hnjúka enn að rofna og Jökla bar
kynstur af aur úr setfyllu innan við,
þaðan sem nú er botn Hálslóns, út
eftir farvegi sínum og til hafs. Lengi
vel og allt fram undir miðja síðustu
öld rann drjúgur hluti Jöklu (Geira-
staðakvísl) austur í Lagarfljót innan
við Húsey og áfram skilaði flaum-
urinn sér á fyrstu öldum byggðar um
Jökullæk austur í Selfljót sem þá var
skipgengt a.m.k. inn að Arnarbæli í
landi Klúku. Þar eru miklar rústir lítt
kannaðar og munnmæli um skipalægi
og verslun til forna. Örnefnin Eyjar
hafa frá fornu fari náð yfir stór og
marflöt svæði inn af Héraðssöndum
og milli þeirra er Húsey sem líklegt
er talið að ekki hafi verið byggileg
fyrr en á 13. öld. Þessar aðstæður
skýra það, sem lengi var ráðgáta sér-
fróðra um fornsögur, að landnám
Þorsteins torfa sem „nam Hlíð alla“
er sagt hafa náð „utan frá Ósfjöllum
og upp til Hvannár“. (Landnáma. Ís-
lenzk fornrit I, s. 292-93) Hluti af
landnámi hans var þá
Héraðssandar og „eyj-
arnar“ svonefndu utan
við meginstraum Jöklu
og Lagarfljóts sem þá lá
um Jökullæk austur í
Selfljót við Ósfjöll.
Geysiverðmætar
blár og sandar
Á Austurlandi nær
nafnorðið blá (hún blá-
in) yfir marflatt vot-
lendi, mýrar og flóa, og
hvergi er jafn mikið um
þær og á Úthéraði, ekki síst í Út-
mannasveit eins og Hjaltastaða-
þinghá lengi var kölluð. Blárnar þar
lifðu af skurðgraftarskeiðið á seinni
hluta 20. aldar vegna þess að ekki
reyndist unnt að ræsa þær fram þrátt
fyrir tilraunir í þá átt. Vatnið í þeim
fann einfaldlega ekki halla til að
renna burt og bakkar síkja og fljóta
sem um blárnar liðast liggja víða
hærra en umhverfið. Blár voru bestu
heyforðabúr fyrri tíðar, með auðs-
lægu kafgresi þegar kom fram á sum-
ar. Þekktust þeirra er líklega Hjal-
tastaðabláin vegna málverks Ásgríms
frá 1926 með Beinageitarfjall í bak-
sýn. Aðrar blár eru þó víðlendari,
kenndar við bæina Bóndastaði og
Hrollaugsstaði, en allar liggja þær að
Selfljóti. Rómuð er líka Gláma
nokkru vestar nær Lagarfljóti og
Blautamýri nyrst í Jökulsárhlíð, en
heyfengur þaðan bjargaði miklu kal-
árið 1967. – En blárnar eru ekki að-
eins gróskumiklar á sumrum heldur
kjörland fjölda fuglategunda, svo sem
kjóa, kríu, máva, álfta, grágæsa og
jaðrakans, og við þetta bætist lax og
silungur og stundum selagöngur í
Selfljóti. Á vetrum er ásýnd blánna
gjörólík, þær eru þá ísilagðar með
endalausa skautagljá og auðvelt að
tapa þar áttum í blindhríð og skaf-
renningi. – Blárnar í Hjalta-
staðaþinghá hafa ásamt Héraðs-
söndum lengi verið hluti af stóru
svæði á opinberri náttúruminjaskrá.
Sandarnir yfir tuttugu talsins voru
timburforðabúr Fljótsdalshéraðs allt
fram á síðustu öld, nákvæmlega skipt
milli rétthafa til reka, en lengdin var
mjög misjöfn. Það voru kirkjustað-
irnir Eiðar og Hallormsstaður sem
áttu lengstu fjörurnar, þ.e. Eiðasand
og Péturssand.
