Morgunblaðið - 17.03.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.03.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2020 ✝ Aðalsteinn Við-ar Júlíusson, jafnan kallaður Alli, fæddist á Odd- eyrargötu 24 á Akureyri 4. mars 1944. Hann lést 3. mars 2020 á líknar- deild LHS í Kópa- vogi. Faðir hans var Jakob Júlíus Jóhannesson, inn- heimtumaður á Akureyri. Móðir hans var Pollý Jóhannsdóttir. Bræður sam- feðra: Björgvin Sigurjón, Gúst- av Brynjólfur, Ólafur Gunnar. Fóstursystir var Helga Leós- dóttir. Alsystur: Bergþóra Rannveig, hennar maður var Lárus Reynir Halldórsson, María Guðrún, Jóhanna Svein- fríður, hennar maður er Brynj- ólfur Snorrason. 20. desember 1964 kvæntist Alli Þuríði Baldursdóttur söng- kennara, þau skildu 1994. Börn þeirra eru: Drengur sem lést í fæðingu 13. febrúar 1977, Anna, norðurslóðafræðingur og matartæknir, f. í Kóreu, ætt- leidd 8 mánaða, búsett í Eyja- fjarðarsveit, og Auðrún, söng- kona og grunnskólakennari, búsett í Eyjafjarðarsveit. Alli var í sambúð með Mar- Tekniska Institut í Stokkhólmi 1967. Að loknu námi í Svíþjóð hóf Alli störf hjá Teiknistofunni Ármúla 6, s/f Reykjavík og starfaði þar til ársins 1971 er þau Þuríður fluttu til Akur- eyrar. Hann hóf störf sem kennari við Iðnskóla og Vélskóla Akur- eyrar, ásamt starfi á tæknideild Akureyrarbæjar og starfaði sem fulltrúi húsameistara Akur- eyrarbæjar til ársins 1979. Árið 1977 stofnaði hann Teiknistof- una s/f ásamt Haraldi Árnasyni og rak hana til ársins 1985 er hann stofnaði sína eigin stofu Teiknistofu AVJ og rak hana til æviloka. Alli hannaði fjölmörg hús víðs vegar um landið en þó flest á Akureyri. Hann flutti til Reykjavíkur í janúar 1997 er hann hóf sambúð með Margréti. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbsins Hængs á Akur- eyri og var m.a. formaður þess klúbbs um tíma. Þá var hann einn af stofnendum Norður- landsdeildar Tæknifræðinga- félags Íslands á Akureyri og fyrsti formaður þeirrar deildar. Hann gekk í Frímúrararegl- una árið 1974 og starfaði þar af miklum áhuga og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum í ára- tugi. Hann var m.a. Stólmeistari St. Jóhannesarstúkunnar Rúnar á Akureyri og átti sæti í æðstu stjórn Reglunnar. Útförin fer fram frá Selja- kirkju í dag, 17. mars 2020, klukkan 13. gréti Björk Andrés- dóttur, fv. teymis- stjóra hjá Reykja- víkurborg. Börn hennar og Sveins Sigurðssonar, d. 12. apríl 1991, eru: Ólöf Adda Sveins- dóttir, sambýlis- maður var Pétur B. Guðmundsson, þau slitu samvistum. Dætur þeirra eru: Sveindís Lea Pétursdóttir, sam- býlismaður Ármann Pétursson og Andrea Björk Pétursdóttir, unnusti Þorsteinn Freyr Bender. Sigurður Rúnar Sveins- son kvæntur Hildi Björns Vernudóttur. Börn þeirra eru: Harpa Sól og Sveinn Máni. Bjarki Már Sveinsson, í sambúð með Hildi Báru Hjartardóttur. Sonur þeirra er Andrés Rafn. Börn Hildar eru Agata Mist Atladóttir og Hjörtur Már Atla- son. Alli gekk í Barna- og gagn- fræðaskóla Akureyrar og út- skrifaðist sem gagnfræðingur 1961. Hóf þá störf á skrifstofu Útgerðarfélags Akureyrar og starfaði þar til ársins 1963 er hann hóf nám í byggingartækni og útskrifaðist sem byggingar- tæknifræðingur frá Stockholms Mig langar í fáeinum orðum að minnast þín, Alli, eins og þú varst kallaður af svo mörgum. Það er sérstaklega á svona sorg- artímum sem margar hlýlegar minningar koma upp í