Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020
Heilsaðu upp á Maríu á blarapril.is
Hún er einhverf og hefur frá ýmsu að segja
Það er bara best að kynnast
mér til að skilja mig betur
Muriel er ein af kon-
unum sem ég hitti oft á
göngum mínum um
hverfið. Hún er ótrú-
lega spræk lítil kerl-
ing, nýlega orðin 93
ára gömul. Hún sagð-
ist hafa hlaupið og
skokkað á hverjum
degi í mörg ár en hætt
því þegar hún varð ní-
ræð. Nú lætur hún sér
nægja að rölta bara með hundinn
sinn. Skrokkurinn virðist í fínu
standi hjá henni en því miður er ekki
hægt að segja það sama um heilann.
Muriel er sem sagt orðin dálítið
rugluð. Þegar hún fann út að ég væri
ættaður ofan af Íslandi sagðist hún
hafa verið gift manni þaðan og hefði
búið þar í mörg ár. „Við bjuggum í
græna húsinu skammt frá járn-
brautarstöðinni,“ sagði hún. Þegar
ég sagði að það væru engar járn-
brautarstöðvar á Íslandi svaraði
hún: „Æi, kannski var það á Ír-
landi.“
Sem eðlilegt er herja alls kyns
öldrunarsjúkdómar á gamalmennin
hér sem og annars staðar. Þegar þau
hittast á förnum vegi er heilsufarið
helsta umræðuefnið. Næsta ná-
grannakona mín, Ellen, sem hér býr
ásamt manni sínum, telur eina fjóra
meiriháttar sjúkdóma blunda í lík-
ama sínum og gjósa þeir upp öðru
hvoru, einn og einn í einu. Þegar það
gerist endar hún oft í sjúkrabílnum
og uppi á spítala. Þar að auki er hún
fræg því hún er með nýja lifur.
Hennar eigin hafði farið í hálfgerða
kæfu. Ellen flettir gjarnan upp
skyrtunni til að sýna gestum og
gangandi örið eftir uppskurðinn.
Sem betur fer hefir mér verið hlíft
við þeirri sýn.
Bæði ég og nágranninn kaupum
dagblaðið. Eldsnemma hvern morg-
un kemur blaðberinn akandi og
fleygir blaðinu í plastpoka upp að
bílskúrshurðunum. Venjulega tekur
maður Ellenar upp þeirra blað en
einn morgun hafði hún augsýnilega
vaknað á undan honum og ákveðið
að ná í það sjálf. Þegar ég fór að ná í
mitt eintak sá ég hvar Ellen lá eins
og skata á malbikinu. Hún sagðist
hafa beygt sig niður til að taka upp
blaðið, sortnað fyrir
augum og dottið kylli-
flöt.
Hófst ég nú handa
við að reisa nágranna-
konuna upp. Ég man
ekki hvort ég hef greint
frá því að Ellen er all-
miklu meira en í með-
alholdum. Gerði ég í
fyrstu nokkrar tilraunir
sem ekki báru árangur.
Mér tókst að lyfta henni
upp smávegis en svo lak hún bara
niður aftur. Mest var ég hræddur
um að detta ofan á hana. Það hefði
ekki litið vel út, sér í lagi ef maður
hennar hefði vaknað við skarkalann
og komið að okkur. En svo beitti ég
öllum mínum krafti, studdi annarri
hendinni við bílskúrshurðina og
tókst loks að reisa konuna við og
hjálpa henni að staulast aftur inn.
Við, karlarnir í hverfinu, hittumst
í morgunmat á vertshúsi einu sinni í
mánuði. Mest mæta 7-8 hræður
enda ekki margir karlkyns í sam-
félaginu. Við ræðum um alla heima
og geima en fylgjum eftir heilræðinu
um það sem ekki má minnast á þeg-
ar þú ert í hópi Ameríkana sem þú
þekkir ekki allt of vel: Aldrei að tala
um stjórnmál, trúmál og kynferð-
ismál.
Til þess að gefa ykkur til kynna
gæði og dýpt umræðnanna skal ég
nefna aðalmálið sem rætt var síðast.
Það var hæð salernisskála. Segja má
að hér hafi verið teflt á tæpasta vað;
salerni er jú allnærri kynferðismál-
unum en sleppa samt fyrir horn.
Undanfarin ár hafa verið uppi
straumar hér í henni Ameríku þar
sem ýmsir hópar í samfélaginu hafa
barist fyrir því að salernisskálar
væru hækkaðar úr 35 sentímetrum,
sem hefur verið algengast, og upp í
að minnsta kosti 45 sentímetra. Íbú-
ar hins vestræna heims halda áfram
að þyngjast og hefir mörgum þeirra
stundum reynst erfitt að standa upp
af lágu skálunum. Sumar húsmæður
hafa einnig kvartað yfir því að mak-
ar þeirra hitti ekki alltaf þegar þeir
skvetta úr skinnsokknum. Þeim ætti
að ganga betur með 45 sentímetra
skálarnar.
