Morgunblaðið - 21.03.2020, Síða 41

Morgunblaðið - 21.03.2020, Síða 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020 FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Það er vissulega erfitt að segja það en ég sé mig í raun ekki spila fót- bolta aftur,“ sagði Harpa Þorsteins- dóttir, þriðji markahæsti leikmaður efstu deildar kvenna í knattspyrnu frá upphafi, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Harpa hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir afar farsælan feril en hún er ólétt að sínu þriðja barni. Hún á að baki 252 leiki í efstu deild með Stjörnunni og Breiðabliki þar sem hún skoraði 181 mark. Hún lék stærstan hluta ferilsins með upp- eldisfélagi sínu Stjörnunni þar sem hún varð fjórum sinnum Íslands- meistari með liðinu og þrívegis bik- armeistari. Harpa lék síðast með Stjörnunni sumarið 2018, en sleit krossband í hné í bikarúrslitaleik gegn Breiða- bliki á Laugardalsvelli í ágúst og hefur ekki spilað fótbolta síðan. „Eftir að ég sleit krossbandið 2018 fór ég að skoða málin betur og ég var í raun aldrei ákveðin hvort ég ætlaði mér að snúa aftur á knatt- spyrnuvöllinn. Það er ekkert grín að koma til baka eftir svona meiðsli og þú þarft að æfa af 150% krafti þess að ná upp fyrri styrk. Það er ekki auðvelt þegar að maður er með fjöl- skyldu og ég í fullri vinnu þannig að að lokum þá ákvað ég að segja þetta gott.“ Meiri ábyrgð í landsliðinu Harpa lék 67 A-landsleiki fyrir Ís- land þar sem hún skoraði 19 mörk á árunum 2006 til 2018. Hennar bestu leikir í bláa búningnum komu í und- ankeppni EM 2017 þar sem hún var markahæsti leikmaður undan- keppninnar með 10 mörk í sex leikj- um. „Þessi undankeppni fyrir EM 2017 var klárlega hápunkturinn á mínum landsliðsferili. Ég var að spila minn besta fótbolta þar og ég fékk mun meiri ábyrgð í landsliðinu eftir að Freyr Alexandersson tók við þjálfun liðsins árið 2013. Það var alltaf gríðarlegur heiður að spila fyr- ir landsliðið og ég fann alltaf fyrir miklu stolti þegar ég klæddist bláa búningnum.“ Meistari eftir barneignarfrí Eins og áður segir varð Harpa fjórum sinnum Íslandsmeistari með Stjörnunni, árin 2011, 2013, 2014 og 2016. Þá varð hún bikarmeistari með liðinu árin 2012, 2014 og 2015. „Það er margt sem stendur upp úr á mínum knattspyrnuferli og ég á mjög margar frábærar minningar, sérstaklega með Stjörnunni. Allir titlar eru sætir en það var hrikalega gaman að koma inn í Stjörnuliðið ár- ið 2011 á miðju tímabili eftir barn- eign. Ég náði að spila seinni hlutann á tímabilinu og að enda sumarið á titli var gríðarlega eftirminnilegt. Eins stendur Íslandsmeistaratitilinn árið 2016 upp úr líka því það var mikið um meiðsli í okkar herbúðum á þeim tíma. Við náðum í raun aldrei að stilla upp sama byrjunarliðinu allt sumarið og það var þess vegna gríð- arlega sætt að taka þann titil því það gekk einhvernveginn allt upp þetta sumar. Langhlaup og spretthlaup Það var líka alltaf sérstakt að spila þessa bikarúrslitaleiki og það er meira adrenalín og kikk að vinna bikarmeistaratitil en Íslandsmeist- aratitil. Annað er langhlaup og hitt er spretthlaup. Mér hefur alltaf gengið vel í þessum úrslitaleikjum sem er að sjálfsögðu jákvætt en það var alltaf gaman að spila á Laugar- dalsvelli og ennþá skemmtilegra að taka á móti bikar. Persónulega fannst mér það svo mikill heiður þegar ég var valin knattspyrnukona ársins hjá KSÍ árið 2014 og það er mitt stærsta persónulega afrek á ferlinum.