hugann eftir öll þau ár sem þín hefur not- ið við og allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Mér er það vel minnisstætt þegar ég sá þig fyrst, þú komst akandi að norðan til að hitta móður mína, ári eftir að þið höfð- uð fyrst hist á förnum vegi í sól- arlandaferð á Spáni. Þetta var síðla kvölds þegar bíllinn renndi í hlað, áður en þú varst búinn að drepa á bílnum og koma þér út opnaði ég bíldyrnar. Við mér blasti fremur stressaður maður sem var á leiðinni á stefnumót. Ég heilsaði þér í fyrsta skipti og áður en ég hvarf á braut bað ég þig vinsamlegast að skila móður minni heim fyrir klukkan 12 á miðnætti. Þetta var fyrsta og eina skiptið sem ég sá þig orð- lausan. Á þessum tíma var ég 22 ára og nokkrum árum áður hafði ég misst föður minn, en fljótlega kom það í ljós hvað það reyndist mér mikil gæfa að fá þig inn í fjölskylduna. Með tilkomu þinni var ákveðið tómarúm fyllt. Þú varst hugljúfur maður sem geisl- aði af kærleik og góðvild. Það leyndi sér ekki hvað öll barna- börnin voru í miklu uppáhaldi og hversu mikið þau hændust að þér. Þú gafst þér alltaf tíma til að sinna þeim, sast ósjaldan með þau í fanginu og spjallaðir við þau. Þú varst þeim sannur afi. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að vinna að hinum ýmsu verkefnum með þér þar sem þú kenndir mér mikið, sér- staklega varðandi hönnun húsa. Gott var að geta leitað til þín með hin ýmsu vandamál og þú varst ávallt með lausnir á reiðum höndum. Elsku Alli, ég kveð þig með söknuð í hjarta, en umfram allt er mér efst í huga þakklæti fyrir að fá að kynnast þér, fyrir vin- áttu þína, leiðsögn og allar þær stundir sem við áttum saman, þakklæti fyrir alla þá umhyggju og ástúð sem þú sýndir fjöl- skyldu og barnabörnum þínum. Ég verð að trúa því að þín bíði nýtt hlutverk í öðrum heimi í faðmi ástvina sem horfnir eru á undan þér, þar sem þú ert laus við allt krabbamein og allar kval- ir. Blessuð sé minning þín. Bjarki Már. Elsku afi, eins erfitt og það var fyrir mig þegar þið amma kynntust að samþykkja þig í til- veru mína þá er það margfalt erfiðara fyrir mig að sætta mig við það núna að ég hitti þig aldrei aftur. Fyrstu þrjú árin mín hafði ég ömmu út af fyrir mig, ég var fyrsta barnabarnið hennar og við vorum mjög nánar. Svo komst þú inn í líf okkar, þú varst hávaxinn og skeggjaður og mér fannst svo margt skrítið sem þú gerðir. Þú fórst stundum út á tún að slá í kúlur, skarst þrista í tvennt með plastið utan um og gafst mér helminginn, klæddir þig í mör- gæsarföt fyrir einhverja leyni- fundi og drakkst alltaf kók, aldr- ei vatn. Þú reyndir öll ráðin í bókinni til að fá mig til að sam- þykkja þig og gafst mér til dæm- is fallegasta kjól sem ég hef nokkurn tímann átt. Ég man ekki nákvæmlega hvenær það gerðist en einn daginn hætti ég að kalla þig bara Alla og bætti afa aftan við. Mér fannst samt erfitt að viðurkenna það endan- lega fyrir öllum að mér fyndist þú bara fínn náungi og það væri allt í lagi að þú værir afi minn. Kærleikurinn varð hins vegar meiri með hverju árinu sem leið og núna er langt síðan ég fór að kalla þig bara afa. Í dag er ég óendanlega þakklát fyrir að þú hafir aldrei gefist upp á að vilja vera afi minn, það gaf okkur svo mikið. Ég á óteljandi minningar um þig, enda bjuggum við undir sama þaki í rúman áratug. Ég fór í fyrsta skipti til útlanda með ykkur ömmu þegar ég