Morgunblaðið - 21.03.2020, Qupperneq 21
21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020
Margir eru kvíðnir og skilja illa
hvað er að gerast í veröld lækna-
vísindanna þegar heimsfaraldur
fer um eins og eldur í sinu. Gripið
er til neyðaraðgerða sem eiga sér
ekki fordæmi í veröldinni. En þá
þökkum við fyrir hversu gott land
við eigum og magnaða lækna og
vísindamenn, bæði hér og á ver-
aldarvísu.
Gamla fólkið sagði manni frá
spænsku veikinni sem kom með
Botníu frá Kaupmannahöfn til
Reykjavíkur og öðru skipi frá Bandaríkjunum
fyrir sléttum eitt hundrað árum. Pestin felldi
þá 50 milljónir manna víða um heim og um 500
manns hér. Mín kynslóð hefur lifað með fólki,
sem sagði manni frá hvernig menn stóðu þá og
horfðu ráðalausir á mestu hörmungar Íslands-
sögunnar, ef frá eru dregnar Stórabóla og
Svartidauði. Nú vaknar hin „nöldursama“ ís-
lenska þjóð upp við vondan draum en þá gerist
kraftaverkið: „Við eignumst eina þjóðarsál.“
Við skynjum hversu fá við erum og tökum
saman höndum. Við erum betur
sett en nokkur herþjóð, því fólk
fer að tilmælum og ætlar að
verja sig og sína. Fyrir eitt
hundrað árum vorum við fátæk-
asta þjóð Evrópu, nú ein ríkasta
þjóð veraldar. Nú fagna allir
þeim auði, sem auðlindirnar
hafa gefið okkur með afli þekk-
ingarinnar. Rafmagnið, heita og
kalda vatnið. Íbúðarhúsin hlý og
björt. Allur maturinn frá bænd-
um og sjómönnum.
Við sjáum menn ganga fram
til baráttu sem héldu fyrir einu
misseri að allt skyldi opið og frjálst og mat-
urinn ætti að koma frá útlöndum. Að Evrópu-
sambandið ætti að drottna yfir landi og þjóð
með græðgi sinni og ásókn í yfirráð á auðlind-
um. En auðvitað líka með samhjálp og skiln-
ingi milli þjóðanna. Gamla fólkið vill komast
heim, burt úr sólinni í kuldann, sem er auðvitað
ein af auðlindum landsins, rétt eins og rign-
ingin. Hver vill ekki vera nærri sínu fólki þeg-
ar neyðin helgrípur meðbræður okkar og
-systur um allan heim. Svo verða menn nú að
virða stjórnmálamennina fyrir afrek þeirra á
síðustu tólf árum eftir hrunið, sem var efna-
hagslegur faraldur af mannavöldum.
Bandaríkjunum lokað, Evrópu lokað
Nú er þjóðarbúið þannig statt, hvað skuldir
varðar, að einstakt er. Nánast skuldlaus ríkis-
sjóður. Seðlabankastjóri hefur lækkað vexti
aftur og aftur og verðbólga er í lágmarki. Fjár-
málaráðherra, Bjarni Benediktsson, hefur
stritað við að greiða skuldir niður, guði sé lof,
og svo mikill búri er hann, að hann liggur eins
og ormur á gulli. Og í Seðlabankanum eru 800
milljarðar í gjaldeyrisvaraforða. Ríkisstjórnin
getur í lok plágunnar sett hendur og fætur á
svona 30% þessa fjármagns og spýtt rækilega í
innviði, sem svo oft eru nefndir, auk annarra
aðgerða. Efnin eru góð til að takast á við far-
aldurinn, þótt margir muni eiga um sárt að
binda þegar gjörningaveðrinu slotar. En hvað
eru peningar hjá mannslífum?
Þegar Trump forseti lokaði landamærum
Bandaríkjanna varð allt vitlaust. Og meira að
segja okkar menn ætluðu að taka hann á beinið
eins og skólastrák. Og ESB hafði uppi stór orð.
Nokkrum dögum síðar var Evrópu lokað og
hinu heilaga frelsi Schengensvæðisins skellt í
lás. Ursula von der Leyon, þeirra kona í ESB
með langa nafnið, sem hafði skammað vesa-
lings Trump, gekk í fótspor hans!
