Morgunblaðið - 21.03.2020, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020
Ársfundi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sem halda
átti þriðjudaginn 24. mars, er frestað um óákveðinn
tíma. Þetta er gert í ljósi gildandi samkomubanns
stjórnvalda vegna COVID-19.
Nánari upplýsingar á vef sjóðsins live.is
Ársfundi
frestað
Lífeyrissjóður
verzlunarmanna
—
live.is
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
segist hafa trú á niðurstöðum þess
spálíkans sem unnið hefur verið af
vísindamönnum frá Háskóla Íslands,
Embætti landlæknis og Landspítala
um áætlaða útbreiðslu kórónuveir-
unnar hér á landi næstu vikur og
mánuði. Það sé í takti við það sem
gert hafi verið erlendis, t.a.m. við Im-
perial College í Bretlandi.
„En stærðfræðilíkan er jú bara
líkan. Það er ekki endilega raunveru-
leikinn. Þannig að við erum með
ákveðinn fyrirvara á þessum spá-
tölum,“ segir Þórólfur í samtali við
Morgunblaðið.
Athygli hefur vakið að fjöldi smit-
aðra á samkvæmt líkaninu að stöðv-
ast í um 1.000 til 2.000 manns, áður en
kúrfan leitar aftur niður á við. Líkleg-
ast er þannig talið að fjöldi virkra
smita verði mestur rétt yfir 600, í
fyrrihluta aprílmánaðar. Svartsýnni
spá líkansins gefur hins vegar til
kynna að mestur verði fjöldi virkra
smita tæplega 1.300 síðar í aprílmán-
uði en þó fyrir hann miðjan.
Spurður hvað valdi því að kúrfa lík-
ansins leiti niður á við eftir þennan
fjölda smita, segir Þórólfur: „Allir
faraldrar fara niður að lokum og sér-
staklega með aðgerðum. Ef ekkert er
að gert fer kúrfan enn þá hærra þar
til hún nær þessu 60% sýkingarhlut-
falli í samfélaginu, en með þessum að-
gerðum þá getum við lækkað það
hlutfall mjög mikið, þannig að hún
fari niður við miklu lægra gildi.“
Spurður um mögulegan veldisvöxt
í fjölda smitaðra segir Þórólfur að sú
sé alltaf raunin í byrjun. „Þar til vöxt-
urinn nær ákveðnu marki og þá dett-
ur hann niður, eins og sést á kúrfunni.
Og ef það er verið að beita ákveðnum
aðgerðum þá fer toppurinn ekki eins
hátt og hann hefði ella gert.“
Markmiðið ekki hjarðónæmi
Sá hámarksfjöldi manna sem lík-
anið bendir til að geti greinst með
veiruna fyrir lok maí, þ.e. 1.000 til
2.000 manns, gefur ekki til kynna að
markmið stjórnvalda að sinni sé svo-
kallað hjarðónæmi, þ.e. þegar nægt
hlutfall þjóðarinnar hafi smitast til að
faraldur eigi erfitt um vik með frekari
útbreiðslu. Í tilviki kórónuveirunnar
hefur verið bent á hlutfallið 60-70%.
Þórólfur segir stjórnvöld ekki hafa
talað um að leitast væri eftir hjarð-
ónæmi. „Við höfum bara sagt að til að
ná hjarðónæminu þurfi það að vera
60%. Það hefur aldrei verið stefnan
að 60% af þjóðinni sýkist. Þess vegna
erum við að grípa til annarra aðgerða,
til þess að það þurfi ekki að gerast.
Það eru þessar aðgerðir; einangrun
og sóttkví og fleira – þannig munum
við ná jafnvægi með miklu lægri
fjölda smitaðra.“
Bresk yfirvöld voru gagnrýnd fyrir
skort á aðgerðum gegn útbreiðslu
kórónuveirunnar þar í landi, sem
bent hefur til þess að þau kunni að
sækjast eftir áðurnefndu hjarð-
ónæmi, en síðan þá hafa þau hert sín-
ar aðgerðir. Spurður hvort íslensk
stjórnvöld hafi verið á sömu vegferð
og þau bresku voru, segir Þórólfur að
því fari víðs fjarri.