Það væri eflaust gagnlegt fyrir ís-
lenskt þjóðfélag ef þessu áríðandi
vandamáli væri gaumur gefinn. Ég
hefi veitt því eftirtekt að ýmis þjóð-
þrifamál hafa verið tekin fyrir í há-
skólum landsins og unga mennta-
fólkið hefir krufið þau til mergjar og
varið um þau doktorsritgerðir. Sal-
ernisskálamálið er vissulega það
mikilvægt að það eigi skilið slíka
meðferð.
Georg, sem er einn þátttakend-
anna í morgunverðarklúbbnum, er
giftur Gloriu, ágætis konu, sem ég
kannast vel við. Ég passa mig yfir-
leitt vel á því að minnast sem allra
minnst á líkamseinkenni fólks, sér í
lagi kvenfólks. En til að útskýra mál
mitt verð ég að upplýsa að Gloria er
allskutmikil. Fyrir þá sem ekki
skilja skipasamlíkinguna verð ég að
segja beint út að hún er allmikil um
sig að aftan. Georg tjáði okkur, til að
tíunda hve áríðandi það væri að
hækka salernisskálarnar, að þau
hefðu verið á ferðalagi fyrir nokkr-
um vikum og gist á hóteli. Hefði
hann vaknað um miðja nótt við hróp
og köll í Gloriu. Hún hefði farið á sal-
ernið, sem reyndist vera af lágu
gerðinni, og gat ekki staðið upp!
Eftir Þóri S.
Gröndal
Þórir S. Gröndal
»Hún flettir gjarnan
upp skyrtunni til að
sýna gestum og gang-
andi örið eftir upp-
skurðinn. Sem betur fer
hefir mér verið hlíft við
þeirri sýn.
Höfundur er fyrrverandi fisksali
og ræðismaður í Flórída.
floice9@aol.com
Hæðin skiptir máli
Ég var að ljúka við
lestur bókarinnar um
síldarárin. Þetta er að
flestu leyti merkilegt
heimildarrit en í seinni
hluta bókarinnar sem
fjallar um tímabilið eft-
ir að vélvæðing tók yfir-
höndina virðast mynda-
textar höfundar bera
vott um yfirgripsmikla
vanþekkingu á vinnu-
brögðum, orðfæri og
því sem fram fór um borð í skipum,
einnig nokkra óvandvirkni í meðferð
á staðreyndum. Hér eru nokkur
dæmi:
Bls. 595: Myndir sem sænskir síld-
arkaupmenn eru sagðir hafa tekið á
handfæraveiðum en eru greinilega
teknar um borð í stóru línuveiðiskipi.
Myndatextar:
1. Þorskur dreginn um borð. Þarna
er rúllumaður að gogga þorsk sem
kemur upp á línunni.
2. Fiskurinn húkkaður. – Þorskur
goggaður.
3. Keflið sem færið rennur á. – Lín-
an liggur frá rúllunni inn á spil.
4. Séð ofan í lest. – Þetta eru ekki
aðstæður um borð í handfærabát.
5. Stórlúða berst um á færinu. –
Rúllumaður goggar skötu.
Bls. 633: Mynd af nótabátum við
skipshlið, verið að ganga frá eftir háf-
un. Texti: Tveir nótabátar við skips-
hlið og mannaðar davíður í skut á
báðum. – Snurpulínudavíðurnar eru í
stefni, ekki í skut, mennirnir eru ekki
að manna davíðurnar, þeir eru að
ganga frá festingum milli bátanna.
Bls. 640: Mynd frá strönduðum
togara. Texti: Tveir menn standa í
ganginum og að baki þeim er nótin. –
Þarna er troll o.fl. en ekki nót.
Bls. 648: Síld háfuð. Í texta: Nótin
er á milli bátanna en búið er að inn-
byrða hluta í skipið en hluta í bátana.
Gilsvír í sjó. – Þarna eru menn að
þurrka upp kastið og háfa. Hluti nót-
arinnar var aldrei tekinn um borð í
skipið, korkateinninn á pokanum á
miðju nótar var bundinn upp á síðuna
og síldin þurrkuð upp með því að
draga nótina inn í bátana. Vírinn ligg-
ur í háfinn sem er á kafi í nótinni.
Bls. 748: Án texta. Myndin er tekin
á söltunarplani HB & co. á Akranesi.
Á einum stað í bókinni er minnst á
niðursuðuverksmiðju HB og verk-
smiðjustjórinn sagður Ingimundur
Sigurðsson. Ingimundur var Steins-
son.
Bls. 762: Verið að þurrka upp kast
og háfa. Úr texta: Horft niður á þilfar
bakborðsmegin. Nótin milli bátanna
er komin að hluta um borð. - Þarna er
horft niður á þilfar stjórnborðsmegin
en alltaf var háfað þeim megin. Sama
og áður; nótin var aldrei tekin upp í
skipið að neinu leyti.
