Morgunblaðið - 21.03.2020, Side 48

Morgunblaðið - 21.03.2020, Side 48
Astaxanthin frá Algalíf er 100% náttúrulegt hágæða bætiefni, framleitt á sjálfbæran hátt við kjöraðstæður sem tryggja að innhaldið skili sér til neytenda. Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir, Costco og flestum stórmörkuðum. ■ Rannsóknir sýna að Astaxanthin er allt að 6000 sinnum sterkara andoxunarefni en C vítamín. ■ Náttúrulegasta og hreinasta uppspretta astaxanthins finnst í smáþörungum sem kallast Haematococcus pluvialis, en þeir framleiða þetta sem varnarefni gegn erfiðum aðstæðum í umhverfinu? Styrktu ónæmiskerfið með Astaxanthin!* * Park JS et al. Nutr Metab. 2010;7:18. Astaxanthin Eitt öflugasta andoxunarefni náttúrunnar Menningarhátíðum víða um lönd hefur verið frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og hafa skipuleggjendur kvikmyndahátíðarinnar í Cannes nú sent frá sér tilkynningu þess efnis að hátíðin verði ekki haldin 12.-23. maí eins og til stóð. Mögulega verði hún haldin í lok júní og fram í byrjun júlí en hafa verði samráð við frönsk yfirvöld og borgarstjórnina í Cannes hvað það varðar sem og aðra sem koma að skipulagi há- tíðarinnar. Kvikmyndahátíðinni í Cannes frestað vegna kórónuveiru LAUGARDAGUR 21. MARS 81. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Eftir að ég sleit krossbandið 2018 fór ég að skoða málin betur og ég var í raun aldrei ákveðin hvort ég ætlaði mér að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn. Það er ekkert grín að koma til baka eftir svona meiðsli,“ segir Harpa Þorsteins- dóttir, ein fremsta knattspyrnukona landsins um árabil, sem nú hefur ákveðið að leggja fótboltaskóna á hilluna. Hún er ein sú leikja- og markahæsta í sögu íslenskrar knattspyrnu. »41 Ekkert grín að koma til baka ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Við stöndum mjög vel og erum í há- marki hamingjunnar í augnablikinu,“ segir Aðalsteinn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Bindindissamtakanna IOGT á Íslandi. „Við erum á góðum stað í góðu húsi í hæstu hæðum á Vatnsendahæðinni, byggjum á traustum grunni, erum mjög framar- lega í forvarnarmálum og í sífelldri endurnýjun.“ Starfsemin er í raun tvíþætt. Annars vegar er félagsstarfið, þar sem boðið er upp á dagskrá í hverri viku, og síðan forvarnarstarfið á opin- berum vettvangi, sem er í höndum framkvæmdastjórnar og felst meðal annars í því að senda inn umsagnir vegna til dæmis frumvarpa um breyt- ingar á áfengislöggjöfinni. Samkomubannið vegna kórónu- veirunnar hefur haft áhrif á starfsem- ina, eins og á aðra félagastarfsemi, og til dæmis varð að aflýsa fyrirhuguðu gömludansakvöldi í gærkvöldi auk þess sem annað félagsstarf og nám- skeið liggja niðri þar til annað verður ákveðið. „Við höldum samt áfram að gera okkur glaðan dag í vímulausu umhverfi,“ segir Aðalsteinn. „Það hefur mikil áhrif að geta ekki hist, en við færum okkur meira inn á netið og höldum sambandinu þar gangandi auk þess sem við erum í talsam- bandi.“ Vilja skapa betra samfélag Góðtemplarareglan var stofnuð 1884 og lét til sín taka í áratugi. Beitti sér meðal annars fyrir því að aðflutningsbann var sett á áfengi. Það tók gildi 1915 og var end- anlega aflétt 20 árum síð- ar. Árið 2000 var gerð sú skipulagsbreyting að nafninu var breytt í frjálsu félagasamtökin IOGT á Íslandi í sam- ræmi við slíkar breyt- ingar erlendis. „Templarahugtakið var neikvætt í áratugi – hver kannast ekki við að hafa heyrt talað um fana- tísku templarana – og menn vildu færa sig frá því,“ útskýrir Aðalsteinn. „Margir sem vinna að góðum málum verða fyrir fordómum og við höfum fengið að finna fyrir því.“ Aðalsteinn áréttar að IOGT standi fyrir góð gildi og eina skilyrðið fyrir aðild að samtökunum sé að neyta hvorki áfengis né annarra vímuefna. „Við viljum skapa betra samfélag og stysta skrefið, sem hægt er að taka til að auka vellíðan, er að draga úr áfengisneyslu, því hún hefur svo gríð- arleg áhrif á samfélagið í heild, bæði á einstaklingana og samfélagið.“ Hann segir að til að ná markmiðinu séu reglulega haldnir fundir til að op- inbera lífsstílinn og hvetja til heilbrigðra lífshátta. Í því sambandi má nefna að í vor býður IOGT upp á sjálfstyrkingarnámskeið fyrir 12 til 14 ára börn í þeim tilgangi að aðstoða þau á erfiðum og vanda- sömum tíma unglings- áranna. Aðalsteinn bendir líka á að IOGT vinni mikið með öðrum forvarnarsamtökum, eins og til dæmis Saman-hópnum, sem hvetji fjölskyldur til að vera saman á tímamótum, og Náum áttum- hópnum, sem vinni að því að bæta að- stöðu barna. „Dans hefur alltaf verið mikilvægur hluti í félagsstarfi okkar, því þeir sem hafa áhuga á dansi eru almennt ekki í mikilli vímu eða áfeng- isneyslu.“ Hreyfing Dansæfingar eru reglulega en nú dansa félagar saman á netinu vegna samkomubannsins. Gera sér glaðan dag í vímulausu umhverfi  Félagar Bindindissamtakanna IOGT á Íslandi „hittast“ á netinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.