Morgunblaðið - 21.03.2020, Page 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020
Sálm. 16.11
biblian.is
Kunnan gerðir þú
mér veg lífsins,
gleðignótt er fyrir
augliti þínu, yndi í
hægri hendi þinni
að eilífu.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undirbúnings og
framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbús-
skiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju
að leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Ellert Ingason,
umsjón sálmaskrár
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
✝ SvanhildurTraustadóttir
fæddist í Reykjavík
27.12. 1942. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans 10.
mars 2020.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Trausti Árnason, f.
að Hnjóti í Örlygs-
höfn 13.10. 1913, d.
19.5. 1981, og Sig-
ríður Olgeirsdóttir, f. í Stykk-
ishólmi 23.9. 1917, d. 27.9.
1978.
Svanhildur var fjórða í röð 7
systkina: 1) Una Traustadóttir
f. 28.11. 1935, maki Gestur
Guðjónsson, 2) Fríða Sigurveig
Traustadóttir, f. 11.11. 1938,
maki Jóhannes Helgason, 3)
Borghildur Traustadóttir, f.
Börn Svanhildar og Ósvalds
eru: 1) Trausti Þór, f. 7.2. 1961,
kvæntur Sif Kristjánsdóttur, f.
7.8. 1961. Börn þeirra eru tví-
burarnir Ósvald Jarl, f. 22.10.
1995, og Svanhildur Erla, f.
22.10. 1995. 2) Margrét Árdís, f.
1.6. 1962, gift Vésteini Mar-
inóssyni, f. 18.9. 1960. Þeirra
börn eru Dagmar Ösp, f. 19.8.
1982, Íris Ösp, f. 20.11. 1985,
og Birkir Steinn, f. 7.3. 1994. 3)
Árni Þór, f. 21.10. 1963, kvænt-
ur Ástu Hreiðarsdóttur Ós-
valdsson, f. 16.1. 1957. Þeirra
börn eru Alexander Ósi, f. 15.6.
1987, Anna, f. 30.1. 1990, og
Trausti Hreiðar, f. 22.3. 1996,
4) Silja Dögg, f. 26.6. 1969 gift
Valgeiri Magnússyni, f. 1.6.
1968. Börn þeirra eru Hildur
Eva, f. 18.1. 1991, og Gunnar
Ingi, f. 21.9. 1993. Barna-
barnabörnin eru orðin sjö.
Svanhildur stundaði versl-
unarstörf og verslunarrekstur í
Reykjavík og Kópavogi.
Útför Svanhildar fór fram
20. mars 2020 í kyrrþey að ósk
hennar.
15.5. 1941, d. 27.6.
2018, maki Sig-
urður Einar Magn-
ússon, d. 16.10.
2008, 5) Árni
Traustason, f. 11.2.
1945, maki Kristín
J. Gísladóttir, 6)
María Olga
Traustadóttir, f.
6.5. 1946, d. 6.6.
2008, maki Bjarni
Þórhallsson, 7)
Charlotta María Traustadóttir,
f. 28.4. 1948, maki Magnús B.
Sigurðsson.
Svanhildur giftist Ósvald
Gunnarssyni loftskeytamanni, f.
7.6. 1936, d. 8.10. 1995. For-
eldrar hans voru Gunnar Krist-
jánsson, f. 11.1. 1909, d. 20.12.
1977, og Margrét Pétursdóttir,
f. 29.11. 1917, d. 25.6. 2008.
Mamma, þú ert elskuleg mamma mín
mér finnst gott að koma til þín.
(Freymóður Jóhannsson)
Þessar línur hafa hljómað í
huga mér síðan ég kvaddi
mömmu aðfaranótt 10. mars sl.
Eftir baráttuna við skrímslið,
eins og hún kallaði það, kom
hennar tími. Að horfa á þessa
sterku konu sem hafði reynt svo
margt á sinni ævi kom hvíldin
og var kærkomin. Hún sagði
okkur að nú væri þetta orðið
gott; orðið allt of erfitt.