Fornar eldstöðvar
mynda rammann
Það sem lyftir síðan ásýnd Úthér-
aðs í hæðir er fjöllin á báðar hendur
með litríki sem fylgir bergmyndunum
í fornum eldstöðvum. Að austanverðu
er það Dyrfjalla-megineldstöðin í
Njarðvík og Dyrfjöllum, að norð-
anverðu Fagradalseldstöð á skag-
anum milli Héraðsflóa og Vopna-
fjarðar. Báðar eru með fjölbreyttum
bergtegundum súrum og basískum,
Dyrfjallaeldstöðin virk fyrir um 9
milljónum ára en Fagradalseldstöð
talin 14,5 milljón ára gömul og þar
með ein sú elsta hérlendis. Héraðs-
megin Dyrfjalla er hin rómaða
Stórurð með þursabergsbjörgum
sem jöklar hafa tálgað úr hömrum
fjallsins og flutt langar leiðir niður
eftir Urðardal, en í austurhlíðum Kol-
múla (Kollumúla) lýsir af Þerribjargi
sem opinberar okkur miðju þess
mikla eldfjalls. Bæði þessi fjalllendi
hvort um sig bjóða upp á daglangar
ógleymanlegar gönguferðir. Á útnesj-
unum báðum megin Héraðsflóa gefur
jafnframt að líta fornar útgerðar-
stöðvar fyrri alda, m.a. í Eiðaveri og á
Selvogsnesi austan flóans og á Geld-
ingsnesjum og við Múlahöfn að norð-
anverðu. Héraðsbúa dreymdi lengi
um örugga höfn til uppskipunar við
flóann og sjást þess merki frá síðustu
öld í Stapavík.
Sögusvið Jóns lærða
Úthérað hefur fóstrað marga
þekkta einstaklinga fyrr og síðar.
Enginn hefur þó orðið jafn langlífur í
minningunni og Vestfirðingurinn Jón
lærði Guðmundsson (1574-1658).
Hann leitaði hér skjóls á miðjum aldri
undan ofsóknum yfirvalda, fyrst í
heimabyggð sinni í Árneshreppi á
Ströndum, síðar á Snæfellsnesi og
Bessastöðum. Hann var sjálfmennt-
aður alþýðumaður sem ólst upp á tím-
um þegar enn eimdi eftir af kaþ-
ólskum viðhorfum meðal alþýðu, læs
á rúnir og erlend mál. Hann var hrak-
inn úr heimabyggð vegna stuðnings
við baskneska hvalfangara sem urðu
skipreika vestra 1615 og sættu Spán-
verjavígunum. Saga hans og eig-
inkonunnar Sigríðar er einstök og
hefur verið rifjuð upp nýlega bæði
hér heima og erlendis auk þess að
mynda bakgrunninn í skáldverkinu
Rökkurbýsnum eftir Sjón. Jón kom
haltrandi yfir Hellisheiði veturinn
1632. Spor hans lágu síðan frá Land-
senda í Hlíð út í Bjarnarey, þaðan í
Gagnstaðahjáleigu, Dalakot og að
lokum í Hjaltastað. Eftir hann liggja
ótrúlega fjölbreytt bókmenntaverk
frá þessum tíma auk þess sem hann
skreytti handrit og hús með teikn-
ingum og myndskurði. Nafn hans og
verk verðskulda að tengjast fyrirhug-
uðu náttúrusvæði á Úthéraði sem nú
er komið á rekspöl að frumkvæði
heimamanna.
Eftir Hjörleif
Guttormsson
» Svæði þar sem hver
bújörð var setin
fyrir einni öld eða að-
eins fáeinum áratugum
hafa breyst í eyðibyggð-
ir sem helst eru heim-
sóttar af ferðamönnum.
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Úthérað og grennd eru efniviður í
glæsilegt náttúru- og sögusvæði
Ljósmyndir/HG
Á Múlatanga norðan Héraðsflóa. Guðný Zoëga skráir fornar verskálarústir. Í baksýn sést í Þerribjarg í Fagradalseldstöð.
Múlatangi norðan Héraðsflóa Guðný Zoëga skráir fornar verskálarústir. Í
baksýn sést í Þerribjarg í Fagradalseldstöð.