Bls. 789: Úr texta: Stúlka beitir
línu ofan í tunnu. – Lína var beitt í
bala, bjóð eða stamp, aldrei í tunnu.
Bls. 880: Úr texta: Við bryggju
tveir nótabátar með nót
og sjómenn að greiða
úr. – Menn greiddu úr
þorskanetum en ekki
nót. Þarna eru menn að
„yfirhala“, draga nótina
fram og aftur milli
bátanna. Þetta þurfti að
gera öðru hverju til
þess að ekki hitnaði í
nótinni.
Bls. 900: Sagt frá inn-
flutningi Óskars Hall-
dórssonar á innrás-
arkerum eftir stríð.
Átta ker, þau stærstu 60 m löng, sögð
hafa farið til Akraness. Hið rétta er
að til Akraness komu fjögur ker um
1947 og eitt til viðbótar þegar
bryggja sementsverksmiðjunnar var
gerð um tíu árum seinna. Þau voru öll
62 metra löng.
Bls. 909: Úr texta: Nót komið af
bílpalli í bát. – Mennirnir eru að
draga nótina úr bátnum upp á bíl.
Bls. 915: Úr texta: Menn við neta-
bætingu. – Mennirnir eru að fella
síldarnót (sauma netið við korkatein-
inn).
Bls. 940: Jakob Jakobsson fiski-
fræðingur er lengst til hægri þegar
horft er á myndina.
Bls. 972: Höfrungur II. kemur til
Akraness. Aðalvél var 330 hö., ekki
830. Ég hefði gjarnan þegið 500 hö.
aukalega þegar ég var skipstjóri á
honum 1964-8.
Bls. 1003: Elliði ferst. Elliði er
sagður í eigu Tryggva Ófeigssonar en
Bæjarútgerð Siglufjarðar átti skipið.
Hins vegar átti Tryggvi Júpiter sem
bjargaði áhöfninni.
Bls. 1027: Hafrún kemur til
Reykjavíkur, hásetarnir sagðir 13.
Sex hásetar voru á skipum af þessari
stærð.
Bls. 1055: Myndin sögð af mönnum
í lúkar á Sigurði Bjarnasyni. Myndin
er tekin í borðsal skipsins.
Bls. 1070: Frá sjósetningu Eld-
borgar. Hún er sögð „í eigu þeirra
Sverris og Gunnars Sverrissona og
Þórðar Helgasonar“. Eigendur voru
bræðurnir Gunnar, Sverrir og Þórður
Hermannssynir.
Þetta skemmir bókina verulega og
mikil finnst mér vera yfirsjón höf-
undar að fá ekki vanan sjómann, t.d.
gamlan síldarskipstjóra, til þess að
fara yfir myndatextana. Einnig hefði
mátt fara vandlegar yfir heimildir.
Síldarárin
Eftir Þorvald
Guðmundsson
» Virðast myndatext-
ar höfundar bera
vott um yfirgripsmikla
vanþekkingu á vinnu-
brögðum, orðfæri og
því sem fram fór um
borð í skipum.
Þorvaldur
Guðmundsson
Höfundur var skipstjóri á síldveiðum
1961-68, ráðgjafi hjá FAO ’68-’74,
skipstjóri á Akraborg 1974-98, síðan
hafnsögumaður á Akranesi og yf-
irhafnsögumaður Faxaflóahafna.
Viðskipti
Það þótti matur í því í gamla daga að
ferðast með Drottningunni eða Gull-
fossi til útlanda og vera sigldur. Svo
færðust flugferðir í vöxt en voru
ekki endilega ódýrar. Þá voru menn
líka þeim mun drýgri með sig í
ferðalaginu og fengu staup af ko-
níaki með flugvélakaffinu um borð í
Loftleiðavélunum.
Ennþá fínna var að frétta af fólki
sem ferðaðist um heiminn með
skemmtiferðaskipum. Það voru þeir
ríku og frægu og fóru jafnvel að
koma við á Íslandi. Stuttu seinna
sagði einn aðalminjagripasalinn að
þetta fólk keypti ekkert. Eldra fólki
væri smalað saman í svokallaðar
„kaffiferðir“, sem lengi hafa tíðkast í
Þýskalandi, en þetta fólk hefði lítið
milli handanna til að negúsera með í
öðrum löndum. Þá hefur verið
kreppa í gangi og nú er aðsteðjandi
kreppa. En eftir fréttum að dæma er
aðeins búið að afturkalla 10% af boð-
uðum skipakomum í sumar.
Yfirvöld ættu að sjá sóma sinn í að
banna allar komur skemmti-
ferðaskipa þetta árið. Láta sér mis-
tök og klúður Ástrala að kenningu
verða.
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Nýir váboðar
Morgunblaðið/Ófeigur
Ferðamenn „Yfirvöld ættu að sjá
sóma sinn í að banna allar komur
skemmtiferðaskipa þetta árið.“