Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020 Halldór Baldursson teiknari mæl- ir með listaverkum sem hægt er að njóta heima í samkomubanni. „Hann var tómlegur Skóla- vörðustígurinn þegar ég vatt mér ásamt dóttur minni inn í bókabúð- ina um daginn. Léttur heims- endablær yfir öllu sem hefur greinileg áhrif á listneyslu mína þessa dagana. Hún valdi sér einhyrningadót en ég datt inn í sjálfshjálparbók með titilinn The subtle art of not giving a fuck eft- ir Mark Manson. Það er, þrátt fyr- ir titilinn, ábyrgur tónn æðruleys- is og væntingastjórnunar sem ég kann vel við í bókinni þegar allt virðist á hverfanda hveli. Heimsendastemningin lá líka í loftinu í lok kalda stríðsins þegar Alan Moore og Dave Gibbons sköpuðu myndasöguna Watchmen. Ég tók hana aftur fram um daginn eftir að hafa horft á frábæra sjón- varpsþætti sem gerast í framhaldi af bókinni. Í bókinni segir frá því þegar klárasti maður í heimi sam- einar jarðarbúa gegn sameigin- legum óvini, teleporteraðum risa- kolkrabba sem hann fær fólk til að halda að sé innrás úr annari vídd, og bjargar þannig mannkyninu frá yfirvofandi kjarnorkustyjöld. Maður veltir fyrir sér hvort bar- átta mannkynsins við COVID-19- veiruna sameini eða sundri. Mér þykja vera vísbendingar um hið síðara með lokun landamæra og vaxandi þjóðernishyggju. Við vinnu mína hlusta ég mikið á tónlist og ætla að mæla með Drift Ser- ies 1, nýjustu af- urð rafdúettsins Underworld. Það er fram- leiðslukonsept á bak við verkið. Þeir smíðuðu eitt lag á viku á síð- asta ári og útkoman varð um sex tíma langt diskasett. Sérlega seið- andi og góð smíð. Hafandi teiknað mynd á dag síðustu nokkur þúsund daga get ég ekki neitað því að hugmyndin um list sem framleiðslu heillar mig. Á Spotify má líka hlusta á hlaðvörp. Ég hlustaði nýlega á The Clash podcast. Chuck D úr Public Enemy leiðir okkur þar á fróðlegan og skemmtilegan hátt í gegnum sögu þessarar frábæru sveitar. Löðrandi af dramatík. Dallas-þættirnir blikna í sam- anburði.“ Mælt með í samkomubanni Watchmen Frábærir framhaldsþættir og framhald myndasögu þeirra Alans Moores og Daves Gibbons sem hefur verið kvikmynduð. Æðruleysi og væntingastjórnun Örvandi Platan Drift Series 1. Halldór Baldursson PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is LÁTtU ÞÉR LÍðA VeL Íbúar þessa svæðis voru eins ogjörðin. Undir rólegu yfirborð-inu, á bak við brosin og löngubjartsýnisræðurnar, voru myrkir kraftar, neðanjarðar, sem unnu sleitulaust og kyntu undir of- beldisverkum sem komu alltaf aftur og aftur eins og illir vindar: 1965, 1972, 1988. Þungbúin vofa kom óboðin með reglulegu millibili til að minna mennina á að friður er ekkert nema stundarhlé á milli tveggja stríða. Þetta eitraða hraun, þessi þykki blóðstraumur var aftur reiðubúinn að koma upp á yfir- borðið. (123) Litla land, frumraun tónlistar- mannsins Gaël Faye á sviði skáldsagnaritunar, sló í gegn þegar hún kom út í Frakklandi fyrir fjórum ár- um. hefur selst í yfir 800 þúsund eintökum, verið þýdd á 30 tungumál og kvik- mynd verið gerð eftir henni. Og það kemur ekki á óvart. Í sögunni er fjallað á áhrifa- ríkan hátt um hroðalega og raunverulega atburði sem áttu sér stað í afrísku grannríkj- unum Rúanda og Búrúndi fyrir rúm- um aldarfjórðungi, atburði sem voru ekki einstakir því eins og sögumaður bendir á í tilvitnunni hér að framan þá hafði friðurinn sem áður ríkti á þessu fallega og frjósama svæði að- eins verið stundarhlé á átökum milli Hútúa og Tútsa, átökum sem breytt- ust í þjóðarmorð í Rúanda eins og sagan greinir frá með átakanlegum hætti. Höfundurinn byggir söguna á eig- in lífi að einhverju leyti. Rétt eins og sögumaðurinn Gabríel, sem er tíu ára gamall þegar frásögnin hefst, þá ólst Faye upp í öryggi og við áhyggjuleysi í úthverfi borgarinnar Bújúmbúra í Búrúndí. Feður beggja franskir og mæðurnar Tútsar sem höfðu ásamt fjölskyldum sín- um komið yfir til Búrúndí sem flóttamenn stríðsátaka í Rúanda. En sakleysið entist ekki lengi og grimmdin og miskunnarleysið braust upp á yfirborðið. Þetta er hefðbundin en vel skrifuð og byggð þroskasaga þar sem lesandinn kynnist heiminum með augum sögu- mannsins. Við kynnumst heimilisaðstæðum, ólíkum foreldr- unum, vinnufólkinu sem hefur