Morgunblaðið - 21.03.2020, Síða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020
✝ Birgir Bjarna-son fæddist í
Bolungavík 13. júlí
1931. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Bergi í Bol-
ungavík 12. mars
2020.
Foreldrar hans
voru Austur-
Skaftfellingarnir
og kaupmanns-
hjónin þau Bjarni
Eiríksson, f. 20.
mars 1888, d. 2. september
1958, og Halldóra Benedikts-
dóttir, f. 6. nóvember 1892, d. 2.
september 1966.
Birgir var yngstur í fimm
bræðra hópi, sem nú eru allir
látnir. Bræður hans eru í ald-
ursröð: Björn, Halldór, Bene-
dikt og Eiríkur.
Eiginkona Birgis var Karitas
Ingibjörg Jónsdóttir frá Bol-
ungavík, f. 12. mars 1939, d. 12.
júlí 2016 og lést hann því á af-
mælisdegi hennar. Börn þeirra
eru: 1) Jónína Birgisdóttir, f. 10.
nóvember 1959. 2) Lárus Guð-
mundur Birgisson, f. 30. októ-
ber 1962, kvæntur Hugrúnu
Öldu Kristmundsdóttur, f. 14.
maí 1963. Saman eiga þau 3
dætur: a) Kristín Halla Lár-
2019. Birgir ólst upp í Bol-
ungavík við leik og störf tengd
fjölbreyttum rekstri foreldra
sinna við m.a. verslun, útgerð,
fiskverkun og landbúnað sem
lagði grunn að hans ævistarfi
sem bóndi. Nám lá vel fyrir
Birgi enda var hann bæði minn-
ugur og samviskusamur. Hann
var einn vetur við Mennta-
skólann á Akureyri en hugurinn
hneigðist til búskapar og lauk
hann síðar búfræðiprófi frá
Bændaskólanum á Hvanneyri
með góðum árangri. Birgir
keypti og flutti ásamt sínum
lífsförunaut, Karitas I. Jóns-
dóttur, að Miðdal í Bolungavík.
Jörðin var byggð upp og rækt-
uð og stundaður sauðfjárbú-
skapur af áhuga og með ágæt-
um árangri. Vinna var stunduð
eitthvað meðfram búskap eftir
því sem aðstæður og heilsa
leyfðu. Birgir og Karitas áttu
heimili að Miðdal til ársins
2013, alls í 58 ár þegar þau
seldu jörðina og fluttu aftur nið-
ur í bæ (Bolungavík). Birgir var
mikið náttúrubarn og dýravin-
ur, hann var víðlesinn og átti
stórt bóka- og tímaritasafn þar
sem fornsögur, sagnfræði,
landafræði, náttúra, dýralíf og
landbúnaðarmál skipa stærstan
sess.
Útför Birgis fer fram frá
Hólskirkju í Bolungavík í dag,
21. mars 2020, kl. 14.
usdóttir, f. 15.
ágúst 1984. b)
Katrín Hrönn Lár-
usdóttir, f. 23. júní
1986. c) Karitas
Heiða Lárusdóttir,
f. 23. júní 1986, eig-
inmaður hennar er
Jeppe Frosch, f. 22.
september 1977 og
sonur þeirra er
Baldvin Nói Jepp-
esson Frosch, f. 13.
ágúst 2015. 3) Guð-
ný Eva Birgisdóttir, f. 28. ágúst
1965, sambýlismaður hennar er
Elías Þór Elíasson, f. 8. október
1961. Fyrrverandi eiginmaður
Guðnýjar er Jóhann Sveinmar
Hákonarson og börn þeirra eru:
a) Birgir Már Jóhannsson, f. 17.
júní 1987, kvæntur Jónu Dag-
björtu Pétursdóttur, f. 2. apríl
1987. Börn þeirra eru Sigurrós
Freyja Birgisdóttir, f. 11. maí
2013 og Kormákur Hrafn, f. 10.
febrúar 2020. Sonur Jónu og
fóstursonur Birgis Más er Matt-
hías Breki Gunnarsson, f. 14.
ágúst 2007. b) Ingibjörg Snjó-
laug Jóhannsdóttir, f. 10. októ-
ber 1992, sambýlismaður henn-
ar er Jón Björgólfsson, f. 27.
maí 1992. Dóttir þeirra er Kar-
itas Rós Jónsdóttir, f. 22. janúar
Elsku Biggi afi, loksins ertu
búin að fá hvíldina þína, sem þú
ert búinn að bíða svo lengi eftir,
loksins ertu kominn til Kæju
ömmu. Ég veit að amma tekur vel
á móti þér. Takk fyrir alla góðu
tímana og minningarnar, ég
geymi minningarnar í hjartanu.
