Morgunblaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020
✝ GuðmundurIngimund-
arson fæddist í
Borgarnesi 9.
mars 1927. Hann
lést í Brákarhlíð í
Borgarnesi 6.
mars 2020.
Foreldrar hans
voru Margrét
Helga Guðmunds-
dóttir frá Hunda-
stapa á Mýrum, f.
21.7. 1893, d. 7.2. 1977, og
Ingimundur Einarsson frá
Hjarðarnesi í Kjós, f. 21.3.
1898, d. 4.2. 1992.
Bræður hans voru Einar, f.
24.6. 1929, d. 11.12. 1997,
Steinar, f. 28.10. 1930, Grétar,
f. 28.2. 1934, d. 27.1. 1995,
Ingi, f. 6.5. 1936, d. 10.6. 2014,
Jóhann, f. 24.3. 1938, d. 23.7.
2009.
Guðmundur kvæntist Ingi-
björgu Eiðsdóttur, f. 5. ágúst
1927, d. 29. september 2019.
Börn þeirra eru Margrét
Helga, f. 28. október 1948, og
Pálmi, f. 18. maí 1959.
Margrét er gift Jóhannesi
Ellertssyni, f. 1941. Börn
þeirra eru: 1) Ingibjörg, f.
Bjarki Már Jóhannsson, f.
1973, kvæntur Erlu Dögg Ás-
geirsdóttur. Börn þeirra eru
Arnór Orri, Anna Rakel og
Atli Már. 2) Íris Heiður Jó-
hannsdóttir, f. 1976, gift Ósk-
ari Arasyni. Börn þeirra eru
Dagmar Lilja, Elín Ósk og Ari
Jökull.
Guðmundur var mikill fé-
lagsmálamaður og sinnti hann
fjölda trúnaðarstarfa fyrir
sveitarfélag sitt og þau mörgu
félög sem hann starfaði í. Í
mörg ár starfaði hann innan
skátahreyfingarinnar og ung-
mennafélagsins Skallagríms
þar sem hann gegndi m.a. for-
mennsku. Hann var einn af
stofnendum Lionsklúbbs Borg-
arness og Félags eldri borg-
ara í Borgarnesi.
Hann sat lengi í hrepps-
nefnd og var oddviti í Borg-
arnesi. Hann sat í stjórn Hita-
veitu Akraness og Borgar-
fjarðar og sinnti varafor-
mennsku í stjórn Vírnets og
Kaupfélags Borgfirðinga til
fjölda ára. Ungur lærði Guð-
mundur bakaraiðn og starfaði
við það í 21 ár. Árið 1964 tók
Guðmundur við Esso-stöðinni í
Borgarnesi, sem síðar varð
Hyrnan, og stýrði til ársins
1997 er hann lét af störfum
sökum aldurs.
Sökum sérstakra aðstæðna í
þjóðfélaginu hefur útför Guð-
mundar farið fram í kyrrþey.
1971, gift Hirti
Friðriki Hjart-
arsyni. Synir
þeirra eru; Sveinn
Hjörtur, Jóhannes
Ernir og Guð-
mundur Logi. 2)
Guðmundur Ellert,
f. 1976, kvæntur
Þorgerði Tóm-
asdóttur. Synir
þeirra eru: Gunn-
ar Þór, Haukur
Ingi og Ellert Helgi. 3) Katrín,
f. 1983. Frá fyrra hjónabandi
á Jóhannes tvær dætur; 1)
Margrét, f. 1964. 2) Hólm-
fríður, f. 1969. Sonur hennar
er Jökull Kristinsson.
Pálmi er kvæntur Elínu
Magnúsdóttur, f. 1956. Börn
þeirra eru: 1) Guðmundur
Birkir, f. 1980. Börn hans og
Rakelar Mánadóttur eru; Lilja
Marín, Máni Hrafn og Pálmi.