Ástandið er orðið svo alvarlegt, að heim-
urinn allur þarf á einni heimssál að halda, sem
gengur í takt. Mér sýnist að veiran, pestin, sé
alvöruheimsstyrjöld; öll lönd og allt fólk liggur
undir. Þessi veira er dauðans alvara og hvort
við séum að ganga nógu langt í vörninni verður
að endurmeta hvern einasta dag. Ég vil trúa að
við sigrum þennan faraldur, eins og svo marga
aðra erfiðleika. En veröldin verður önnur á eft-
ir og margt ber okkur sem þjóð að hugsa upp á
nýtt, ekkert síður en í loftlagsvánni. Það verða
líka Evrópuþjóðirnar og öll ríki jarðar að gera.
Bræðralag er boðorð dagsins.
Bræðralag er boðorð dagsins
Eftir Guðna Ágústsson » Ástandið er orðið svo alvar-
legt, að heimurinn allur
þarf á einni heimssál að halda,
sem gengur í takt.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra.
Okkar helstu sér-
fræðingar í faralds-
fræðum segja okkur
að við séum komin
upp brekkuna en enn
séu nokkrar vikur í að
toppnum sé náð og
smituðum fækki. Þetta
er langhlaup þar sem
þarf að standa með
fólki og fyrirtækjum,
til að við sem samfélag
stöndum sterk að far-
aldrinum loknum. Þá munu dag-
arnir einkennast aftur af rútínunni
sem við þekkjum, sólin verður
hærra á lofti og dagarnir lengri. En
við þurfum líka að vera undirbúin
undir að þá muni taka einhvern
tíma fyrir samfélagið að jafna sig,
bæði samfélagslega og efnahags-
lega.
Forgangsatriði að
tryggja þjónustu
Í þessu langhlaupi sjá sveitar-
félögin í landinu að reglulega þarf
að bregðast við nýju ástandi. Það er
ekki búið að leggja brautina, líkt og
í maraþonhlaupi. Sumt er erfiðara
að sjá fyrir og þá þarf oft að styðj-
ast við útsjónarsemi
starfsmanna sem sýnt
hafa á undanförnum
vikum, á undraverðan
hátt, hvernig hægt er
að bregðast hratt og
örugglega við áður
óþekktum vanda.
Í þessu ástandi er
það fyrsta forgangs-
atriði Reykjavíkur-
borgar að tryggja eins
og hægt er órofna
þjónustu fyrir borg-
arbúa, eins og leið-
beiningar sóttvarna-
læknis og almannavarna leyfa. Til
að tryggja þjónustuna, hvort sem
það er mikilvæg velferðarþjónusta
fyrir sjúka, fatlaða eða aldraða eða
skólar og tómstundir fyrir börn,
hafa starfsmenn borgarinnar brugð-
ist fumlaust við. Jafnvel þó einungis
sé hægt að skipuleggja starfið til
skamms tíma í senn og að á hverj-
um degi þurfi að bregðast við fleiri
áskorunum, veikindum og lokunum.
Verjum störfin
Þegar kemur að efnahagslegum
áhrifum er vitað að þau hafa nú
þegar skollið á fyrirtækjum í ferða-
þjónustu og tengdum greinum.
Fljótlega munum við einnig horfa
upp á neikvæðar efnahagslegar af-
leiðingar vegna nauðsynlegra tíma-
bundinna sóttvarnaaðgerða, svo
sem víðtækra sóttkvía. Þetta er
áfall fyrir hagkerfið sem bætist við
kólnun síðustu mánaða.
Sveitarfélögin munu þurfa að
bregðast við skammtímavanda
fyrirtækjanna, til að verja störfin og
starfsfólkið. Hrósa má ríkisstjórn-
inni fyrir hversu langt á að ganga til
þess að aðstoða fyrirtæki, til
skamms tíma, við að halda fólki á
launaskrá. Það er mikilvægt til að
verja heimilin og draga úr óvissu.
Ólíkar sviðsmyndir
Neyðarstjórn Reykjavíkur setti
strax af stað teymi til að greina
mögulega þróun, sem hægt væri að
byggja ákvarðanir og áætlanir á.
Ákveða þarf hvað skuli gera nú,
hvað skuli gera þegar faraldurinn
er í rénun og samfélagið tekur við
sér aftur og að lokum þarf að
endurskoða allar fjárhagsáætlanir
Reykjavíkurborgar. Það þarf að
meta efnahagsleg áhrif faraldursins
á rekstur og fjárhag borgarinnar,
bæði til skamms og langs tíma.
