Morgunblaðið - 21.03.2020, Side 16

Morgunblaðið - 21.03.2020, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020 ÚR BÆJARLÍFINU Birna Guðrún Konráðsdóttir Borgarfirði Á Vatnshamravatni í Borgar- firði hefur um áratugaskeið verið keppt í ístölti. Að þessu sinni var mótið haldið að frumkvæði Svein- björns Eyjólfssonar í Hvannatúni. Vatnið var vel frosið, líklega um 30 sentimetra ís. Veðrið lék við þá fjölmörgu þátttakendur sem mættu til að taka fáka sína til kostanna, en keppt var í þremur flokkum; í flokki 17 ára og yngri, skvísuflokki og peyjaflokki.    Karlakórinn Söngbræður hef- ur í nokkur ár haldið svokallaða Sviða- og hrossakjötsveislu sem er fjáröflun fyrir kórinn. Alla jafna hefur þessi veisla verið haldin í janúar, en vegna veðurs var hún færð aftur og að þessu sinni haldin á hlaupársdaginn sjálfan. Svo mik- il þátttaka hefur verið í þessum veisluhöldum að þeir bræður hafa sprengt utan af sér hvert félags- heimilið á fætur öðru og var veisl- an haldin í stærsta félagsheimili héraðsins, Þinghamri við Varma- land. Sem fyrr var troðfullt hús og gerðu gestir góðan róm að mat og söng þeirra bræðra.    Grunnskólum í Borgarfirði hefur óvenjulega oft verið frestað það sem af er vetri. Tíðin hefur verið mjög rysjótt, eins og víða, þótt snjór sé langt frá því að vera eins mikill í Borgarfirði og t.d. á Norðurlandi, þá hefur verið vinda- samt. Það sem einnig hefur ein- kennt þessa vetrarmánuði, eftir áramótin, er að inn á milli hafa komið afar mildir dagar með logni og heiðríkju, þannig að öfgarnar í veðurfarinu hafa verið allveru- legar.    Fyrr á tíð þegar kaupfélögin voru meira áberandi í samfélögum var það skylda sem tekin var al- varlega að mæta á deildarfund í hverri sveit. Félagsmenn, sem þá voru einkum karlar, klæddu sig upp á til að mæta. Að ekki sé talað um ef viðkomandi var deildar- formaður eða fulltrúi á aðalfundi félagsins. En nú er öldin önnur og umhverfi kaupfélaganna mikið breytt. Um þessar mundir streyma þó inn um póstlúgur Borgfirðinga hvatningarpésar frá Kaupfélagi Borgfirðinga sem bera yfirskriftina „Við viljum hitta þig!“ Þar er fólk hvatt til að mæta á deildarfund og ganga í kaupfélagið til að hafa áhrif á stefnu og áherslur félagsins. Gulrótin er einnig að með því að gerast félagi bjóðist afslættir í ýmsum versl- unum og freistandi félagsmanna- tilboð.    Á Hvanneyri hefur í sex sum- ur verið starfrækt kaffihúsið Skemman. Kaffihúsið tekur nafn af húsinu sem það var rekið í, Skemmunni, sem er eitt elsta hús- ið á Hvanneyrarstað og í eigu sóknarinnar. Vegna breyttra að- stæðna í lífi rekstraraðila hafa þeir ákveðið að leggja starfsemina niður. Eigendur kaffihússins sér- hæfðu sig í heimabökuðu meðlæti við allra hæfi og þar á meðal glútenlausum og belgískum vöffl- um sem þóttu hið mesta lostæti, og var aðsókn yfirleitt með ágæt- um. Það er sjónarsviptir að þess- um rekstri en hafi einhver áhuga á að taka upp hanskann að nýju væri að líkindum hægt að hafa samband við sóknarnefnd.    