2) Hlynur, f. 1984, sambýlis-
kona hans er Hildur Ýr Óm-
arsdóttir. Börn þeirra eru; Ída
Mekkín, Grímur og Þorgils. 3)
Ingibjörg Lilja, f. 1988. Synir
hennar eru; Sigurður Pálmi
og Hlynur Darri. Frá fyrra
hjónabandi á Elín tvö börn; 1)
Þá eru þau aftur sameinuð,
elsku afi og amma. Sálufélagar
síðan fyrst þau hittust, 17 ára
gamlir unglingar í Borgarnesi.
Þar bjuggu þau allan sinn búskap,
eignuðust tvö börn og nutu sam-
vista við stóra fjölskyldu. Afi og
bræður hans voru sex talsins og
bjuggu þeir allir með fjölskyldum
sínum í Borgarnesi. Það var mikið
líf og fjör í kringum þessa stóru
fjölskyldu. Það var gaman að
alast upp með þennan stóra
frændgarð í kringum sig. Á Þor-
steinsgötunni, hjá afa og ömmu,
var ég alltaf velkomin. Þar var
gott að vera og mér leið eins og ég
ætti þar annað heimili. Þau voru
gestrisin og húsið jafnan fullt af
vinum og vandamönnum, sem
nutu góðra veitinga og vinalegs
andrúmslofts.
Afi var mikill félagsmálamaður
og í minningunni alltaf á leið á
fund með glansandi fallega skjala-
tösku, í fínum frakka með hatt.
Hann var líka mikill fjölskyldu-
maður, hafði endalaust gaman af
afa- og langömmubörnum, sem
sóttu mikið til langafa og lang-
ömmu. Hann lét sig flest varða,
var áhugasamur um fólk og sam-
ræðugóður. Hann hafði mikið
skopskyn og það var stutt í hlát-
urinn. Hann hafði gaman af ferða-
lögum, bæði innanlands og utan.
Hann naut þess að keyra og
stundum var eins og hann nyti
ferðalagsins meira en áfangastað-
arins, því jafnskjótt og hann var
kominn, þurfti hann að fara aftur
af stað.
Afi átti langa og góða ævi en
hvíldin var honum líklega kær-
komin. Þegar amma lést fyrir
tæpu hálfu ári var mikið frá hon-
um tekið og fljótlega fór heilsu
hans að hraka. Það var ljóst að
hann var farið lengja eftir að hitta
ástina sína aftur, það var honum
þungt að verða viðskila við sálu-
félaga sinn og besta vin til 70 ára.
Elsku afi, amma bíður eftir þér
og í sorginni yfir að missa þig er
huggun í voninni um að þið fáið að
vera saman á ný.
Guð geymi þig.
Þín
Ingibjörg.
Löng og farsæl lífsganga Guð-
mundar Ingimundarsonar
(Gumma frænda) er á enda. Af
Mýrum í móðurætt langt aftur,
sunnlenskur í föðurlegginn.
Fæddur Borgnesingur, frum-
burður og óskoraður foringi og
fyrirmynd sex bræðra. — Grandi
bróðir!
Foringi skáta, glaðlyndur
grallari, félagslyndur, traustur og
fremstur meðal jafningja, góð-
gjarn og hjálpfús, viðkvæmur,
hviklyndur, örlyndur, fljóthuga
og fljótfær stundum. Skellti brún-
um, varðist með versum stuttum,
en beittum. Eldsnöggt, en svo var
það búið. Logn við Hafnarfjall. —
Allt samt og áður og hlýja komin í
svip.
Vaktina stóð hann eljusamur
og trúr fyrir samvinnumenn leng-
ur en hálfa öld, samfélagið, fjöl-
skyldu og vini — alltaf! Í hans
breiða faðm mátti falla, þegar á
móti blés. — Hollráður frændi!
Gummi var óeigingjarn og ær-
legur félagi og leiðtogi í senn.
Fyrir góða kosti átti hann fylg-
ismenn marga. Hann sat í sveit-
arstjórn í 20 ár og var oddviti í 12
ár. Þó voru tímar blómanna í
litlum bæ, ekki honum einum að
þakka, en hann átti sinn þátt,
ástríðufullur og ósérhlífinn. Hug-
sjónin var að vinna samfélaginu
heilt, gera gagn. Íbúatalan tvö-
faldaðist næstum því. Stóri
draumurinn, hitaveitan, varð að
veruleika. Hann stýrði fundum,
og síðan bílnum, lyfti rósavíns-
staupi, einhverjir skáluðu þá í
sterkara!
