Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020 Klippt og beygt fyrirminni og stærri verk ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS hennar væri aðeins önnur ritgerðin um íslenska skáldkonu. „Það er því mikil vinna fyrir höndum og von- andi að fleiri fari að skrifa um verk kvenna. Þótt það hafi ekki verið skrifaðar doktorsritgerðir hafa auðvitað verið gefin út greinasöfn,“ segir Guðrún og nefnir í því sam- hengi greinasöfn um Steinunni Sigurðardóttur, Guðrúnu Helga- dóttur og Álfrúnu Gunnlaugs- dóttur. „En það má alltaf bæta í sarpinn,“ segir Guðrún og rifjar upp að í gegnum tíðina hafi verið skrifaðar doktorsritgerðir við Há- skóla Íslands um Grím Thomsen, Guðberg Bergsson, Þorberg Þórðarson og Elías Mar. Aðspurð segist Guðrún í doktors- ritgerð sinni hafa fjallað um valdar skáldsögur Vigdísar Grímsdóttur í því skyni að varpa nýju ljósi á ein- kenni þeirra og viðtökur. „Það væri örugglega hægt að skrifa heila dokt- orsritgerð um hverja og eina skáld- sögu eftir Vigdísi,“ segir Guðrún, en í ritgerðinni skoðaði hún skáldsög- urnar Stúlkan í skóginum (1992), Þögnin (2000), trílógíuna Þrenningin (Frá ljósi til ljóss (2001), Hjarta, tungl og bláir fuglar (2002) og Þegar stjarna hrapar (2003)) og Dísusaga: Konan með gulu töskuna (2013). „Til að ná yfir sem stærstan hluta af höfundarverki Vigdísar valdi ég eina bók frá hverjum áratug á ferli hennar, að undanskildum þeim fyrsta,“ segir Guðrún og tekur fram að hún hafi beitt margvíslegum að- ferðum í ritgerðinni við greiningu verkanna þótt hún hafi einkum beitt hugrænum fræðum. „Sem er yfir- heiti yfir margar ólíkar greinar á borð við sálfræði, heimspeki, bók- menntafræði, mannfræði og tauga- fræði. Allar eiga þessar fræðagrein- ar það sameiginlegt að vilja reyna að skilja manneskjuna betur og hvern- ig hún virkar. Ég beiti því sálfræði- kenningum á persónur skáldverk- anna til að skilja betur af hverju þær haga sér eins og þær gera,“ segir Guðrún og bendir á að ritgerð sín sé kannski óvenjuleg vegna þess að hún sé tvískipt. Ímyndunaraflið mikilvægt „Annars vegar greindi ég verk Vigdísar og skoðaði þá meðal annars hvernig persónur beita ímyndunar- aflinu og sköpunarhæfni sinni til að takast á við erfiðleika. Í því sam- hengi skoðaði ég einkaheima þeirra, ímyndaða vini, sársauka, sjálfs- mynd, sjálfsblekkingu, samlíðan og valdabaráttu. Auk þess kannaði ég þemu eins og ást í margvíslegum myndum og þrár sem ekki er unnt að uppfylla. Hins vegar skoðaði ég með eigindlegum aðferðum tilfinn- ingaviðbrögð og samlíðan raunveru- legra lesenda andspænis persónum og aðstæðum í heilum skáldsögum Vigdísar eða stuttum textabrotum. Til dæmis skoðaði ég hvernig les- endur nýta ímyndunaraflið og sköp- unarhæfnina þegar þeir fylla inn í eyður verkanna sem þeir lesa og búa sér til bakgrunnssögur um persónur og sögusvið, hversu vel þeim gengur að samsama sig persónum og eins hvernig þeim gengur að sökkva sér niður í söguheima verkanna,“ segir Guðrún. Skemmtilegast að lesa og tala um bækur Spurð hvað taki við núna að námi loknu upplýsir Guðrún að hún sé að ritstýra Ritinu ásamt Sigrúnu Mar- gréti Guðmundsdóttur. „Við erum einnig að skipuleggja afmælis- málþing til heiðurs Ástu Sigurðar- dóttur sem halda átti á næstunni en frestast til hausts út af ástandinu, en í kjölfar málþingsins er