var átta ára, í þeirri ferð kynntumst við betur og tengdumst, aðallega með því að leggja á ráðin um að stríða ömmu. Ég man líka eftir ferðinni okkar í Þórsmörk þar sem amma þrammaði út um allt með okkur í eftirdragi og þú tókst reglulega upp súkkulaði- plötu með hnetum og rúsínum og braust af henni handa okkur þannig að amma sæi ekki til, svo skiptumst við á að stinga upp á misgáfulegum hugmyndum um það hvernig við gætum fengið ömmu til að setjast niður og slaka á í smá stund. Þú varst mikill húmoristi og hafðir gaman af því að stríða okkur systrum, sérstaklega þeg- ar við vorum nývaknaðar og morgunfúlar, þá varst þú eigin- lega óhóflega hress. Þér fannst líka mjög fyndið að stríða okkur fyrir það hvað við sváfum lengi með því að glotta og bjóða okkur velkomnar á fætur, alveg sama hvort við værum nývaknaðar eða ekki. Oftar en ekki hringdir þú líka á afmælisdaginn minn og byrjaðir símtalið á því að syngja fyrir mig afmælissönginn, ég var oft ennþá sofandi þegar mamma kom með símann inn í herbergi til mín og mundi ekkert að ég ætti afmæli þegar þú byrjaðir allt í einu að syngja hástöfum og spurðir mig svo hvað ég hefði stækkað mikið í nótt. Sumarið áður en þú greindist með krabbameinið bjó ég hjá ykkur ömmu. Við áttum margar góðar stundir saman og spjöll- uðum um ýmislegt. Þú sagðir mér sögur frá uppeldisárunum á Akureyri og við ræddum líka ýmsa erfiðleika sem þú þurftir að yfirstíga á lífsleiðinni. Þetta sum- ar fögnuðum við útskriftinni minni úr lögfræði og ég fann það vel hvað þú varst stoltur af mér. Þessar stundir eru mér mjög dýrmætar. Minningin um þig lifir í hjarta mínu, elsku afi. Sveindís Lea. Jæja, Alli minn, þá er þessu lokið hjá þér hérna megin. Þrátt fyrir glímu þína við krabbamein- ið að undanförnu hélt ég ekki að þú værir í alvöru að ferðbúast en þannig fór. Það er gott að dætur þínar náðu að vera með þér síð- ustu sólarhringana ásamt Mar- gréti og hennar fjölskyldu sem einnig var orðin þín. Ég var unglingur þegar þið Þuríður systir mín festuð ráð ykkar og síðan hefur þú verið partur af mínu lífi, líka eftir að leiðir ykkar skildu. Meðan þið bjugguð í Svíþjóð og Reykjavík sáumst við sjaldnar en sam- gangur varð mikill eftir að þið fluttuð til Akureyrar og nær daglegur eftir að þið fluttuð í sveitina. Þið byggðuð ykkur hús hér á Syðra-Hóli við hliðina á mínu og þú teiknaðir að sjálf- sögðu húsið eins og fjöldamörg önnur. Ég hef fengið að taka þátt í gleði- og sorgarstundum ykkar Þuríðar. Mikill harmur var að ykkur kveðinn þegar langþráður sonur lést í fæðingu. Að sama skapi var gleðin mikil þegar þið komuð með Önnu heim frá Kór- eu eftir langt og strangt ferða- lag. Svo færði gæfan ykkur Auðrúnu og þá reyndi á pabbann þegar Þuríður þurfti í uppskurð strax eftir heimkomu af fæðing- ardeild. Ótal myndir frá fyrri tíð koma upp í hugann, fjölskylduboð á jól- um, baggaheyskapur í sumarsól, sirkusæfingar með hestinum Jónasi, umbrotafæri í heimreið- inni, veiðiferð að Níphólstjörn þar sem stórir og smáir komu heim með öngulinn í rassinum en ákaflega glaðir eftir góða sam- veru. Alúð, hjálpsemi og já- kvæðni eru orð sem tengjast þér í þessum minningum og það er gleði og birta yfir þeim. En segja verður hverja sögu eins og hún gengur, veikleiki þinn gagnvart víni varpar skugga á ýmsa aðra daga, Bakk- us er ekki góður fjölskyldumeð- limur. Svo fór að leiðir ykkar