Mínar fyrstu minningar eru
af mömmu að baka á Borgar-
holtsbrautinni. Ég hef varla ver-
ið nema 3ja ára. Það sem ég
elskaði það þegar mamma bak-
aði, sem hún gerði iðulega þegar
ég var lítil. Hún gat alltaf glatt
mann með fyrirtaksbakkelsi. Ég
átti alltaf bestu kökuna á bekkj-
arkvöldum í grunnskóla – þessa
með púðursykurskreminu. Hinir
krakkarnir fóru oft heim með
afgang en aldrei ég. Kakan
hennar mömmu kláraðist alltaf
fyrst og af því var ég ávallt svo
stolt.
Mömmu féllu aldrei verk úr
hendi. Ef hún var ekki að elda
mat eða baka var hún annað-
hvort að þrífa, þvo þvott eða
sinna handverki. Og þvílíkur
listamaður sem hún var. Það lék
allt í höndunum á henni. Mynd-
ir, gardínur, rúmteppi, peysur
og bólstraðir stólar. Ég tel mig
mjög lánsama að hafa erft eitt-
hvað af þessum hæfileikum. Ég
er ekki jafn góð með tuskuna en
ég er ágæt í handverkinu og
naut leiðsagnar hennar alla ævi.
Ég átti ófá kvöld með
mömmu og pabba við eldhús-
borðið að spila Manna. Mamma
elskaði að spila og síðustu árin
höfum við ósjaldan gripið í
Yatzy, Skrafl, Manna eða bara
Ólsen Ólsen. Og oftast var Hild-
ur Eva með okkur að spila en
hún á spilaáhugann frá ömmu.
Þær voru um margt líkar
mamma og Hildur mín. Skoð-
anaglaðar og þrjóskar steingeit-
ur. Við áttum einnig saman
ánægjuna af að púsla og gerðum
mikið af því í Hrísey.
Mömmu fannst lífið oft hafa
leikið hana grátt. Þegar pabbi
dó og mamma var bara 52ja ára
slokknaði á einhverju hjá henni.
Sorgin var mikil og við tók tími
sem hún átti alltaf von á að yrði
mun styttri. Hversu oft hafði
hún sagt mér að hún yrði nú lík-
lega ekki eldri en sextug því
amma Sigga hefði bara rétt náð
sextugu. En raunin varð allt
önnur og fyrir það er ég þakk-
lát. Að hún fengi að hitta litla
Vilgeir Svan sem Gunnar Ingi
og Ranka nefndu í höfuðið á
henni er mér dýrmætt. Streng-
urinn á milli mömmu og Gunn-
ars Inga var ótrúlega sterkur og
leituðu þau bæði í hvort annað.
Tíminn með henni í Hrísey
hjá okkur Valla og krökkunum
yljar, sem og allar stundirnar
með henni þar á pallinum í sól-
inni þar sem henni leið best.
Það verður skrítið næstu vik-
urnar á meðan maður áttar sig
á því að það er ekki lengur hægt
að taka upp símann og hringja í
mömmu. Hún hafði alltaf svör á
reiðum höndum og í dægur-
spjalli hafði hún sterkar skoð-
anir og þær fengu allir að
heyra.
Já, mamma mín var sterk
kona en líka þrjósk, ákveðin,
með svartan húmor. dómhörð en
umfram allt mamma mín. Hún
var vinur vina sinna og var
traust ef á reyndi.
Ég veit að pabbi, amma og
afi, Mæja og Bobbý og allir hin-
ir hafa tekið henni fagnandi og
gleðjast yfir því að nú hafi hún
pabba hjá sér.
Elsku mamma, Guð geymi
þig og varðveiti uns við hittumst
aftur.
Silja.
„Alveg er það lágmarkið að
þessi drengur þrífi sig.“ Þetta
var eitt það fyrsta sem verðandi
tengdapabbi sagði um mig þeg-
ar ég kom fyrst í Vesturbergið.