Við fjölskyldan eigum eftir að
sakna þess að koma vestur á
sumrin og þú verður ekki þar, Jón
minn og Karitas litla eru svo
heppin að hafa fengið að kynnast
þér, þótt að þú fengir bara að
hitta hana Karitas einu sinni
varstu svo yfir þig hrifinn af
henni, þér fannst hún svo falleg
og yndisleg, þú spurðir alltaf um
hana þegar ég hringdi í þig. Ég á
eftir að segja henni sögurnar sem
þú sagðir mér í æsku, hún fær að
vita hversu yndislegur þú varst.
Elsku afi minn, takk fyrir að
vera afi minn og vinur.
Þú knúsar ömmu Kæju frá
okkur öllum.
Hvíldu í friði.
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
Þú varst ljós á villuvegi,
viti á minni leið,
þú varst skin á dökkum degi,
dagleið þín var greið.
Þú barst tryggð í traustri hendi,
tárin straukst af kinn.
Þér ég mínar þakkir sendi,
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson)
Þín dótturdóttir
Ingibjörg S. Jóhannsdóttir.
Elsku hjartans afi, hvíldin er
komin, þú góði, einstaki maður.
Það er svo margs að minnast.
Miðdalur, bærinn ykkar ömmu,
er einn af mínum bestu stöðum.
Þú varst alltaf að kenna manni
nöfnin á fjöllunum, nöfnin á fugl-
unum, kenna manni að kveðast á,
segja sögur af huldufólki og álf-
um. Ég dáist að óþreytandi dugn-
aði ykkar ömmu, vinnusemi og
góðmennsku. Þú varst mikill og
góður bóndi, eftir að þú varst
kominn á Berg hjúkrunarheimili
þá vaknaðir þú alltaf snemma og
fylgdist vel með veðurfréttum því
þú sagðir að það væri ennþá svo
mikill bóndi í þér.
Ég fer enn fram að Miðdal og
horfi á bæinn, horfi á fjöllin,
hlusta á fuglana og finna ilminn af
náttúrunni og hugsa til baka og
ég fyllist stolti yfir ykkur ömmu,
þið hafið sko aldeilis unnið þrek-
virki yfir ævina.
Þú fylgdist alltaf vel með því ár
frá ári hvaða fuglar væru á vatn-
inu, hvað væru margar æðarkoll-
ur í afahólmanum, hvenær snjó-
skaflinn í reiðhjallanum var
farinn. Ég fylgist með þessu
áfram fyrir þig.
Þú varst alltaf svo jákvæður,
með mikinn sjálfsaga og þú sagð-
ir að þér leiddist aldrei og nú gæt-
ir þú farið að njóta lífsins og lesa
enda varstu mikill bókaunnandi
og áttir heilt safn af bókum. Þú
sagðir alltaf svo vel og skemmti-
lega frá, ég elskaði að heyra sög-
ur frá gamla tímanum og þú
mundir allt svo vel, þú leiddir
mann svo vel í gegnum allt sem
þú sagðir að ég upplifði stundum
eins og ég hefði verið þarna líka.
Stundum var ég mætt í morgun-
kaffi til þín, þrjúkaffi og kvöld-
kaffi til að heyra sögur og skoða
gamlar myndir. Eitt sinn kom ég
með lista til þín yfir það sem mig
langaði að vita og svo sátum við
og töluðum um það og ég skrifaði
niður, það var eins og ég fengi
ekki nóg, svo mikill var áhuginn
og frásagnirnar góðar. Það er
mér svo minnisstætt þegar við
Kristín vorum í kvöldkaffi hjá þér
í sumar þegar þú varst að segja
okkur söguna af því þegar menn
voru pokaðir í gamla daga, við
hlógum öll svo mikið að ég held að
hlátrasköllin hafi heyrst langt
fram á gang. Þetta var gott kvöld.
Ég er þakklát fyrir vikulegu
samtölin okkar og allar samveru-
stundirnar, við höfum haft þá
hefð hjá okkur síðustu árin að þú
hringir í mig og lætur mig vita
þegar sést til sólar í Bolungarvík
og þá baka ég pönnukökur, núna
fyrir nokkrum vikum hringdir þú
og sagðir að nú væru sko aldeilis
stórtíðindi, það sást til sólar, þér
að segja þá var þetta í fyrsta
skipti núna í ár sem mér loksins
tókst að baka pönnukökurnar.
