Morgunblaðið - 21.03.2020, Side 38

Morgunblaðið - 21.03.2020, Side 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020 50 ára Magnús er Garðbæingur og er fæddur þar og upp- alinn. Hann er stúd- ent frá FG og er framkvæmdastjóri Létt flotastjórnun, sem er rekstrarleiga á bílum. Maki: Ágústa Símonardóttir, f. 1971, fjármálastjóri hjá Létt flotastjórnun. Börn: María, f. 1997, Ásdís Milla, f. 2000. Eva Mía, f. 2008, og Stefán Máni, f. 2010. Foreldrar: Guðjón Oddsson, f. 1939, fv. kaupmaður, og Gíslína Kristjáns- dóttir, f. 1941, húsmóðir. Þau eru bú- sett í Garðabæ. Magnús Oddur Guðjónsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Annaðhvort ert þú í slæmu skapi eða þú dregur til þín fólk sem er það. Hafðu allan fyrirvara á því fólki sem talar í hálfum setningum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert uppfull/ur af orku í dag. Mundu að gleyma ekki þínu eigin frelsi og þinni eigin velferð. Skrifaðu allt niður sem fer út úr buddunni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er líklegt að þú lendir í nýju ástarævintýri eða að það færist aukin ástríða í eldra samband. Þú færð prik fyrir góða frammistöðu í vinnunni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt þú sért ekki upp á þitt besta þessa dagana tekst þér samt að hafa áhrif á aðra þannig að mál þín þokast áfram. Kærleikurinn sigrar allt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Það koma fleiri tækifæri. Reyndu að venjast því að þurfa að bera ákvarðanir undir aðra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Af einhverri ástæðu ertu í sviðsljós- inu í dag. Bankareikningurinn bólgnar þessar vikurnar því þú ert búin/n að skella buddunni í lás. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þitt mikla skap kemur af stað röð at- burða. Einhverjum finnst hann/hún hafa verið hlunnfarin/n eða þú munt sýna fram á að svo sé ekki. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Fjárhagslegum markmiðum er náð og þú gætir ekki verið ánægðari með þig. Þú lætur einhvern taka pokann sinn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nýir vinir sem þú kynnist eru af því tagi að hægt er að umgangast þá við hvaða aðstæður sem er. Veldu bara það besta fyrir þig og þína. 22. des. - 19. janúar Steingeit Farðu þér hægt í að velja nýjar leiðir því það er í mörg horn að líta og engin ástæða til breytinga breytinganna vegna. Valdabarátta ríkir á heimilinu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Taktu lífið ekki of alvarlega. Taktu púlsinn á máli sem hefur legið í dvala í lengri tíma. Víkkaðu sjóndeildarhringinn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það eru þessir mörgu smáu hlutir sem á endanum skapa frið og ró. Leyfðu málum bara að hafa sinn gang og njóttu lífsins með bros á vör. og Fríður ferðuðust talsvert hin seinni árin meðan Hjalti lifði og hélt hún því áfram eftir andlát hans. Árið 2000 hóf Fríður sambúð með Reyni Ásberg Níelssyni og bjuggu þau allmörg ár í Laugargerði en en ánafnaði yngsta syni sínum, Jakob, garðyrkjustöðina. Fríður var ötul í starfi kvenfélags- ins, söng í kórum, starfaði með leik- félaginu og lét, ásamt manni sínum, sveitarstjórnarmál til sin taka. Hjalti F ríður Ester Pétursdóttir er fædd 21. mars 1935 í Blesugróf í Reykjavík, önnur í röð sjö systkina. Pétur, faðir hennar, var menntaður vélstjóri en þegar fjölga fór í fjölskyldunni ákvað hann að sækja um starf hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins sem hann og fékk og fjölskyldan, sem þá var orðin fimm talsins, flutti norður á Siglu- fjörð. Þar ólst Fríður upp við leiki og störf, fór ung að láta til sín taka á síldarplönum enda óvenjuhávaxin og ævinlega álitin miklu eldri en hún í raun var. Á veturna stunduðu vin- konurnar skíði og náði hún talsverðri leikni í þeirri í þrótt. Að áeggjan Guðbjargar, móður Fríðar, ákvað fjölskyldan árið 1951 að breyta til og flutti fjölskyldan