Morgunblaðið - 21.03.2020, Síða 27

Morgunblaðið - 21.03.2020, Síða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020 A mma, ég vil ekki fá þessa kórónuveiru,“ sagði barnabarnið mitt við mig. Ég reyndi að ræða við drenginn á fræðandi og traustvekj- andi hátt til að ótti sæti ekki í huga hans. Það eru margir hræddir við að smitast af þessum ófögnuði sem nú herjar á heiminn. Fleiri eru þó sem segjast aðspurð frekar vera hrædd við að smita aðra en veikjast sjálf. Yngra fólkið er hrætt um þau sem eldri eru og verðandi afar og ömm- ur eru hrædd um ófæddu börnin í móðurkviði og mæður þeirra. Ótti hefur fylgt mannkyninu alla tíð og ekkert óeðlilegt við það að óttast hluti eða aðstæður sem við þekkjum ekki eða höfum ekki reynslu af. Þegar eitthvað reynist okkur mótdrægt leitum við að lausnum og förum gjarnan í reynslubanka kynslóðanna til að finna leiðirnar. Nú er talað um for- dæmalausar aðstæður sem þýðir að við höfum engin dæmi í sögu mannkyns til að takast á við ná- kvæmlega þessa plágu. Við búum samt svo vel að hafa gert við- bragðsáætlun vegna margs sem upp getur komið í mannlegu félagi og höfum æft viðbrögð við ýmiss konar vá. Ein þessara áætlana er landsáætlun um heimsfaraldur inflúensu sem nú er virkjuð og stýrt af fagfólki með mikla þekk- ingu á málaflokknum. Kærar þakkir, þið sem standið í stafni og stýrið aðgerðum af yfirvegun og þekkingu. „Ég er verri í dag en í gær,“ sagði vinkona mín við mig þegar ég hringdi í hana og spurði um líðan hennar þessa daga sem hún hefur verið frá vinnu vegna veikinda. „Ertu ekki búin að hringja á heilsugæsluna?“ spurði ég og reyndi að hughreysta hana. „Jú, en hjúkrunarfræðingurinn sem fyrir svörum varð gat ekki svarað því hvort þetta væri venjuleg flensa eða COVID-19,“ sagði vinkona mín, „og ég verð bara að treysta því að ef mér versnar fái ég þá hjálp sem ég þarf,“ bætti hún við og ég samsinnti því. Þegar móðir mín, nú 93 ára á hjúkrunarheimili og í nokkurs kon- ar sóttkví án heimsókna sinna nán- ustu, fór að heiman 14 ára gömul var heimanmundur hennar ekki metinn til fjár á veraldarinnar vísu. Heimanmundurinn var bænir for- eldra hennar um farsæld á lífsins vegi. Þær bænir hafa dugað vel og reynst henni sá fjársjóður sem til var ætlast. Aðgerðaáætlun fólks á þeirri tíð til að takast á við mótlæti í lífinu fólst í trausti til höfundar lífsins. Á armbandi sem ég eignaðist stendur: „Hvað hefði Jesús gert?“ Hann sem gekk um á meðal manna, læknaði sjúka, rökræddi við lögspekinga, sagði sögur til að koma boðskap sínum til skila með því að taka dæmi úr daglegu lífi fólks. Hver einstaklingur heyr sína baráttu við áskoranir lífsins, hver kynslóð hefur sameiginlega reynslu sem mótar og hefur áhrif á þau sem eftir koma. Nú er lag að leita til þeirra sem hafa gengið í gegnum súrt og sætt og at- huga hvað þau hafa að segja inn í þær aðstæður sem heimurinn glímir við í dag. „Óttist ekki,“ sagði engillinn við hirðana á Betlehemsvöllum þegar þeir fyrstir manna heyrðu tíðindin um fæðingu Jesúbarnsins. „Þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekk- ert illt því að þú ert hjá mér,“ tjáir skáldið í fullu trúartrausti í einum þekktasta Davíðssálmi okkar tíma. Og ekki má gleyma hughreystandi orðum Páls postula til safnaðarins í Filippí: „Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.“ Þessa dagana er hugur minn hjá þeim sem veikst hafa. Þeim sem óttast. Þeim sem stýra aðgerðum. Þeim sem leiða starf og taka ákvarðanir. Þeim sem hafa áhyggj- ur af afkomu sinni og eru hrædd um að missa vinnuna. En einnig hjá þeim sem eru þreytt. Þreytt á mótlæti, þreytt á vonleysi, þreytt á snjómokstri, þreytt á sinnuleysi annarra. Við þreytta, óörugga, veika, vondaufa fólkið sagði Jesús: „Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur og þá munuð þér finna sálum yðar hvíld. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.“ Til að miðla þessum kær- leiksríka og hughreystandi boðskap nú í samkomubanni viljum við koma með kirkjuna til fólksins. Heimahelgi- stundir verða næstu sunnudaga á Vísi.is kl. 17. Nýir þættir hefja göngu sína á Hringbraut sem munu fjalla um trúna, kirkjuna, raunina, uppris- una og sigurinn sem fæst með trúnni og andlegri rækt. Net- kirkja.is veitir faglega sálgæslu all- an sólarhringinn svo fátt eitt sé nefnt. Kirkjan kemur til fólksins – kirkjan í sókn. Útvarpsmessur verða áfram á sunnudögum sem og bæn dagsins á Rás 1. Þá verður páskaútsending frá helgihaldi. Það er von mín og trú að RÚV muni sinna þeirri grunnþjónustu í ljósi aðstæðna. Kirkjan.is er góður staður til að byrja á þegar leitað er að vönduðu efni sem varðar trúna og kirkjuna. Á heimasíðum sóknanna eru einnig gagnlegar upplýsingar. Vertu vel- komin/n þangað. Fullur sigur mun vinnast með samtakamætti, samheldni og ábyrgð – trú, von og kærleika. Amma Hugvekja Eftir Agnesi M. Sigurðardóttur biskup Íslands. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Strandakirkja í sumarroða. Til að miðla þessum kærleiksríka og hug- hreystandi boðskap nú í samkomubanni viljum við koma með kirkjuna til fólksins. Kirkjan til fólksins Ljósmynd/Pétur Markan (Lúk. 11) ORÐ DAGSINS: Jesús rak út illa anda. GRAFARVOGSKIRKJA | Allt helgihald fell- ur niður vegna samkomubanns. GRAFARVOGUR – kirkjuselið í Spöng | Allt helgihald fellur niður vegna samkomu- banns. GRENSÁSKIRKJA | Messufall vegna samkomubanns. Fylgist með útsendingum frá bæna- og helgistundum á heimasíðu Grensáskirkju, www.grensaskirkja.is, og á facebooksíðunni Grensáskirkja. Sími kirkj- unnar er 528 8510. Megi friður Guðs fylgja ykkur. HÁTEIGSKIRKJA | Kirkjan er lokuð vegna samkomubanns og allt helgihald og safn- aðarstarf liggur niðri á meðan. Upplýsingar um prestsþjónustu, s.s sálgæslu og útgáfu vottorða er að finna á hateigskirkja.is. KÓPAVOGSKIRKJA | Bænastund kl. 11. Hefðbundið helgihald og safnaðarstarf fellur niður meðan samkomubann ríkir. Kirkjan mun verða opin á guðsþjónustutíma milli kl. 11 og 12 þar sem unnt er að eiga notalega stund. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir settur sókn- arprestur mun leiða bænastund, Lenka Má- téová, kantor kirkjunnar, sér um tónlistar- flutning. Við biðjum kirkjugesti að virða tilmæli landlæknis um tveggja metra millibil milli gesta. LAUGARNESKIRKJA | Þriðjudagur 24. mars. Kyrrðarbæn kl. 20. Kirkjan opnuð kl. 19.30. Farið verður í einu og öllu að fyrir- mælum sóttvarnalæknis um mannfjölda, hreinlæti og fjarlægð á milli þátttakenda. Kristin íhugun á óvissutímum. Vegna samkomubanns fellur önnur starf- semi kirkjunnar niður. NESKIRKJA | Kirkjan og safnaðarheimilið verða opin frá 11-12 fyrir þau sem vilja líta inn, kveikja á kerti, hlýða á tónlist og eiga stund í húsi Drottins. Organisti situr við orgelið og prestur og kirkjuvörður eru á staðnum. Barnaefni er deilt á heimasíðu kirkjunnar, neskirkja.is. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorg- unn, sunnudagaskóli og messa falla niður vegna veirunnar. Streymi frá helgistund kl. 14 á facebooksíðu Seltjarnarneskirkju. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hofskirkja í Vopnafirði. Messur á morgun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.