Búið er að greina þrenns konar
sviðsmyndir um þróun efnahagslífs-
ins eftir því hvernig faraldurinn
gæti þróast. Mikilvægt er að hafa í
huga að í sviðsmyndunum felst ekki
spá um komandi tíð. Þær eru ein-
ungis teiknaðar upp til að hægt sé
að meta nauðsyn aðgerða við mis-
munandi aðstæður. Fyrsta sviðs-
myndin er V-laga kúrfa, ef tekst að
ráða niðurlögum veirunnar með
markvissum aðgerðum, en niður-
sveiflan í efnahagslífinu varir í allt
að sex mánuði. Önnur sviðsmynd er
U-laga kúrfa, þar sem niðursveiflan
í efnahagslífinu er til níu til tólf
mánaða. Versta sviðsmyndin og
jafnframt sú ólíklegasta gerir ráð
fyrir L-laga kúrfu, með niðursveiflu
til ársins 2023, kreppu í helstu við-
skiptalöndum okkar og verulegum
samdrætti í einkaneyslu og ferða-
þjónustu.
Vinnum saman að lausnum
Aðgerðir og áætlanir Reykjavík-
ur þurfa að vera vel undirbúnar, því
á óvissutímum er hætta á að stokk-
ið sé á töfralausnir, fremur en að
finna vel ígrundaðar lausnir. Við-
brögð til að mæta fólki og fyr-
irtækjum munu birtast í skrefum
eftir því hvernig ástandið þróast.
Við þurfum að vinna saman að
lausnum. Því tók meirihlutinn vel í
hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um
aðgerðir sem fram komu á borgar-
ráðsfundi á fimmtudag. Þeim hug-
myndum var vísað til starfshóps
um aðgerðir í efnahags- og fjár-
málum vegna áhrifa af COVID-19.
Samband sveitarfélaga hefur nú
sent frá sér hugmyndir og ábend-
ingar um aðgerðir til viðspyrnu
fyrir íslenskt atvinnulíf, sem
Reykjavíkurborg mun taka tillit til
í vinnunni fram undan en ríkið þarf
einnig að koma að. Á næstu dögum
munu fyrstu viðbrögð
Reykjavíkurborgar birtast. Þar er
til skoðunar hvernig hægt sé að
létta undir með fyrirtækjum, með
það að markmiði að þau þurfi síður
að segja upp starfsfólki. Eftir því
sem ástandið þróast verður svo
brugðist frekar við. Við þurfum öll
að standa saman í að verja fólk og
fyrirtæki.
Stöndum saman fyrir borgarbúa
Eftir Þórdísi Lóu
Þórhallsdóttur »Neyðarstjórn
Reykjavíkur setti
strax af stað teymi til að
greina mögulega þróun,
sem hægt væri að
byggja ákvarðanir og
áætlanir á.
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
Höfundur er formaður borgarráðs og
oddviti Viðreisnar.
Kennarar, starfsfólk
skólanna og skóla-
stjórnendur hafa unnið
afrek í vikunni, í sam-
starfi við nemendur og
stjórnvöld. Lagað sig
að dæmalausum að-
stæðum og lagst saman
á árarnar svo að
menntakerfið okkar og
samfélagið haldi áfram.
Hafi þeir bestu þakkir
fyrir.
Samfélagið er að hluta lagst í dvala
og einkennileg kyrrð hefur færst yfir
marga kima samfélagsins, sem venju-
lega iða af lífi. Sú ákvörðun stjórnvalda
að banna samkomur af ákveðinni
stærð og setja strangar reglur um
samskipti fólks er gríðarlega stór.
Hún var tekin með heilsu og heilbrigði
þjóðar í huga, að tillögu þeirra sem við
treystum fyrir almanna- og sótt-
vörnum í landinu. Mat þeirra var að
fordæmalausra aðgerða væri þörf til
að lágmarka útbreiðslu veirunnar sem
nú herjar á alla heimsbyggðina. Þess
vegna var ákveðið að loka háskóla- og
framhaldsskólabyggingum og fela
skólunum að skipuleggja fjarnám. Af
sömu ástæðu var ákveð-
ið að halda leik- og
grunnskólum opnum að
uppfylltum ákveðnum
skilyrðum þar til annað
væri ákveðið.
Breytt skólastarf
í leik- og grunn-
skólum
Breytingar á kennslu
og skólahaldi eru ekki
hristar fram úr erminni.
Aðstæður skólanna til að
bregðast við eru afar
ólíkar, ýmist eftir skólastigum, húsa-
og tækjakosti, nemenda- og starfs-
mannafjölda, námsgreinum o.s.frv.