að Laxnesi í Mosfellssveit sem þá hafði verið í eyði í nokkur ár. Mikil vinna var að koma þar öllum húsakosti til nota og fengu börnin að taka til hend- inni. Þar stunduðu Pétur og Guð- björg blandaðan búskap þar til Guð- björg lést liðlega fimmtug. Þá brá Pétur búi og flutti til dóttur sinnar Drífu í Svíþjóð. Þar lést Pétur 1971. Í Mosfellsdalnum kynntist Fríður fljótlega mannsefni sínu, Hjalta Ó.E. Jakobssyni, sem starfaði við garð- yrkju þar í sveit . Eftir að þau rugl- uðu saman reytum kom fljótlega að því að Hjalti og Fríður vildu verða sjálfstætt starfandi og réðu þau sig til Ragnars í Smára sem átti og rak garðyrkjustöð á Stóra-Fljóti í Bisk- upstungum. Þangað fóru þau á vor- dögum 1954 nýgift með nýfæddan son sinn Pétur. Árið 1957 bauðst Hjalta og Fríði að leigja garðyrkjustöð í Laugarási í Biskupsstungum, henni fylgdi lítið íbúðarhús og fluttust þau þangað. Í þessu litla húsi sem var aðeins um 40 fermetrar fæddust þeim flest börnin sem urðu alls 6 og eru öll á lífi. Hjalti og Fríður stofnuðu til ný- býlis í Laugarási sem þau nefndu Laugargerði og þar byggðu þau upp af miklum myndarskap öfluga garð- yrkjustöð og fluttu í nýtt íbúðarhús árið 1965. Hjalti lést 1992 aðeins 63 ára að aldri og bjó Fríður þar áfram fluttu 2016 á Selfoss þar sem þau halda heimili saman í Sóltúni 29. „Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera,“ segir Fríður að- spurð. „Ég prjóna og er í sjálfboða- vinnu hjá Rauða krossinum, en við hittumst vinkonurnar einu sinni í viku og prjónum saman allt frá sjöl- um og peysum í vettlinga og húfur. En svo hefur maður verið að vinna öll þessi ár svo það er kominn tími til að hafa það rólegt.“ Fjölskylda Eiginmaður Fríðar var Hjalti Jak- obsson, f. 15.3. 1929, d. 18.6. 1992, garðyrkjumaður. Foreldrar hans voru hjónin Jakob Narfason, f. 12.8. 1891, d. 18.6. 1980, verkamaður í Mosfellssveit, og Marta Hjaltadóttir, f. 16.11. 1894, d. 10.12. 1970, verka- kona. Sambýlismaður Fríðar er Reynir Ásberg Níelsson, f. 26.4. 1931, rafvirkjameistari. Foreldrar hans voru hjónin Níels Guðnason, f. 8.3. 1888, d. 27.6. 1975, bóndi og húsa- smiður á Valshamri á Mýrum og í Borgarnesi, og Soffía Hallgríms- Fríður Esther Pétursdóttir, fyrrverandi garðyrkjubóndi – 85 ára Stórfjölskyldan Á áttræðisafmæli Fríðar þar sem nær allir afkomendur og makar mættu. „Ég leigði mér rútu og allur hópurinn fór á Gullfoss og Geysi og krakkarnir kynntust vel í ferðinni. Svona eiga afmæli að vera,“ segir Fríður. Kominn tími til að hafa það rólegt Hjónin Hjalti og Fríður á heimili sínu í Laugargerði. Mosfellsbær Björt Sævars- dóttir fædd- ist 2. mars 2019 kl. 15.27 á Landspít- alanum. Hún vó 3.334 g og var 48,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Hallgerður Ragnarsdóttir og Sævar Ingi Eiríksson. Nýr borgari 30 ára Hjálmar ólst upp í Steinsstaða- hverfi í Skagafirði en býr á Blönduósi. Hann er rafvirki að mennt og vinnur hjá Raf- magnsverkstæðinu Átaki. Hjálmar situr í bæjarstjórn Blönduóss og er formaður Björgunarfélagsins Blöndu. Maki: Ingibjörg Signý Aadnegard, f. 1989, sjúkraliði hjá HSN á Blönduósi. Börn: Guðjón Þór, f. 2011, og tvíburarnir Helga María og Þórdís Harpa, f. 2016. Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson, f. 1966, smiður, og Helga Þorbjörg Hjálm- arsdóttir, f. 1968, stuðningsfulltrúi í Grunnskólanum í Varmahlíð, bús. í Steinsstaðahverfi. Hjálmar Björn Guðmundsson Til hamingju með daginn 30 ára Hallgerður býr í Mosfellsbæ og ólst þar upp. Hún er með BA- gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ og Sciences Po Paris, og er að klára MS-gráðu í verk- efnastjórnun frá HÍ. Maki: Sævar Ingi Eiríks- son, f. 1990, rafvirki hjá Straumbroti. Dóttir: Björt, f. 2019. Foreldrar: Oddný Guðnadóttir, f. 1965, og Ragnar Sverrisson, f. 1959. Þau reka Höfðakaffi og eru búsett í Mosfellsbæ. Hallgerður Ragnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.