Morgunblaðið - 17.03.2020, Side 27
Ef ég mætti ráða öllu í einn
dag....
Þá myndi ég gefa frí í íslensku
vetrardeildunum og mótunum
sem ólokið er á yfirstandandi
tímabili, allt til 1. ágúst.
Þar á ég við handboltann,
körfuboltann, íshokkíið, blakið
og svo aðrar íþróttagreinar sem
ekki hafa lokið sínum mótum
tímabilið 2019-20.
Hinn 1. ágúst ætti kórónuveiran
að hafa gengið sitt skeið hér á Ís-
landi, vonandi fyrir þó nokkru, og
flest að vera komið aftur í eðli-
legt horf.
Í ágúst og fram í september
yrði leikið það sem eftir væri af
deildakeppnum, úrslitakeppnum,
bikarúrslitaleikjum og öðrum
mótum sem tilheyra 2019-20.
Meistarar krýndir og allt það.
Allt á hreinu varðandi færslur á
milli deilda, Evrópusæti og ann-
að slíkt. Ekkert að vesenast með
að krýna deildarmeistara sem Ís-
landsmeistara.
Hinn 1. október hæfist síðan
nýtt tímabil, 2020-21, og allt
væri komið í tiltölulega eðlilegt
horf.
Eflaust myndu fylgja þessu
einhverjar flækjur. Engin vanda-
mál, bara verkefni til að leysa hjá
hverju sérsambandi fyrir sig.
Ég tel að þetta sé heppilegri
lausn en að ætla að reyna að ýta
einhverju af stað í vor og vera
stöðugt að fresta því og vand-
ræðast með dagsetningar.
Leikmenn í misjöfnu ástandi,
sumir dottnir úr formi, aðrir að
jafna sig af veikindum.
Látum bara fjandans veiruna
ganga almennilega yfir og setj-
um svo allt af stað með trukki.
En ég fæ víst ekki að ráða í
einn dag...
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2020
RÚSSLAND
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Rússneska úrvalsdeildin í knatt-
spyrnu er ein af fáum deildum í Evr-
ópu þar sem ennþá er spilað, þrátt
fyrir kórónuveiruna sem nú herjar á
heimsbyggðina, en í dag munu for-
ráðamenn deildarinnar funda um
það hvort gera þurfi hlé á deildinni.
Hörður Björgvin Magnússon og
Arnór Sigurðsson, landsliðsmenn Ís-
lands og leikmenn CSKA Moskvu í
rússnesku úrvalsdeildinni, voru í
byrjunarliði CSKA sem gerði
markalaust jafntefli gegn Ufa í
deildinni á VEB Arena í Moskvu á
sunnudaginn. Hörður Björgvin seg-
ist hafa undirbúið sig undir leikinn
eins og hvern annan deildarleik.
„Þetta var í raun bara eins og
hver annar leikur en það hafði vissu-
lega áhrif að það máttu bara vera
5.000 stuðningsmenn á vellinum í
staðinn fyrir þá 30.000 manns sem
mæta reglulega. Það var auðvitað
skrítið að spila fyrir framan svona
fáa stuðningsmenn, enda mikil
stemning á leikjunum í Rússlandi,
en tilfinningin var í raun bara eins
og maður væri að spila einhvern leik
í efstu deild á Íslandi.“
Skilaboð frá stuðningsmönnum
„Sjálfur hef ég fengið skilaboð frá
stuðningsmönnum CSKA í gegnum
Instagram um að ég þurfi að stíga
upp og fara fram á að leikjum sé
frestað. Það er hræðsla í gangi í
landinu, maður finnur það, en á með-
an það er lítið um smit í landinu sjá
Rússarnir lítinn tilgang í því að
hægja á eða fresta leikjum í deild-
inni. Rússarnir eru grjótharðir og
þeir láta ekkert stoppa sig. Ef það
kemur upp einhver pása þá verður
bara tekið á því en það eru það fáir
leikir eftir að mann langar helst til
að klára þetta bara og komast í sum-
arfrí.“
Samkvæmt læknateymi CSKA
eru ekki nema sextíu kórónuveiru-
smit í landinu og því óþarfi að hafa
áhyggjur af smithættu enn sem
komið er, en alls búa tæplega 146
milljónir manna í Rússlandi.
