Morgunblaðið - 21.03.2020, Page 8

Morgunblaðið - 21.03.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020 Í dag er búist við að ríkisstjórninkynni björgunaraðgerðir í efnahagsmálum. Á þingfundi í gær óskaði Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, eftir því að stjórnar- andstaðan fengi að koma meira að undirbúningi pakk- ans áður en hann yrði kynntur. Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra benti á að ríkisstjórninni bæri skylda til að leggja fram hug- myndir að við- brögðum en að í framhaldinu yrði umræða í þinginu og „mögulega áður en mál koma til þings- ins“. Samtal þeirra var hefðbundið og bendir til að ágæt samvinna geti orðið um þær aðgerðir sem fram undan eru og þjóðin gerir sér rétt- mætar væntingar um að verði myndarlegar og hjálpi atvinnulífinu að komast sem best í gegnum áfallið og að þannig megi um leið verja hag sem flestra launamanna.    En spurning sem kom á eftir frápíratanum Jóni Þór Ólafssyni benti ekki endilega til að vænlegt væri að vinna að lausn með stjórnarandstöðunni. Hann taldi að nú, mitt í öllum þrengingunum, væri rétti tíminn fyrir ríkisvaldið að opna budduna upp á gátt og ganga möglunarlaust að kröfum hjúkr- unarfræðinga.    Augljóst er að ríkið getur ekki núsett kjarasamninga í uppnám. Raunar er líka augljóst að Ísland getur ekki búið við verkföll eða verkfallshótanir ofan á baráttuna við veiruna. Þetta er meðal þess sem ríkisvaldið þarf að leysa, en það verður ekki gert með því að gera nú samninga sem eru í engu samræmi við þá sem þegar hafa verið gerðir. Bjarni Benediktsson Nú er ekki tími óábyrgra yfirboða STAKSTEINAR Jón Þór Ólafsson Höskuldur Jónsson, fyrrverandi ráðu- neytisstjóri og for- stjóri ÁTVR, er látinn, 83 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi á Kanaríeyjum, þar sem hann var í orlofi með eiginkonu sinni, í kjöl- far skurðaðgerðar vegna sýkingar. Höskuldur var fæddur á Mýri í Álfta- firði við Ísafjarðardjúp 9. ágúst 1937, sonur þeirra Halldóru Maríu Kristjánsdóttur og Jón Guðjóns Kristjáns Jónssonar. Höskuldur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1957, námi í viðskiptafræði frá HÍ 1963 og las í kjölfar þess þjóð- félagsfræði við Háskólann í Haag í Hollandi. Eftir háskólanám hóf Höskuldur störf hjá hinu opinbera og byrjaði í fjármálaráðuneytinu árið 1965. Var þar fyrst fulltrúi, svo deildarstjóri, skrifstofustjóri og loks ráðuneytisstjóri. Árið 1986 var Höskuldur skipaður forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins og leiddi hann fyrirtækið í gegnum margvíslegar breytingar og kom með nýjar áherslur í starf- semi þess. Forstjóra- starfi ÁTVR gegndi Höskuldur út ágúst 2005. Um dagana sinnti Höskuldur fjölmörg- um trúnaðarstörfum með setu í stjórnum sjóða og stjórna fyrir hönd hins opinbera. Var einnig um nokk- urra ára skeið for- maður samninga- nefndar ríkisins í launamálum og átti sæti í stjórnum líf- eyrissjóða. Höskuldur var forseti Ferðafélags Íslands frá 1985 til 1994, enda mikill útivistar- og fjallamaður. Má þess geta að skáli FÍ í Hrafntinnuskeri við Laugaveginn er eftir honum nefnd- ur og heitir Höskuldsskáli. Hösk- uldur var handhafi gullmerkis FÍ og jafnframt heiðursfélagi. Hann var mjög virkur í starfi félagsins, í vinnuferðum, kvöldvökum og sinnti fararstjórn. Eftirlifandi eiginkona Höskuldar er Guðlaug Sveinbjörnsdóttir sjúkraþjálfari og eiga þau þrjá uppkomna syni; Þórð, Sveinbjörn og Jón Grétar. Barnabörnin eru þrjú. Andlát Höskuldur Jónsson, fv. forstjóri ÁTVR Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa ekki tekið ákvörðun um hvort og með hvaða hætti stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands muni sjá stað í vaxtakjörum sjóðfélagalána. En Seðlabankinn hefur í tveimur skref- um lækkað meginvexti sína um 1 pró- sentu á síðustu tveimur vikum. Harpa Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins gefur ekkert upp um áætlanir sjóðsins. „Eðli málsins samkvæmt get ég ekki svarað þessu, þá væri aðili úti í bæ orðinn innherji. Þetta mun tíminn leiða í ljós,“ sagði Harpa. Árni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Gildis, benti á að stjórn sjóðsins tæki ákvarðanir um vexti sjóð- félagalána og að næsti stjórnar- fundur væri áætlaður 26. mars. Benti hann þó á að stjórnin væri nýbúin að taka ákvörðun um vaxtalækkun. 16. mars sl. var tilkynnt að stjórn sjóðs- ins hefði lækkað vexti verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Lækkuðu óverðtryggð lán um 0,15% og verð- tryggð lán um 0,10%. Í svari frá Líf- eyrissjóði verslunarmanna sagði að stjórn sjóðsins kæmi saman í síðari hluta apríl. „Ef breytingar verða fyrir þann tíma þá verður það tilkynnt á vefsíðu sjóðsins.“ Viðskiptabankarnir þrír hafa allir tilkynnt um vaxtalækkanir sem nema frá 0,1% og upp í 0,5% eftir tegundum lána. Lífeyrissjóðirnir hafa ekki lækkað  Bankarnir hafa allir brugðist við vaxtalækkun Seðlabankans með lækkun Morgunblaðið/Eggert Vextir Hús verslunarinnar. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.