Morgunblaðið - 21.03.2020, Síða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020
VIÐ LEITUM AÐ
LISTAVERKUM
Áhugasamir geta haft samband í
síma 551-0400
ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tónskáldið Atli Örvarsson er alltaf
með mörg járn í eldinum og þessa
dagana er hann að ljúka við tónlist
við gamanmyndina Eurovision sem
Netflix tekur til sýninga síðar á
árinu. Gamanleikarinn Will Ferrell
er aðalmaðurinn á bak við þá mynd,
átti hugmyndina að henni og skrif-
aði handrit hennar með Andrew
nokkrum Steele, er einn framleið-
enda hennar og leikur auk þess í
myndinni eina af aðalpersónunum,
náunga að nafni Lars Erickssong.
Aðrir helstu leikarar eru Rachel
McAdams sem leikur Sigrit Eiricks-
dottir og Pierce Brosnan sem leikur
Erick Erickssong en einnig leika í
myndinni söngkonan Demi Lovato
og íslensku leikararnir Ólafur Darri
Ólafsson, Björn Hlynur Haraldsson,
Nína Dögg Filippusdóttir og Jó-
hannes Haukur Jóhannesson.
Eins og fjallað hefur verið um í
íslenskum fjölmiðlum segir í mynd-
inni af íslenskum þátttakendum í
Eurovision-söngvakeppninni sem
Ferrell og McAdams leika og var
kvikmyndin tekin upp að stórum
hluta á Húsavík í október í fyrra.
SinfoniaNord leikur m.a. tónlist
Atla við kvikmyndina og hafa upp-
tökur farið fram í Menningarhúsinu
Hofi á Akureyri en Atli býr og
starfar í bænum.
Upptökur á tónlist Atla voru um
það bil að hefjast þegar viðtalið fór
fram í síðustu viku en Atli sagðist
enn vera að semja þó komið væri að
þeim. Var þá ekki búið að aflýsa
Eurovision-söngvakeppninni. Flutn-
ingur er bæði í höndum SinfoNord
og stakra hljóðfæraleikara og man-
dólín, gítar og píanó eru meðal
hljóðfæra sem koma við sögu. Því er
ekki aðeins sinfóstemning heldur
líka hljómsveitarstemning í tónlist-
inni, að sögn Atla.
Hægri höndin vestur
Atli er spurður að því hvort kór-
ónuveiran og bann við flugi frá Evr-
ópulöndum til Bandaríkjanna hafi
haft áhrif á hans störf en Atli er tíð-
ur gestur í Los Angeles. „Ég var að
fljúga frá Bandaríkjunum bara í
fyrradag,“ segir Atli og að flug-
bannið setji helst það strik í reikn-
inginn að einn af samverkamönnum
hans hafi verið sendur frá Íslandi til
Bandaríkjanna degi fyrir flugbann.
Fyrir vikið segist Atli þurfa að
vanda sig meira við skipulagningu
en ella þar sem fyrrnefndur sam-
starfsmaður hafi verið hans hægri
hönd í því að halda utan um hvað
eigi eftir að taka upp, hvað sé búið
að taka upp og fleira þess háttar.
„En kórónuvírusinn hefur ekki
ennþá áhrif á fjarskipti og inter-
netið þannig að þetta ætti að vera í
lagi,“ bætir Atli við.
Líkaði tónlist Atla
Við snúum okkur að Eurovision
og Atli er spurður að því hvort ná-
lægð hans við tökustað myndarinn-
ar, Húsavík, hafi eitthvað haft um
það að segja að hann honum var
boðið þetta verkefni. „Nei, ég var
nú í Los Angeles þegar ég fékk
þetta verkefni,“ svarar hann. En
veit hann þá hvers vegna hann fékk
verkefnið? „Já … kannski hjálpaðist
ýmislegt að, að hluta til kom mitt
nafn upp af því ég er frá Íslandi og
leikstjórinn heyrði tónlist sem ég
gerði fyrir kvikmyndina The Edge
of Seventeen og fannst músíkin í
henni passa inn í það sem hann sá
fyrir sér,“ svarar Atli. Tónlistin í
þeirri mynd hafi verið í anda þess
sem hann var að leita að.
–Hverju var leikstjórinn að leita
að?
„Það var aðallega ákveðið píanó-
sánd sem hann heillaðist af og ein-
hvers konar tónn í músíkinni sem
honum fannst að myndi passa við
húmorinn í myndinni. Líka einhvers
konar hreinskilni og heiðarleiki sem
honum fannst skína í gegnum tón-
listina í The Edge of Seventeen,“
svarar Atli. Sú kvikmynd hafi verið
dramatísk gamanmynd um unglinga
og kvíða.
Alvarlegt og hrikalega fyndið
„Eins og svo oft er með gaman-
myndir – og þá jafnvel þessa Euro-
vision-mynd – er rétta leiðin að
gera mjög alvarlega mynd um fólk
sem er að gera mjög fyndna hluti.