“ Tölfræðin aukaatriði Harpa er þriðji markahæsti leik- maður efstu deildar frá upphafi með 181 mark. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir, 207 mörk, og Olga Færseth, 269 mörk, hafa skorað meira en hún. „Ég hef ekkert fylgst neitt sér- staklega mikið með tölfræðinni í gegnum tíðina, aðallega vegna þess að ég var ekki að skora jafn mikið á fyrri hluta ferilsins og þeim seinni. Þegar maður var ungur þá var mað- ur meira að spá í mörkin sem maður skoraði og tölfræðinni en það breyt- ist einhvern veginn þegar maður eldist og þá pælir maður minna í þessu.“ Stjörnuliðið 2014 varð bæði Ís- lands- og bikarmeistari og Harpa viðurkennir að það lið hafi verið eitt af þeim betri sem hún hafi spilað með. „Stjörnuliðið 2014 var rosalegt lið, það má alveg segja það. Margar stelpur sem spiluðu í því liði eru ennþá lykilmenn í landsliðinu og það segir kannski mikið um styrkleika liðsins. Þetta voru mestallt stelpur með alvöru Stjörnuhjarta og þannig lið ná oft ansi langt,“ bætti Harpa við í samtali við Morgunblaðið. Undankeppni EM há- punktur á landsliðsferli  Harpa Þorsteinsdóttir leggur fót- boltaskóna á hilluna  Erfitt að ætla að koma til baka eftir krossbandsslit Morgunblaðið/Eggert Markaskorari Harpa Þorsteinsdóttir skoraði 19 mörk fyrir íslenska lands- liðið, tíu þeirra í undankeppninni fyrir Evrópumótið 2017. Leikur Íslands og Rúmeníu í undan- úrslitum umspilsins fyrir EM karla 2020 í knattspyrnu á að fara fram á Laugardalsvellinum fimmtudaginn 4. júní, svo framarlega sem keppni verði komin af stað á nýjan leik. Liðið sem vinnur leikinn mætir annaðhvort Búlgaríu eða Ungverja- landi í úrslitaleik um sæti á EM fimm dögum síðar, þriðjudaginn 9. júní. UEFA hefur jafnframt til- kynnt að keppnin verði áfram kennd við árið 2020, enda þótt loka- keppninni hafi verið frestað til sumarsins 2021. Rúmenar eiga að koma 4. júní Morgunblaðið/Eggert EM 2020 Leikurinn við Rúmena á að fara fram eftir 75 daga. Tímabilinu hjá Halldóri Stefáni Haraldssyni og leikmönnum hans í norska B-deildarliðinu Volda er lokið vegna kórónuveirunnar. Norska handknattleikssambandið ákvað í gær að senda Rælingen upp í efstu deild, en ekki Volda, þrátt fyrir að Volda væri í þriðja sæti og Rælingen í fjórða sæti B-deildar kvenna. „Maður er í raun bara sjokkeraður. Það að liðið sem er svo í fjórða sæti B-deildarinnar skuli fara upp um deild er algjör- lega fáránlegt,“ sagði Halldór í við- tali sem birtist á mbl.is í gær. Maður er í raun bara sjokkeraður Ljósmynd/Volda Ósáttur Halldór Stefán Haraldsson er langt frá því að vera sáttur. Framkvæmd Ólympíuleikanna 2020 hefur valdið mér ákveðnu hugarangri undanfarna daga. Íþróttamenn keppast við að stíga fram og kalla eftir því að leik- unum verði frestað vegna kór- ónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina. Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, steig fram á dögunum og lýsti því yfir að ekki kæmi til greina að fresta leik- unum. Í gær birtist viðtal við fram- kvæmdastjóra ÍSÍ, Líneyju Rut Halldórsdóttur, í Morgunblaðinu sem undirritaður tók þar sem hún talaði um stór orð hjá forsætis- ráðherranum. Stór orð voru ekki það fyrsta sem mér datt persónu- lega í hug þegar ég sá fréttina, mér fannst þetta meira bara óá- byrg yfirlýsing hjá Japananum, sem virðist ekki vera í miklum takti við raunveruleikann þessa dagana. Það er ekki langt síðan ráðherra ólympíumála í Japan, Yoshitaka Sakurada, steig fram og sagði að það kæmi vel til greina að fresta leikunum fram á haustið. Japanir virðast hins vegar hafa tekið mikla u-beygju í málinu. Í fyrra- dag kom svo tilkynning frá Al- þjóðaólympíusambandinu um að allir ættu að halda sínu striki fyrir leikana og að stefnt væri að því að þeir myndu hefjast 24. júlí. Við lifum á skrítnum og for- dæmalausum tímum. Að tala um Ólympíuleikana eins og einhverja heilaga messuhátíð sem ekki megi raska er hin mesta þvæla. Útgöngubann ríkir víða í heim- inum og hvernig á fólk að undir- búa sig almennilega fyrir þessa leika þegar það kemst ekki út úr húsi? Hættið þesum vandræðalega leikþætti, það geisar heimsfar- aldur sem á eftir að ná hámarki, þannig að vinsamlegast frestið leikunum. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is ÍSÍ og UMFÍ til- kynntu í gær að allt skipulagt íþróttastarf hér á landi yrði lagt niður vegna út- breiðslu kór- ónuveirunnar. Óljóst er hve lengi bannið mun standa yfir. „Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og UMFÍ treysta því að öll íþrótta- hreyfingin muni fara að þessum afgerandi tilmælum og að allt íþróttastarf falli tímabundið nið- ur. Það er augljóslega ekki auð- velt fyrir íþróttahreyfinguna en við þessar aðstæður er mjög mik- ilvægt að þjóðin standi saman sem einn maður og að íþróttahreyf- ingin sýni fulla samstöðu og ábyrgð,“ segir í yfirlýsingu sam- bandanna í gær. „Við viljum jafnframt minna á mikilvægi þess að landsmenn haldi áfram að hreyfa sig þrátt fyrir að skipulagt íþróttastarf sé ekki til staðar. Þá er mikilvægt að félögin haldi áfram að þjónusta sína iðkendur með þeim hætti sem mögulegt er, með fjar- og heima- æfingu,“ segir sömuleiðis í yfir- lýsingu sambandanna. Íþróttastarf lagt niður ótímabundið Aníta Hinriksdóttir  Harpa er 33 ára gömul og hóf meistaraflokksferlinn með Stjörnunni 15 ára gömul árið 2002.  Harpa lék með Stjörnunni allan sinn feril fyrir utan þrjú ár í Breiðabliki, 2008 til 2010, og spilaði jafnframt með Charlton í ensku úrvalsdeildinni í tvo mánuði áður en tímabilið 2007 hófst.  Harpa er næstleikjahæsti leikmaður úrvalsdeildar kvenna frá upphafi með 252 leiki. Hún er þriðja leikjahæst hjá Stjörnunni með 205 leiki og lék 47 leiki í deildinni með Breiðabliki.  Harpa er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi með 181 mark. Hún er markahæst Stjörnukvenna með 158 mörk og skoraði 23 mörk fyrir Breiðablik.  Harpa varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Stjörnunni og þrisvar bikarmeistari á árunum 2011 til 2016.  Harpa lék 67 A-landsleiki frá 2006 til 2018 og var með landsliðinu í loka- keppni EM 2013 og 2017. Hún skoraði 19 mörk og er sjöunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Harpa Þorsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.