Þuríðar skildu. Seinna náðir þú með góðri hjálp að takast á við áfengisvandann. Þín gæfa var að kynnast Margréti um það leyti og hafið þið átt samleið síðan og börn hennar og barnabörn orðið þín önnur fjölskylda. Ýmis kímileg atvik varðandi þig mætti tína til. Sjálfur hafðir þú alltaf gaman af því að segja frá því þegar Jón Sigurgeirsson, skólastjóri Iðnskólans, setti þig í að kenna íslensku ásamt stærð- fræðinni sem var þitt fag. Ís- lenskukennsla var ekki beint þín sterkasta hlið en allt gekk þetta upp. Ekki er hægt að sleppa því að nefna Frímúrararegluna sem átti hug þinn allan, mér þótti reyndar stundum hún hafa óþarflega mikinn forgang um- fram atvik í fjölskyldulífinu en annað kom ekki til greina. Það hefur verið mjög ánægju- legt að hitta ykkur Margréti á undanförnum árum í heimsókn- um ykkar til Önnu og Auðrúnar á heimili þeirra og Þuríðar og Jó- hannesar og verða vitni að því hve gott samband var milli ykkar allra. Tilkoma þín inn í mína fjöl- skyldu á sínum tíma hefur auðg- að líf mitt og gefið margar gleði- stundir, kærar þakkir fyrir það Alli. Göngunni hérna megin er lok- ið en ég vona að þér líði vel hvar sem þú ert. Ég geri ráð fyrir að þú hafir nú hitt allt þitt fólk sem á undan er farið. Við komum svo eitt af öðru þegar klukkan kallar. Öllum sem syrgja þig votta ég samúð mína. Emilía Baldursdóttir. Langur og strangur vetur, drungi og sorg. Fólk á ferli til vinnu, í skóla og sumir í baráttu fyrir lífi sínu. Góður og gegn maður hefur nú lagt niður vopnin og horfið út yfir móðuna miklu. Alli var skemmtilegur sam- ferðamaður og félagi í dagsins önn. Hugsunarsamur og greið- vikinn. Hafði sínar skoðanir á málefnum líðandi stundar. Sagði skemmtilegar sögur og dró ekki úr, bætti fremur í. Það var sér- staklega þegar bar á góma Akur- eyri og samanburð við tilveruna þar og í Reykjavík. Þá tókst Alla vel upp og vakti bros og hlátur hjá okkur hinum. Það er skarð fyrir skildi þegar góðir menn falla frá. Sorg og söknuður setjast að og dvelja lengi. Það koma líka stundir gleðilegra minninga og þá birtir til um stund. Minningin um góðan dreng fylgir okkur alla tíð. Trúin og vissan um mikilfengleik tilver- unnar og tilganginn var Alla það haldreipi sem aldrei slitnaði. Við sem áttum samleið með Alla nutum þess og þökkum fyrir. Veröld vonar Hráblautir miðsvetrardagar blása í hásan trompet angurvært lag og það vaknar grunur um ævintýri í skógum og á langvegum til fjalla lognmjúkir, feimnir setjast þeir að strjúka blítt um bassa, anda í flautu rólyndan brag skapandi daga frostsvala miðsvetrardaga Elsku fjölskylda sem sérð á eftir sambýlismanni, föður, afa, bróður og vini, ég samhryggist ykkur. Blessuð sé minning Aðalsteins Viðars Júlíussonar. Pétur Önundur Andrésson. Við Alli ólumst upp í Odd- eyrargötunni á Akureyri fyrir og eftir miðja síðustu öld. Þá var Skátagilið vettvangur okkar barnanna í hverfinu í leik og starfi. Á sumrin voru þar hefð- bundnir sumarleikir og íþróttir en á vetrum voru það skíðin og sleðar sem við skemmtum okkur á. Á þeim árum iðaði gilið í leikj- um barnanna alla daga frá morgni og fram á kvöld. Öll vor- um við miklir vinir og þegar ein- hver átti afmæli var öllum boðið í afmælisveislu og enginn hafður útundan. Þau vináttubönd sem þar voru hnýtt hafa varað alla tíð. Sem börn gengum við öll í sömu skóla. Flestir byrjuðu í smábarnaskóla Jennu