Morgunblaðið - 21.03.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020
Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is
Við búum til
minningar myndó.isljósmyndastofa
NJÓTUMMINNINGANNA
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Allur aðfangaflutningur er auðvitað
umtalsvert erfiðari. Þá hefur verið
mikil vinna að moka snjó frá og
koma inn heyi,“ segir Hávar Örn
Sigtryggsson, bóndi á Hriflu í Þing-
eyjarsveit, í samtali við Morgun-
blaðið.
Að sögn Hávars hefur gríðarmik-
ill snjór safnast víða á Norðurlandi,
en að því er fram kemur í tölum frá
Veðurstofu Íslands var 254 sentí-
metra djúpur snjór á Skeiðsfossi í
Fljótum í Skagafirði. Til saman-
burðar er dýpsti snjór sem mælst
hefur hér á landi 279 sentímetrar, en
sú mæling fór sömuleiðis fram á
Skeiðsfossi, árið 1885.
Stórir skaflar myndast víða
Spurður hvort snjókoman í ár hafi
torveldað búskap kveður Hávar já
við. Bændur láti það þó ekki á sig fá.
„Sveitarfélagið stendur fyrir um-
fangsmiklum mokstri sem dekkar
þetta að mestu leyti. Það hafa þó
myndast afar stórir skaflar víða,“
segir Hávar en bætir þó við að stað-
an á sauðfénu sé góð. Eins hafi
ágætlega tekist að hemja hrossin til
þessa. „Hrossin eru í góðu skjóli úti
við, en allar girðingar eru þó komnar
á kaf. Um leið og heyið minnkar geta
þau farið á flakk þannig að við
reynum að gefa þeim ríflega til að
halda þeim rólegum. Staðan á sauð-
fénu er jafnframt góð,“ segir Hávar.
Aðspurður segist Hávar vonast til
að hlýna taki í veðri fljótlega, enda
styttist í sauðburð. „Ef snjórinn
endist fram að sauðburði í lok apríl
eru menn í vandræðum. Við erum þó
ekkert farnir að örvænta ennþá, en
vonandi fer að hlýna fljótlega,“ segir
Hávar.
Mikill álagstími á næstunni
Fram undan er mikill álagstími
hjá bændum og kemur kórónu-
veirufaraldur því ekki á góðum tíma.
„Það er auðvitað ekki auðvelt að
sækja afleysingu, en það er verið að
skipuleggja þetta núna,“ segir
Hávar.
Í fréttatilkynningu sem Bænda-
samtök Íslands sendu frá sér í gær
kemur fram að búið sé að leggja
grunn að viðbragðsáætlun fyrir
helstu gerðir búrekstrar vegna kór-
ónuveirunnar. Þar er lögð áhersla á
að auðvelda bændum greiningu á
lykilþáttum starfseminnar og skrán-
ingu annarra nauðsynlegra upplýs-
inga. Í tilkynningunni segir enn
fremur að afleysingamaður eigi að
geta gengið inn í dagleg störf án
þekkingar á búi eða með aðstoð við-
komandi bónda.
Ljósmynd/Ísey Dísa
Snjókoma Að sögn Hávars binda bændur fyrir norðan vonir við að hlýna taki í veðri á allra næstu vikum.
Snjókoma hefur torveldað
búskap fyrir norðan
Fram undan er mikill álagstími hjá íslenskum bændum
Hávar Þrátt fyrir gríðarlega mikinn snjó hefur gengið vel að moka.
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið
AwareGo, sem framleiðir fræðslu-
myndbönd fyrir atvinnulífið þar sem
farið er yfir þau atriði sem starfsfólk
þarf að gæta sín á svo að lágmarka
megi líkurnar á að óprúttnir aðilar
komist inn í tölvukerfi fyrirtækja og
stofnana, hefur í tilefni af útbreiðslu
kórónuvírussins og aukinni fjarvinnu
fólks af þeim völdum sett saman sér-
stakt fjarvinnunámskeið sem að-
gengilegt er í þjálfunarbúnaði fyrir-
tækisins. Geta fyrirtæki nálgast
námskeiðið án endurgjalds á heima-
síðu AwareGo sem ókeypis prufu, og
deilt myndböndum í gegnum búnað-
inn til starfsmanna í fjarvinnu.
Í skilaboðum sem fylgja tilboðinu
segir AwareGo að öryggismál geti
verið áskorun í fjarvinnu, þar sem
netþrjótar séu líklegir til að líta á þá
sem eru heimavinnandi sem skot-
mörk. „Nú eru svo margir farnir að
vinna heima, þar á meðal við hjá
AwareGo, og þá þarf að huga að
ákveðnum atriðum,“ segir Ragnar í
samtali við Morgunblaðið. „Þetta
opnar á öðruvísi öryggisáhættur en
þegar fólk vinnur á skrifstofunni.“
Aðspurður segir Ragnar að á með-
al þess sem hafa þurfi í huga þegar
unnið er í fjarvinnu heima við sé að
börn séu ekki að ná sér í tölvuleiki
eða annan hugbúnað í vinnutölvuna
hjá starfsfólki. „Svo er mikilvægt að
vera með öruggar tengingar og net
heima við. Einnig að vera með örugg-
ar tengingar á milli starfsmanna á
mismunandi stöðum, varðandi deil-
ingar á gögnum og þvíumlíkt.“
Þá nefnir Ragnar að góð regla sé
að læsa tölvunni þegar staðið er upp
frá vinnunni, og að uppfæra tölvuna
reglulega. Ragnar nefnir einnig
mikilvægi þess að vera með svokall-
aða VPN-tengingu inn í fyrirtækin,
til að komast á öruggan hátt í hug-
búnað sem er á miðlurum innanhúss.
