Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020
HÁDEGISMATUR alla daga ársins
Bakkamatur
fyrir fyrirtæki og mötuneyti
Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum,
sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt,
einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum
fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum.
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is
SKÚTAN
Matseðill og nánari upplýsingar á
veislulist.is
Icelandair Group hefur ráðið Íslands-
banka, Landsbankann og Kviku banka
til ráðgjafar um hvernig styrkja megi
fjárhagslega stöðu félagsins til fram-
tíðar. Þetta var tilkynnt fyrir opnun
markaða í gærmorgun.
Í tilkynningu sem félagið sendi frá
sér í tengslum við málið kemur fram
að ef tekjuflæði þess verði í lágmarki í
apríl og maí megi gera ráð fyrir að
lausafjárstaða þess fari undir 200
milljónir dollara, jafnvirði tæplega 29
milljarða króna. Stefna félagisns hefur
verið að laust fé, ásamt óádregnum lá-
nalínum, færi ekki undir þau mörk.
Milljarðar á fyrstu mánuðunum
Lausafjárstaða félagsins nam 301,6
milljónum dollara, jafnvirði 43,5 millj-
arða á núverandi gengi, um nýliðin
áramót og því gera áætlanir Icelandair
ráð fyrir því að lausafé félagsins hafi
minnkað um að minnsta kosti 14,6
milljarða króna á fyrstu fimm mánuð-
um ársins.
Á síðustu tveimur vikum hefur Ice-
landair gripið til mjög umfangsmikilla
aðgerða í því skyni að verja lausafjár-
stöðuna. Þannig var tilkynnt 23. mars
að 92% starfsfólks félagsins yrðu færð
niður í hlutastörf, 240 starfsmönnum
var sagt upp og þeir sem ekki urðu fyr-
ir skerðingu starfshlutfalls lækkuðu
um 20% í launum, framkvæmdastjórar
um 25% en forstjórinn og stjórn fé-
lagsins um 30%. Þá var tilkynnt á
þriðjudaginn fyrir viku að stærstur
hluti starfsemi dótturfélagsins Air Ice-
land Connect yrði færður undir hatt
móðurfélagsins í því skyni að draga úr
kostnaði.
Umsvifin aðeins tíundi hluti
Þessa dagana eru umsvif flugstarf-
semi Icelandair Group um 10% af því
sem upphaflegar áætlanir gerðu ráð
fyrir. Segir félagið að mikil óvissa sé
uppi um hvenær ferðatakmörkunum
verði aflétt og hvenær eftirspurn eftir
flugi og ferðalögum muni taka að nýju
við sér. Þrátt fyrir óvissuna gera
stjórnendur félagsins ráð fyrir að flug-
áætlunin í sumar muni dragast saman
um að minnsta kosti 25%. Hlutabréf
Icelandair Group lækkuðu um tæp
1,4% í viðskiptum gærdagsins í 26
milljóna króna viðskiptum. Gengið
stendur nú í 3,6 og hefur lækkað um
52,3% frá áramótum. Markaðsvirði fé-
lagsins stendur í tæpum 19,6 milljörð-
um.
Fjárhagsleg afkoma félagsins á
fyrsta fjórðungi ársins verður kynnt í
síðustu viku þessa mánaðar. ses@mbl.is
Gengur hratt á
lausafé Icelandair
Þrír bankar kallaðir að borðinu
ákveðið að draga saman framleiðslu
sína á þessu ári um 15% en raforku-
samningurinn við Landsvirkjun ger-
ir fyrirtækinu kleift að afþakka allt
að því hlutfalli þeirrar orku sem það
hefur skuldbundið sig til að kaupa,
án þess að þurfa að greiða fyrir
hana.
Kjósa að borga fyrir rafmagn
sem ekki er notað
Heimildir Morgunblaðsins innan
úr Rio Tinto herma að fyrirtækið
hafi nú þegar ákveðið að draga enn
frekar úr framleiðslu sinni hér á
landi og það valdi því að það muni,
að minnsta kosti um skeið, þurfa að
greiða fyrir raforku sem það ekki
mun nota.
Minni framleiðslu mun sjá stað
strax í fyrrihluta aprílmánaðar og
áhrifa ákvörðunarinnar mun gæta
enn frekar á komandi vikum. Ekki
liggur fyrir á þessari stundu hversu
umfangsmikill samdrátturinn í
framleiðslu verður.
Samhliða þessari ákvörðun munu
stjórnendur Rio Tinto í Straumsvík
vinna að nýrri kostnaðaráætlun fyr-
ir verksmiðjuna, m.a. í ljósi þess að
útlit er fyrir versnandi pantanastöðu
á öðrum og þriðja ársfjórðungi
þessa árs.
Meðal þeirra sviðsmynda sem nú
er verið að skoða af fullri alvöru er
að loka verksmiðjunni í 24 mánuði í
von um að heimshagkerfið hafi náð
bata að þeim tíma liðnum og að eft-
irspurn eftir áli verið þá orðin meiri.