„Þetta er gjörólíkt. Við höfum
strax frá upphafi beitt mjög hörðum
aðgerðum í að greina smit, beita ein-
angrun og sóttkví, meðal annars fyrir
fólk sem kemur frá ákveðnum svæð-
um – sem Bretar hafa alls ekki gert.
Það er fyrst núna sem þeir eru að fara
að gera eitthvað – þegar faraldurinn
er byrjaður. Enda hafa þeir sætt
gagnrýni fyrir að hafa ekki byrjað
fyrr.“
Greint var frá því í gær að til skoð-
unar væri að herða á samkomubann-
inu sem þegar er í gildi hér á landi, en
þegar hefur verið lagt bann við því að
fleiri en hundrað komi saman á einum
stað. Spurður hvort til hliðsjónar sé
viðmið um ákveðinn fjölda virkra
smita sem vera þurfi til að ráðist sé í
frekari aðgerðir á borð við alhliða lok-
un skóla, segir Þórólfur:
„Það eru nokkur atriði sem við er-
um að horfa á; við erum að horfa á
þróun faraldursins, hverjir eru að
greinast með sjúkdóminn og hvort
um sé að ræða hóp manna sem eru að
greinast á einhverjum afmörkuðum
stað. Þannig að það eru fjölmörg at-
riði sem við þurfum að taka tillit til
áður en við grípum til harðari að-
gerða. Þetta er í sífelldu mati.“
Stendur og fellur með fólkinu
Á Landspítalanum hafa verið 26
öndunarvélar og í gær komu fimmtán
til viðbótar til landsins sem vonast er
til að nýst geti spítalanum líka.
Spurður hvort nægur fjöldi véla sé á
landinu, segir Þórólfur að ef þróunin
samkvæmt spám gangi eftir eigi hún
að vera viðráðanleg.
„Sérstaklega þar sem verið er að
hugsa út leiðir á borð við að bæta við
húsnæði og öndunarvélum. En allt
stendur þetta og fellur með mann-
aflanum, það er heilbrigðisstarfsfólk-
inu. Það getur ekki hver sem er allt í
einu farið að stýra öndunarvél. Þetta
stendur því og fellur með þeim sér-
hæfða mannskap sem þarf til.“
Þórólfur segir að víðtækar skiman-
ir íslenskra stjórnvalda fyrir veirunni
séu lykillinn að árangri hér á landi.
„Að greina sem flesta, greina þá
fljótt, setja smitaða í einangrun og
aðra sem hugsanlega hafa smitast í
sóttkví – það er þungamiðjan í
þessu,“ segir hann.
„Að auki það sem við höfum beðið
almenning um að gera, með þessu
samkomubanni, til að takmarka um-
gengni fólks hvers við annað og draga
þannig úr líkum á smiti milli manna.
Þetta eru lykilatriðin. Hvort það þurfi
að gera eitthvað róttækara en þetta,
það er alltaf spurningin.“
Fjöldi eftir landshlutum
Óstaðsett 7 20
Útlönd 0 4
Austurland 0 22
Höfuðborgarsvæði 349 2.934
Suðurnes 19 141
Norðurland vestra 2 237
Norðurland eystra 2 194
Suðurland 30 544
Vestfirðir 0 21
Vesturland 0 50
Smit
Sóttkví
Uppruni smits
Innanlands Erlendis
Óþekktur
28%36%
36%
9.189 sýni hafa verið tekin
22 einstaklingar hafa náð bata
577 hafa lokið sóttkví
7 einstaklingar eru á sjúkrahúsi
409 manns eru í einangrun
Fjöldi staðfestra smita frá 28. febrúar
28.2. 29.2. 1.3. 2.3. 3.3. 4.3. 5.3. 6.3. 7.3. 8.3. 9.3. 10.3. 11.3. 12.3 13.3. 14.3. 15.3. 16.3. 17.3. 18.3. 19.3.
