Morgunblaðið - 17.03.2020, Síða 32
Bíóaðsókn í Bandaríkjunum náði nýjum lægðum um
nýliðna helgi, að því er fram kemur á vef dagblaðsins
New York Times, og er ástæðan að sjálfsögðu út-
breiðsla kórónuveirunnar. Flest kvikmyndahús voru
opin en aðeins selt í annað hvert sæti. Miðasala kvik-
myndahúsa í landinu varð fyrir vikið 44% minni en
helgina áður og höfðu frumsýningar á þremur nýjum
kvikmyndum því lítil áhrif. Hefur miðasala yfir helgi
aldrei skilað jafnlitlum tekjum frá því að eftirlit með
slíkri sölu hófst á níunda áratugnum. Ofurhetjumynd-
in Bloodshot með Vin Diesel í aðalhlutverki er meðal
þeirra þriggja kvikmynda sem frumsýndar voru um
helgina í Bandaríkjunum og víðar.
Sögulega lítil bíóaðsókn
ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 77. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Ég er fyrst og fremst ótrúlega ánægð með þennan
sigur enda mikil óvissa búin að vera í gangi í kringum
körfuboltann á Englandi undanfarna daga,“ segir Sara
Rún Hinriksdóttir, leikmaður Leicester Riders og ný-
krýndur breskur bikarmeistari í körfuknattleik. »26
Ánægð eftir mikla óvissu
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sauðfjárbændur á Ströndum hafa
vakið athygli í keppni í skíðagöngu.
Nokkrir þeirra tóku þátt í nýafstað-
inni Vasagöngu í Svíþjóð og var
fremsti Íslendingurinn í göngunni í
hópi Strandamanna.
Vasagangan var fyrst haldin 1922
og hefur farið fram árlega síðan
nema hvað hún hefur fallið þrisvar
niður vegna snjóleysis. Rósmundur
Númason frá Gilsstöðum tók nú þátt
í göngunni í áttunda sinn og Ragnar
Kristinn Bragason á Heydalsá í
fjórða sinn. „Það er gaman að takast
á við þá áskorun að ganga 90 kíló-
metra leiðina, það togar í okkur,“
segir Ragnar.
Mikill áhugi er á skíðagöngu á
Ströndum. Ragnar segir að þeir sem
fóru í keppnina í Svíþjóð eigi börn
sem æfi skíðagöngu hjá Skíðafélagi
Strandamanna. Foreldrarnir hafi
þannig dregist inn í íþróttina og hóp-
ur bænda hafi æft saman. „Það er
uppsveifla í göngunni og metþátt-
taka var í Strandagöngunni 7. mars.
Það var fínt að liðka sig í henni eftir
Vasagönguna og ganga 20 kíló-
metra,“ segir Ragnar, sem hefur
gengið allar 26 Strandagöngurnar
og leiðbeinir göngufólki hjá skíða-
félaginu. „Ég var þreyttur eftir
Vasagönguna en henni fylgdi samt
vellíðan eftir að hafa tekið vel á því.
Það er þægileg tilfinning, líkamlega
og andlega.“
Sjö manna hópur fór saman til
Svíþjóðar. Vilberg Þráinsson á Hrís-
hóli og Hjalti Helgason í Garpsdal í
Reykhólasveit voru þar á meðal með
Rósmundi og Ragnari eins í fyrra.
Ágúst Helgi Sigurðsson á Stóra-
Fjarðarhorni, Jón Eðvald Hall-
dórsson frá Drangsnesi og Stefán
Ragnarsson, sonur Ragnars, voru
skráðir í fyrsta sinn en Stefán gat
ekki gengið vegna veikinda.
Persónulegt met Ragnars
Ragnar fór fyrst í gönguna 2009,
síðan 2012 og svo 2019, þegar hann
náði öðrum besta tíma íslenskra
þátttakenda og fékk betri ráshóp í
ár fyrir vikið. Skipt er í tíu hópa og
var Ragnar núna í hópi númer þrjú.
„Það munar miklu að byrja framar
því þá losnar maður við kraðakið í
fyrstu brekkunni,“ segir hann. „Ég
náði besta árangri mínum, gekk á
sex klukkutímum og 25 mínútum,
varð í 1.404 sæti af um 14.000 þús-
und keppendum, fyrstur rúmlega 40
Íslendinga.“
Lítið hefur snjóað á göngusvæð-
inu í vetur og þurfti að keyra snjó í
brautina. Ragnar segir að ekki hafi
komið korn úr lofti í margar vikur en
nóttina fyrir gönguna og á meðan á
henni stóð hafi snjóað samtals um 15
cm jafnföllnum snjó. „Öll spor hurfu,
gangan varð mjög erfið og vel af sér
vikið að klára,“ segir hann.
„Ég fer í flestar Íslandsgöngurnar
og hef til dæmis farið í allar Fossa-
vatnsgöngurnar síðan 1999,“ heldur
Ragnar áfram. „Þetta sport hentar
ágætlega með sauðfjárbúskapnum.
Maður kemst í ágætis form eftir
smalamennskuna á haustin og held-
ur sér svo við á skíðunum á vet-
urna.“
Í Sålen í Svíþjóð Hópurinn þar sem 90 km Vasagangan byrjar. Frá vinstri: Jón Eðvald Halldórsson, Ágúst Helgi
Sigurðsson, Hjalti Helgason, Ragnar Kristinn Bragason, Rósmundur Númason og Vilberg Þráinsson.
Smalar snarpir í skíðagöngu
Mikill áhugi á íþróttinni á Ströndum Hópur þaðan í
Vasagöngunni í Svíþjóð og Ragnar fremstur allra Íslendinga