Þá segir hann mikilvægt ef unnið er í
hugbúnaði í skýinu að vera með
tveggja þátta öryggi, þ.e. ekki ein-
göngu aðgangsorð og lykilorð, held-
ur til dæmis rafræn skilríki í síma.
„Það er erfiðara fyrir þrjóta að kom-
ast í símann.“
Öðruvísi hætta
Spurður að því hvort það bjóði
hættunni meira heim að vinna í fjar-
vinnu en innan veggja fyrirtækisins,
segir Ragnar að það sé öðruvísi. „Til
dæmis ertu ekki með eldveggi
heima eins og vinnunni. Það getur
líka orðið seinlegra að sækja hjálp
til sérfræðinga í tæknideildinni ef
maður lendir í vanda. Það þarf þó
ekki að vera veikleiki, ef þú ferð var-
lega og hugsar áður en þú fram-
kvæmir.“
Er líklegt að netþrjótar sjái tæki-
færi í ástandi sem þessu?
„Já, það er pottþétt. Þeir nota sér
svona bylgjur í samfélaginu. Þeir
reyna að blekkja fólk og segjast til
dæmis vera til með upplýsingar um
kórónuveiruna og bjóða fólki að
smella til að sjá það allra nýjasta.
Maður sér svona lagað komið á
stjá.“
Fólk í fjarvinnu skotmörk netþrjóta
Gefa aðgang að fræðslu um öryggi í fjarvinnu Heimavinna opnar á öðruvísi öryggisáhættu
AwareGo stefnir á að bjóða upp á tölvuöryggismyndbönd á tuttugu tungumálum fyrir árslok
Ljósmynd/AwareGo
Hætta Almenn skynsemi getur gagnast vel þegar hugað er að tölvuöryggi.
Alþingi samþykkti í gær lög sem
gera kleift að greiða hlutabætur úr
Atvinnuleysistryggingasjóði sam-
hliða minnkuðu starfshlutfalli vegna
tímabundins samdráttar í starfsemi
vinnuveitanda.
Ásmundur Einar
Daðason félags-
málaráðherra
lagði frumvarpið
fyrir þingið. Lög-
in eiga m.a. að
tryggja að ein-
staklingar með
400.000 kr. eða
minna í laun á
mánuði geta
fengið greidd
100% af meðaltali launa þó starfs-
hlutfall þeirra minnki. Gilda úrræðin
til 31. maí.
Miklar breytingar voru gerðar á
frumvarpinu í umfjöllun velferðar-
nefndar þingsins. Breytingarnar
sem nú hafa verið lögfestar fela m.a.
í sér að atvinnuleysisbætur greiddar
samhliða minnkuðu starfshlutfalli
koma ekki til skerðingar á fjárhæð
atvinnuleysisbóta enda hafi starfs-
hlutfallið lækkað um 20% hið
minnsta en þó ekki neðar en í 25%.
Atvinnurekanda er óheimilt að
krefjast vinnuframlags umfram nýja
starfshlutfallið að því er fram kemur
í kynningu félagsmálaráðuneytisins.
Laun frá vinnuveitanda fyrir
minnkað starfshlutfall og atvinnu-
leysisbætur geta samanlagt aldrei
numið hærri fjárhæð en 700.000 kr.
á mánuði. Námsmenn geta átt rétt á
bótum samkvæmt frumvarpinu enda
uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði
ákvæðisins og kveðið er á um að
sjálfstætt starfandi einstaklingar
geti nýtt sér úrræðið ef þeir hafa til-
kynnt skattayfirvöldum um veru-
legan samdrátt vegna tímabundinn-
ar stöðvunar á rekstri.
Talið kosta um 13 milljarða
Einstaklingar sem taka á sig
skert starfshlutfall og hafa verið
með yfir 400 þús. kr. í full mánaðar-
laun halda mismunandi stórum hluta
af fyrri tekjum sínum. Þannig fengi
t.d. sá sem er með 600 þúsund kr.
full laun og fer í 25% starfshlutfall
150 þúsund frá vinnuveitanda sínum
og 342 þús. kr. í hlutabætur, samtals
rúmar 492 þús. kr. eða 82% af fyrri
tekjum. Sá sem er með 800 þús. kr.
full laun og fer í 50% starfshlutfall
fengi 400 þús. kr frá vinnuveitanda
og 228 þús. í hlutabætur eða 79% af
fyrri tekjum. Áætlað er að þessi úr-
ræði muni kosta Atvinnuleysis-
tryggingasjóð um 13 milljarða kr.
omfr@mbl.is
Laun allt að 400
þús. að fullu tryggð
Lög um greiðslu hlutabóta samþykkt
Ásmundur Einar
Daðason