Ósi fékk ekki gott fyrir hjá
Svanhildi, sem tók karl á teppið
og krafðist þess að hann bæði
mig afsökunar, sem hann og
gerði. Óheppilegt val á rakspíra.
Strax frá fyrstu stund stóðu
þau bæði við hlið mér sem klett-
ur. Krakkakjánar, ég og Maggý,
áttum von á barni og ekki búin
að ljúka námi. Svanhildur og Ósi
opnuðu heimili sitt fyrir mér.
Heimili sem fyrir var fullt, og
án efa íþyngjandi að bæta fleir-
um við. Verður aldrei fullþakk-
að.
Tengdamamma hafði sterkar
skoðanir á flestum hlutum og
ekki mikið fyrir að breyta þeim.
Lærðist mér fljótt, deildi ég
ekki hennar skoðunum, að halda
mínum frá henni. Það var best.
Hennar stóra högg í lífinu var
þegar Ósi lést sviplega, enn í
blóma lífsins. Var hún lengi að
vinna úr því áfalli og gerði í
raun aldrei.
Drífandi var tengdamamma
með eindæmum, sífellt að sýsla
við eitthvað. Lestrarhestur.
Ferðalög voru henni kær, þar
naut hún sín best. Ég heyri enn
í yatzy-teningunum þegar hún
kom með okkur í sumarbústað,
sem var oft. Ekki búið að taka
upp úr töskum, Svanhildur sest
með teningana og galar „jæja“!
Fyrir rétt rúmum tveimur ár-
um veiktist tengdamamma af
sjúkdómi sem að lokum lagði
hana. Átti slæma daga, en fleiri
góða. Tímann nýtti hún vel.
Slökkti á útvarpi Sögu. Já-
kvæðnin jókst. Nær alltaf hin
glaðasta. Til í allt. Ferðaðist.
Stöðnun var ekki til í orða-
forða tengdamömmu. Fram á
síðasta dag stóð hún í breyt-
ingum. Skipti út húsgögnum.
Málaði. Ný gluggatjöld og
margt fleira. Naut þess að búa á
fallegu heimili. Alltaf allt spikk
og span.
Áramótin síðustu borðaði
tengdamamma með okkur.
Slæmur dagur. Sárlasin. Kom
samt. „Eigum við að skála?“
hvíslaði ég að henni. „Já.“ „Fyr-
ir hverju?“ „Fyrir okkur.“
Nú skálum við ekki framar,
en ég skála fyrir þér. Þú skilur
eftir tómarúm. Komin í blóma-
brekkuna. Við eigum minning-
arnar. Minningar um sterka
konu. Konu sem gætti að öllum
sínum. Minningar sem ylja okk-
ur.
Góða nótt.
Vésteinn Marinósson
(Steini).
Það var undarlegt að fá ekki
að kveðja þig. En við máttum
flest ekki koma og heimsókn-
arbannið klippti á kveðjuna. Það
var svo margt sem ég hefði vilj-
að geta sagt við þig ef ég hefði
vitað að síðasta skiptið sem við
hittumst væri það síðasta.
Ég hefði viljað þakka þér fyr-
ir að vera hluti af lífi mínu og
minnar fjölskyldu. Þakka þér
fyrir hláturinn, þrjóskuna, sög-
urnar, sleggjudómana, öll ráðin,
samtölin, prjónaskapinn, af-
skiptasemina, alla hjálpina,
tengslin við börnin mín og sam-
veruna. Því þegar ég gerðist
tengdasonur þinn þá var ég enn
bara unglingur og þurfti enn
talsvert uppeldi. Það kom að
hluta til í þinn verkahring að ala
upp tengdasoninn og takk fyrir
það, það gerði mig að betri
manni.
Það verður stórt skarð sem
erfitt verður að fylla með þig
farna frá okkur. Einhvernveg-
inn tókst þér að verða mið-
punktur hópsins þrátt fyrir að
vera stöðugt að reyna að vera
ekki fyrir og skipta engu máli.