Flokkapólitík skipti hann litlu.
Hann var samvinnumaður í besta
skilningi, með skátann í brjóstinu,
örlátur á tíma og kraft, þjónustan
og erillinn var hans líf. Bræðrum
hans, krötunum, fannst vont að að
hann væri með Framsókn. Hall-
dór E. átti sökina! sögðu þeir.
Þótt pólitíkin væri dauðans alvara
reyndust bræðraböndin sterkari.
Frændi stóð lífsvaktina aldeilis
ekki einn. Ingibjörg Eiðsdóttir
var hans og hann hennar, þar til
síðasta haust. Honum mesti miss-
ir eftir farsæla samferð og undir
sama þaki í meira en sjötíu ár.
Hvort öðru allt, elskendur, sam-
herjar og vinir. Hún viljaföst,
traust, en ekki allra. Gaf ekkert
fyrir ístöðuleysi, amlóðahátt —
vissi hvað hún vildi og hvað ekki.
Ráðdeildarsöm, verkhög, iðin,
af traustum stofnum. Skagfirð-
ingur í móðurætt og Borgfirðing-
ur í hina, langafabarn Magnúsar
auðuga Jónssonar á Vilmundar-
stöðum, sívinnandi verkmanns.
Sá hafði víst virðulegan sæmdar-
svip, en frúin hans, Ástríður,
bestu gát á orðum og athöfnum.
Margt getur verið líkt með skyld-
um!
Svana frænka sagði fyrir sextíu
árum, heilráð: „ ...viðmótið og
andrúmsloftið á heimilum, sem
gerir þau glæsileg og aðlaðandi,
er börnunum betri arfur en þús-
undir af gulli.“ Þannig var látlaust
og glæsilegt heimili Ingibjargar
og Gumma á Þorsteinsgötu 17 í
Borgarnesi. Þar leiddi hún gest-
inn milli myndaraða, sýndi stolt
yndin sín öll. Hún hló enn hátt, að
litlum Pálmum eins og þegar við
afi þeirra og nafni vorum báðir
litlir. Stuttu síðar kvaddi hún okk-
ur öll eins og hennar var von, með
reisn!
Síðast. Frændi fundarfær,
nema hvað vantaði hattinn, ekki
alvörusvipinn, meðan dottað var.
Nei!!! – Ert þú kominn hingað!?
Stráksleg gleði í svipnum. Frétta-
von. Spurt! Svo liðni tíminn,
æskufélagar, skátarnir, vinir og
aðrir samferðarmenn – ekki kala-
orð. Þar sat sáttur höfðingi á frið-
arstóli, en nú er hann allur – skarð
fyrir skildi. Ég, börn mín og fjöl-
skyldan öll munum geyma góðar
minningar um sjarmahjónin og
vinina traustu Guðmund og Ingi-
björgu. Þökkum! Börnum, afkom-
endum öllum og eftirlifandi bróð-
ur sendum við samúðarkveðjur.
Ingimundur Einar
Grétarsson.
Guðmundur Ingimundarson,
Gummi, var Borgnesingur, hér
ólst hann upp, gekk í barnaskól-
ann og iðnskólann, nam bakara-
iðn og vann hjá brauðgerð KB í
mörg ár. Hann lauk starfsævi
sinni sem verslunarstjóri hjá
ESSO eftir mörg og farsæl ár,
virtur bæði af samstarfsfólki og
viðskiptavinum.
Hann var dugnaðarmaður og
vissi af reynslu að það þarf að
vinna til að fá ánægju út úr lífinu,
„vinnan göfgar manninn“.
Gummi var félagslyndur, var í
Skátafélagi Borgarness, var
„ávallt skáti“. Hann var einn af
stofnendum Lionsklúbbs Borgar-
ness.
