Morgunblaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 1. M A R S 2 0 2 0
Stofnað 1913 69. tölublað 108. árgangur
Njóttu hækkandi sólar á rúntinum.
Uppáhaldsbíllinn þinn bíður!
HEKLA · Skoðaðu úrvalið á www.hekla.is/vefverslun
EUROVISION
GULLNÁMA
FYRIR GRÍNISTA HESTARNIR RÓA HUGANN
DAGLEGT LÍF 12ATLI TÓNSKÁLD 44
Baldur Arnarson
Stefán Gunnar Sveinsson
Forystumenn stjórnarflokkanna
kynna í dag aðgerðir til að örva hag-
kerfið eftir tekjufall vegna kórónu-
veirufaraldursins. Meðal þeirra er að
fresta skattgreiðslum fyrirtækja.
Þá verður fjárfesting hins opinbera
aukin frá því sem boðað var.
Heimildarmaður blaðsins sem
þekkir til málsins sagði gjaldheimtu
jafnvel verða frestað fram á næsta ár.
Með þessu yrði brugðist við hruni í
eftirspurn í hagkerfinu.
„Aðgerðirnar miða að því að koma
til móts við fyrirtækin og koma þeim í
gegnum skaflinn. Þetta eru ekki síð-
ustu aðgerðirnar sem verða kynntar.
Menn vilja enda ekki klára öll skotin í
byssunni strax,“ sagði hann. Fleiri
aðgerðir verði kynntar á næstu vik-
um þegar staðan skýrist.
Viðmið um ríkisaðstoð
Jafnframt sé verið að ganga frá
viðmiðum um aðstoð til fyrirtækja.
Með þeim verði fyrirtækjum auðveld-
að að leita fyrirgreiðslu hjá viðskipta-
bönkum. Hins vegar verði fyrirtæki
undanskilin ef rekstrarerfiðleikar eru
ekki tilkomnir vegna þessara að-
stæðna. Meðal annars verði horft til
þess hvort skuldsetning sé tilkomin
vegna annarra þátta en rekstrar.
Meðal annars verði skoðað hvernig
Norðmenn og Danir hafi miðað við til-
tekið tekjufall. Ætlunin sé að reglurn-
ar verði gagnsæjar þannig að ekki
þurfi að koma upp vafamál um hver
uppfylli skilyrðin.
Tugir milljarða í bætur
Þingið samþykkti í gær frumvarp
ríkisstjórnarinnar um rétt til greiðslu
atvinnuleysisbóta samhliða skertu
starfshlutfalli. Taldi heimildarmaður
blaðsins vel sloppið ef hlutabætur
vegna tekjubrests fyrirtækja yrðu
undir 20 milljörðum til 1. júní. Sam-
anlagt myndu bæturnar og greiðslu-
skjólið létta verulega undir fyrirtækj-
um eftir mikið tekjufall. Annar
heimildarmaður blaðsins, sem þekkir
líka vel til málsins, sagði aðgerðirnar
myndu hafa mikla þýðingu fyrir fyrir-
tækin í landinu. Eftirspurn hefði
hrunið algerlega á mörgum sviðum.
Staðfest tilfelli kórónuveirunnar
voru 409 í gær. Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir segir í samtali við
Morgunblaðið í dag að það hafi aldrei
verið stefna stjórnvalda að ná hér upp
hjarðónæmi, og að hér hafi strax ver-
ið farið í harðar aðgerðir til að ná tök-
um á faraldrinum.
Fyrirtæki munu fá greiðsluskjól
Ríkisstjórnin hyggst fresta skattgreiðslum fyrirtækja Gert ráð fyrir háum fjárhæðum í hlutabætur
Yfir 90% samdráttur í sölu úrsmiðs á Laugavegi Hörðum aðgerðum beitt til að ná tökum á veirunni
Kórónuveiran
» Ríkisstjórnin kynnir í dag
aðgerðir til að örva hagkerfið
vegna skorts á eftirspurn.
» Skattgreiðslum fyrirtækja
verður frestað, jafnvel fram á
næsta ár.
» Fjárfesting hins opinbera
verður aukin.
» Gilbert úrsmiður á Lauga-
vegi segir yfir 90% samdrátt í
sölu vegna faraldursins.
MKórónuveira »2-6, 10-11, 16-20
Ingu Maríu Leifsdóttur brá heldur
betur í brún laugardagskvöld fyrir
rúmri viku þegar hún fékk það stað-
fest að hún bæri kórónuveiruna.
Hún byrjaði að finna fyrir flensuein-
kennum um svipað leyti og fyrsta
opinbera smitið greindist hérlendis
en hafði ekki verið í samskiptum við
nokkurn sem var að koma frá
áhættusvæði.
„Ég margspurði hjúkrunarfræð-
inginn hvort hún væri örugglega að
tala við rétta manneskju, ég bara
trúði þessu ekki! Mér fannst 99,5%
líkur á því að ég væri ekki með þetta.
Þegar fyrsta smitið greindist hér á
landi var ég á leiðinni upp í sumar-
bústað þar sem ég var alla helgina. “
Inga María upplifði talsverðan
höfuðverk og beinverki. „Svo missti
ég allt bragðskyn og lyktarskyn.“
Rætt er við fjóra einstaklinga í
einangrun í Sunnudagsblaði
Morgunblaðsins.
Morgunblaðið/Eggert
Faraldur Inga María Leifsdóttir.
Brá í brún
að greinast
Þótt aðstæður tímans séu undarlegar hefur aldr-
ei verið mikilvægara en nú að standa saman og
sýna væntumþykju. Hilma Hólmfríður Sigurðar-
dóttir á Húsavík varð 100 ára í gær, 20. mars, en
hún dvelst á Hvammi, dvalarheimili aldraðra þar
í bæ. Á Hvammi gildir samkomubann, en svo að
dagamunur væri mættu ættingjar þar fyrir utan
í gær og sungu fyrir afmælisbarnið, sem kom út
á svalir glöð í bragði og þakkaði fyrir sig.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Hamingjusöngur fyrir konuna á svölunum