Þrátt fyrir það hefur skólasamfélagið
staðist prófið með glæsibrag. Virkni
og regla er ekki síst mikilvæg fyrir
yngstu nemendurna. Takmarkanir á
leik- og grunnskólastarfi hafa krafist
mikils af kennurum og skólastjórn-
endum, sem þurfa ekki aðeins að
tryggja takmarkaðan samgang milli
nemenda heldur einnig nám og
kennslu. Allir skólar hafa haldið uppi
skólastarfi í vikunni, að frátöldum
þeim sem hafa lokað dyrunum af
sóttvarnarástæðum, og hafa með því
unnið mikinn sigur. Umfang kennslu
og fjöldi kennslustunda á hverjum
stað hefur tekið mið af aðstæðum, en
viljinn til að halda börnunum í námi
verið ótvíræður.
Framhalds- og háskólar
í fullri virkni
Í framhalds- og háskólum hafa
kennarar brugðist hratt við, snarað
hefðbundnu námsefni yfir á rafrænt
form, hugsað í lausnum og haldið nem-
endum sínum við efnið. Fjarkennsla
hefur tekið á sig fjölmargar skemmti-
legar myndir og virkni nemenda síst
verið minni en í hefðbundinni kennslu.
Þátttaka í kennslustundum og verk-
efnaskil hafa jafnvel verið meiri en alla
jafna. Það er vel, enda nauðsynlegt að
virkni í samfélaginu sé eins mikil og
frekast er unnt. Hins vegar ber að
hafa í huga að brotthvarf úr námi get-
ur aukist verulega í ástandi eins og nú
ríkir. Þess vegna hafa skólameistarar
og rektorar landsins lagt okkur lið við
að sporna strax við slíku. Framlag
allra sem komið hafa að málinu er lofs-
vert.
Lánasjóður íslenskra námsmanna
hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja.
Stjórn sjóðsins hefur í samvinnu við
mennta- og menningarmálaráðuneyti
létt á áhyggjum námsmanna og greið-
enda af námslánum. Tekjuviðmið hafa
verið hækkuð, innheimtuaðgerðum
seinkað og reglur við mat á umsóknum
um undanþágu á afborgunum rýmk-
aðar tímabundið. Þá hefur stjórn LÍN
samþykkt að taka til greina annars
konar staðfestingu skóla á ástundun
nemenda en vottorð fyrir einingar sem
lokið hefur verið. Þannig er komið til
móts við nemendur sem ekki geta
sinnt námi vegna röskunar á skóla-
starfi.
Samvinna og samstarf
er lykillinn
Verulega hefur reynt á samfélagið
allt undanfarna daga. Mál hafa þróast
með ótrúlegum hraða og sumt í veru-
leikanum minnir á skáldskap. Það á
ekki bara við um áskoranir sem
stækka með hverjum degi, heldur líka
sigra og ofurhetjur sem láta ekkert
stöðva sig. Við aðstæður eins og þess-
ar er ómetanlegt að samskipti milli
lykilaðila í skólakerfinu séu góð. Sú
hefur enda verið raunin undanfarnar
vikur og fyrir það ber að þakka.
Endurtekin og regluleg samskipti
hafa fært fólk nær hvert öðru, aukið
skilning á aðstæðum og þétt raðirnar.
Það birtist til dæmis í sameiginlegri
yfirlýsingu sem fulltrúar kennara,
sveitarfélaga og ráðuneytis undirrit-
uðu fyrir tæpri viku, og sneri að skóla-
starfi við þær undarlegu aðstæður
sem nú eru uppi. Þar er jafnframt
áréttað að aðkoma miklu fleiri aðila er
forsenda þess að hlutirnir gangi upp.
Almenningur allur, foreldrar, fyrir-
tæki og stofnanir þurfa að sýna
ábyrgð og sveigjanleika, og fylgja til-
mælum sem koma frá yfirvöldum og
skólastjórnendum um skólahald.
Ég tek heils hugar undir hvert orð í
yfirlýsingunni, þar sem segir meðal
annars að skólastarf sé ein af grunn-
stoðum samfélagsins. Skólar hafi með-
al annars það hlutverk að auka jöfnuð
og vernda börn. Starfsfólk skólanna
hafi unnið þrekvirki við að styðja við
nemendur á þessum óvissutímum.
Sómi Íslands
Eftir Lilju Dögg
Alfreðsdóttur
Lilja Alfreðsdóttir
» Breytingar á skóla-
haldi eru ekki hrist-
ar fram úr erminni. Að-
stæður til að bregðast
við eru afar ólíkar en
skólasamfélagið hefur
staðist prófið.
Höfundur er mennta- og menningar-
málaráðherra og varaformaður
Framsóknarflokksins.