Pressa á Rússa
„Það er búið að gefa það út opin-
berlega að það sé ekki mikið um smit
hérna. Þjálfarateymið hefur sagt
okkur að hafa ekki neinar áhyggjur
af þessari veiru því það séu svo fáir
smitaðir og við leikmennirnir höfum
sem dæmi rætt þetta við læknana í
liðinu og að þeirra mati eru um 60
manns smitaðir hérna. Það má hins
vegar alveg gera ráð fyrir því að það
séu fleiri smitaðir og það getur vel
verið að það sé verið að fela þetta til
þess að vernda hagkerfið hérna. Það
er fundur á morgun (í dag) hjá
knattspyrnusambandinu og þá verð-
ur staðfest hvort við förum í frí eða
ekki og það yrði þá þrjár til fjórar
vikur í það minnsta til að byrja
með.“
Hörður Björgvin telur að Rússar
finni fyrir utanaðkomandi pressu að
fresta deildarkeppninni þar í landi,
líkt og aðrar Evrópuþjóðir hafa gert,
og þess vegna sé það nú í um-
ræðunni.
„Það er mín tilfinning að eina
ástæðan fyrir umræðunni um þessa
frestun sé vegna utanaðkomandi
pressu. Það er fullt af fólki úti á
götu, enginn með grímur eða
hanska, og fólk er lítið að breyta út
af sínum daglega vana. Það er í raun
bara eins og það sé ekkert í gangi
hérna en vissulega væri skrítið ef
Rússar myndu ekki gera neitt til
þess að hindra framgang veirunnar
enda búa um 14 milljónir manna
bara í Moskvu og veiran væri ansi
fljót að dreifa sér hér ef hún kæmist
á skrið. Að sama skapi eru Rússar
mjög góðir með allt svona lagað.
Þetta er risastórt land og það þarf
allt að vera tipptopp þegar svona að-
stæður koma upp. Það er endalaust
af spítölum hérna og heilbrigð-
iskerfið er mjög gott þannig að per-
sónulega hefur maður ekki miklar
áhyggjur.“
Vonum að barnið fæðist heima
Hörður Björgvin á von á sínu
fyrsta barni ásamt unnustu sinni,
Móeiði Lárusdóttur, í byrjun júní og
vonast þau til þess að barnið fæðist á
Íslandi.
„Við erum alls ekki stressuð enda
erum við í regulegu sambandi við
lækna hérna úti. Okkur er ráðlagt að
passa vel upp á allt hreinlæti og vera
dugleg að spritta okkur. Okkur hef-
ur ekki verið ráðið frá því að ferðast
og fóstrið er í góðum höndum hérna
í Rússlandi. Við höldum áfram að lifa
lífinu og markmiðið er að barnið
fæðist heima á Íslandi í byrjun júní.
Ef deildinni verður hins vegar frest-
að eitthvað fram á sumar gæti vel
farið svo að við þyrftum að breyta
um plön en það er þá bara seinni
tíma vandamál og við munum taka á
því þegar þar að kemur,“ bætti
Hörður Björgvin við í samtali við
Morgunblaðið.
Eftir að rætt var við Hörð var
tilkynnt að engir leikir yrðu í
Moskvu til 10. apríl og næsta heima-
leik CSKA sem átti að vera gegn Ze-
nit 22. mars hefur verið frestað.
Sagt að hafa engar áhyggjur
Hörður spilaði á sunnudag Aðeins 5 þúsund máttu horfa í stað 30 þús-
unda Rússar sjá lítinn tilgang í að fresta leikjum Eins og ekkert sé í gangi
AFP
Moskva Hörður Björgvin Magnússon og félagar í CSKA eru í fimmta
sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar þegar átta umferðum er ólokið.
Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, má ekki yfir-
gefa Nur-Sultan, höfuðborg Kasak-
stan, næstu átta dagana. Félag
hans, Astana, hefur bannað leik-
mönnum sínum að fara til heim-
kynna sinna og eiga þeir að æfa
sjálfir næstu átta dagana. Síðan
verði staðan skoðuð á ný. Rúnar
skoraði fyrir Astana í leik í deild-
inni á sunnudag en eftir það var
ákveðið að loka landinu vegna kór-
ónuveirunnar. Nánar var rætt við
Rúnar í gær á mbl.is/sport/fotbolti.
vs@mbl.is
Rúnar er fastur í
Nur-Sultan
Ljósmynd/fcastana.kz
Kasakstan Rúnar Már Sigurjóns-
son leikur með meistaraliðinu.