Sat í sveitarstjórn Borgarness.
Öll störf sem hann tók að sér
leysti hann vel af hendi.
Aldrei heyrði ég Gumma hall-
mæla eða tala niður til fólks, allir
voru jafnir. Hann var sannsögull
og traustur, en það var aldrei nein
lognmolla í kringum hann.
Á lífsleiðinni hittir maður sem
betur fer menn sem gaman er að
eiga samleið með, Gummi var
einn slíkur.
Ég trúi að mesta hamingja
Gumma hafi verið að eignast eig-
inkonu sína hana Ingibjörgu.
Voru þau hjón alla tíð einkar sam-
rýnd og saman hafa þau gengið í
meira en 70 ár.
Ég minnist Gumma sem góðs
vinar, nágranna og ferðafélaga.
Að eiga góða vini er eitt af því
mikilvægasta í lífinu, það finnur
maður þegar þeir kveðja.
Aðstandendum Gumma sendi
ég innilegar samúðarkveðjur,
megi allt gott styrkja þau.
Blessuð sé minning hans.
Helga
Guðmars.
Guðmundur
Ingimundarson
✝ Inga DagbjörtDagbjartsdótt-
ir fæddist 28. nóv-
ember 1943 í
Hafnarfirði. Hún
lést á sjúkradeild
Fjórðungssjúkra-
hússins í Neskaup-
stað þann 10.
mars 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Dagbjart-
ur Geir Guð-
mundsson sjómaður sem lést
17. júlí 2007 og Steinunn Gísl-
ína Kristinsdóttir húsmóðir,
en hún lést 4. febrúar 1984.
Systir Ingu er Kristín Dag-
bjartsdóttir, eiginmaður
hennar er Ármann Pétursson,
þau eru búsett í Hveragerði.
Bróðir Ingu var Guðmundur
Ómar sem lést 21. febrúar
1990.
Eftirlifandi eiginmaður
Ingu er Örn Ingólfsson húsa-
smíðameistari á Breiðdalsvík.
2002. 3. Hrefna Dagbjört
ferðaþjónustuaðili á Egils-
stöðum, f. 8. febrúar 1977,
eiginmaður hennar er Ívar
Ingimarsson ferðaþjónustuað-
ili, börn þeirra eru Víðir
Freyr, f. 2004, og Íris Ósk, f.
2006. 4. Valur Þeyr bóndi og
húsamálari í Breiðdal, f. 1.
apríl 1982, eiginkona hans er
Guðný Harðardóttir fram-
kvæmdarstjóri, sonur þeirra
er Dagbjartur Örn, f. 2016,
dætur Guðnýjar eru Sólveig
Björg, f. 2010, og Sólrún Líf,
f. 2012.
Inga Dagbjört, sem er
fædd og uppalin í Hafn-
arfirði, giftist Erni Ingólfs-
syni 4. nóvember 1967 og
flutti til Breiðdalsvíkur vorið
1968 og var búsett þar upp
frá því.
Inga rak lengst af mötu-
neyti barnaskólans á Breið-
dalsvík auk annarra starfa,
s.s. afgreiðslu í apóteki. Inga
var virk í kvennfélaginu Hlíf
og Sambandi austfirskra
kvenna (SAK) og gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum, svo
sem formennsku í báðum fé-
lögum.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Börnin eru fjögur:
1. Ingólfur Örn
smiður, búsettur í
Reykjavík, f. 8.
apríl 1968, eig-
inkona hans er
Anna María Arn-
arson, börn þeirra
eru Lea Bryndís,
f. 2007 og Ruben
Leo, f. 2008, dóttir
Ingólfs er Árný, f.
1992. 2. Steinunn
Arna flugumferðarstjóri, bú-
sett í Mosfellsbæ, f. 13. júní
1970, sambýlismaður hennar
er Sveinn Óskarsson rafvirki.
Dætur Steinunnar eru Mar-
grét Lilja Arnbergsdóttir, f.
1996, sambýlismaður Gunnar
Freyr Halldórsson, f. 1994, og
Inga Sjöfn Arnbergsdóttir, f.