Í uppsveitum Borgarfjarðar gæti orðið breyting á prestakalla- skipan um eða fyrir næstu áramót. Eins og staðan er í dag eru fjórir sóknarprestar starfandi á svæðinu og er einn þeirra jafnframt pró- fastur, sr. Þorbjörn Hlynur Árna- son á Borg. Tveir sóknarprestar í héraðinu, þeir sr. Flóki Kristins- son á Hvanneyri og sr. Geir Waage í Reykholti, munu láta af störfum á árinu vegna aldurs. Þá þarf að manna þeirra stöður eða gera breytingar á prestakalla- skipaninni. Sóknarnefndir munu fljótlega hitta biskup Íslands til skrafs og ráðagerða.    Aðalfundastormur sá sem herjar alla jafna á Borgfirðinga frá og með mars hófst á venju- bundnum tíma. Ekki er nóg með að félagsdeildir Kaupfélags Borg- firðinga haldi sína fundi, heldur eru flestöll félög einnig í aðal- fundarherferð eins og veiðifélög, búnaðarfélög og sóknarnefndir. Allir vilja vera búnir með sín aðal- fundarstörf áður en vorverk taka við á bæjunum því þá eru bændur síður tilkippilegir til fundarhalda. Barist er alla jafna um hvern dag- inn frá miðjum mars fram til loka apríl. Nú gæti hins vegar farið svo að breyting yrði á fundarhöld- unum. Vírus sá sem geisar um heimsbyggðina gæti sett þar strik í reikninginn. Bæði vegna sam- komubanns, þótt það eigi varla við aðalfundi til sveita, og ekki síður vegna þess að fá fundarrými eru nógu stór til þess að hægt sé að hafa tvo metra á milli fundargesta. Verið gæti því að árleg aðalfund- arhrina yrði færð aftur í almanak- inu.    Hér í eina tíð þótti ýmsum gott ef hrafn settist að á bænum. Hrafninn þótti spáfugl og sagt var að Guð launaði fyrir hrafninn. Hann var einnig sagður vitur og gæti varað búendur við aðsteðj- andi hættum. Á Hvanneyrarstað er auðvitað hrafn. Hann hefur skipað sér ofar öðrum með því að hafa tíð aðsetur á turnspíru kirkj- unnar. Þar hefur hann upp „söng“ sinn dag hvern ef viðrar. Hvort hann er að spá um komandi tíð, veit sá sem þetta ritar lítið um, en óháð því þá spókar hann sig á turnspírunni og lætur það óðal sitt ekki af hendi fyrir aðkomu hrafna.    Stóra upplestrarkeppnin hefur verið haldin um langa hríð. Í henni keppa nemendur í 7. bekk grunn- skóla um færni til að lesa texta upphátt sem og ljóð. Fyrir skömmu var útsláttarkeppni hald- inn meðal nemenda í Grunnskóla Borgarfjarðar fyrir stóru upp- lestrarkeppnina en nokkrir skólar á Vesturlandi hafa með sér sam- starf um þessa keppni og skiptast á að halda hana. Þessir skólar eru Grunnskóli Borgarfjarðar, Heiðar- skóli, Laugargerðisskóli, Grunn- skólinn í Borgarnesi og Auðar- skóli. Áætlað var að halda keppnina 26. mars en hefur verið frestað til vors vegna samkomu- bannsins. Það hefur oft verið til- hlökkun og töluverð spenna að vita hverjir komast í hina stóru keppni á hverjum stað fyrir sinn skóla. Skólastarf raskast af veðri og banni Morgunblaðið/Sólrún Halla Bjarnadóttir Upplestur Nemendur í 7. bekk í Grunnskóla Borgarfjarðar sem tóku þátt í útsláttarkeppni í Snorrastofu: Guðmar Sigvaldason, Hugo Cubas Hidalgo, Sigurður Örn Davíðsson, Ástrún Björnsdóttir og Guðrún Sjöfn Kuhlseng. TILBOÐ 1.090 þús. staðgreitt FORD Galaxy Sjálfskiptur Ekinn 172 þús. Skoðaður 2021 Nýsmurður t um olíu á skiptingu redestein nagladekk Verð 1.790 þús. íma 615 8080 7 manna Diesel árg. 2011 Nýlega skip Glæný V Uppl. í s „Verði Ísafjarðardjúp opnað fyrir eldi frjórra laxa verður það svartur dagur í náttúruvernd á Íslandi. Lands- samband veiðifélaga mun leita allra leiða til að koma í veg fyrir að það