einnig ólíkan bakgrunn, og vinahópnum í stuttu götunni, strákum sem eru ýmist kynblendingar eins og Gabríel og eiga þá móður sem er Tútsi, eða eru börn Tútsa sem búa við öryggi ágætra efna. Stígandinn er framan af hægur, þar sem við lesum um leiki og allrahanda uppátæki piltanna, en lesandinn finnur sífellt betur fyrir nálægri ógninni. Ógninni sem er mögnuð upp af óttanum við „hina“, þá sem eru öðruvísi, eins og Gabríel áttar sig sífellt betur á; þeir vinirnir urðu að „hætta að treysta öðrum, sjá þá sem ógn og búa til þessi ósýnilegu landamæri að umheiminum með því að gera hverfið okkar að virki og botnlangann að afgirtu svæði.“ (89) Það er sama hvað Gabriel reynir að taka ekki afstöðu, að vera ekki í liði, hann kemst ekki upp með það. Móðurbræður hans halda til Rúanda að taka þátt í eilífu stríðinu þar, vinnufólkið er af ólíkum uppruna og berst, og vinirnir taka líka afstöðu. Eins og segir: „Maður fæðist inn í hóp og tilheyrir honum til eilífð- arnóns. Hútúi eða Tútsi. Maður er annaðhvort annar eða hinn. Fram- hlið eða bakhlið.“ (142) Skriðþungi frásagnarinnar eykst sífellt og grimmdin eftir því, grimmdin sem sundrar fjölskyldum og eyðir lífum í löndum sem gætu úr lofti séð verið fyrirmyndin að para- dís – og leysist heimurinn að lokum upp í enn einu stríðinu, hroðalegum fjöldamorðum. Sögumaður á sér undankomuleið þar sem hann er hálffranskur, rétt eins og höfund- urinn á sínum tíma, og skildu báðir hroðalegan veruleikann að baki en líka ættingja, margræðar tilfinn- ingar og sögur. Þetta er fyrsta útgefna bókmenntaþýðing Rannveigar Sig- urgeirsdóttur og afar vel leyst, málið á henni er lipurt og rennur vel. Þá ritar Maríanna Clara Lúthersdóttir stuttan en upplýsandi eftirmála um höfundinn og ástandið í Rúanda og Búrúndi, eftirmála sem er góð við- bót þegar lesendur hafa lokið sög- unni, eflaust margir miður sín yfir hryllingnum og miskunnarleysinu sem Faye lýsir svo vel. Eftir lest- urinn lagðist rýnir í að skoða gamlar frétta- og heimildamyndir sem og í lestur á skýrslum um það sem gerð- ist í Rúanda árið 1994, um allan þann hrylling sem umheimurinn gerði ekkert í að stöðva svo hátt í milljón manna var myrt. En galdur góðs skáldskapar getur fært okkur enn nær fólkinu en tölurnar einar; meðal annars þess vegna er uplýsandi og í raun mikilvægt að lesa þessa athyglisverðu og vel skrifuðu sögu. Gaël Faye „Í sögunni er fjallað á áhrifaríkan hátt um hroðalega og raunverulega atburði.“ Hryllingurinn með augum barnsins Skáldsaga Litla land bbbbm Eftir Gaël Faye. Rannveig Sigurgeirsdóttir þýddi. Angústúra, 2020. Kilja, 233 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Fold uppboðshús er nú með sérstakt vefuppboð á myndlist með úrvals- verkum valinna listamanna. Alla jafna væru verkin boðin upp á hefð- bundnu uppboði en vegna samkomu- bannsins er það ekki hægt. Verkin má bæði skoða á vefnum og í galleríinu þegar það er opið að viðhafðri fyllstu gát og fyrirmælum almannavarna, að því er fram kem- ur í tilkynningu. Meðal verka sem boðin verða upp er verk eftir Jón Stefánsson af Henglinum séðum frá Rauðhólum og stórt málverk eftir Georg Guðna en verk eftir þessa listamenn eru sjaldan boðin til sölu, skv. tilkynningunni. Af öðrum verk- um má nefna tvö málverk eftir Finn Jónsson, þar annað af Snæfellsjökli sem var á sýningu í Charlottenborg í Kaupmannahöfn og síðar á sýningu í Massachusetts í Bandaríkjunum á fjórða áratug síðustu aldar. Þrjú ólík verk eftir Jóhannes S. Kjarval eru á uppboðinu, portrett sem sagt er af Guðbrandi Magnússyni, stórt lands- lagsmálverk og uppstilling af rauð- maga og sítrónum. Þrjú verk eftir Ásgrím Jónsson verða boðin upp og einnig pastelmynd eftir Gunnlaug Blöndal af Reykjavíkurhöfn og Esj- unni auk verka eftir Alfreð Flóka, Hring Jóhannesson og Jón Engil- berts. Einnig eru á uppboðinu verk eftir samtímamyndlistarmenn, m.a. tvö verk eftir Sigurbjörn Jónsson úr djassseríu listamannsins auk verka eftir Harald Bilson, Huldu Vil- hjálmsdóttur og Heklu Björk. Uppboðið stendur yfir á netinu til 15. apríl og er hægt að skoða verkin hjá Fold uppboðshúsi við Rauðarár- stíg og á uppbod.is. Vefuppboð hjá Fold Fallegt Málverk eftir Jón Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.