Þú varst svo ástfanginn af
ömmu, þú mundir svo vel eftir
fyrsta dansinum ykkar þegar þið
voruð ung og eftir það dönsuðuð
þið alltaf saman á samkomum. Þú
hefur saknað ömmu alveg ótrú-
lega mikið, þú svífur upp til henn-
ar á afmælisdaginn hennar, það
finnst mér fallegt, enda samband
ykkar eins og falleg ástarsaga.
Lagið sem þú valdir í jarðarförina
þína er fallegt og ég veit til hvers
þú hugsar og nú leiðist þið létt inn
gólfið og líðið af stað í dans eins
og þið voruð vön að gera.
Þið eruð skærustu stjörnurnar
á himnum og ég sakna ykkar.
Faðmaðu ömmu frá mér, takk
fyrir allt og guð geymi ykkur.
Þín
Karitas (Kæja).
Elsku Biggi afi.
Nú hefur þú fengið hvíldina og
þið Kæja amma eruð sameinuð á
ný. Þú saknaðir hennar svo mikið
og talaðir ávallt fallega um Kæju
þína. Að vera á Miðdal hjá ykkur
eru minningar sem ég mun aldrei
gleyma, kyrrðin í sveitinni, nátt-
úran, fjöllin, fjárhúsin, lautin, úti-
veran, kindurnar, endurnar, ferð-
irnar á vatnið að sækja silung,
bökunarilmurinn hjá ömmu,
bókaherbergið þitt og svo lengi
mætti telja. Á Miðdal var gest-
kvæmt enda stundirnar við mat-
arborðið í eldhúsinu ógleyman-
legar.
Ég man ennþá eftir því þegar
þú hjálpaðir mér að læra að lesa,
við sátum saman inni í bókaher-
bergi að fara yfir bókina Við les-
um. Þú varst alltaf svo áhugasam-
ur um hvernig mér gekk í
skólanum og hvattir mig áfram.
Ekki varstu þekktur fyrir að
kvarta yfir hlutunum og geðslag
þitt með eindæmum gott, yfirveg-
aður og rólegur, bjóst yfir þraut-
seigju og seiglu sem var aðdáun-
arverð. Síðustu ár var líkaminn
orðinn veikburða en þú settir þér
markmið í þjálfun og komst alltaf
á hækjurnar aftur eftir veikindi,
þú ætlaðir þér það og það tókst.
Ég heyrði þig aldrei tala illa um
fólk og þú sást alltaf jákvæðu
hliðarnar á öllu. Þú varst vel les-
inn, minnugur með meiru og
hafðir frá svo mörgu að segja. Þú
skrifaðir sögu foreldra þinna og
fjölskyldu, það var heilmikil vinna
sem lá þar að baki og laukst henni
með því að gefa bókina út árið
2018. Mikið var ég stolt af þér.
Fjölskyldan skipti þig miklu
máli og þú varst ávallt þakklátur
fyrir þær samverustundir sem við
áttum saman. Eftir að amma lést
hefur þú búið á Bergi þar sem þér
leið vel. Þar áttum við líka góðar
stundir við eldhúsborðið með
kaffi og köku, alveg eins og á Mið-
dal.
Elsku afi, þú varst góður mað-
ur og afkomendur þínir hefðu
ekki getað átt betri fyrirmynd,
það er svo margt sem ég hef lært
af þér. Þín verður sárt saknað.
Hvíldu í friði.
Þín.
Kristín.
Vinur minn og föðurbróðir hef-
ur lokað lífsbók sinni. Það er mér
í bernskuminni þegar við Biggi
frændi gengum út yfir bæjarlæk-
inn og Hesthústúnið, út í gömlu
fjárhús. Þruma var borin. Biggi
sagði að ég mætti eiga lambið.
Frá þessari stundu átti Biggi alla
mína væntumþykju. Miðdalur var
sem mitt annað heimili. Ásamt
því að vera þar í sveit sótti ég
mikið frameftir. Þau voru eins og
önnur fjölskylda mín og hefur
verið kært með okkur alla tíð.
Biggi var næmur maður, vel
gefinn og vel lesinn og með af-
brigðum minnugur. Hann var
barngóður og hlýr og næmur fyr-
ir sál barnsins og unglingsins.