Upplýsingar eru fengnar af
409 smit voru staðfest
í gær kl. 11.00
4.166 hafa verið settir í sóttkví
400
350
300
250
200
150
100
50
409
Nái jafnvægi með færri smitum
Íslensk stjórnvöld ekki á sömu vegferð og þau bresku, segir sóttvarnalæknir Harðar aðgerðir frá
upphafi Horfa á þróun faraldursins og meta skilyrði fyrir frekari aðgerðum Skimanirnar lykilatriði
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Á fundi Þórólfur segir möguleikann á frekari aðgerðum í sífelldu mati.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta er mikið högg. Ég hef heyrt
um sjúkraþjálfara sem eru nú með
20% af þeim verkefnum sem þeir eru
vanir. Algengast er að sjúkraþjálf-
arar á einkastofum séu að fá um það
bil 60% af verkefnum sem áður
voru,“ segir Unnur Pétursdóttir, for-
maður Félags sjúkraþjálfara.
Kórónuveirufaraldurinn kemur
sér afar illa fyrir ýmsar þjónustu-
greinar í samfélaginu. Mörg einka-
fyrirtæki sjá fram á magra tíma.
Unnur segir að sjúkraþjálfun sé
heilbrigðisþjónusta og megi ekki
falla niður eigi árangur af aðgerðum
og meðferðum að haldast. Sjúkra-
þjálfun sem fer fram á stofnunum, til
að mynda spítölum og öldrunarheim-
ilum, heldur dampi að hennar sögn
en takmarkanir eru á göngudeildar-
þjónustu.
„Á einhverjum einkastofum hefur
verið ákveðið að vinna bara annan
hvern dag eða skipta starfsfólki í tvo
hópa til að minnka áhættu á smiti. Þá
er reynt að haga málum þannig að
sem fæstir séu á biðstofum í einu.“
Gauti Torfason, eigandi rakara-
stofunnar Herramanna í Kópavogi,
segir að margir veigri sér við að
koma á stofuna vegna ástandsins,
sérstaklega eldra fólk. Til skoðunar
sé að bjóða upp á sérstaka tíma til að
taka á móti þessum hópi. „Áður en
þetta skall á voru hér raðir út úr dyr-
um en nú er allt miklu rólegra. Við
erum með fimm stóla en klippum nú
bara í þremur svo nóg pláss sé á milli
fólks,“ segir rakarinn, sem leggur nú
drög að tvískiptum vöktum ef
ástandið skyldi versna.
Hrönn Róbertsdóttir, eigandi
tannlæknastofunnar Brossins, segir
að kórónuveirufaraldurinn sé þegar
farinn að hafa mikil áhrif á hennar
starfsstétt. Einhverjar minni stofur
séu farnar að huga að lokun eða hafi
þegar lokað.
„Við erum með stóra stofu og
þjónustum breiðan hóp. Við hringj-
um sjálf í eldra fólk og þá sem eru
með undirliggjandi sjúkdóma en höf-
um getað tekið fólk inn af biðlistum í
staðinn. Við endurskipuleggjum einn
dag í einu.“
Hrönn kveðst jafnframt skynja að
ástandið í þjóðfélaginu sé farið að
leggjast á fólk. „Fyrir marga er al-
mennt erfitt að koma til tannlæknis
og við finnum fyrir því að þeir eru
tæpari fyrir nú en áður. Það þarf að
gefa fólki góðan tíma í stólnum. Fólk
er pínu stressað.“
„Mikið högg“ fyrir
þjónustugreinarnar
Samdráttur í sjúkraþjálfun og víðar
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR