Morgunblaðið - 15.04.2020, Side 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2020
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Passamyndir
Tímapantanir
í síma 568 0150
eða á rut@rut.is
Tryggjum
tveggja metra fjarlægð
og gætum ítrustu
ráðstafana.
Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður
Við erum hér til að aðstoða þig! --
• Sérsmíðaðir skór
• Skóbreytingar
• Göngugreiningar
• Innleggjasmíði
• Skóviðgerðir
Erum með samning við
sjúkratryggingar Íslands
Tímapantanir í síma 533 1314
Alexander Kristjánsson
Jóhann Ólafsson
Jón Pétur Jónsson
Þór Steinarsson
Þrátt fyrir að nýjum smitum sé farið
að fækka dag frá degi þýðir það ekki
að sigurinn gegn kórónuveirunni sé í
höfn. Þetta sagði Katrín Jakobsdótt-
ir forsætisráðherra á blaðamanna-
fundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær
þar sem næstu aðgerðir stjórnvalda
vegna kórónuveirufaraldursins voru
kynntar.
Greint var frá níu nýjum kórón-
uveirusmitum í gær sem er svipaður
fjöldi og greindist sólarhringinn áð-
ur þrátt fyrir að mun fleiri sýni hefðu
verið tekin eftir helgi. Af þeim sem
greindust voru sjö á höfuðborgar-
svæðinu og tvö á Vestfjörðum. Þriðj-
ungur þeirra sem greindust var í
sóttkví. Samkvæmt nýjustu tölum er
álag á sjúkrahúsin að minnka og er
fjöldi einstaklinga á gjörgæsludeild-
um nú átta, þrír eru í öndunarvél á
Landspítalanum en enginn á sjúkra-
húsinu á Akureyri.
Á fundinum var sömuleiðis greint
frá tilslökunum á samkomum og
skólahaldi sem eiga að taka gildi 4.
maí, en Svandís Svavarsdóttir heil-
brigðisráðherra samþykkti þær eftir
tillögu Þórólfs Guðnasonar sótt-
varnalæknis. Í þeim felst m.a. að
opnað verður fyrir hefðbundið skóla-
hald í leik- og grunnskólum, fram-
halds- og háskólar verða opnaðir á
ný með takmörkunum og fjöldatak-
mörk samkomubanns verða hækkuð
úr 20 í 50.
Forsætisráðherra benti á að frá
upphafi hefði markmið stjórnvalda
verið að hefta útbreiðslu faraldurs-
ins, að verja viðkvæmustu hópana,
sér í lagi aldraða og þá með und-
irliggjandi sjúkdóma, og tryggja að
heilbrigðiskerfið réði við álagið.
Katrín varaði við því að gerast
værukær og sagði það ekki í boði að
leyfa sér að gefast upp á þessum
mikilvæga tímapunkti. Áfram þyrfti
að fylgja samkomutakmörkunum og
öðrum sóttvarnareglum.
Þá boðaði hún mótefnamælingu og
sagðist vonast til þess að hún færi
fram í þessum mánuði.
Álagspróf á innviðina
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra sagði kórónuveirufaraldur-
inn hafa verið öllum mikið lærdóms-
ferli. „Þetta er álagspróf á innviði
íslensks samfélags. Þar sem við er-
um stödd núna þá lítur út fyrir að Ís-
land komi til með að geta sagt þá
sögu að við stóðumst það álag. En
þetta er ekki búið,“ tók hún fram áð-
ur en hún hrósaði sérstaklega og
þakkaði Þórólfi Guðnasyni sótt-
varnalækni, Ölmu D. Möller land-
lækni og Víði Reynissyni yfirlög-
regluþjóni fyrir vel unnin störf á
daglegum upplýsingafundum
„þríeykisins“.
„Það hlutverk hefur verið okkur
öllum algjörlega ómetanlegt. Ekki
bara í því að gefa okkur upplýsingar
dagsins, heldur að mennta samfélag-
ið. Upplýsa okkur frá degi til dags
um það hvað þetta er sem við er að
eiga, viðurkenna að það eru ekki
svör við öllum spurningum og hafa
bæði þrek og húmor til þess að tala
kjark í þjóðina á þessum erfiðu tím-
um.“
Heimila aftur klippingar
Í aðgerðum um tilslakanir sem
heilbrigðisráðherra greindi frá í gær
felst einnig að ýmis þjónusta verður
aftur heimil. Meðal annars geta hár-
greiðslustofur, nuddstofur, sjúkra-
þjálfarar og snyrtistofur hafið starf-
semi að nýju, en halda þarf tveggja
metra fjarlægð eins og kostur er. Öll
heilbrigðisþjónusta sem ekki felur í
sér valkvæðar skurðaðgerðir verður
heimil sem og tannlækningar.
Skipulagt íþróttastarf barna á
leik- og grunnskólaaldri verður
heimilt utandyra með ákveðnum tak-
mörkunum og það sama gildir um
annað skipulagt íþróttastarf, þó með
harðari takmörkunum.
Sundlaugar og líkamsræktar-
stöðvar verða áfram lokaðar. Þá
verða reglur um skemmtistaði, krár,
spilasali og svipaða starfsemi áfram
óbreyttar og slíkir staðir haldast því
lokaðir.
Í minnisblaði sóttvarnalæknis
varðandi afléttingu takmarkana á
samkomum eftir 4. maí er lagt til að
fjöldasamkomur hér á landi verði
takmarkaðar við að hámarki 2.000
manns út ágúst, en greint verður frá
tillögum að nánari útfærslum síðar.
Horft til smærri fyrirtækja
Áhrif kórónuveirufaraldursins og
viðbrögð stjórnvalda voru til um-
ræðu eftir munnlega skýrslu for-
sætisráðherra á Alþingi í gær.
Búist er við því að ríkisstjórnin
kynni næstu aðgerðir sínar í efna-
hagsmálum á næstu dögum. Katrín
Jakobsdóttir forsætisráðherra kom
inn á það í skýrslu sinni að við út-
færslu frekari aðgerða yrði sérstak-
lega horft til lítilla fyrirtækja sem
hefur þurft að loka vegna sóttvarn-
aráðstafana, þeirra sem eru sjálf-
stætt starfandi og einyrkja. Þá kom
hún inn á erfiða stöðu námsmanna,
en samkvæmt nýlegri könnun Stúd-
entaráðs hafa 40% stúdenta ekki
fengið vinnu fyrir sumarið.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, sagði að þeir sem
hefðu tekið það á sig fyrir samfélagið
að loka sinni starfsemi hlytu að eiga
skilinn stuðning frá samfélaginu og
það væri eitthvað sem ríkisstjórnin
ætlaði að taka með sér inn í næstu
aðgerðir. Hann sagðist þó þurfa vera
hreinskilinn með það að ekki væri
hægt að lofa því að allir kæmu skað-
lausir úr þessu ástandi.
Ósátt með lítið samráð
Formenn stærstu stjórnarand-
stöðuflokkanna létu óánægju sína í
ljós á þingfundi. „Við í Miðflokknum
og í stjórnarandstöðunni allri höfum
stutt allar þær tillögur sem ríkis-
stjórnin hefur komið með til að tak-
ast á við þennan vanda og við mun-
um áfram styðja hverja einustu
tillögu sem til úrbóta horfir,“ sagði
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Miðflokksins.
Það hefði hins vegar valdið stjórn-
arandstöðunni verulegum vonbrigð-
um að stjórnarmeirihlutinn skyldi
fella hverja einustu tillögu sem
stjórnarandstaðan hefði lagt fram til
úrbóta, sem í sumum tilfellum hefði
eingöngu verið til þess fallið að gera
ráðherrum kleift að standa við þær
aðgerðir sem þeir hefðu boðað.
„Maður skyldi ætla að ef mönnum
væri alvara um mikilvægi þess að
standa saman þá hlyti sú samstaða
að virka í báðar áttir,“ bætti Sig-
mundur við.
Logi Einarsson, formaður Sam-
fylkingarinnar, tók undir orð Sig-
mundar og sagði að stórtækar að-
gerðir til að aðstoða lítil fyrirtæki,
heimili, atvinnulausa og námsmenn
hefðu beðið of lengi.
Fjöldi eftir landshlutum
Óstaðsett 50 159
Útlönd 1 0
Austurland 7 26
Höfuðborgarsvæði 1.232 1.536
Suðurnes 77 108
Norðurland vestra 35 18
Norðurland eystra 47 92
Suðurland 168 228
Vestfirðir 73 280
Vesturland 30 56
Smit
Sóttkví
Uppruni smits
Innanlands
Óþekktur
Erlendis
36.339 sýni hafa verið tekin
989 einstaklingar hafa náð bata
8 einstaklingar eru látnir
39 eru á sjúkrahúsi 8 á gjör-gæslu
723 eru í einangrun
Fjöldi smita frá 28. febrúar til 12. apríl
Heimild: covid.is
1.720 smit voru staðfest
í gær kl. 13.00
1.720
723
feb.
1.650
1.375
1.100
825
550
275
þeirra sem
hafa greinst
voru í sóttkví
80%
54%
10,6% sýna tekin hjá LSH voru jákvæð og 0,7% sýna tekin hjá ÍE
16.267 hafa lokið sóttkví2.503 manns eru í sóttkví
Staðfest smit
Virk smit
mars apríl
Hættulegt að verða værukær
Sigurinn ekki í höfn þrátt fyrir jákvæða þróun Fjöldasamkomur verði takmarkaðar við 2.000 manns
út ágúst Innviðirnir hafa staðist álagsprófið hingað til Þríeykið verið „algjörlega ómetanlegt“
Helstu breytingar sem verða 4. maí
Fjöldamörk samkomubanns
■ Miðað verður við 50 einstaklinga í stað 20 áður.
■ Reglur um tveggja metra fjarlægð haldast óbreyttar.
Leik- og grunnskólar
■ Skólastarf verður með
eðlilegum hætti.
Framhalds-
og háskólar
■ Meginreglan um
hámark 50 einstaklinga
í sama rými gildir í fram-
halds- og háskólum.
Ýmis þjónusta
■ Hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun,
snyrtistofur, söfn og sambærileg starfsemi geta hafið
starfsemi.
■ Halda skal 2 metra fjarlægð milli viðskiptavina
eins og kostur er.
Heilbrigðisþjónusta
■ Öll heilbrigðisstarfsemi sem ekki felur
í sér valkvæðar skurðaðgerðir eða aðrar
ífarandi aðgerðir verður heimil.
■ Tannlækningar verða einnig heimilar.
Íþróttastarf
Skipulagt íþróttastarf barna á leik- og
grunnskólaaldri verður heimilt utandyra
með eftirfarandi takmörkunum:
■ Ekki fleiri en 50 einstaklingar
verða saman í hóp.
■ Halda skal
tveggja metra
fjarlægð eftir því
sem það er unnt,
einkum hjá eldri
börnum.
Annað skipulagt
íþróttastarf er
heimilt utandyra
með eftirfarandi
takmörkunum:
■ Ekki fleiri en
fjórir einstaklingar æfa eða leika saman.
■ Snertingar eru óheimilar og halda skal
tveimur metrum á milli einstaklinga.
■ Notkun á sameiginlegum búnaði
skal haldið í lágmarki en annars skal
sótthreinsa hann á milli notkunar.
Nokkur atriði sem
haldast óbreytt
■ Undanþágur fyrir
efnahagslega mikilvæg
fyrirtæki verða óbreyttar.
■ Líkt og hingað til
verður heimilt að taka á
móti 100 einstaklingum
í matvöruverslunum og
lyfjaverslunum hverju
sinni að uppfylltum
tilteknum skilyrðum.
■ Sundlaugar og lík-
amsræktarstöðvar verða
áfram lokaðar.
■ Reglur um skemmti-
staði, krár, spilasali og
svipaða starfsemi verða
óbreyttar og slíkir staðir
því áfram lokaðir.
■ Fyrirmæli landlæknis
frá 23. mars sl. um
valkvæðar skurðaðgerðir
eða aðrar ífarandi að-
gerðir haldast óbreytt.
Heimild: Heilbrigðisráðuneytið
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sín-
um í gær að veita 1,5 milljónir
króna af sameiginlegu ráðstöf-
unarfé sínu til rannsóknar á líðan
þjóðarinnar á tímum kórónuveiru-
faraldursins.
Í fréttatilkynningu á vef Stjórn-
arráðsins segir að miðstöð í lýð-
heilsuvísindum við Háskóla Íslands
muni standa að rannsókninni í sam-
vinnu við Medei ApS í Danmörku
og Karolinska Institutet í Stokk-
hólmi. Þá hafi Embætti landlæknis
ákveðið að taka þátt í framkvæmd
rannsóknarinnar.
Öllum einstaklingum yfir 18 ára
aldri verður boðið að taka þátt í
netkönnun um líðan sína á þessum
óvissutímum, en einnig verður leit-
að til þátttakenda í tveimur rann-
sóknum sem áður hafa verið gerðar
á líðan landsmanna og fá þannig
samanburð á mati þeirra á eigin
heilsu fyrir og eftir kórónuveiru-
faraldurinn. sgs@mbl.is
Ætla að rannsaka
líðan þjóðarinnar