Fróðleikur og næmi fyrir náttúru
og dýrum kom að manni fannst
sjálfkrafa. Hann náði að upplýsa
með sínu milda og fallega brosi
þannig að maður drakk í sig fróð-
leikinn. Hann kenndi mér svo ótal
margt sem hefur verið mér góð
leiðsögn fyrir lífið sem ég er ein-
staklega þakklátur fyrir. Hann
kenndi mér að hlusta á kyrrðina.
Bókstaflega að hlusta á þögnina
tala eins og skáldið sagði. Hann
kenndi mér að lesa landið, kenndi
mér örnefnin, eyktamörkin í
dalnum svo ég þurfti ekki klukku
þegar sól var á himni, yfir Nónk-
inninni eða Miðaftanshnjúknum,
svo dæmi sé tekið. Hann var minn
lærifaðir.
Biggi var góður bóndi, fjár-
glöggur og skipulagður. Allt
skráð í fjárbækur frá upphafi.
Framúrskarandi frjósemi var á
Miðdal sem þykir sjálfsagt í dag.
Við krakkarnir kepptumst um að
þekkja sem flestar kindur með
nafni og númeri. Alltaf hafði
Ninna vinninginn. Skemmtilegar
minningar eru frá sauðburði á
vorin og sumrum þegar rakað var
upp í föng og galta. Í réttinni á
haustin var allt skráð niður um
leið og dregið var. Vöktum við oft
fram á nótt til að bera saman
hvaða kindur vantaði. Við eftir-
leitir komu smalahundarnir sér
vel, Vígi gamli og Smali.
Biggi lagði mikla vinnu í að
rækta upp Miðdal. Það var mikið
verk og erfitt að fjarlægja allt
grjótið úr túnunum. Alla tíð var
framúrskarandi hirðusemi og
snyrtimennska hjá Bigga og
Kæju. Nóg var að borða hjá
Kæju. Með kaffinu oftast hlað-
borð af mismunandi góðmeti.
Ekki má gleyma súra slátrinu
með grautnum sem ég elskaði
eins og Biggi. Það átti nú ekki við
alla. Það komst enginn upp með
það hjá Kæju að borða ekki mat-
inn.
Á sínum yngri árum var Biggi
stæltur og vel á sig kominn. Hann
lék sér að því að stökkva yfir
skurðina á túnunum og fara flikk-
flakk á eftir. Þetta gátum við
strákarnir ekki leikið eftir. Í
göngum var hann manna vaskast-
ur. Eftirfarandi vísa sem Biggi
kenndi mér lýsir honum vel:
Alla daga ár og síð,
óttalaus og slingur.
Stikar lífsins stigahlíð,
stæltur Bolvíkingur.
(SE)
Á miðjum aldri fór að bera á
liðagigt hjá Bigga sem hrjáði
hann mikið. Ég man þegar hann
sýndi mér að hann gat ekki lyft
vatnsfötu yfir milligerðina þegar
við vorum að vatna um sauðburð.
Að leiðarlokum vil ég minnast
vinar míns og frænda. Í gamla
bæjarhólnum á Miðdal er frjósöm
og góð gróðurmold sem minnir á
vísu sem Biggi kenndi mér:
Ætíð skal ég Miðdal muna
meðan ég er ofar foldu.
Við þá hugsun einatt una
að eiga að verða að gróðurmoldu.
Bjarni Benediktsson.
Það blés ekki byrlega fyrir mér
vorið 1965. Pési Valli frændi minn
að hætta búskap, engin framtíð
sjáanleg í sveit. Fékk um sumar
að vera í heyskap með þeim
bræðrum úr Folafæti, Hannesi
og Sigurgeiri, og var það góður
tími.
Um haustið hittust Pési Valli
og Birgir á Miðdal á förnum vegi
og var Miðdalsbóndinn að leita að
strák til að keyra skít. Pési var
fljótur til svars og sagði hann
„stendur hérna við hliðina á mér“
og benti á mig.
Þetta varð til þess að þarna
kynntist ég einum heilsteyptasta
og tryggasta manni sem ég hef
þekkt. Hann var sívinnandi, sam-
viskusamur með eindæmum og
átti gott með að hafa alla með sér
og naut ég þess svo sannarlega til
hans hinstu stundar.
Birgir var heljarmenni að
burðum og hirti sitt fé fram á
Miðdal í átta ár áður en búskapur
hófst, kannski hefur gigtin sem
þjakaði hanni átt upptök sín á
þessum árum.
