Morgunblaðið - 21.03.2020, Side 40

Morgunblaðið - 21.03.2020, Side 40
KÖRFUBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Finnur Freyr Stefánsson gerði karlalið KR að Íslandsmeistara í körfubolta fimm ár í röð, árin 2014- 2018. Í kjölfarið tók við eitt tímabil þar sem hann dró sig út úr sviðs- ljósinu og þjálfaði yngri flokka hjá Val. Síðasta sumar ákvað hann svo að róa á önnur mið og flutti til Dan- merkur til að taka við Horsens í efstu deild karla. Nú er fyrsta tímabili Finns í Dan- mörku lokið og hann fluttur heim, í bili hið minnsta. Fór í bikarúrslit „Þetta var fyrst og fremst mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Það var gaman að fara í algjörlega nýtt umhverfi og komast á stað þar sem maður þekkti ekkert leikmennina, hina þjálfarana eða boltann sem var spilaður. Þetta var mjög skemmti- legt og eins og með allt annað var þetta svolítið upp og niður. Sem betur fer var þetta meira upp,“ sagði Finnur. Hann var með liðið í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þegar tímabilið var blásið af vegna kór- ónuveirunnar og þá fór hann með liðið í bikarúrslit. Finnur er heilt á litið sáttur með árangurinn. „Heilt á litið er ég það. Það er margt sem ég hefði getað gert öðru- vísi þegar ég horfi til baka. Það eru þrír leikir sem svíða svolítið; bikar- úrslitin gegn Bakken sem við náð- um ekki að spila nægilega vel og svo deildarleikir gegn Næstved og Randers í kjölfarið. Þá duttum við aðeins á botninn en svo náðum við að rífa okkur aftur upp eftir það,“ sagði hann. Horsens hefur undan- farin þrjú ár þurft að horfa á Bakk- en Bears verða meistara, en þar á undan varð Horsens danskur meist- ari tvö ár í röð. Síðasta vikan mjög skrítin „Horsens er búið að vera með betri liðum deildarinnar undanfarin ár. Menn áttuðu sig á því að það gæti orðið erfitt að fylgja því eftir á fyrsta ári en markmiðið var að vera í topp þremur, komast í undanúrslit í úrslitakeppninni og í bikarúrslit. Við vorum á góðri leið með að ná því en liðin í neðri hlutanum eru tölu- vert veikari. Það var kannski ekki formsatriði að komast í undan- úrslitin en líkurnar voru ansi miklar.“ Eins og áður hefur komið fram var tímabilið í Danmörku blásið af vegna veirunnar og viðurkennir Finnur að það hafi verið skrítin til- hugsun að undirbúa lið fyrir leik sem hann átti ekki endilega von á að yrði spilaður. „Það var mjög skrítið. Maður fylgdist með stöðunni heima og svo úti á sama tíma. Maður var búinn að undirbúa sig fyrir þetta. Ég kom heim fimmtudaginn 12. mars en fjölskyldan kom heim tveimur vik- um áður þegar við sáum í hvað stefndi. Síðasta vikan var mjög skrítin þar sem maður var að undir- búa liðið fyrir leiki sem maður eiginlega vissi að yrðu ekki spilaðir. Þegar samgöngubannið skall á dreif ég mig heim.“ Finnur viðurkennir að hann hafi verið með hugann við að koma heim eftir tímabilið, en eftir þennan leið- inlega endi á fyrstu leiktíð, útilokar hann ekki heldur að taka slaginn í Danmörku á ný. Staðan er hins veg- ar óljós vegna þess ástands sem nú ríkir í heiminum. Engin drauma atvinnumennska „Þetta var tveggja ára samningur með möguleika á einu ári til við- bótar sem hægt er að semja um sér- staklega. Við fjölskyldan ætlum að skoða okkar mál. Fjárhagslega er þetta engin drauma atvinnu- mennska, svo það er margt sem þarf að taka í myndina. Nú þurfum við að sjá til hvað er best fyrir okk- ur að gera, bæði atvinnulega og fé- lagslega líka. Það