1998, unnusti Jón Bjarki
Hlynsson, f. 1997, dóttir
þeirra Linda Margrét, f. 2020.
Börn Sveins eru Lovísa Sól, f.
1997, og Óskar Eiríkur, f.
Elsku mamma, nokkur orð í
kveðjuskyni.
Hlátur, hlýja og gleði eru
orðin sem koma upp í hugann
þegar ég minnist þín. Umræður
um bækur og ljóð. Þú varst lík-
lega langt komin með bókasafn-
ið á Breiðdalsvík og þið pabbi
með ágætis bókasafn heima.
Umræður um lífið og tilveruna,
faðmlög og umhyggja þín fyrir
okkur öllum. Mér fannst þú
alltaf hafa áhuga á öllu. Bæði
því sem var efst á baugi, hvað
var um að vera í þorpinu og
eins mínu lífi, vinum og seinna
fjölskyldu. Alltaf svo stolt af
börnum þínum og barnabörn-
um. Nú síðast fyrsta barna-
barnabarninu sem fæddist á
árinu. Hvattir og trúðir á getu
okkar til að gera allt sem við
hefðum áhuga á. Það hefur
lengi verið brandari í fjölskyld-
unni að börnin hennar Ingu séu
nú alveg einstök.
Þú rakst meðal annars
mötuneytið í barnaskólanum á
Staðarborg. Krökkunum þótti
mörgum gott að fara í eldhúsið
í frímínútunum og spjalla og
hlæja.
Setið var við eldhúsborðið
og á frystikistunni og jafnvel
molasopi með spjallinu.
Dönsku blöðin stutt undan,
enda alltaf hrifin af Danmörku
eftir að hafa eytt þar tíma sem
ung stúlka með Laufeyju vin-
konu. Krakkarnir í skólanum
glöddu þig mikið á fertugs-
afmælinu með því að slá sam-
an í og færa þér tvær stærðar
styttur sem síðan hafa staðið á
arinhillunni.
Elskaðir að ferðast með
pabba, víða farið og margt
skoðað, mest innanlands en líka
nokkrar ferðir erlendis. Stund-
um skipulagt að skoða eitthvað
ákveðið en fannst líka gaman
að taka bara óvænt næstu
beygju og sjá hvað væri þar
áhugavert að sjá.
Snaraðir upp veislum, fyrir
tugi manna, að manni fannst
áreynslulaust. Allir alltaf vel-
komnir til ykkar, bæði í stutt
spjall eða gistingu. Þið pabbi
bjugguð alltaf á Breiðdalsvík.
Krossgerði þó alltaf saman-
fléttað, fyrst við að aðstoða
ömmu og afa í búskapnum,
seinna þegar þið tókuð við.
Trén og runnarnir sem þið
Hanna ræktuðuð eru nú orðin
fallegur trjálundur við bæinn.
Ekki má gleyma hænunum, átt-
uð á tímabili tvær og hálfa hvor
og byggt á því fór bóndinn
Hanna í bændaferðir.
Síðustu árin gaf heilsan sig
en þú barst þig alltaf vel og
vildir frekar ræða hvað var að
gerast hjá þeim sem þú varst
að spjalla við í það skiptið.
Elsku mamma, fyrirmyndin
mín, takk fyrir allt. Ég mun
sakna þín.
Þín
Steinunn Arna.
Inga Dagbjört
Dagbjartsdóttir
✝ Þórey IngaJónsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 13.
júní 1931. Hún lést
á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands í Vest-
mannaeyjum 5.
mars 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Benón-
ýsson, f. 7.5. 1897,
og Kristín Karitas Valdadóttir,
f. 21.2. 1898. Hinn 25.12. 1953
giftist Þórey Ástþóri Jóni Val-
geirssyni. Þau skildu.
Þau eignuðust 2 börn. 1. Sól-
rún Ástþórsdóttir, f. 15.5. 1953,
d. 19.1. 2015. Eiginmaður Jón
Sigurðsson, f. 19.11. 1950. Þau
áttu einn son, Jón Rúnar, f.