Portúgalski knattspyrnumaðurinn
Bruno Fernandes hefur verið út-
nefndur besti leikmaður febrúar-
mánaðar í ensku úrvalsdeildinni.
Fernandes kom til Manchester
United frá Sporting Lissabon í lok
janúar og því er óhætt að segja að
hann hafi slegið strax í gegn, hjá fé-
laginu og í deildinni. Fernandes lék
fjóra úrvalsdeildarleiki frá 1. febr-
úar til 1. mars og skoraði í þeim tvö
mörk en United vann tvo þeirra og
gerði tvö jafntefli. Auk þess skoraði
hann í 5:0 sigri á Club Brugge í
Evrópudeildinni í lok febrúar.
Bestur í fyrsta
mánuði sínum
AFP
England Bruno Fernandes hefur
farið virkilega vel af stað.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Leik Íslands og Rúmeníu og öðr-
um umspilsleikjum fyrir Evr-
ópumót karla í knattspyrnu sem
fram eiga að fara dagana 26. og
31. mars verður án efa frestað í
kjölfarið á neyðarfundi UEFA,
Knattspyrnusambands Evrópu,
sem haldinn verður í dag.
Sama er að segja með sjálft
Evrópumótið sem fram á að fara í
tólf borgum Evrópu frá 12. júní
til 12. júlí en þar eiga Tyrkir og
Ítalir að mætast í fyrsta leiknum
í Róm 12. júní.
Ítalir munu á fundinum leggja
formlega fram ósk um að
Evrópumótinu verði frestað til
þess að svigrúm verði til að
ljúka keppnistímabilinu í hinum
ýmsu deildum Evrópu. Ítalir
hafa sett stefnuna á að ljúka
keppni í A-deildinni 30. júní en
þar er enn eftir að spila tólf um-
ferðir og deildin þyrfti því að
geta farið af stað á ný í byrjun
maí. Forseti ítalska knatt-
spyrnusambandsins, Gabriele
Gravina, sagði í
gær að það
kæmi líka vel til
greina að ljúka
keppninni næsta
haust, áður en
tímabilið 2020-
2021 hæfist.
Varðandi
lokakeppni EM
hafa verið hug-
myndir um að
halda mótið í desember eða þá
fresta því til sumarsins 2021. Um-
spilsleikjunum verður þá vænt-
anlega frestað til næsta hausts.
Fundurinn í dag verður hald-
inn með fjarfundabúnaði og þar
verða „viðstaddir“ fulltrúar
allra 55 knattspyrnusambanda
Evrópu. Enn fremur stjórn-
armenn samtaka evrópsku
knattspyrnufélaganna, fulltrúar
einstakra deilda og fulltrúi
FIFPro, samtaka atvinnuknatt-
spyrnumanna.
Á fundinum verða rædd mál-
efni allra deilda í Evrópu, Evr-
ópumóta félagsliða og loka-
keppni EM 2020.
Umspilinu og EM 2020 væntanlega frestað
Gabriele
Gravina
Ekki verður
meira leikið í
sænska hand-
boltanum á leik-
tíðinni vegna út-
breiðslu
kórónuveir-
unnar. Sænska
handknattleiks-
sambandið
greindi frá þessu
á heimasíðu sinni
í gær.
Í yfirlýsingu frá sambandinu
kemur fram að núverandi staða í
deildum innan þess verði lokastaða.
Ekki er búið að ákveða hvort meist-
arar verði krýndir eða hvort ein-
hver lið falli eða fari upp um deild.
Fjórir Íslendingar leika í efstu
deildinni; Teitur Örn Einarsson og
Ólafur Andrés Guðmundsson leika
með Kristianstad sem er í þriðja
sæti, Ágúst Elí Björgvinsson með
Sävehof sem er í sjötta sæti og Ar-
on Dagur Pálsson með toppliði Al-
ingsås. Ágúst Elí, sem varð meistari
með Sävehof á síðustu leiktíð, hefur
þar með leikið sinn síðasta leik fyr-
ir félagið. Gengur hann í raðir
Kolding í Danmörku fyrir næsta
tímabil.
Sænska
handboltan-
um lokið
Teitur Örn
Einarsson