En á endanum snérist það í
höndunum á þér og því meira
sem þú reyndir að skipta engu
máli, því meira skiptirðu máli
fyrir okkur öll. Og nú þegar þú
ert farin þá mun minningin um
þig og það sem þú skildir eftir í
okkur skipta öllu máli. Við erum
sterkari, vitrari, yfirvegaðri,
ákveðnari og með svartari og
betri húmor vegna þín. Ásamt
því að eiga fallegri og hlýrri
peysur en allir aðrir.
Ég kveð þig því með söknuði
en líka með brosi, eða glotti eins
þú varst alltaf með. Stríðnis-
glottið þitt var mitt uppáhald.
Þá vissi ég að eitthvað skemmti-
legt var að fara að gerast eða
einhver sleggjudómurinn var að
fara að falla sem gat gert alla
brjálaða. Þá þótti þér gaman.
Hver maður á mörg líf.
Án þess að deila,
er ekki neitt.
Líf með hverjum sem þú deilir með.
Með þér átti ég gott líf.
Valgeir Magnússon.
Elsku amma.
Heimurinn er svo mikið minni
núna.
Við áttum svo margar góðar
stundir saman. Svo margar fal-
legar minningar.
Ég trúi varla að þær verði
ekki fleiri.
Ég vona að þú hafir fundið
frið og sátt, að þú sért núna
komin aftur til afa Ósa.
Þegar ég spurði þig út í
æskuvini þína sagðir þú mér að
allir sem þú hefðir vingast við
hefðu annaðhvort flutt í burt
eða dáið. Ég vona að þú hittir
allt þetta fólk aftur.
Þegar ég hélt um köldu hend-
urnar þínar uppi á líknardeild
varstu með smá glott og svo
friðsæl þannig að þú hlýtur að
hafa séð eitthvað gott.
Ég á mjög erfitt með að
sætta mig við það að ég fékk
aldrei að kveðja þig almennilega
því líknardeildinni var lokað
vegna kórónuveirunnar.
Ég minnist allra kaffibollanna
og allra sígarettnanna sem við
deildum. Allir Dr. Phil þættirnir
sem við horfðum á saman. Allar
Agatha Christie myndirnar með
Hercule Poirot.
Öll skiptin sem ég skutlaði
þér til augnlæknis.
Öll jólin. Öll afmælin.
Öll skiptin sem ég heimsótti
þig þegar mér leið illa.
Þú komst mér alltaf í betra
skap.
Þú varst minn besti vinur. Ég
gat sagt þér allt. Þú dæmdir
mig aldrei.
Síðustu mánuðir hafa verið
einstakir, fallegir og sorgmædd-
ir allt á sama tíma.
Ég tók upp viðtöl við þig um
líf þitt og er að reyna að setja
það í bók.
Þér fannst það fáránlegt.
Enginn myndi nenna að lesa
bók um þitt ómerkilega líf, en
lífið þitt var allt annað en
ómerkilegt, amma.
Þú áttir svo mörg misgóð æv-
intýri.
Ég hlusta nú á þessar upp-
tökur og hugsa um þig.
Ég spurði þig þessarar
spurningar: „Nú eru öll börnin
þín orðin fullorðin og komin i
stjórnunarstöður. Þú hefur gert
þinn part vel. Hvað meira get-
urðu beðið um í lífinu?“ Þú
hugsaðir þig aðeins um en svar-
aðir síðan: „Þig. Að þú verðir
heill.“
Ég svaraði: „Ég lofa því.“
Fyrirgefðu, elsku amma, að
ég stóð ekki við loforðið en ég
geri það einn daginn.
Hvíldu í friði, elsku amma
mín.
Þinn
Gunnar Ingi.
Já snivinn er Snæfellsjökull
og snjóþungt um Grímsvötn enn.
Til fardaga hylur hjarnið
að hálfu land – og menn.
En leynst getur annað undir,
þótt yfirborðið sé hrjúft,
og bak við ísinn er ylur
og eldur, sé grafið djúpt.