Hann kenndi okkur vinnu-
mönnunum, eins og hann kallaði
okkur, að vinna og hafa gaman af.
Held ég eftir á að hyggja að fyrst
og fremst liggi það í því að hann
var alltaf með okkur alveg sama
hvort það var í sauðburði, hey-
skap, smalamennsku eða rúningi.
Þegar smalað var til rúnings
og rekið inn að Gili vorum við
rúman sólarhring á fótum. Er
rúningi lauk átti eftir að lemba út
og gat það orðið tafsamt en þó að
Ninna væri ekki gömul var hún
látin segja okkur hvaða lömb til-
heyrðu hverri á, svo fjárglögg var
hún.
Á þessum tíma var alls ekki al-
gengt að yfir 80% ánna væru tví-
lembd eins og var á Miðdal enda
var Birgir lengi vel einn af fram-
sæknustu ræktunarmönnum í
sauðfjárrækt hér um slóðir og
þótt víðar væri.
Birgi og Kaju var mikið í mun
að við nærðumst vel vinnumenn-
irnir á Miðdal og vorum við vel
nestaðir upp á daginn þegar verið
var í heyskap frammi á Gili. Þeg-
ar síðasta nestispása dagsins var
afstaðin og Birgir búinn að leggja
hart að okkur að klára skammt-
inn, sem hafðist ekki alltaf, sagði
hann að ef afgangur yrði myndi
Kaja setja minna í boxin daginn
eftir. Það gat hann ekki hugsað
sér og gaf hundunum afgangana
til að við fengjum örugglega
nægju okkar næsta dag.
Hestar og hestamennska voru
Birgi alltaf ofarlega í huga enda
ólst hann upp við hesta í æsku
sinni. Árið 1968 keypti hann hesta
en þá hafði verið hestlaust í rúm
10 ár. Hestana fékk hann hjá Ein-
ari Gíslasyni vini sínum sem þá
var á Hesti í Borgarfirði. Hest-
arnir voru sóttir á opnum vörubíl
og til marks um umhyggju Birgis
fyrir velferð sinna skepna stóð
hann á pallinum hjá hrossunum
alla leið heim og voru sum þeirra
ótamin. Veður var gott og tók
heimferðin rúman sólarhring
með stoppum. Á þetta ferðalag
minntist Birgir oft enda var
Kristján Eldjárn kjörin forseti
þessa nótt.
Ég var vinnumaður á Miðdal
frá 1966 til 1969, fór ég flestar
helgar þangað yfir veturinn með-
an gaf. Heimilislífið á Miðdal var
gott, þau hjónin voru glaðvær og
á laugardagskvöldum þegar ekki
var unnið dönsuðu þau í skálan-
um við harmónikkuleik og við
strákarnir sátum á kistunni og
glöddumst með þeim.
Það er mín vissa að nú sé haf-
inn dans í öðrum skála og veit að
þar ríkir sama gleðin og var á
Miðdal. Einn daginn sitjum við
strákarnir hans Bigga kannski
aftur á kistunni en þangað til vil
ég þakka þér kæri vinur fyrir
samfylgdina, sem var mér góð.
Kæru Ninna, Lalli, Guðný og
fjölskyldan öll, innilegar samúð-
arkveðjur til ykkar og megi ljós
lýsa upp minningu Bigga á Mið-
dal.
Jón Guðni (Nonni).
Birgir Bjarnason
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa,
langafa og langalangafa okkar,
ERLINGS SÖRENSEN
umdæmisstjóri Pósts og síma á
Ísafirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahjúkrunar, starfsfólk
Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði og starfsfólk á
hjúkrunarheimilinu Eyri.
Arnfríður V. Hermannsdóttir
S. Svanhildur Sörensen Unnar Þór Jensen
Sveinn Hermann Sörensen Guðbjörg Jónsdóttir
Árni Sörensen Guðný Snorradóttir
Hrafnhildur Sörensen Gestur Ívar Elíasson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN FRIÐRIK JÚLÍUSSON
kranabílstjóri,
Brekkugötu 38, Akureyri,
lést á heimili sínu föstudaginn 20. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Aldís Ragna Hannesdóttir
Júlía Björk Kristjánsdóttir Eggert Þór Ingólfsson
Eva Laufey Eggertsdóttir Jón Októ Leifsson
Aldís Hulda og Kristín Edda Eggertsdætur