Sú er kannski nálgunin í báðum
þessum myndum,“ útskýrir Atli.
Eurovision sé hreinræktuð gaman-
mynd og farin sú leið að segja al-
varlega frá keppninni frjá sjónar-
horni sögupersóna. „Þegar allt
kemur til alls er þetta bara ástar-
saga en kannski sú kvikmynd sem
kemst næst því að vera hreinrækt-
uð grínmynd af þeim sem ég hef
samið við.“
–Máttu eitthvað segja frá mynd-
inni?
„Ekki í smáatriðum og það er
heillavænlegast að þegja yfir því
hvað gerist,“ segir Atli kíminn. En
má þó spyrja að því hvort myndin
sé fyndin? „Mér finnst hún spreng-
hlægileg,“ svarar Atli.
–Er hætt við því að einhverjir Ís-
lendingar móðgist yfir þessu Íslend-
ingagríni Ferrell?
„Kannski móðgast einhverjir en
ég held að þeir sem hafi einhvern
húmor muni bara hafa gaman af
þessu.“
–Þú hefur ekki hlustað á ABBA
til að koma þér í rétta gírinn?
„Nei, ég þurfti þess ekki því
ABBA er í myndinni,“ segir Atli og
hlær við. Til áréttingar er ABBA-
söngsveitin sjálf ekki í myndinni
heldur gamlar upptökur af henni að
keppa í Eurovision í Brighton árið
1974.
Gullnáma fyrir grínista
Ferrell er kvæntur sænskri leik-
konu, Vivecu Paulin, og mun áhugi
hans á Eurovision hafa komið þaðan
enda Svíar gríðarlegir áhugamenn
um Eurovision. „Ég giska á að hann
hafi séð hvers konar gullnáma fyrir
húmorista þetta gæti orðið og feng-
ið þessa hugmynd að gera þessa
mynd,“ segir Atli.
Sem fyrr sagði var ekki búið að
slá Eurovision að þegar viðtalið fór
fram og sagðist hann telja að frum-
sýna ætti myndina um svipað leyti
og keppnin yrði haldin. Nú verður
því miður engin Eurovision og eng-
in leið að vita hvernig Daða Frey og
Gagnamagninu hefði gengið í
Rotterdam. En það er eftir sem áð-
ur nóg að gera hjá tónskáldinu Atla
Örvarssyni og frekari fróðleik um
hann og fyrri verkefni hans má sjá
á vefsíðu með eftirfarandi vefslóð:
atliorvarsson.com.
„Mér finnst hún sprenghlægileg“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Spaugilegt „Þetta er alvarlegt mál fyrir þeim en okkur finnst það sem er
að gerast auðvitað hrikalega fyndið,“ segir Atli um Eurovision.
dsdsdsdsdsdsd
Grínisti Will Ferrell er með fremstu og vinsælustu gamanleikurum Banda-
ríkjanna og auk þess er hann mikilvirkur framleiðandi. Eurovision mun
hann hafa kynnst í gegnum sænska eiginkonu sína, Vivecu Paulin.
Rachel
McAdams
Pierce
Brosnan
Ólafur Darri
Ólafsson
Atli Örvarsson leggur lokahönd á tónlist við gamanmynd Will Ferrell um Eurovision Alvarleg
nálgun á bráðfyndið efni, segir Atli um kvikmyndina sem fjallar um íslenska keppendur í Eurovision
Björn Hlynur
Haraldsson
Jóhannes Haukur
Jóhannesson
Nína Dögg
Filippusdóttir
Peter Gelb, stjórnandi Metropolit-
an óperunnar í New York, hefur
sagt upp öllum starfsmönnum
hljómsveitar hússins og kór frá og
með 12. mars síðastliðnum. Fá
starfsmennirnir greidd laun út
mánuðinn, að því er fram kemur á
menningarfréttasíðunni Slipped
Disc en engin tilkynning um þetta
hafði borist í gær þegar fréttin var
skrifuð. Starfsmennirnir munu þó
halda sjúkratryggingum sínum og
tryggingum fyrir hljóðfæri.
Er þetta í fyrsta sinn sem beitt
er ákvæði í ráðningarsamningum
um óviðráðanlegar aðstæður,
„force majeure“ eins og þær eru
nefndar, sem kórónuveirufarald-
urinn flokkast vissulega undir.
Slíkt ákvæði hefur verið í ráðning-
arsamningum Metropolitan allt frá
sjöunda áratugnum og hefur aldrei
verið beitt áður, að því er fram
kemur í frétt vefsíðunnar fyrr-
nefndu.
Hljómsveit og kór Metropolitan sagt upp
AFP
Neyðarúrræði Uppsagnir hljóðfæraleik-
ara og söngvara við Metropolitan-óperuna
í New York eru með vísan til óviðráðan-
legra aðstæðna, force majeure, þ.e.
kórónuveirufaraldursins sem nú geisar.