Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020 FÓTBOLTASPIL BUFFALO GLORY Verð: 43.400 kr. 6015.005 Fellanlegt (á lager) 123 x 57.2 x 78.8 cm (LxWxH) Síðumúli 35 (gengið inn að aftanverðu) - 108 Reykjavík - S: 5683920 Opið 12:30-18:00 ÞÚFINNUR ALLT FYRIR ÁHUGAM ÁLIN HJÁ O KKUR pingpong.is pingpong.is pingpong.is pingpong.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fjögur leikskólabörn smituð  Yfir 5.000 leik- og grunnskólabörnum í Reykjavík haldið heima vegna veirunnar Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Fjögur leikskólabörn og 33 grunn- skólanemendur hafa greinst með kórónuveiru í Reykjavík. Þá hafa einnig 28 starfsmenn leikskóla og 18 starfsmenn grunnskóla smitast af veirunni, en smit hafa nú komið upp í 11 leikskólum og 20 grunnskólum Reykjavíkurborgar. Kemur þetta fram í svari skóla- og frístundasviðs við fyrirspurn Morgunblaðsins, en tölurnar miðast við 2. apríl. Í Reykjavík eru nú 355 grunn- skólanemendur í sóttkví og 3.351 í leyfi frá skóla að ósk foreldra. Fjöldi barna á leikskólaaldri í sóttkví er 166 og eru 1.448 leikskólabörn í leyfi að ósk foreldra. Alls er því 5.320 leik- og grunnskólabörnum í Reykjavík hald- ið heima þessa dagana. Borgin sýnir fullan skilning Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður skóla- og frístundaráðs, segir ljóst að ákveð- inn hópur foreldra vilji hafa vaðið fyrir neðan sig og vísar hann þar til mikils fjölda barna í leyfi frá skóla. „Ástæðurnar geta verið mýmarg- ar; persónulegar eða tengdar heilsu- fari barnanna eða einhverra á heim- ilinu. Við höfum fullan skilning á því,“ segir hann og bætir við að Reykjavíkurborg hafi lagt mikið kapp á að koma í veg fyrir smit inni í skólum. Segir Skúli það hafa heppn- ast vel til þessa og bendir í því sam- hengi á að leikskólabörn séu 6.237 talsins og grunnskólabörn 15.322. „Hlutfallslega eru þetta því mjög lágar tölur,“ segir hann. Aðspurður segir Skúli mikinn bar- áttuhug vera í starfsfólki skólanna. „Ég er mjög stoltur af þessu fólki. Hópurinn er afar lausnamiðaður í þessum sérstöku aðstæðum sem nú eru uppi. Það er gríðarlega mikil- vægt að við stöndum öll saman.“ Marta Guðjónsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir fjarvistartölur mun hærri en hún átti von á og að mikilvægt sé að fylgjast áfram grannt með þróun mála og fjölda smita í skólum borgarinnar. „Ef þróunin fer til hins verra er mikilvægt að hafa þor til að endur- meta stöðuna og þá hvort þörf sé á að framlengja páskafrí nemenda eða grípa til lokana. Allar ákvarðanir hafa til þessa verið teknar í samráði við sóttvarnalækni og þannig viljum við halda því áfram,“ segir hún. Lögregla rannsakar nú andlát tveggja kvenna sem talið er að hafi látist með saknæmum hætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um andlát konu í heimahúsi um klukkan hálftvö í fyrrinótt. Tveir karlar, annar um þrí- tugt og hinn á sextugsaldri, voru á heimilinu þegar lögreglu bar að. Báðir voru handteknir í þágu rann- sóknarinnar. Hún beinist m.a. að því hvort mennirnir hafi átt þátt í and- láti konunnar. Lögreglan á Suðurnesjum rann- sakar andlát konu á sextugsaldri. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins lést konan í Sandgerði. Ættingi konunnar tilkynnti lát hennar til lögreglunnar á Suðurnesj- um að kvöldi 28. mars. „Rannsókn- arlögreglumaður fór þegar ásamt lækni og presti á staðinn. Ekkert á vettvangi benti til þess að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Sama máli gegndi um líkskoðun á sjúkra- stofnun,“ sagði í tilkynningu í gær. Réttarmeinafræðingur upplýsti hinn 1. apríl að sterkur grunur léki á að andlátið hefði borið að með sak- næmum hætti. Karl á sextugsaldri var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 1. til 8. apríl. Landsréttur staðfesti úrskurðinn 3. apríl. Lögreglan á Suðurnesjum lagði á það áherslu í tilkynningu að hún hefði fylgt gildandi verklagsreglum við aðkomu að málinu frá fyrstu stundu. gudni@mbl.is Lögreglan rannsakar andlát tveggja kvenna  Báðar létust í heimahúsi, í Sandgerði og í Hafnarfirði Morgunblaðið/Hari Lögreglan Rannsóknin snýr að því hvernig konurnar tvær létu lífið. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir stöðuna á vinnu- markaði alvar- lega vegna þeirra aðgerða sem búið er að grípa til í þeirri von að hægt verði að hefta útbreiðslu kórónuveiru. Hún bendir þó á að fyrirtæki séu misjafnlega stödd. „Sum eru að vinna á undanþágu frá samkomubanni, önnur eru að afla tekna og enn önnur eru ekki með neinar tekjur. Þau úrræði sem þarf að grípa til verða að miðast við ólíkar aðstæður fyrirtækjanna,“ segir Drífa við Morgunblaðið. Greint var frá niðurstöðum nýrrar könnunar sem Maskína gerði fyrir SA hér í blaðinu í gær. Benda þær til þess að það verði ekki aðeins fyrir- tæki í ferðaþjónustu sem muni finna fyrir miklum samdrætti vegna veir- unnar heldur fyrirtæki í flestum at- vinnugreinum. Það blasi við að hækkun launa ofan í tuga prósenta tekjusamdrátt geti varla gengið. „Það er mikill ábyrgðarhluti að fara að skerða réttindi og laun og víkja frá kjarasamningum. Inni í þeim var ákvæði um hagvaxtarauka, en allir gera sér nú grein fyrir að það er farið,“ segir Drífa og bætir við að launafólk taki nú þegar á sig miklar skerðingar. Úrræði miðist við ólíka stöðu Drífa Snædal  Hagvaxtarákvæði kjarasamninga farið Greiðslufrestir, lækkuð gjöld, fjölg- un atvinnutækifæra og aukin fjár- veiting til framkvæmda eru á meðal þeirra aðgerða sem Akraneskaup- staður kynnti í gær til viðspyrnu vegna kórónuveirusjúkdómsins COVID-19. Aðgerðirnar eru fjórtán talsins og skiptast í þrjá meginhluta; varnir, vernd og viðspyrnu. Heildar- umsvif þeirra nema 3.380 milljónum. Veittur verður m.a. frestur á greiðslu fasteignagjalda íbúðar- og atvinnuhúsnæðis og innheimtu gatnagerðargjalda og tengdra þjón- ustugjalda. Gjöld leikskóla, grunn- skóla og frístundar í þorpinu verða lækkuð í samræmi við notkun og gildistími þrek- og sundkorta fram- lengdur. ragnhildur@mbl.is Akranes gríp- ur til aðgerða Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga (Fíh) og samninganefnd ríkisins (SNR) hittust á fjarfundi í gær undir stjórn Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara. Viðræðum verður haldið áfram á samninga- fundi sem er boðaður klukkan 13 í dag. Þá mæta fulltrúar viðsemjenda í eigin persónu. „Sáttasemjari mat það þannig að það væri gott að fá okkur í hús og aðstæður eru þannig að það gengur upp. Það er ánægjulegt,“ sagði Sverrir Jónsson, formaður SNR. Hann sagði að fund- urinn í gær hefði verið ágætur og nú yrði sam- talinu haldið áfram. Fyllsta öryggis yrði gætt og passað að örugg fjarlægð væri á milli samnings- aðila á meðan þeir reyndu að ná saman. Samningaviðræðum haldið áfram í dag Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nýr sáttasemjari á fjarfundi með samninganefndum hjúkrunarfræðinga og ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.