Um þessar mundir er talið að heims-
birgðir af áli nemi sex milljónum
tonna. Til samanburðar voru birgð-
irnar fjórar milljónir tonna í kjölfar
fjármálakreppunnar 2008.
Málaferli inni í myndinni
Á sama tíma og forsvarsmenn Rio
Tinto leita leiða til að draga úr
gegndarlausum taprekstri herma
heimildir Morgunblaðsins að fyrir-
tækið undirbúi nú málaferli gegn
Landsvirkjun í því skyni að losna
undan fyrrnefndum raforkusamn-
ingi. Þar er m.a. til skoðunar hvort
áhrif kórónuveirunnar á alheims-
markað með ál geti talist „force maj-
eur“. Þannig gæti Rio Tinto hrein-
lega losnað undan samningnum með
því að loka verksmiðjunni án þess að
þurfa að greiða upp raforkusamn-
inginn.
Heimildir Morgunblaðsins herma
einnig að Rio Tinto kunni að bera
fyrir sig að samkvæmt orkukaupa-
samningi við Landsvirkjun sé geng-
ið út frá því að orkan sem afhent er
komi frá vatnsaflsvirkjunum. Hins
vegar komi fram á raforkureikning-
um sem fyrirtækið hafi greitt, allt
frá árinu 2014, að orkan sé í raun frá
kola- og kjarnorkuverkum. Skýrist
það af sölu hinna svokölluðu upp-
runavottana sem Landsvirkjun hef-
ur haft talsverðar tekjur af á undan-
förnum árum. Telja sérfræðingar
Rio Tinto að í sölu upprunavottan-
anna felist vörusvik gagnvart Rio
Tinto og það geti leitt til þess að
fyrirtækið geti losnað undan að
minnsta kosti hluta þeirrar kaup-
skyldu sem samningurinn leggur
þeim á herðar allt til ársins 2036.
Rio Tinto kaupir 23% allrar þeirrar
orku sem Landsvirkjun framleiðir.
Skoða lokun til tveggja ára
Rio Tinto skoðar sviðsmyndir til að draga úr tjóni af völdum reksturs álsversins í Straumsvík
Kjarasamningar bundnir því að samningar takist við Landsvirkjun Draga frekar úr framleiðslu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Álverið Álframleiðsla hefur staðið viðstöðulaust í Straumsvík frá árinu 1969. Nú gæti svo farið að hlé yrði gert á.
Undir lok síðasta mánaðar náð-
ust samningar milli Rio Tinto
og stéttarfélaga í álverinu.
Gert er ráð fyrir að samning-
arnir haldi til lok marsmánaðar
2021. Það munu þeir hins veg-
ar ekki gera nema samkomulag
hafi náðst milli Rio Tinto og
Landsvirkjunar fyrir lok júní-
mánaðar á þessu ári. Heimildir
Morgunblaðsins herma að Rio
Tinto hafi komið ákvæði þessa
efnis inn í bókun í samning-
unum, ef allt færi á versta veg
og félagið neyddist til að draga
verulega úr framleiðslu eða
hætta henni.
Semji fyrir
lok júní
KJARASAMNINGARNIRBAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Lítið hefur þokast í viðræðum milli
Landsvirkjunar og Rio Tinto í
Straumsvík í kjölfar þess að síðar-
nefnda fyrirtækið kallaði eftir því að
raforkusamningur milli aðila frá
árinu 2010 yrði tekinn upp og endur-
skoðaður. Hafa forsvarsmenn fyrir-
tækisins fullyrt að rekstrargrund-
völlur starfseminnar í Straumsvík
sé brostinn með núverandi raforku-
samning til grundvallar.
Forstjóri Landsvirkjunar hefur
sagt að orkuverðið hér sé sam-
keppnisfært en í samtali við Morg-
unblaðið á fimmtudaginn síðasta
sagði Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar, að fyrirtækið ynni
með viðskiptavinum sínum að því að
létta þann róður sem flest fyrirtæki
eru nú í vegna útbreiðslu kórónu-
veirunnar.
Heimildamaður Morgunblaðsins
segir að tveir fundir hafi verið
haldnir milli Rio Tinto og Lands-
virkjunar en þeir hafi verið árang-
urslausir og að rúmur mánuður sé
nú liðinn frá því að fulltrúar fyrir-
tækjanna settust síðast niður. Ann-
ar heimildamaður bendir þó á að
áfram sé unnið að farsælli lausn
milli fyrirtækjanna þótt ekki hafi
formlegir fundir verið boðaðir að
undanförnu.
Þreifingar enn í gangi
Í liðinni viku greindi Morgunblað-
ið frá því að tap af rekstri álversins í
Straumsvík hefði numið tæpum 13
milljörðum á nýliðnu ári og bættist
það við ríflega fimm milljarða tap á
árinu 2018. Hefur rekstur verk-
smiðjunnar skilað tapi síðustu átta
ár. Í lok janúar greindi Morgunblað-
ið einnig frá því að Rio Tinto hefði