og Hreið- ars þegar þau voru fimm ára en sjö ára fórum við í Barnaskóla Akureyrar sem var aðeins stein- snar frá heimilum okkar. Þar átt- um við góð ár og eigum góðar minningar úr þeim skóla. Þegar þeim skóla lauk tvístraðist hóp- urinn og margir fóru til fram- haldsnáms til hinna ýmsu staða en minningar og vinskapur lifir að eilífu. Aðeins nokkrum húslengdum frá heimilum okkar Alla var Frí- múrarahúsið svokallaða sem bjó yfir mikillri dulúð og spennu í okkar augum. Aldrei voru gerð nein prakkarastrik eða skemmd- arverk við það hús. Einhverra hluta vegna bárum við mikla virðingu fyrir því húsi og því sem þar fór fram án þess að vita þó nokkuð um það. Við sáum svart- klædda virðulega borgara koma þangað til funda en feður nokk- urra barnanna voru félagar í reglunni. Sennilega höfum við Alli hugsað það sama um þennan félagsskap án þess þó að ræða það nokkurn tíman við hvor annan. Þegar við höfðum aldur og þroska til óskuðum við eftir inngöngu í þessa dularfullu reglu. Þarna hófst nýr vettvang- ur samstarfs og vinskapar okkar. Í tæplega fimmtíu ár gengum við saman í þessari reglu og studd- um hvor annan í þeim störfum sem við tókum að okkur þar. Þegar húsið okkar var endur- byggt var Alli aðalhönnuður hússins svo og margra annarra Frímúrarahúsa á landinu. Þegar hann svo flutti til Reykjavíkur hélt hans ganga áfram þar og á vettvangi regl- unnar var honum trúað fyrir mikilvægum störfum í aðalstjórn hennar allt fram á síðasta dag. Nú er hann farinn til austursins eilífa og vonandi til nýrra starfa á nýjum vettvangi. Ég veit að ég mæli fyrir mun okkar allra reglubræðra á Akureyri þegar við kveðjum þennan kæra bróður okkar og þökkum við honum ára- tuga samstarf og vináttu. Ég votta fjölskyldu hans dýpstu samúð og vona að hinn hæsti höfuðsmiður vaki yfir vel- ferð þeirra um komandi framtíð. Hvíl þú í friði, kæri vinur, og bróðir og hafðu þökk fyrir órjúf- andi vináttu okkar. Ólafur Ásgeirsson. Aðalsteinn Viðar Júlíusson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR INGIMUNDARSON Þorsteinsgötu 17 Borgarnesi andaðist á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 6. mars. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu mun útförin fara fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Brákarhlíð. Margrét Guðmundsdóttir Jóhannes Ellertsson Pálmi Guðmundsson Elín Magnúsdóttir afa- og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA EMILÍA VIGGÓSDÓTTIR lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð laugardaginn 14. mars. Í ljósi hinna óvenjulegu aðstæðna í samfélaginu um þessar mundir mun útför fara fram í kyrrþey. Minningarathöfn verður haldin síðar og verður auglýst þegar þar að kemur. Gunnar Valdimarsson Viggó Valdimarsson Lene A. Valdimarsson Hörður Valdimarsson Þórunn Gunnarsdóttir Haukur Valdimarsson Linda Björk Elíasdóttir Margrét Valdimarsdóttir Niels Kalhave barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA HELENE CHRISTENSEN Hringbraut 57, Hafnarfirði, lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi föstudaginn 13. mars. Í ljósi óvanalegra aðstæðna í samfélaginu um þessar mundir mun útförin fara fram í kyrrþey. Minningarathöfn verður haldin síðar. Helga Guðmundsdóttir Sigurbjörn Snæþórsson Jónína Rós Guðmundsdóttir Valgeir Gestsson Hanna Petra Guðmundsd. barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.