(Örn Arnarson)
Þetta er ljóðið við daginn
þinn í afmælisdagabókinni okk-
ar og okkur finnst það geta átt
við þig, elsku systir.
Okkur kom það ekki mikið á
óvart að þú skyldir kveðja okk-
ur núna, hafandi fylgst með
baráttu þinni við þann illvíga
sjúkdóm, krabbameinið, síðast-
liðin tvö ár. Við hefðum viljað
létta þér þessa baráttu meira
en maður verður svo vanmátt-
ugur frammi fyrir þessum vá-
gesti.
Þú ert sú þriðja úr systk-
inahópnum sem kveður okkur,
áður eru Mæja og Bobbý farn-
ar.
Við þessi tímamót hrannast
að minningarnar frá æskuárun-
um á Patreksfirði og síðar hér
og hvar á landinu. Yngri systkin
hennar þakka henni og Ósa fyr-
ir umhyggju þeirra þegar þurfti
að fara til Reykjavíkur og dvelja
þar um lengri eða skemmri
tíma.
Ósvald, eiginmanni sínum,
kynntist hún á Patreksfirði er
hann starfaði sem loftskeyta-
maður þar. Þau giftu sig 18. júní
1961 og settust að í Reykjavík
og þar áttu þau heima og í
Kópavogi allan sinn búskap. Ós-
vald lést 8. október 1995 í
hörmulegu bílslysi og var öllum
sem hann þekktu harmdauði.
Þau áttu saman rösk 35 ham-
ingjuár.
Þau ferðuðust mikið, bæði ut-
an- og innanlands. Hún hafði
yndi af að fara á berjamó. Einn-
ig var hún alltaf í góðu sam-
bandi við skyldfólk Ósvalds á
æskustöðvum hans á Jökuldal
fyrir austan, þar sem Trausti
hennar var nokkur sumur í
sumardvöl og Maggý líka í tvö
sumur, og fór hún oft þangað,
síðast í fyrrahaust. Einnig fór
hún nokkrum sinnum til Kali-
forníu til að heimsækja Árna og
Ástu sem þar búa og dvaldi þá
lengi í senn. Hún hafði yndi af
því að dvelja hjá Silju og Valla í
Hrísey og margar ferðir voru
einnig farnar í sumarbústað
Maggýjar og Steina í Þverár-
brekku.
Svanhildur gekk í Iðnskólann
á Patreksfirði. Hún hóf nám í
hárgreiðslu en lauk ekki prófi
en sneri sér að barnauppeldinu.
Þegar börnin voru vaxin úr
grasi fór hún að vinna úti frá
heimilinu, og um nokkurra ára
skeið ráku þær systur Una og
Gestur matvöruverslun á Dal-
braut í Reykjavík. Hún vann við
verslunarstörf mestan hluta
þess tíma er hún vann utan
heimilis.
Svanhildur var ekki skoðana-
laus manneskja og skoðanir sín-
ar lét hún í ljós, hvort sem
mönnum líkaði það betur eða
verr. Hún gat verið beinskeytt í
orðum en undir sló hlýtt hjarta
sem ekkert aumt mátti sjá. Þau
voru lík með það hjónin.
Svanhildur var dugleg kona
og geymdi það ekki til morguns
sem hægt var að gera í dag.
Hún var okkar systkinanna
fróðust um frændfólk frá Látr-
um og Hnjóti og hélt sambandi
við þau nánustu og sérstaklega
við föðurbræður okkar, Erlend
og Ólaf.
Elsku Trausti, Sif, Maggý,
Steini, Árni, Ásta, Silja og Valli
og fjölskyldur, Guð styrki ykkur
og styðji í sorginni og haldi
verndarhendi yfir ykkur.
Að leiðarlokum þökkum við
samverustundirnar, minninguna
um yndislega systur geymum
við í hjörtum okkar. Veri hún
Guði falin, blessuð sé minning
hennar.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir,
og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Una, Fríða (Siddý),
Árni, Charlotta,
Unnar og fjölskyldur.
Svanhildur
Traustadóttir