Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020 Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is Skiltagerð Ljósaskilti, álskilti, umferðarmerki LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og smíði úr plasti ásamt efnissölu á plexigleri og álprófílum 50 ára Jónína er Reyk- víkingur en býr í Hafnarfirði. Hún er við- skiptafræðingur frá HÍ og með MS-gráðu frá Virginia Tech. Jónína er framkvæmdastjóri Gáska sjúkraþjálfunar. Maki: Leifur Geir Hafsteinsson, f. 1970, mannauðsstjóri Völku. Börn: Guðrún Linda Whitehead, f. 1992, Kristín Inga Whitehead, f. 1994, Hildur Svava, f. 2007, og Kristján Steinn, f. 2012, Leifsbörn. Barnabörnin eru orðin tvö. Foreldrar: Guðrún Whitehead, f. 1941, fv. bókari, og Bjarni Þ. Guðmundsson, f. 1941, bifreiðasmiður. Þau eru búsett í Reykjavík. Jónína Björg Bjarnadóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt þér mistakist eitthvað einu sinni, er ekki þar með sagt að þú getir ekki reynt aftur síðar. Einhver sendir þér skilaboð sem þú botnar lítið í. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er tímabært að láta reyna á sköp- unargáfuna. Ef fjárútlát valda þér hugar- angri, er best að láta þau eiga sig. Bíddu ekki eftir því að einhver biðji þig um hjálp, vertu fyrri til. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur fulla ástæðu til að vera ánægð/ur því allt virðist ætla að ganga upp hjá þér. Leyfðu innsæi þínu að ráða ferðinni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert að ganga í gegnum undarlegt tímabil breytinga, en þær verða til góða. Reyndu að halda í gleðina og jákvæðnina sem hefur alltaf einkennt þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það gengur ekki að krefjast athygli annarra og hafa svo ekkert bitastætt fram að færa. Varastu að láta framann stíga þér til höfuðs. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Fólk í umhverfi þínu rænir þig orkunni með einum eða öðrum hætti. Leggðu kapp á sinna áhugamálum þínum hvern dag. 23. sept. - 22. okt.  Vog Peningavandræði og ágreiningur við ástvin koma hugsanlega upp í dag. Leitaðu ráða hjá sérfræðingi um lagaleg atriði. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Málstaður þinn vinnur æ fleiri á sitt band og mest munu gleðja þig sinna- skipti gamals vinar. Hikaðu ekki við að biðja um hjálp. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er óhjákvæmilegt að liðin atvik skjóti upp kollinum, þegar þú þarft að fara í gegnum pappíra frá fyrri tíð. Kannski finnst þér kominn tími á að ljúka verki sem þú byrjaðir á fyrir langa löngu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ykkur hættir við að sjá heiminn í svörtu og hvítu og því eruð þið stundum of fljót á ykkur að dæma fólk. Ekki efast um getu þína til að ráða við flókin mál. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér finnst það skylda þín að deila vitneskju þinni með öðrum. Láttu ekki ýta þér út í neitt, sem þú ert ekki handviss um að sé gott. Allt er gott sem endar vel. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur óaðfinnanlegan smekk og vilt endilega veita fólki ráð. Reyndu að fara út á hverjum degi. hefur hann sungið með Karlakórn- um Fóstbræðrum um áratug- arskeið og syngur nú með Gömlum Fóstbræðrum. Hefur hann verið formaður allra þessara kóra. holtskirkju en þar var hann einn nánasti samverkamaður Jóns Stef- ánssonar er hann gerði umdeildar breytingar á safnaðarsöng en þá Lilju vilja nú allir kveðið hafa. Þá G unnlaugur Valdemar Snævarr er fæddur 7. apríl 1950 á Völlum í Svarfaðardal og ólst þar upp til 18 ára ald- urs er prestssetrið var flutt til Dal- víkur. Hann sótti skóla í sveitinni og sumarstörf voru hefðbundin sveitastörf. Gunnlaugur fór í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdents- prófi árið 1970. Árið eftir fékk hann kennarastöðu við Gagnfræðaskól- ann á Sauðárkróki og kenndi einnig við Iðnskólann þar. Árið eftir sótti Gunnlaugur ný- stofnaðan Kennaraháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan, ásamt 6 öðr- um, árið 1974 og er fyrsti háskóla- menntaði kennarinn frá skólanum. Á öðru ári Kennaraháskólans hóf hann kennslu, í hálfri stöðu, við Hagaskóla og kenndi þar síðan allt til ársins 1988 er hann var ráðinn yfirkennari við Lögregluskóla rík- isins og síðar yfirlögregluþjónn þar uns hann lét af störfum. Aðaláhugamál Gunnlaugs eru tónlist og grúsk í gömlum heim- ildum og sögum auk þess sem hann hefur skrifað allmikið um gamla tíma, tækni og sérkennilegar per- sónur í Svarfaðardal. Þá er hann áhugasamur ljóðabókasafnari. „Ég hef safnað allgóðu safni hefðbund- inna ljóða og þigg gamlar ljóða- bækur í afmælisgjöf en ekkert ann- að.“ Þá hefur Gunnlaugur skrifað og gefið út kennslubækur í íslensku, eina með Jóni Norland, og einnig tvær ljóðabækur, aðra eftir afa sinn Valdemar V. Snævarr, fyrr- verandi sálmaskáld og skólastjóra, og hins vegar Rimar sem er ljóða- safn höfunda úr Svarfaðardal. Árið 2016 kom út bók eftir hann um Jón heitinn Stefánsson, organista í Langholtskirkju, sem var einn áhrifamesti tónlistarmaður á Ís- landi um sína daga svo ekki sé meira sagt. Á síðustu árum hefur Gunnlaugur skráð alla presta á Ís- landi, fyrir ÍSMÚS, og tengt þá við þær kirkjur er þeir hafa þjónað. Gunnlaugur hefur sungið í mörg- um kórum og má nefna Kór Lang- „Nú síðustu ár hef ég unnið að umsjón og yfirferð yfir texta sem gefinn er út með geisladiskum og má þar nefna Guitar Islancio og umsjón með textaskrifum í bækling Gunnlaugur V. Snævarr, fv. kennari og yfirlögregluþjónn – 70 ára Ljósmynd/Þorgeir Hjörtur Níelsson Karlakórinn Fóstbræður Frá jólatónleikum í Seljakirkju en Fóstbræður halda tónleika þar um hver jól. Grúskar í gömlum heimildum Fjölskyldan Frá vinstri: Þórhildur, Gunnlaugur og Auður. Feðgar Afmælisbarnið og sr. Stefán. 30 ára Stefanía er Grundfirðingur en býr í Kópavogi. Hún er geislafræðingur að mennt frá Háskóla Ís- lands og er geisla- fræðingur á Landspít- alanum. Maki: Andri Axelsson, f. 1984, lögfræð- ingur hjá Ríkisskattstjóra. Börn: Eiður Axel, f. 2015, og Sesselja, f. 2018. Foreldrar: Eiður Björnsson, f. 1953, trésmiður og rekur eigið fyrirtæki, Grá- brók, og María Magðalena Guðmunds- dóttir, f. 1966, einn af eigendum sjávarútvegsfyrirtækisins G.Run og starfar þar. Þau eru búsett í Grundar- firði. Ingibjörg Stefanía Eiðsdóttir Til hamingju með daginn Hafnarfjörður Lea Þóra Arnórsdóttir fæddist 23. júlí 2019 kl. 14.20. Hún vó 3.760 g og var 52 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Tinna Freysdóttir og Arnór Schmidt. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.