Morgunblaðið - 15.04.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2020
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell gæða lofthreinsitæki
Hreint loft - betri heilsa
Loftmengun er hættuleg heilsu og
lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki
eru góð við myglu-gróum, bakteríum,
frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt
að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum.
Verð kr.
18.890
Verð kr.
49.920
Verð kr.
35.850Verð kr.15.960
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Dregið hefur úr skilum á drykkjar-
umbúðum til Endurvinnslunnar síð-
ustu vikur. Meðal skýringa eru
fækkun ferðamanna, minni skil frá
veitingastöðum, lokun móttöku-
stöðva á landsbyggðinni og síðast en
ekki síst að fólk virðir tilmæli um að
halda sig heima. Endurvinnslan ger-
ir ráð fyrir því að aprílmánuður verði
rólegur en að neytendur fari í aukn-
um mæli að láta sjá sig í maí og þá
nái skilin sér aftur á strik.
Helgi Lárusson, framkvæmda-
stjóri Endurvinnslunnar, rifjar upp
að á síðasta ári hafi skil farið yfir
85% og menn hafi gert sér vonir um
að sú jákvæða þróun héldi áfram í ár,
enda neytendur að verða meðvitaðri
um nauðsyn endurvinnslu. Skil í jan-
úar og febrúar hafi lofað góðu en í
mars hafi skil dregist saman. Komur
hafi verið færri en fólk komið með
meira magn í einu.
Skil í heildina á umbúðum úr áli,
plasti og gleri voru 8% minni á lands-
vísu í mars heldur en í sama mánuði í
fyrra og samdrátturinn var meiri á
landsbyggðinni vegna lokana. „Þetta
gerist á sama tíma og í raun fjölgar
drykkjarumbúðum, þar sem neyt-
endur eru enn að færa sig frá stórum
drykkjarumbúðum í minni. Minnkun
skila er því í raun meiri,“ segir Helgi.
Í mars var 25% minnkun í mót-
töku drykkjarumbúða úr gleri miðað
við mars 2019. Það skýrist m.a. af því
að minna magn kemur inn til Endur-
vinnslunnar frá veitingahúsum. Er-
lendir ferðamenn sjást ekki á land-
inu þessa dagana og segir Helgi að
sú staðreynd speglist í skilum.
Sumir komnir á efri ár
Helgi segi að á landsbyggðinni
hafi Endurvinnslan öfluga umboðs-
menn, en þar hafi eins og annars
staðar þurft að huga að vörnum
vegna kórónufaraldursins.
„Sumir okkar öflugu aðila á lands-
byggðinni eru komnir á efri ár og því
í áhættuhópi og hafa því lokað hjá
sér. Við erum með flutningsaðila
sem bera ábyrgð á því að fyllt sé í
hillur matvöruverslana og apóteka
svo eitthvað sé nefnt og þeir hafa því
ákveðið að loka fyrir flöskumóttöku
til að lágmarka áhættu. Það sama á
við um björgunarsveitir,“ segir
Helgi.
Endurvinnslan hefur stýrt að-
gengi inn á móttökustöðvar þannig
að aðeins ákveðinn fjöldi kemst inn í
einu. Nánast allir viðskiptavinir
virða tveggja metra regluna og lögð
er áhersla á að spritta og hreinsa
búnað, að sögn Helga. Hann hvetur
neytendur til að gleyma ekki nauð-
syn endurvinnslu og flokkunar.
Dregið hefur úr skilum
á drykkjarumbúðum
Aðgerðir í faraldri
» Langar raðir mynduðust inn
á endurvinnslustöðvar SORPU
um páskana. Miðað er við
að ekki séu fleiri en 20 manns
á hverjum tíma á hverri stöð.
» Á laugardag hvatti SORPA
viðskiptavini sína til að gera
eitthvað skemmtilegra en að
taka til í geymslu og bíða í röð.
» Í gær lágu ekki fyrir upplýs-
ingar um hversu mikið magn
hefur borist á stöðvar Sorpu
síðustu daga.
» Verslun Góða hirðisins verð-
ur lokuð þar til samkomubanni
verður aflétt en hafin er net-
sala á munum í gegnum fés-
bókarsíðu Góða hirðisins.
» Á heimasíðum Lyfju og Apó-
teksins kemur fram að fyrir-
tækin taka ekki á móti lyfjum
til eyðingar um óákveðinn
tíma.
Morgunblaðið/Eggert
Endurvinnsla Margir virðast láta það bíða betri tíma að skila umbúðum.
Lokað úti á landi
Fáir ferðamenn
Minna berst frá
veitingastöðum
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Það eru vissulega erfiðir tímar, en
lög gilda líka á erfiðum tímum,“ sagði
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson,
framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar-
innar í Vestmannaeyjum, aðspurður
hvort til greina
kæmi að draga til
baka kröfu um
bætur frá ríkinu
vegna fjártjóns við
úthlutun á heim-
ildum til veiða á
makríl í kjölfar
tveggja dóma
Hæstaréttar frá 6.
desember 2018.
,,Við yrðum ekki
spurð að því hvort illa stæði á hjá okk-
ur hefðum við valdið ríkisvaldinu
skaða,“ bætti hann við. Sjö fyrirtæki
hafa gert kröfu um bætur frá ríkinu
samtals að upphæð um 10,2 milljarða
króna auk þess sem krafist er hæstu
mögulegu vaxta.
Reikningurinn verður ekki
sendur skattgreiðendum
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra sagði á Alþingi í gær að þessi
krafa vekti reiði: „Þetta er ekki góð
leið til að vekja samhug á þessum tím-
um,“ sagði Katrín, á sama tíma og al-
menningur og fyrirtæki hefðu al-
mennt sýnt mikla samstöðu í
baráttunni við veiruna. Hún sagði að
þótt hún teldi málstað ríkissjóðs vera
góðan þá ættu fyrirtækin að íhuga að
draga þessa kröfu til baka.
Undir þetta tók Bjarni Benedikts-
son fjármálaráðherra. „Við munum
taka til fullra varna í deilunni,“ sagði
Bjarni meðal annars. „Ef svo ólíklega
vill til að við töpum þá er alveg skýrt
að reikningurinn verður ekki sendur
skattgreiðendum. Hann mun koma
frá greininni.“
Sigurgeir Brynjar sagði þessi orð
Bjarna vekja ýmsar spurningar og um
sérstaka hótun væri að ræða. ,,Ég hef
oft heyrt í fréttum að ríkið hafi tapað
máli og verið dæmt til greiðslu skaða-
bóta í kjölfarið en aldrei áður heyrt
því hótað að skattleggja þá sem urðu
fyrir skaðanum sérstaklega fyrir
skaðabótunum. Ég er ekki löglærður
en ég að held ég geti fullyrt að þessa
lagatúlkun sé ekki að finna í lögbókum
réttarríkja,“ segir Sigurgeir.
Ekki sökudólgarnir
„Við höfum verið beitt rangindum
sem Hæstiréttur hefur dæmt um. Við,
frumkvöðlar í makrílveiðum, sem
unnum þjóðinni rétt sem strandríkis
við makrílveiðar, getum ekki verið
sökudólgarnir hér. Við færðum þjóð-
inni mikil verðmæti. Ef Vinnslustöðin
hefði verið dæmd fyrir að gera eitt-
hvað rangt hefði henni verið gert að
bæta skaðann eða beitt öðrum úrræð-
um af ríkinu. Hæstiréttur hefur dæmt
um að við höfum orðið fyrir tjóni. Nú á
eftir að dæma um hvert tjónið var, þar
stendur málið og ríkið ætlar eðlilega
að taka til varna.“
Hann segir það dapurlegt að ríkið
hafi með ólögmætri nálgun við skipt-
ingu makrílkvóta frá 2011 til 2018 fært
makrílkvóta frá fyrirtækjum sem áttu
rétt til veiðanna til annarra, sem ekki
hafi átt lögboðinn rétt. Sigurgeir seg-
ist hafa fyrir hönd útgerðarfélaganna
boðið ríkinu að semja um lausn þessa
máls fyrir lagasetninguna síðasta vor,
en ekki hafi verið vilji til þess.
Mikil verðmæti
Félögin sem um ræðir eru Ísfélag
Vestmannaeyja hf., sem á stærstu
kröfuna, Gjögur hf., Skinney-Þinga-
nes hf., Loðnuvinnslan hf., Huginn
ehf., Eskja hf. og Vinnslustöðin hf.
Sigurgeir Brynjar segir að fyrir-
tækin sjö hafi verið á meðal þeirra
sem hafi byrjaði makrílveiðar fyrir
röskum áratug og hafi fært mikla fjár-
muni inn í þjóðarbúið með frum-
kvöðlastarfi sínu.
„Ég skýrði frá því fyrr í vetur að
útflutningsverðmæti makrílafla í
heild hefði frá upphafi veiða numið
200 milljörðum. Ef ég skipti þessum
200 milljörðum í samræmi við skatta-
spor KPMG sem unnið var fyrir
Vinnslustöðina hef ég reiknað út að
með frumkvæði okkar höfum við
fært ríkissjóði, sveitarfélögum og líf-
eyrissjóðum 72 milljarða, launþegum
landsins 56 milljarða, margir fleiri
hafa notið góðs af og 13% hafa runnið
í vasa útgerðarfyrirtækjanna eða um
26 milljarðar.
Í tilfelli Vinnslustöðvarinnar höf-
um við nýtt fjármunina til afborgana
lána, arðgreiðslna og til kaupa á
skipum, að byggja upp nýja uppsjáv-
arvinnslu og frystigeymslu og gera
fyrirtækið öflugra og betra inn í
framtíðina, öllum til hagsbóta,“ segir
Sigurgeir Brynjar.
„Lög gilda líka á erfiðum tímum“
Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir að ríkinu hafi verið boðin sátt á síðasta ári
Forsætisráðherra vill að fyrirtækin íhugi að draga kröfu um skaðabætur vegna makrílkvóta til baka
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Deilur Makríll hefur skapað mikil verðmæti fyrir þjóðarbúið, en einng valdið margvíslegum deilum.
Sigurgeir Brynjar
Kristgeirsson