nái fram að ganga,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Landssambandi veiði- félaga. Þar er tillaga Hafrannsókna- stofnunar um breytt áhættumat vegna erfðablöndunar við laxeldi í sjókvíum harðlega gagnrýnd. Í tilkynningunni segir að tillagan sé mikil vonbrigði og sambandið muni leggjast harðlega gegn því að leyft verði eldi frjórra norskra laxa í opn- um sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Jafn- framt er gerð alvarleg athugasemd við að í Ísafjarðardjúpi sé nú skylt samkvæmt lögum að taka tillit til svo- kallaðra mótvægisaðgerða sjókvía- eldisfyrirtækjanna sem ættu í raun að vera almennt skilyrði fyrir eldis- leyfi frekar en tól til að auka magn frjórra laxa. Hins vegar sé ekki skylt að taka tillit til áhrifa laxalúsar eða sjúkdóma á nálæga stofna, segir í til- kynningunni. Enn hægt að hætta við Staðan sé þannig að til dæmis tækniframfarir og þróun í eldi geti orðið til þess að auka eldismagnið og þar með áhættuna fyrir villta stofna. Bent er á að áhættumatið sem var birt í gær sé ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar og eftir sé að fjalla um það í samráðsnefnd um fiskeldi þar sem fulltrúi Landssambandsins eigi sæti. Enn sé því tækifæri til þess að hverfa frá þessum „fráleitu hugmyndum“. aij@mbl.is Morgunblaðið/Golli Lax Við veiðar í Laugardalsá. Berjast gegn eldi í Djúpinu  Gagnrýna breytt áhættumat Hafró „Þrátt fyrir fordæmalausar að- stæður undanfarið hefur DHL hald- ið uppi hnökralausri flugáætlun dag- lega, alla virka daga, með fraktvél frá Keflavík til East Midlands í Bretlandi,“ segir Róbert Tómasson, framkvæmdastjóri Cargo Express, í tölvupósti. Útflytjendur á ferskum fiski hafa haft verulegar áhyggjur af þeim af- leiðingum sem ferðabann hefur á rekstur þeirra, en talsvert af þeim flutningi hefur farið fram með far- þegaþotum. Þá hefur Icelandair Cargo sagst ætla að gera hvað sem er til þess að tryggja áfram útflutn- ing og jafnvel grípa til notkunar fraktvéla ef svo ber undir. Jafnframt hefur ástandið orðið til þess að Blue- bird Nordic hefur tekið til skoðunar flutning beint til Bandaríkjanna með fraktvélum frá Íslandi eftir að ferða- bann Bandaríkjanna var útvíkkað til Írlands og Bretlands. „Cargo Express hefur í samstarfi við DHL séð um allar bókanir á ferskum fiski til Bretlands. Þaðan hefur svo Cargo Express sett upp leiðakerfi inn á helstu fiskmarkaði í Bretlandi, Frakklandi og víðar,“ segir Róbert. Spurður hvort eftir- spurn eftir flutningi hafi dregist saman undanfarna daga svarar hann: „Dagvörumarkaðurinn í Bret- landi er ennþá nokkuð sterkur og þá eru ennþá leiðir inn á bæði Banda- ríkin og Kanada í gegnum London sem við höfum verið að nota. Við er- um t.d. með ágætar bókanir alla næstu viku inn á þessa markaði. Aft- ur á móti hafa markaðir í Frakklandi og á Spáni alveg hrunið af skiljan- legum ástæðum.“ Hann segir félagið einnig hafa áframsent fisk til Asíu, Bandaríkj- anna og Kanada þrátt fyrir að það feli í sér talsverða áskorun um þess- ar mundir. gso@mbl.is Ljósmynd/DHL Flug Fraktvélar DHL halda áfram að fljúga með fisk til Bretlands. Fljúga áfram með fisk til Bretlands  Samstarf við DHL án áhrifa banns

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.