er erfitt að segja hvað ég mun gera. Ég var farinn að hallast að því að koma heim en þessi leiðinlegi endir lætur mér líða eins og tíminn minn úti sé ekki endilega búinn. Núna er hins vegar mikil óvissa í samfélaginu og erfitt að segja hvað gerist næst. Félagið er nánast aðeins rekið af styrkjum frá bænum og í kring. Það veit enginn hvernig þau fyrirtæki koma út úr þessu ástandi. Félagið er mjög vel rekið og ólíkt því sem gerist heima, þá treystir það ekki endilega á úr- slitakeppnina til að fá tekjur. Þetta er félag sem er búið að klára allt sitt fyrir úrslitakeppnina. Við bíðum og sjáum hvernig framhaldið verður. Svo er sama óvissa ef maður ákveður að koma heim.“ Finnur var ófeiminn við að láta skoðanir sínar í ljós á samfélags- miðlum áður en KKÍ tók þá ákvörð- un að fresta og síðar aflýsa yfir- standandi tímabili í körfuboltanum heima. Hrósaði hann Brynjari Þór Björnssyni, leikmanni KR og fyrr- verandi lærisveini sínum, fyrir að láta í sér heyra og neita að spila þegar veiran kom fyrst hingað til lands. Finnur hefði viljað sjá KKÍ fresta mótunum fyrr. Komið fram við þá eins og dýr „Ég hafði sterka skoðun á þessu. Brynjar opnaði fyrir þessa umræðu og það var hárrétt metið hjá honum. Það var skrítið að setja leikmenn í þá aðstæðu að spila leiki þegar þeir þurftu kannski að óttast um heils- una sína. Þú getur passað fjarlægð fólks og sprittað uppi í stúku en þú getur það ekki inni á vellinum. Í lokaumferðunum geta leikirnir skipt öllu máli og þá er erfitt samtal að greina frá því að þú ætlir ekki að spila. Ég hefði viljað sjá menn vera enn varkárari og stoppa mótið að- eins fyrr. Maður hefur tekið eftir íþróttafólki eins og Wayne Rooney og leikmenn í ensku úrvalsdeildinni tala um að það sé komið fram við þá eins og einhver sýningardýr eða skylmingaþræla. Þetta er fjöl- skyldufólk sem á ættingja og vini,“ sagði Finnur. Auðvelt að rífa kjaft á Twitter Hann skilur gremju sumra liða eftir að KKÍ blés tímabilið af og felldi Grindavík úr efstu deild kvenna og sendi Hött upp í efstu deild karla á meðan Hamar sat eftir með sárt ennið. Grindavík átti enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni og möguleikar Hamars á að fara upp í efstu deild voru góðir. „Auðvitað skilur maður að þeir séu svekktir. Það var erfitt að finna leið sem allir væru sáttir við. Ef tvö efstu liðin hefðu farið upp og tvö neðstu niður þá hefðu örugglega Þór Akureyri og Breiðablik orðið brjáluð. Þeir sem stýra hreyfing- unni vinna mikið og gott starf og það er enginn sem ætlar sér að fara illa með einn eða neinn. Menn eiga fullan rétt á að vera ósáttir en þetta var erfið ákvörðun sem var tekin. Það er auðvelt að vera eins og ég og rífa kjaft á Twitter en það er erfið- ara að taka ákvörðunina á endanum. Auðvitað vorkennir maður Hamri og Grindavík, en það var fullt af góðu fólki sem tók þessar ákvarð- anir og við verðum að taka þeim,“ sagði Finnur Freyr. Sáttur við flest en þrír leikir sem svíða svolítið  Fyrsta tímabil Finns í Danmörku var blásið af  Útilokar ekki að halda áfram Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sigursæll Þó að Finnur Freyr Stefánsson sé aðeins 36 ára gamall á hann þegar að baki fimm Íslandsmeistaratitla sem þjálfari í meistaraflokki. KR-ingar urðu meistarar fimm ár í röð undir hans stjórn. 