29.3. 1989, kvæntan Kolbrúnu
dóttir, f. 10.12. 1986. Sambýlis-
maður Guðjón Ásgeir Helga-
son, f. 15.3. 1978. Þeirra börn
Bryndís, Bogi, Valdís Bylgja og
Kristín Dóra.
Fyrir átti Jón Ben. Margréti
Sigurveigu Jónsdóttur, f. 10.5.
1978. Dætur hennar eru Herdís
Júlía og Díana Sjöfn. Dóttir
Díönu Sjafnar er Jökulrós
Katrín.
Seinni maður Þóreyjar var
Hjörtur Eyjólfsson, f. 18.10.
1931, d. 16.2. 1992.
Þórey átti 3 systkin. Þau
voru Halldóra Þuríður Jóns-
dóttir, f. 16.3. 1921, d. 27.7.
1926. Halldór Jón Jónsson, f.
6.6. 1926, d. 26.9. 1999. Guð-
björg Benónía Jónsdóttir, f.
21.7. 1928. d. 8.2. 1997.
Þórey vann ýmis störf um
ævina. Þó lengst af við af-
greiðslu og símavörslu á
Heilsugæslu Sjúkrahússins í
Vestmannaeyjum.
Útför hefur farið fram í
kyrrþey frá Landakirkju í
Vestmannaeyjum að ósk hinnar
látnu.
Höllu Guðjóns-
dóttur, f. 14.9.
1993.
Fyrir átti Sól-
rún, Þóreyju Gísla-
dóttur, f. 3.2. 1972.
Eiginmaður Svein-
björn Auðunsson, f.
21.4. 1967. Þeirra
börn eru Jóhannes,
Inga Rún, Auðunn,
Árni Tómas og
Katrín Edda.
2. Jón Ben Ástþórsson, f.
9.10. 1958. Eiginkona Anna
Kristín Hjálmarsdóttir, f. 10.10.
1960. Þeirra börn: a. Agnes
Jónsdóttir, f. 8.11. 1978, sam-
býlismaður Stefán Páll Ágústs-
son, f. 17.12. 1974. Saman eiga
þau Rakel Ágústu og Ásgeir
Kristin; b. Hjálmar Jónsson, f.
26.10. 1980; c. Kristjana Jóns-
Nú er komið að kveðjustund,
elsku Þórey.
Ég man okkar fyrstu kynni
þegar ég stóð á tröppunum hjá
þér á Hólagötunni og bauð þér að
kaupa happdrættismiða sem ég
var að selja. Ég var þá ófrísk að
fyrsta barni okkar Jóns Ben og við
ekki búin að rugla saman reytum.
Ég var hálfkvíðin að banka upp á
en það var óþarfi, slíkar voru mót-
tökurnar frá þér. Koss á kinn og
faðmlag. Eftirleikurinn var auð-
veldur því þannig var það ávallt,
Þórey mín.
Það var alltaf auðsótt mál þeg-
ar leitað var ráða eða óskað eftir
pössun. Börnin okkar nutu þess að
vera hjá þér, þú áttir alltaf nógan
tíma fyrir þau, tekið í spil eða
spjall við eldhúsborðið. Þú varst
óspör á hrósið og varst svo stolt af
þeim þegar þau fögnuðu sigri
hvort sem var í námi eða starfi.
Við eigum eftir að sakna þess
að hafa þig ekki við eldhúsborðið
hjá okkur og ræða málefni dags-
ins. Ég tala nú ekki um fótboltann,
auðvitað þitt lið Manchester Unit-
ed en þar varstu á heimavelli, viss-
ir allt um hvað þeir hétu og hvaða
stöðu þeir léku.
Við Jón Ben viljum þakka þér
fyrir alla þína umhyggju og hlýju
sem þú veittir okkur og börnum
okkar í gegnum árin.
Farðu í friði, kæra vina.
Þín tengdadóttir,
Anna Kristín (Anna Stína).
Þórey Inga
Jónsdóttir