ætlunin að gefa út greinasafn um verk hennar,“ segir Guðrún sem starfar einnig sem stundakennari við HÍ líkt og hún hefur gert seinustu fimm árin sam- hliða ritgerðarskrifunum. „Ég kenni íslenskar samtímabókmenntir í bæði íslenskudeild og læknadeild skól- ans,“ segir Guðrún og bendir á að í læknadeildinni komi hún sem gesta- fyrirlesari í samskiptafræði og kenni hvað hægt sé að læra af bók- menntum um samskipti. „Sérsvið mitt í læknadeildinni snýr að sam- líðan og sársauka. Með því að lesa bókmenntir getum við aflað okkur reynslu og þekkingar á hlutum sem við vitum kannski ekki um til hlítar. Við getum til dæmis öðlast þekkingu á því hvernig fólk bregst misjafnlega við erfiðum aðstæðum. Það gefur mér mjög mikið að kenna, en ég hef verið svo einstaklega lánsöm að hafa verið með góða og virka nemendur sem taka virkan þátt í umræðum,“ segir Guðrún og tekur fram að hún sé ánægð að fá í vinnunni að gera það sem sér þyki allra skemmtileg- ast: „Að lesa og tala um bækur,“ segir Guðrún og upplýsir að hún hafi verið sólgin í bækur frá barnsaldri og alltaf lesið mikið. „Ég var því reglulegur gestur í Bókabílnum.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Gestur í Bókabílnum „Ég var reglulegur gestur í Bókabílnum,“ segir Guðrún Steinþórsdóttir sem verið hefur sólgin í bækur frá barnsaldri. „Fer hreinlega á flug“  Guðrún Steinþórsdóttir skrifaði doktorsritgerð um skáldskap Vigdísar Grímsdóttur  Margt hægt að læra af bókum um samlíðan og sársauka  Kennir læknanemum íslenskar bókmenntir VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Vigdís hefur verið einn af mínum eftirlætisrithöfundum frá því ég var unglingur og því lá beint við að beina sjónum mínum að skáldskap henn- ar,“ segir Guðrún Steinþórsdóttir sem í doktorsritgerð sinni í íslensk- um bókmenntum, sem hún varði fyrr á árinu, beindi sjónum að skáldskap Vigdísar Grímsdóttur. „Vigdís hefur skrifað svo magnaðar bækur sem kalla fram afar sterk tilfinningaleg viðbrögð og virkja ímyndunaraflið sem fer hreinlega á flug. Persónur hennar eru allt í senn flóknar og áhugaverðar á sama tíma og sögu- heimar hennar eru fjölbreytilegir þannig að maður sér alltaf eitthvað nýtt í verkum hennar eftir hvern einasta lestur. Textar hennar vekja einnig lesendur til umhugsunar um ýmis málefni sem oftar en ekki hafa legið í þagnarhjúpi,“ segir Guðrún þegar hún er spurð hvað heilli við skáldskap Vigdísar. Ritgerð Guðrúnar nefnist „raun- veruleiki hugans [er] ævintýri – Um valdar sögur Vigdísar Grímsdóttur, einkenni þeirra og viðtökur“. Rit- gerðina vann hún undir leiðsögn Bergljótar Soffíu Kristjánsdóttur prófessors í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands, en aðrir í dokt- orsnefnd voru Benedikt Hjartarson og Guðni Elísson prófessorar í al- mennri bókmenntafræði við HÍ. Beitti hugrænum fræðum Eftir því sem blaðamaður kemst næst er ritgerð Guðrúnar aðeins önnur doktorsritgerðin sem varin er hérlendis þar sem verk íslenskr- ar skáldkonu er til umfjöllunar, en fyrstu ritgerðina skrifaði Dagný Kristjánsdóttir. „Sú nefnist Kona verður til og kom út 1996, en þar fjallar Dagný um skáldsögur Ragn- heiðar Jónsdóttur fyrir fullorðna,“ segir Guðrún og tekur fram að það hafi komið sér mjög á óvart þegar henni var bent á að doktorsritgerð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.