40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020 Tom Brady, sigursælasti leikstjórn- andi allra tíma í NFL-deildinni í bandaríska ruðningnum, tilkynnti á samfélagsmiðlum í gær að hann væri genginn til liðs við Tampa Bay Buccaneers. ESPN segir að sam- kvæmt sínum heimildum sé hann búinn að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. Brady er 42 ára gamall og hefur unnið Ofurskálarleikinn, Super Bowl, sex sinnum með New Eng- land Patriots á tuttugu ára ferli þar og fjórum sinnum verið valinn besti leikmaðurinn í úrslitaleiknum. Brady á Flórída næstu tvö árin AFP Reyndur Tom Brady kveðst ætla að spila áfram til 45 ára aldurs. Blaksamband Íslands hefur ákveðið að núverandi staða í deildakeppn- um karla og kvenna á Íslands- mótinu í blaki verði lokastaða mót- anna. KA er þar með deildar- meistari kvenna 2020 og Þróttur frá Neskaupstað deildarmeistari karla 2020. Stjórn BLÍ ætlar að nýta næstu daga til að meta og ákveða hvort úrslitakeppni Íslands- mótsins verði haldin, sem og úr- slitahelgi bikarkeppninnar sem var blásin af á síðustu stundu vegna kórónuveirunnar. Niðurstaða á að liggja fyrir í síðasta lagi 3. apríl. KA og Þróttur deildarmeistarar Ljósmynd/Þórir Tryggvason Sigursælar KA er ríkjandi Íslands- meistari kvenna í blaki. 21. mars 1964 Frétt í Morgunblaðinu: Knatt- spyrnukvikmyndin England – Heimurinn verður sýnd í Gamla bíói í dag vegna fjölda áskorana. Myndin verður ekki sýnd oftar hér, og er þetta því síðasta tækifærið sem knatt- spyrnuunnendum gefst til að sjá hana. 21. mars 1980 Handboltamaðurinn Viggó Sigurðsson skýrir frá því í Morgunblaðinu að hann hafi ákveðið að yfir- gefa Barcelona eftir tímabilið, eftir að hafa orðið fyrsti Ís- lendingurinn til að vinna spænska meistaratitilinn í handknatt- leik. „Ég er með góð tilboð frá liðum í V-Þýskalandi og reikna með að gera samning við eitthvert þeirra,“ segir Viggó. 21. mars 1986 „Þetta er gjörsamlega óút- skýranlegt. Enginn okkar hef- ur lent í öðru eins og þessu,“ segir Lárus Guðmundsson við Morgunblaðið eftir að hafa komist í undanúrslit Evrópu- keppni bikarhafa í fótbolta á ævintýralegan hátt með Uerdingen frá Vestur-Þýska- landi. Uerdingen vann þá 7:3 sigur á Dynamo Dresden eftir að hafa verið 1:3 undir í hálf- leik og 1:5 samanlagt. Lárus gerði eitt markanna. 21. mars 1991 Kvennalandslið Íslands í handknattleik sigrar Belgíu, 15:14, í C-heimsmeistara- keppninni í Cassano á Ítal- íu. Rut Bald- ursdóttir skor- ar 5 mörk og Erla Rafnsdótt- ir 4. Þar með er fram undan úrslitaleikur við Spánverja um 5. sætið og þátttökurétt í næstu B-keppni. 21. mars 1992 Ísland sigrar Belgíu, 25:16, í öðrum leik sínum í B-keppni heimsmeistaramóts karla í Linz í Austurríki, er með fullt hús stiga og öruggt í milli- riðil. Valdimar Grímsson skorar 8 mörk, Sigurður Bjarnason og Gunnar Andrés- son 5 hvor. 21. mars 2000 „Ég er í sjöunda bekk í Álfta- mýrarskóla og námið er ekki orðið svo erfitt þannig að mér gengur vel að sameina skól- ann og fim- leikana,“ segir hin 12 ára gamla Sif Páls- dóttir úr Ármanni við Morgunblaðið eftir að hafa orðið Íslandsmeistari fullorð- inna í áhaldafimleikum. 21. mars 2015 Eiður Smári Guðjohnsen er valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu á ný eftir sextán mánaða hlé fyrir leik gegn Kasakstan í undankeppni EM. Í fréttaskýringu í Morgun- blaðinu er sagt að þjálfar- arnir hafi sem minnst viljað gera úr endurkomu Eiðs en hún sé afar mikilvæg vegna ástands á öðrum sóknar- mönnum landsliðsins um þess- ar mundir. Á ÞESSUM DEGI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.